Vísir


Vísir - 26.01.1952, Qupperneq 4

Vísir - 26.01.1952, Qupperneq 4
V í S I R Laugardaginn 26. .janúa? 1952 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Syndir vanrækslunnar. Er þjóðin fékk sjálfstæði og æðsta valdið fluttist inn í landið, féllu úr gildi ákvæði stjórnarskrárinnar varðandi réttindi og skyldur konungs, en sambærileg ákvæði voru þá samþykkt varðandi starfssvið forsetans. Að þessu sinni skal sú lagasetning elcki rædd að efni né formi, enda henni víst í upphafi ætlað skammvinnt gildi. En þótt viðhorf löggjafans væri slíkt á þeim tíma hefur stjórnarskrármálið verið lagt í handraðann, þannig að sýnilega dregst ný lagasetning í því efni enn um einn áratug. Við fráfall forseta íslands, herra Sveins Björnssonar, kemur þó annmarki í ljós á lagasetningu þessari og felst hann í ráðstöfun f or setavaldsins. í núgildandi stjórnskipunarlögum er ekki gert ráð fyrir vara- forséta, ef forsetinn skyldi forfallast um lengri eða skemmri tíma, yrði óstarfhæfur eða félli frá. Gripið var til þess ráðs að deila forsetavaldinu milli þriggja valdamanna, forseta Sam- einaðs Alþingis, forsætisráðherra íslands og forseta Hæstaréttar, Ef forseti S. Þ. félli jafn skyndilega frá eftir þingslitin og raunin sannaði í gær að því er varðaði forseta landsins, og ef þingið yrði þá þegar ekki kallað saman til funda, myndu tveir menn væntanlega fara með forsetavaldið, þar til nýr forseti S.Þ. hefði verið kosinn. Ef til ágreinings drægi milli þessara tveggja manna, eru engin ákvæði til lausnar slíkri deilu og þannig mætti lengi rekja afleiðingar af skiptingu forsetavaldsins, eins og Ai- þingi hefur um hnútana búid. Þótt allt séu það menn ágætir og virðulegir, sem íara með forsetavaldið þrískipt, er á því töluverður eðlismunur og er forsetinn er sérstaklega kosinn til þess starfs. Aðalstarf forsetans er móttaka og fyrirgreiðsla erlendra stórhöfðingja og annarra virðulegra gesta, en gera má einmitt ráð fyrir því, að þessi þáttur forsetastarfans verði alltímafrekur næstu vikurnar, þótt engu verði um það spáð með vissu. En þeir þrir menn, sem veljast í allar þær þrjár virðingarstöður, sem að ofan eru nefndar, eru kosnir eða skipaðir í þær, alveg án tillits til „repesentationar“ forsetans. Skiptir þáð miklu máli hvernig að erlendum gestum er búið og hversu við þeim tekið, enda verður þjóðin dæmd eftir þeirri hámenningu, sem þar þrífst. Fullvíst er það að allir þeir ágætu menn, sem nú fara með forsetavaldið, koma fram út á við með fullum virðu- leik, svo að þjóðinni verður sómi að, en það réttlætir ekki slíkt meyðarákvæði, sem Alþingi setti á sinni tíð um þrískiptingu fofsetavaldsins,; Hirðuleysið um skipun og afgréiðslu nýrrar stjórnlagaákvæða, ekki sízt að því er forsetavaldið varðar, er með engu móti verjanlegt. Þótt stjórnmálaflokkarnir hafi þvælt lítillega um stjórnaskrármálið og gert í því efni misjafnlega loðnar samþykktir, er vissulega kominn tími til að það mál .verði tekið alvarlega og fái viðeigandi afgreiðslu. ForsœtisráðHerra, : „Islendingar minnast mikilhæfs, góðviljaðs og hugljúfs forseta." Þingið. og þjóðin. TTefði Alþingi búið svo um forsetavaldið, að við yrði unað til **-■*• langframa, væri ekki um það að sakast þótt nokkur dráttur yrði á afgreiðslu stjórnskipunarlaganna, enda skal það vel vanda, sem lengi á að standa. Sá er eðlismunur stjórriskipunar- laga og annarrar lagasetningar, að öll þjóðskipanin og allt öryggi þegnanna veltur á því að stjórnskipunarlögum verður ekki breytt með einfaldri samþykkt einhvers þingmeirihluta, heldur verði að í'júfa þing og efna til nýrra kosninga. Loks er það nýkosna þing hefur samþykkt breytinguna, hún fengið undirritun forseta og verið birt á tilhlýðilegan