Vísir - 15.02.1952, Side 4
4
VI S 1 K
Föstudaginn 15. febrúar 1952
DAGBL&Ð
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
JarBsetnlng Bretakomiitgs.
Idag flytja Bretar konung sinn til hinstu.hvíldar og er þjóðar-
sorg í .landinu og raunar brezka heimsveldinu öllu. Bretar
hafa ávallt konunghollir verið, jafnvel þótt stundum hafi kast-
ast í kekki milli konungsvaldsins og þjóðarinnar. Engin þjóð
þjóna'ði konungum sínum betur um langan aldur og engir kunna
toetur konung sinn og konungdóminn að meta. Bretar eru menn
siðavandir og vanafastir. Aldagamlar erfðavenjur ráða ríkjum
með þjóðinni og þeim verður að fylgja, hvað sem í skerst eða á
idynur. Þjóðin vill líta upp til konungs síns og tigna hann, sem
ámynd brezks þjóðareðlis.
j Georg konungur VI. settist óvænt að völdum, en skaut sér
hvorki þá né síðar undan skyldum sínum, sem konungurinn
rækti af einstakri samvizkusemi, þrautseigju og hugprýði til
dauðadags. Talið er að konungur hafi verið í eðli sínu frekar
hlédrægur maður, og víst er um það, að hljóðara var um hann
en ýmsa konunga aðra, sem Bretum hafa. stjórnað. Hmsvegar
var ljóst að konungur var elskaður og virtur af þjóð sinni, sem
sýndi honum þráfaldlega traust sitt og virðingu í verki, — ekki
sízt í sjúkdómi þeim, sem konungur átti við að stríða.
Georg. konungi VI. féll það þunga hlutskipti í skaut að ráða
ríkjum á tímum ógurlegustu styrjaldar, sem yfir heiminn hefur
dunið. í eitt ár stóð brezka þjóðin ein gegn ofurefli, hugdjörf,
seig og þolinmóð. Erfiði, blóð og tár var henni boðað af for-
sætisráðherra landsins, sem einnig nú skipar þánn virðingar-
sess, en þær byrðar allar tók þjóðin á sig án þess að mögla.
Aldrei hefur brezkt þjóðareðli birzt heiminum skýrar, enda
sannaðist að þá átti „Bretland eina sál“. Borgir voru. lagðar 1
rústir í loftárásum, öll venjuleg lífsþægindi hurfu úr sögunni,
öryggisleysi ógnaði öllu og öllum, en konungur dvaldi í höll
sinni og heimsótti jafnvel vígvellina og gaf með því þjóðinni
foi’dæmi, sem gildi hafði og almenningur dáði. Vitað var þó að
konungur var sízt óhultari en aðrir fyrir háskasemdum styrjald-
arinnar, enda virtist svo, sem á stundum væri að honum sótt
sérstaklega. í öllum þessum þjáningum brást konungurinn
aldrei skyldum sínum, og fyrir það naut hann verðskuldaðra
vinsælda.
Bretar hafa um aldir haft sérstöku hlutverki að gegna í
heíminum, og á þeirra herðum hvílir að verulegu leyti menn-
ing hins vestræna heims. Þeir kunna í senn að stjórna og láta
stjórnast. Heimurinn vottar þeim í dag virðingu sína, er Georg
VI. konungi, þeirra er fylgt til hins hinstu hvíldar.
Ný „röntgentæki".
Ej®iS&(ré$ts-ff m&fgkjjfivikigs*:
Tony vaknar til lífsins,
efíir Harald Á. .Sigurðsson.
Höfundur leikrits , þessa er
Reykvíkingum að góðu kunnur,
sem leikari og „revyu-höfund-
ur“, auk þess, sem hann er
þjóðkunnur sem gamansamur
rithöfundur, — en af slíkri
manngerð eigum við of fáa
góða. Þurfti því ekki að draga
í efa, að ofangreint leikrit hefði
margt gott til brunns að béra,
sem leikhússgestir myndu hafa
ánægju af. Leikritið er vissu-
lega samið í léttum tón og af
óiíkindum, .sem ættu .engan að
særa, en ekki verður það skilið
á annan veg en þann, að á bak
við leynist nokkur- ádeila, vegna
misfellna í mannlífinu, léttúðar
og lausungar. Kímnin ber þó
allt ofurliði, eins og liöfundur-
inn ætlast til og leikhússgestir
njóta gleði og hláturs í hæfi-
legum mæli.
Leikrit þetta er liðlega sam-
ið, samtölin létt og leikandi,
þannig að auðsætt er að höf-
undurinn kann samræðulist. í
leiknum er jafn stígandi og
endir hans eðlilegur, en þó að
nokkru leyti óvæntur, svo sem
margt annað í leikritinu.
Heildardómur . um Leikritið
byggist á.því, hvort menn sjá
ytra. borðið eitt, eða hitt, sem
á bak ,við býr, og má þar hver
dæma sem vill.
