Vísir - 06.02.1952, Blaðsíða 1
42. órg.
Miðvikudaginn 6. febrúar 1952
29. tbl.
Vinsæll þjóðhöfðingi.
Georg konungur hefir náð
feikna vinsældum með þjóð
sinni, enda hefir ríkisstjórn
hans verið með þeim hætti, er
bezt þjykir með þjóð, sem að-
hyllist þingbundna konungs-
stjórn.
Á hinum þungbæru styrj-
aldarárum dvaldi hann með
þegnum sínum í London, og er
viðbrugðið hugprýði hans og
þeirra konungshjóna í hörm-
ungum þeim, er yfir dundu í
loftárásum Þjóðverja á borg-
ina veturinn 1940—41 og vorið
Georg VI. B
Hann fékk hægt andlát í
svefni snemma í morgun.
ÆHsabet ríhisatffi hraömr
sér h-einu frá Kemtga*
Tilkynnt var frá Sandringham kl. 10,45 í morgun (9.45
eftir ísl. tíma), að Hans Hátign Georg VI. konungur væri
látinn. Konungur tók á sig náðir í gærkvöldi á venjulegum
tíma og bar andlát hans að undir rnorgun. Fékk konungur
hægt andlát í svefni.
Andláts konungs var ekki
getið í venjulegri fréttasend-
ingu frá London kl. 10, en
nokkrum mínútum eftir að
fréttasendingunni lauk, var til-
kynningin birt í útvarpinu, og
konungsfjölskyldunni vottuð
dýpsta samúð útvarpsins. Hófst
því næst útvarp á sorgarlögum.
Elisabet rikisarfi mun nú
halda heimleiðis vegna andláts
konungsins, föður síns. Er hún
enn í Kenya, ásamt manni sín-
um, hertoganum af Edinborg,
í opinberri heimsókn, og var
ráðgert, að þau héldu áfram
ferð sinni þaðan á morgun, til
Ceylon, Ástralíu og Nýja Sjá-
lands.
Var rúmlega
56 ára gamall.
Georg VI. Bretakonungur
var fæddur árið 1895, og hét
fullu nafni Albert Frederic Art-
hur George, næstelzti sonur
Georgs V.og Mary ekkjudrottn-
ingar, sem enn lifir í hárri elli.
Hann fæddist í York Cottage,
Sandringham, 14. desember ár-
ið 1895, og var því rúmlega 56
ára, er hann lézt. Með því, að
hann var ekki elztur bræðra
sinna, var ekki gert ráð fyrir
því, að hann tæki við konung-
dómi, en það varð þó, er Ját-
varður VIII., bróðir hans, nú-
verandi hertogi af Windsor, af-
salaði sér völdum í desember
1936.
Georg konungur hlaut sjó-
liðsforingjamenntun og stund-
aði m. a. nárn við Konunglega
sjóliðsforingjaskólann í Dart-
mouth (Royal Naval College),
en var síðan í siglingum með
ýmsum skipum brezka flotans.
M. a. tók hann þátt í Jótlands-
orustunni sem undir-sjóliðsfor-
ingi. Eftir styrjöldina stundaði
hann nám við Trinity College
1 Cambridge, en ári síðar var
hann gerður að hertoga af York.
Árið 1923 gekk hann að eiga
lafði Elizabeth Bowes-Lyon,
konu af skozkum aðalsættum,
en hún lifir mann sinn. Þau
eiga tvær dætur, eins og al-
kunna er, Elizabeth Alexandra
Mary, fædda 21. ap'ríl árið 1926,
sem nú tekur við ríkjum eftir
föður sinn, og Margaret Röse,
sem er fædd árið 1930.
onuhgur látinn
Mynd þessi var tekin
af hinum látna kon-
ungi og Elisabctu |
drottningu, er þau áttu ||
silfurbrúðkaup 1948.
Myndin er tekin í
Buckinghamhöll. —
Georg Bretakonungur.
1941. Reyndi konungur eftir
mætti að taka þátt í kjörum
þegna sinna,þeim til hughreyst-
ingar og uppörvunar.
Georg VI. Bretakonungur
hafði flesta þá kosti til að bera,
er þykja prýða mann í hans
stöðu. Hann var prúðmenni,
stilltur, raungóður og ráðholl-
ur, og því syrgir öll brezka
þjóðin hann í dag, svo og brezka
samveldið allt.
Utanríkisráðherra
sendir samúðarskeyti.
Bjarni Benediktsson utan-
ríkisráðherra sendi í morgun
Eden utanríkisráðherra Breta,
samúðarskeyti í tilefni af and-
láti Georgs VI. Bretakonungs
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.
Banaslys
í morgun.
í morgun varð það hörmu-
lega slys á Reykjavíkurflug-
velli, að maður beið bana er
sprenging varð í olíuflutn-
ingabíl frá Esso. Voru tveir
menn við bifreiðina, er
sprengingin varð og beið
annar mannanna strax bana,
en hinn var fluttur slasaður
á spítala.