hátt, þá öðlast hún lagagildi. Slíkur umbúnaður tryggir lýðræðið í landinu og réttindi þegnanna, unz breytingar verða á gjörðar með lýðræðislegum hætti. Er sýnt var að Alþingi myndi ekki sinna afgreiðslu nýrrar stjórnarskrár í bráð, töldu ýmsir þeir, sem utan þingsins standa, að ástæða væri til að vekja áhuga alþjóðar fyrir málinu, þannig að það yrði rætt, skilningur almennings glæddur á eðli stjórn- •skijpunarlaga, bornar fram nýjungar, sem hentugar geta taíist og því næst.svo um hnútana búið að „friðsamleg bylting“ yrði ekki fraunkKænid á einu þingi, án þess að þjóðin yrði þar ; kvðdd til ráða. Þingflokkarnir hafa sýnt misjafnan skilning á slíkri þörf, en almenningur þeim mun meiri: áhuga. Um stjóm- .skipunarlögin verða átökin háð næsta.áratugmn, en það getur ■ , haft 'ófyrirsjSaiiiegar' afljeiðongar í -irmanrikismálum. -Vonandi i, ber þtjóSm giftu til. að sameinast um niðurstóður. og endanlega aígreiðsiu jaijómarskráxinnar, en mikið vatn vprður tií ,-sjávar runnið; • áður- en það'TOál verður^afgi'eit/t -endanlega. Forsætisráðherra flutti þjóð- inni harmafregnina um lát for- setans í hádegisútvarpi í gær, og fórust orð á þessa leið: Góðir íslendingar! Ég flyt íslenzku þjóðinni sorgarfregn. Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, andaðist í Reykjavík klukkan hálf fjögur í nótt. Forsetinn hafði fyrir skömmu gengið undir uppskurð erlendis og virtist á góðum batavegi, en að vonum máttfarinn eftir mikla og hættulega aðgerð. Þegar ég átti tal við forsetan í fyrradag, glaðan og hressan í anda, grunaði mig sízt, að sá fundur yrði okkar síðasti, enda lét hann í ljós von um, að þreyt- an mundi hverfa með vori og hækkandi sól, svo að hann gæti þá tekið til starfa fyrir land sitt og þjóð með endurnýjuðum kroftum. íslenzka þjóðin mun jafnan minnast hins mikilhæfa, góð' viljaða og hugljúfa forseta síns með virðingu og þökk og meta að verðleikum störf hans í þágu lands og lýðs bæði meðan hann mótaði og markaði stöðu hins íslenzka þjóðhöfðingja sem fyrsti forseti hins ísleenzka lýðveldis. í dag sýnir þjóðin samúð sina með því að störf í skrifstofum og verzlunum bæði hjá ein- staklingum og ríkisfyrirtækjum eru felld niður frá hádegi og hverskonar samkomum aflýst og skólum lokað. Hugur vor beinist sérstaklega í dag til forsetafrúarinnar, Georgíu Björnsson, og barna og annara vandamanna forseta- hjónanna með hluttekningar- kveðjum. Vér íslendingar munum ávalt minnast hins fyrsta forseta ís- lenzka lýðveldisins, herra Sveins Björnssonar, með miklu þakklæti og óblandinni vhð- ingu. Guð blessi hann og alla ástvini hans. iVirðuleg minningarathöfn í útvarpinu í gærkveldi. Lík forseta flutt úr sjúkro- Itúsi heim að Bessastöðum 8 gær. sagt frá því, að hans hefði ver- ið minnzt á fundi norska Stór- þingsins í gær og í danska út- varpinu. Fyrr um daginp höfðu fulltrúar erlendra ríkja gengið á fund utanríkismála- ráðherra og vottað honum sam- úð við fráfall forsetans. Sam- úðarkveðjur höfðu einnig bor- izt frá McGaw hershöfðingja, yfirmanni varnarliðsins og Elkins ofursta, yfirmanni flug- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Loks var þess getið í útvarp- inu, að Halvard Lange, utan- ríkismálaráðherra Norðmanna hefði sent samúðarkveðju. Þá hefir Ole Björn Kraft, utanrík- isráðherra Dana, sent samúð- arkveðjur þjóðar sinnar. Síðdegis í gær var lík for- setans flutt heim að Bessastöð- um. í líkfylgdinni voru forseta frú Georgía Björnson, börn hennar og tengdabörn, sem hér eru stödd, handhafar for- setavalds, Alþingisforsetar, ríkisstjórn, biskup, sendiherra Norðmanna f.h. erlendra full- tra, læknar forsetans, lögreglu stjóri og sýslumaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Lög- reglumenn