Brynjólfur Jóhannesson le-ik-
ur Brand uppfinningamann af
mikiili list og skemmtilegheit-
um. Hann er að vísu :ekki með
öllum mjalla, en er ekki verri
fyrir það en um margt betri.
Brynjólfur ber hita og þunga
dagsins, meðan hann er á svið-
inu, en Alfreð Andr.ésson þess
á milli,. sem s.ppur hans Tony,
— einstæður gervimaður.
Hlutverkið er þó þess eðlis, að
Alfreð hefði getað á betra kosið,
en hann gerir því góð skil, ekki
sízt eftir að ,,whiskyið“ hefir
hrært steinhjarta hans og liðk-
að málmlimi hans hóflega, þar
til ástin liðkar allar legur
og kveikir líf í dauðum búki,
sem aldrei deyr meðan vara-
hlutir eru til.
Kristjana Breiðfjörð leikur
frú Oks, dálítið viðvaningslega
í fyrstu, en hún sækir sig er
á líður og gerir, flesta hluti vel
að lokum. Hlutverk hennar er
ekki vandalaust og krefst til-
þrifa, sénv tæpast eru á byrjenda
færi. Kristjana Breiðfj.örð mun
vera sviðvön og hafa hlotið
æfingu í Hafnarfirði, enda má
fullyrða að hlutverk sitt hafi
hún leyst svo vel af hendi, að
af henni megi nokkurs vænta
í framtíðinni. Hún sómir sér
einnig vel á sviðinu. Þorfinn
Oks, mann hennar, leikur
Steindór Hjörleifsson, látlaust
og laglega. Þetta er heldur ekki
vandalaust hlutverk, en Stein-
dór gerir. því gó.ð skil. Soffía
Karlsdóttir leikur Þóru þjón-
ustustúlku og ýkir töluvert,
jafnvel stundum til lýta, — en
hlutverk hennai’ er þannig frá
höfundarins hálfu, að vel kann
að vera til þess ætlast. Jón
Leós og Árni Tryggvason fara
báðir vel með smáhlutverk og
gætir. meiri tilbrigða í , leik
Árna, sem er prýði.lega eipfald-
ur garðyrkjumaður og sannur
í allri gerð á leiksviðinu.
Leiktj öld, vpru áf.erðarfalleg,
máluð af Magnúsi Pálssyni, og
leikstjórn góð af hálfu Brynj-
ólfs Jóhannessonar. Vissulega
hefur oft verið feitara „á stykk-
inu“ hjá Leikfélagi Reykjayík-
ur, en margt er sér til gamans
gert og gleðina kunna leikhúss-
gestir nú orðið að meta.
Höfundi og leikendum var
vel fagnað í leikslok.
K. G.
NYJA EFNALAUGIN
Höfðatúni 2 og Laugavegl 20B
7264
VéfstjérS á Sdfossi
i
Oddur Jónsson, 1. vélstjóri á
Selfossi, andaðist um borð í
skipi sínu í fyrradag, cr það
var á leið hingað til lands.
Oddur hafði lcennt lasleika
á leiðinni, og í fyrrakvöld and-
aðist hann í svefni. Selfoss kom
við á Seyðisfirði í fyrrinótt,
þar sem læknisskoðun fór
fram. Skipið flytur líkið hing-
að til Reykjavíkui’.
Oddur heitinn var 58 ára að
aldri, og lætur eftir sig ekkju,
Guðmundu Guðjónsdóttuf,
uppkomin börn og fósturson.
er miðstöð verðbréfaviðskipt-
anna. — Sími 1710.
MARGTASAMA STAÐ
Pappírspokagerðin h.f.
Vitastíg 3. Allslc. pappírspokar
Barnaspítalasjóðs Hringsins
eru afgreidd í Hannyrða-
verzl. Refill, Aðalstræti 12,
(áður verzl. Aug. Svendsen),
í Bókabúð Austurbæjar,
Laugav. 34, Holts-Apoteki,
Langholtsvegi 84, Verzl.
Álfabrekku við Suðurlands-
braut og Þorsteinsbúð,
Snorrabraut 61.
Krabbamein er talin algengasta dánarorsök hér á landi nú
oi’ðið, en eitt vopnið gegn þeim viðsjárverða kvilla eru
geislalækningar. Þrátt fyi’ir það að 200 menn deyi árlega úr
þessum sjúkdómi, hefur furðu lítið verið að því gert að vara
við honum og vernda menn gegn honum. Fyrir fáum árUm var
Krabbameinsfélagið stofnað fyrir forgöngu lækna og annarra
áhugamanna. í gær afhenti það Landspítalanum að gjöf full-
komnustu geislalækningatæki til frjálsra afnota, og hefur þar
stórt skref verið stigið til öryggis og farsældar, — til þess að
fyrirbyggja og lækna.
