Vísir - 22.01.1952, Blaðsíða 2
2
V I S I R
Þriðjudaginn 22. janúar 1952
Hitt og þetta
af þeim mönnum, sem hafa á-
nægju af að tala um sjálfan
sig.“
Stúlka svarar í síma: „Nei,
þetta er ekki hún Maria. Hún
er ekki heima rétt í þessu. Þetta
er systir hennar, sem er 111
pund, Ijóshærð og bláeyg.“
Maður var að skilja við konu
sína og þau voru fyrir rétti.
Maðurinn kvaðst ekki geta
staðist fjárhagslega, að búa með
henni — hún heimtaði af hon-
Um 50 króna sekt, í hvert sinn
sem hann gleymdi á morgnana
að kveðja hana með kossi.
Einmana. — Nýlega giftist
Margaret Redden manni er
heitir John Lewis. Hún var 82
ára en hann 81. Og þau áttu
samtals 25 börn frá fyrri hjóna-
böndum. Þau sögðust giftast til
að fá sér félaga.
Hjarta mannsins er öflugt líf-
færi og býr yfir mikilli seiglu,
eins og auðsætt er. Væri hjart-
sláttur eins manns í heilan sól-
arhring sameinaður í eitt átak,
yrði það nógu öflugt til að
varpa einni smálest t.d. af járni
120 fet í loft upp.
Sigga Iitla var fimm ára og
fór oft í sendiferðir fyrir
mömmu sína. Hún var fús að
fara, þegar hún gat borið fram
nöfnin á því, sem kaupa átti.
En sum orð átti hún bágt með
að segja og kveið þá fyrir því
að hlegið yrði að sér, þegar hún
bæri fram crindi sitt.
„Sósulitur“ var eitt af þeim
orðum, sem henni var verst við
að nefna, og færðist hún venju-
lega undan að kaupa hann. Þó
kom að því einu sinni, að
mamma hennar átti ekki ann-
ars kost en senda hana eftir
þessari vöru. Telpan tók flösku
undan sósulit með sér og þeg-
ar hún kom í búðina rétti hún
afgreiðslumanninum flöskuna
og sagði: „Lyktaðu af flösk-
unni og láttu mig svo hafa svona
lit.“
€im aíhhí ðat..,*
Um þetta leyti fyrir 30 árum
mótti lesa eftirfarandi í -bæjar-
fréttum Vísis:
Sprénging'í miðstöð.
Á laugardagskvöldið var
verið að kynda miðstöð í verzl-
Unarhúsi Garðars Gíslasonar
við Hverfisgötu ög vissi kynd-
arinn ekki fyrri til en eitthvað
sprakk inni í miðstöðinni, og
af svo miklu afli, að rúður
biiotnuðu í kjallaranum og hús-
íð skalf allmikið. Kyndarinn
brenndist á höndum, en ekki
stórvægilega. Vildi það honum
til happs, að hann hafði ekki
lokað. ofninum, þegar spreng-
íngin varð. Telja má víst, að
sprenging þessi hafi orsakazt
af púðri eða öðru sprengiefni,
sem borizt hefir á einn eða ann-
an hátt með bréfarusli saman
Við kolin.
Þriðjudagur,
22. janúar, — 22. dagur ársins.
Sjávarföll.
Árdegisflóð var kl. 0.10. —
Síðdegisflóð kl. 13.05.
Ljósatími
bifreiða og annarra ökutækja
er kl. 16.00—9.15.
Ungbarnavernd Líknar,
Templarasundi 3, er opin
þriðjud. kl. 3.15—4 og fimmtud.
kl. 1.30—2.30.
Næturvörður
er í Laugavegs-apóteki; sími
1618.
Kvöldvörður L. R.
er Þórarinn Sveinsson, Lækna-
varðstofunni, sími 5030.
Næturvörður L. R.
er Kjartan R. Guðmundsson,
Læknavarðstofunni, sími 5030.
Frá skrifstofu borgarlæknis:
Farsóttir í Reykjavík vikuna
6. til 12. janúar 1951 samkv.
skýrslum 28 starfandi lækna
(27). í svigum tölur frá næstu
viku á undan:
Kverkabólga 77 (71). Kvef-
sótt 66 (72). Gigtsótt 1 (0).
Iðrakvef 29 (37). Hvotsótt 1
(4). Kveflungnabulga 5 (5).
Taksótt 1 (0). Munnangur 3
(2). Kikhósti 7 (5). Hlaupa-
bóla 1 (1).
Gjafaepli.