Þegar blaðið fór í prentun
var ekkert nánar vitað um
slys þteta.
20 þtis. hús
i desember.
í desember síðastliðnum voru
fullgerð 15,300 ný íveruhús i
Bretlandi eða 1500 fleiri en í
október og nóvember og yfir
8000 fleiri en í desember 1950.
MjóHkurbúðar-
þjófar fundnir.
Komizt hefur upp um tvo 15
ára pilta, sem stolið höfðu pen-
ingum úr mjólkurbúð einni hér
í bænum.
Höfðu þeir margsinnis stol-
ið úr sömu búðinni, mest 160
kr. í eitt og sama skipti.
. Notuðu piltarnir tækifærið
þegar stúlkurnar brugðu sér
inn í bakherbergi til að orna
sér.
Báðir piltarnir hafa játað á
sig þjófnaðina.
• ©
Olium sekum
verður Biegnt.
Innanríkisráðherra Egypta-
lands hefir tilkynnt, að fram-
kvæmd sé Ieynileg rannsókn út
af óeirðunum í Kairo á dögun-
um. —
Ráðherran kvað öllum, sem
sekir reyndust verða hegnt. —
Hann staðfesti, að menn hefðu
verið teknir höndum í hundraða
tali, og margir væru sakaðir
um íkveikjur og roorð.
Tveir unglingspiltar hand-
teknir fyrir árás og rán.
Hotuðu og rændu sjómann með
óvenju hrotfaiegtHim hætti.
Óvenju fólskulegar ofbeldis-
árásir voru gerðar á tvo sjó-
menn í fyrrinótt og þeir rotað-
ir og rændir.
í vitorði með þessum þokka-
piltum voru stúlkur, en rann-
sóknarlögreglan hefir málið til
meðferðar og tekst vonandi að
upplýsa það til hlítar.
. Annar maðurinn, sem fyrir
árásunum varð, heitir Óli
Anton Þórarinsson. Tveir menn
rotuðu hann í Kolasundi og
rændu um 270 krónum. Tvær
stúlkur munu hafa verið í slag-
togi með þeim. Hinn maðui'inn
heitir Einar Björnsson togara-
sjómaður. Hann var rændur
með alveg óvenju hrottalegum
hætti, með því að hann mun
hafa verið rotaður, er sparkað
var í höfuð honum, er hann
hafði haft annan árásarmanninn
undir. Þetta var þó ekki látið
nægja, heldur var sparkað í
hann þar, sem hann lá. Einar
var rændur um rúmar 400 krón
ur. Einhverjar stúlkur munu
og hafa verið í vitorði með ó-
þokkum þessum.
Rannsóknarlögreglan er nú
í þann veginn að upplýsa bæði
þessi mál. í gær handtók hún
tvo menn og setti í gæzluvarð-
hald, er hún hafði grunaða um
að vera valda að a. m. k. ann-
arri árásinni.
í morgun var annar þessara
manná, Kristján Friðriksson til
heimilis í Höfðaborg 32 og
fæddur 1935 tekinn til yfir-
heyrzlu. Játaði hahn að hafa,
ásamt félaga sínum, Lýði
Kristni Jónssyni að. hafa ráð-
ist {■. Eiriar Björnsson á gatna-
mótum Skothúsvegar og Lauf->
ásvegs í fyrrinótt. Atburður
þessi skeði milli kl. 2 og 3 um
nóttina og rændu þeir félagar
Einar öllu lauslegu sem hann.
bar á sér, misþyrmdu honum
á hrottalegan hátt og tættu ut-
an of honum regnkápu þannig
að hún er með öllu ónýt.
Báðir þessir piltar eru þekkt-
ir af lögreglunni fyrir ýmis-
konar afbrot, en einkum þó
Lýður.
Með þeim voru 3 stúlkur, er
ránið var framið í fyrrinótt og
hafa þær játað að vera sjónar-
vottar að atburðinum.
Þá telur Kristján sig enn-
fremur hafa verið viðstaddan.
er árásin var gerð á hinrr
manninn í fyrrinótt, Anton
Þórarinsson að nafni, og er
rannsóknarlögreglan nú að
upplýsa það mál.
Enai óvíst iim
framboð
T rnmans.
Trumann forseti hefir nú
leyft, að nafn lians verði á lista
yfir forsetaefni í undirbúnings-
kosningunum í New Hamp-
shire.
Þar með er þó engin vissa
fyrir, að Truman tilkynni, að
hann géfi kost á sér, og segja
fréttaritarar í Washington, að
almennt sé álitið, að ef hann
geri það ekki muni hann benda
á Stevenson ríkisstjóra í Illinois
sem forsetaefni demokrata í
sinn stað.