Eitthvert fyrsta mark Krabbameinsfélagsins var að ákveða
kaup á tækjum þessum og beita sér jafnframt fyrir fjársöfnun
meðal þjóðarinnar. Tækin kostuðu um 250 þús. kr., sem þótt
hefði mikið fé fyrir á árum, en á tiltölulega skömmum tíma
safnaðist fé þetta að fullu. Naut félagið jafnframt opinberrar
fyrirgreiðslu, svo sem maklegt var. Hefur Landspítalinn nú
ýfir tvennum geislalækningatækjum að ráða og er í því falið
nllmikið öryggi.
Óneitanlega vekur það nokkra furðu, að svo skuli að helztu
sjúkrahúsum þjóðarinnar búið, að þau fái ekki notið fullkomn-
ustu lækningatækja, nema því aðeins að almenn samskot komi
til. Góður hugur almennings er lofsverður, en skilningur af hálfu
þess opinbera væri þó öllu öruggari, enda af sameiginlegum
sjóði þjóðarinnar tekið, er fé er varið til öryggismálanna. Margs
þarf búið við og í mörg horn er að líta, en xmdirstaða allrar
velgengi er sómasamlegt heilsufar þegnanna, og fyrir það er
miklu fórnandi.
Krabbameinsfélagið hefur. unnið þarft verk og gott með
fjársöfnun sinni og forgöngu tækjakaupanna að öðru leyti, —
«n ekki er nema hálfnað haf heim til sælujarðar. Sjúkrahús og
xannsóknarstofur þarf að búa fullkomnustu vísindatækjum.
Heyrst hefur að slík tæki hafi verið hingað gefin, en hafi aldrei
verið tekin í notkun, þar sem.þau vpru bundin við nafn ákveð-
ins vísindamanns, sem nú starfar erlendis. Til þess eru víti að
yarast þau.
Leikhú.sgestur,
sem er mér að góðu kunnur
frá fornu fari, kom að máli við
mig fyrir nokkrum dögum og
bað mig um að koma á fram-
færi ábendingu fyrir sig til bæj-
ar- eða annara máttarvalda um
að betur sé rutt snjó og klaka
af Hverfisgötunni fyrir framan
Þjóðleikhúsið., Þegar snjóaði
sem mest um mánaðamótin,
myndaðist —■ eðlilega — mikill
hryggur á götunni meðfram
gangstéttinni, og hefir ekkert
verið hróflað við honum. Þetta
hefir valdið miklum erfiðleik-
um, þegar fólk hefir verið að
koma úr eða fara í leikhúsið,.
og er í rauninni til skammar,
að ófært skuli að „musteri ís-
lenzkrar tungu“.
Eg geri ráð fyrir,
að lesendur mínir muni eftir
þeirri fregn, sem birtist í blöð-
unum í síðgsta mánuði, að inn
yrði bráðlega flutt frá Banda-
ríkjunum ný tegund málningar,
sem er einkar handhæg vegna
þess, að „leikmenn" geta mál-
að úr henni og fengið eins góða
áferð og um þaulæfða fagmenn
væri að ræða. Menn ruku upp
til handa og fóta, þegar þeir
fréttu þetta, og vildu.allir kaupa
slíka málningu, því að sparnað-
urinn er mikill við að nota
hana.
Tímanna tákn
má þetta víst kallast, því að
nú reyna allir að spara sem
mest þeir mega en fyrir fáum
árum horfðu menn ekki í pen-
inginn og voru ekki að „súta“
það, þótt talsvert dýrt. væri að
notast við aðkeypt vinnuafl.
Nú er öldin önnur, og má það
jtil sanns vegar færa, sem Egill
Vilhjálmsson, en hann hefir
flutt þessa undramálningu inn,
sagði v'ið einn kollega minn á
dögunum, að það væri eins og
að bjóða mönnum gull að láta
þá vita, að slík, mál.ning væri
fáanleg.
Sjómannablaðið
Víkingur
segir frá því að þessu sinni,
,að sjómönnum. hafi ekki verið
boðið að eiga fulltrúa meðal
þeirra raanna, sem báru kistu
forsetans, herra Sveins Björná-
sonar, milli Alþingishúss og
kirkju við útförina 2. þ. m.
Þykir stjórn Farmanna- og
fiskimannasamb. þetta illa
farið og segir Víkingur, að hún
hafi mótmælt þessu, enda
mundi þetta ekki hafa verið í
anda hins látna forvígismanns.
Eg er þar á sama máli, en eg
lít einnig svo á, að ónauðsyhlegt
sé að „klaga“ þannig og óvið-
eigandi. Hér hefir verið úm
•yfirsjón að ræða, óviljandi, sem
öllum aðilum þykir vafalaust
leiðinlegt að átti sér stað.
Gáta dagsins.
Nr. 52:
Hvaða hæjarnafn nefnir
sig sjálft?
Svar við gátu nr. 51:
Lykill.