báru kistuna úr sjúkrahúsinu og stóðu heiðurs- vörð úti fyrir. Þá báru lög- reglumenn kistuna í viðliafn- arsal Bessastaða, en að lokum gengu embættismenn fyrir for- setafrúna og vottuðu henni hluttekningu sína.' Dagskrá útvarpsins í gær- kveldi var helguð minningu herra Sveins Björnssonar, en að öðru leyti féll útvarp niður, að fráteknum veðurfregnum, sem útvarpað var síðar um kvöldið. Hófst útvarp kl. 8 með því, að leikið var Largo eftir Hánd- el, en síðan fluttu tveir harid- hafar forsetavalds, utanríkis- ráðliérra og fyrrverandi for- saétisráðherrar stuttar ræður, þar sém þeir minntust hins látria forseta. Þessir menn tóku tókú til máls: Jón Pálmason, forseti Sameinaðs Alþingis, Jón Ásbjörnsson, t forseti Hsesta- réttar, Bjarni Benediktsson ut- anríkismálaráðherra, Ásgeir Ásgeirsson, dr. Björn Þófðar- son, Hermann Jónasson og Stefán Jóharin Stefánsson, fyrr verandi forsætisráðherrar. Allir minntust þeir á virðú- legan hátt hins látna forseta og drengskaparmanns, en að lok- um var flutt klassísk tónlist, en útvarpi síðan hætt. Áður höfðu þulur greint frá ræðuíforsæt- isráðherra, er hann ílutti þjóð- inrii harmafregnina, ennfrem- ur sagt frá tilkynningu lækna forsetans um andlát hans, og Íþrótfainóiifim frestað. Samkvæmt tilmælum íþrótta- sambands íslands hefir bæði Skautamóti Reykjavíkur og Stefánsmótinu verið aflýst. Skautamót Reykjavíkur átti annars að fara fram í dag og á morgun og var búið að undir- búa skautabrautina á Tjörninni. Stefánsmótið átti að fara fram í Hamrahlíð í Mosfells- sveit á morgun og voru 84 skíðamenn og konur búin að til- kynna þátttöku sína í mótinu. GUÐLAUGUR EINARSSON M álflutningsskrifstofa Laugavegi 24. Sími 7711 og 6573. + BERGMAL > Sveinn Björnsson forseti er látinn. Þessi fregn barst um alian bæ í gærmorgun, og menn setti hljóða. Fyrsti for- seti hins íslenzka lýðveldis var ekki lerigur meðal vor. Með honum er genginn mest- ur virðingarmaður þjóðar- innar, en um leið hefir þjóðiri misst einn ástsælasta son sinn, mikilsmetinn forustu- mann og brautryðjanda. Það var vitað, að forsetinn hafði átt við vanheilsu að stríða um langt skeið, en þó mun fæsta hafa grunað, að æviskeið Jians væri senn á enda i-unnlð. Fregnin snart .menn djúpt. og sárt; ekki aðeins vegna þess, áð æðsti maður þjóðariimar væri látinn, og -að nú væaá' apið og' ófyllt skarð fyrir skildi, -heldur einnig vegna þéss, að maður skynjaði, að sannur íslending- ur, drengskaparmaður, órofa tengdur örlögum þjóðarinnar, væri fallinn í valinn. Fánarnir, sem hvarvetna blöktu um bæ- inn í gær, á landi og á skipun- um á höfninni, fluttu sorgar- boðskapinn og túlkuðu harm þjóðarinnar á sinn þögla en áhrifaríka hátt. * Það má vafalaust með sanni segja, að vel hafi til tekizt um skipan hins æðsta embættis á íslandi við stofn- un lýðveldisins, og af öllum eða flestum mun Sveinn Björnsson hafa verið talinn skipa sess sinn svo sem bezt • verSur á kosið. bm; þetta varð ekki dcilt. ■' *. < . : '• Vá i Giftusaæolégn # þótti forustaN Sveins Björnssonar á, hinni fyrstu göngu hins íslenzka lýð- veldis, enda mikið í húfi, að svo yrði. Því er það, við fráfáll hans, að menn vona og vænta þess, að sá, sem við tekur, þeg- ar þar að kemur, verði maður, sem menn geta borið svipaðan hug til og þess manns, sem við nú syrgjum. — Nú stendur hin íslenzka þjóð samhuga í sorg- inni við börur hins látna forseta. Vér sendum fjölskyldu hans og ástvinum samúðarkveðjur vor- ar og hluttekningu, en harmur þeirra er um leið hai'mur vor.; ThS : : Gáta dagsins. Nafn mitt hólft er við afl í smioju og hálft -ókrókóttur vegur. Hvað heiti ég? Svar við síðustu gátu: Pádl.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.