Með Goðafossi komu hingað
frá Hamborg 258 kassar af epl-
Um, sem gjöf til íslendinga frá
Odenwaldschule í Heppenheim,
Deutsche Landfrauenbund,
Hilfswerk der Evangel. Kirche
in Hessen und Nassau í Frank-
furt og Arbeiterwohlfahrt í
Hamborg. Eplin eru þakklætis-
vottur vegna hjálpar íslend-
inga í garð Þjóðverja eftir
stríðið.
HwAAyáta hk /SE§
Skýringar:
Lárétt: 1 fyrir mánuði, 3 gat,
5 tyggja hestar, 6 heild, 7 endir,
8 kona, 9 óp, 10 félagi Hróa, 12
hrund, 13 ríki, 14 ílát, 15
ósamst. samhljóðar, 16 trylli.
Lóðrétt: 1 sjaldgæft nafn, 2
Btrengur, 3 — bogi, 4 lítilmenni,
5 Þórólfur hinn skeggjaði var
kénndur viðthana, 6 —- stræti,
8 fugl, 9 á í Rússlandi, 11 á
-barka, 12 ás, 14 snerama.
Lausn á krossgátu nr. 1528:
Lárétt: 1 tár, 3 ös, 5 bor, 6
Örn, 7 ÓG, 8 álka, 9 ess, 10
lega, 12 FÚ, 13 AEG, 14 ber,
15 RE, 16 sút.
Lóðrétt: 1 tog, 2 ár, 3 örk, 4
snákar, 5 bollar, 6 öls, 8 Ása, 9
egg, 11 EEE, 12 fet, 14 bú.
Tímarit.
Náttúrufræðingurinn 4. hefti
21. árgangs hefir blaðinu bor-
izt. Helzta éfni er þetta: Hið ís-
lenzka náttúrufræðifélag eftir
Sig. Pétursson, Átan og Síldin
eftir Hermann Einarsson, Um
vítamin eftir Sigurð Pétursson
o. fl.
Útvarpið í kvöld:
20.30 Leikrit Þjóðleikhúss-
ins: „Lénharður fógeti“ eftir
Einar H. Kvaran (endurtekið).
•— Leikstjóri : Ævar R. Kvaran.
Leikendur: Ævar Kvaran, Jón
Aðils, Þóra Borg, Valur Gísla-
son, Elín Ingvarsdóttir, Gestur
Pálsson, Róbert Arnfinnsson,
Klemenz Jónsson, Yngi Thor-
kelsson, Karl Sigurðsson, Valdi-
mar Lárusson, Gerður Hjör-
leifsdóttir, Arndís Björnsdóttir
og Lúðvík Hjaltason. — 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.25
Kammertónleikar (plötur). —
Kvenfélag
Fríkirkjusafnaðarins í Rvk.
Félagskonur: Munið skemmti-
fund félagsins í kföld kl. 8% í
Oddfellowhúsinu, niðri.
Próf. Sigurbjörn Einarsson
hefur Biblíulestur fyrir al-
menning í kvöld kl. 8.30 í sam-
komusal kristniboðsfélaganna,
Laufásvegi 13.
Misritazt
hafði í Vísi nafn eins sjómanna,
er fórust með vb. Grindvíkingi.
Það var Valgeir Valgeirsson,
en var sagður Jónsson í frá-
sögn blaðsins.
Krabbameinsf élagi Reykjavíkur
hafa borizt eftirfarandi gjaf-
ir til kaupa á ljóslækningatækj-
um, afhentar Alfreð Gíslasyni,
lækni: Friðrik Ólafsson 200 kr.
S. Þ. 500 kr. Guðbjörg Ander-
sen 100 kr. Bóndi í Borgarfirði
50 kr. B. og G. 2000 kr. Dahsk
kvindeklub í Reykjavík 1000
kr. — Innilegar þakkir til gef-
enda.
Veðrið.
Norðaustanátt; víðast hvass
í dag, en hægari í nótt. Léttir
til.
Slökkviliðið
var kvatt í Efstasund kl.
langt gengin þrjú 1 gær. Ekki
var þar þó um neinn eldsvoða
að ræða, heldur var unnið að
því að bræða af eirvír og mynd-
aðist við það mikill reykur.
Fólk, sem sá reykinn úr nokk-
urri fjarlægð, hélt að um
íkviknun væri að ræða og
hringdi á slökkviliðið.
Námskeið
Kvennad. Slysavarnafél. í
hjálp í viðlögum heldur áfram
í dag kl. 4.30 í skrifstofu Slysa-
varnafélagsins.
Stopular gæftir —
tregfiski.
Heita má að ótíð hafi verið
allan janúar, sem af er, og gæft-
ír báta því verið stopular, og
aflatregðan eftir því. Sjö land-
róðrabátar eru nú byrjaðir ver-
tíð héðan og hefir aflinn verið
rýr. Talið er að landróðrabátur
þurfi a. m. k. að fiska 5 lestir í
róðri til þess að útgerðin sleppi
hallalaus. Undanfarið hafa þessi
bátar fengið mest í róðri um 3
iestir og hrekkur það ekki nærri
fyrir kostnaði. Fiski bátur 3
lestir er útkoman þannig: 3540
kr. fyrir fiskinn lagðan í frysti-
hús. Olía 1500 kr., laun sjó-
manna 14 hlutir af 23 um 1000
kr., tryggingar, slit (þ. e. eðli-
legt) og önnur útgjöld 1600—
1700 kr. Tap útgerðar 4—500
kr.
1 Yz—4 lestir.
Þessir sjö Reykjavíkurbátar.
cem byrjaðir eru á vertíð, hafa
fengið þetta 1 % lest í fjórar
lestir í róðri. Aflinn hefir verið
hér um bil eingöngu þorskur.
Tveir útilegubátar eru byrjaðir
Veiðar og kom Sædísin á laug-
ardag með 14 lestir af fiski eftir
3ja sólarhringa útivist. Stendur
það á endum, að aflinn borgi
kostnaðinn. Engir togbátar né
dragnótabátar eru byrjaðir
Veiðar.
Afli togaranna
hefir verið tregur, 2000 til
2500 kit eftir langa útivist.
Markaður í Englandi hefir aft-
ur á móti verið ágætur, enda
lítið borizt þar að af fiski úr
enskum togurum. Má heita að
íslenzku togararnir hafi verið
einir um hituna undanfarið.
Skip Eimskip.
Brúarfoss kom til Reykjavík-
ur í gærdag frá London. Detti-
foss fór frá New York áleiðis
hingað til Reykjavíkur s. 1.
föstudag og er væntanlegur
mabgtAsamastað
Stúlka
óskast.
HEITT OG KALT
Uppl. á staðnum milli ld.
6 og 7 í dag.
Kanpi gaii og silfur
hingað um næstu helgi. Goða-
foss fór í gær frá Siglufirði til
Húsavíkur og Kópaskers, síðan
heldur skipið áfram austur um
og til Reykjavíkur, með við-
komu á Austfjarðahöfnum.
Gullfoss kom í gærmorgun til
Reykjavíkur frá Kaupmanna-
höfn og Leith. Lagarfoss og
Reykjafoss eru í .Reykjavík
Selföss er á leið til Antwerpen
og Tröllafoss á leið til New
York.
' Ríkisskip: Hekla er á Aust-
fjörðum á norðurleið. Esja er
í Álaborg. Herðubreið er á
Húnaflóa á norðurleið. Skjald-
breið er í Rvk. Þyrill er í Rvk.
Ármann var í Vestm.eyjum £
gær.
Skip S.Í.S.: Hvassafell er á
ísafirði. Arnarfell er í Stettín.
Jökulfell er í Rvk.
Flaug undir
Tower-brúna
1 London hefir maður
nokkur verið dæmdur í
sekt fyrir að fljúga undir
Tower-hrúna. Fór hann
milli brúargólfsins og
göngubrúarinnar, sem er
milli stöplanna efst, og
munaði aðeins metra, að
ann ir vængurinn rækist i
annan stöpulinn. Maður-
inn bar fgrir réttinum, að
hann hefði gert þetta i
sportvél sinni til að
skemmta sgni sínum, sem
var með í flugvélinni.
Kongo veídur usia
Brussel. (U.P.). — Flóð
mikil eru nú í Kongo-fljóti í
nýlendu Belga í Afríku.
Hafa fljótin brotið nokkrar
brýr yfir fljótið og sópað á
brott járnbraut á bökkum
þess á nokkrum kafla. Vegna
flóðanna hefir höfuðborgin,
Leopoldville, verið rafmagns-
laus um hríð. -
ICeísarastylly stolið.
Bonn. (U.P.). — Mynda-
styttu af Vilhjálmi keisara
hefir verið stolið í borginni
Eckernförde.
Myndin var hálfur þriðji
metri á hæð og óg yfir 300 kg.
Leikur grunur á, að brotajárns-
salar hafi haft styttuna á brott
með sér.
-v.r«
KveHjuathöfn mol - oli’kar,
■ Margrétar rí JœriisilóátMr ' •
frá Ásl /s ,;.?Weppiý-
. r& r í ■' *" Ú; ■;,$ _ _ 'X
fer fram Irá Dómkirl: \ miðvikud 2 3-.
kl. 3 e.h. Jarðarförii ■TraiBi að Ásirlangard.
26. þ.m. kl. 1 e.h.
Eörn hiönar F >na.
mmmMmMMBmLLzzisiimss