Vísir - 15.02.1952, Qupperneq 7
V I S I R
r
Föstudaginn 15. febrúar 1952
„Hm, nei, elskan mín.“ ; *■•••'(
„Hvers vegna ekki?“
„Af því að hesturinn minn, Ranger, datt með mig —“
„Guð minn góður, meiddirðu þig?“
„Nei, en Ranger —“
„En hann er svo traustur, hrasar aldrei —
„Já, hann var það.“
„Var það, af hverju tekurðu svona til orða, Sam?“
„Hann er dauður, væna mín.“
„Beið hann bana í fallinu, eða hvað? Af hverju þarf eg að
toga þetta út úr þér?“
„Nei, ekki beinlínis, væna mín, það vildi nefnilga svo til,
að hann — blessaður gamli klárinn minn — varð fyrir skoti,
og
„Skoti,“ sagði hún og gat vart náð andanum, svo mikið varð
henni um og flaug aftur í hug aðvörunin.
„Vafalaust einhver veiðiþjófur verið þama í grenndinni —
ekki gæti neinn annar verið með byssu þarna í skóginum.“
„í skóginum,“ endurtók hún. „Og þú — varst — að fara
til fundar við Cecily?“
„Já, eins og eg var að segja þér —“
„Hvar gerðist þetta?“
„Þegar eg var að fara fram hjá Fallodene rjóðrinu. RUnn-
arnir eru mjög þéttir þar, ákjósanlegasti felustaður fyrir veiði-
þjófa, skilurðu, og —“
„Nei, Sam,“ hvíslaði hún lostin skelfingu, „það var skotið á
þig, úr launsátri, og að yfirlögðu ráði, til þess að drepa þig
-y- og þú — þú ert að reyna að blekkja mig.“
- „Blekkja þig, eg verð að segja — að það —“
„Guð veri með okkur,“ sagði hún og sleppti körfunni til
þess að geta gripið um hendur hans. „Nú er það að koma fram,
serh eg hefi alltaf óttast, — þetta er upphafið, ó, Sam minn,
eg: er alveg viss um það, að einhver situr um líf þitt.“
',,En eg er að reyna að sannfáera þig um að það hafi verið
txlviljun ein, að eg var þarna, er skotið reið af —“
„Sam,“ sagði hún tárvotum, ásakandi augum, „hvernig get-
urðu fengið af þér að reyna að blekkja mig, sem þekki þig svo
vel. Hvernig geturðu----?“
Hún beið ekki eftir svari við þessari spurningu, sem hún
bar upp í örvæntingu sinni, og hraðaði sér á braut, og hann
gerði enga tilraun til þess að stöðva hana. Þess í stað leit hann
raunamæddur á svip á skærin hennar og körfuna, sem lágu
við fætur honum. Og þarna stóð hann enn, er Harry Standish
bar þar að stundu síðar.
„Hvað er að?“ spurði Standish með nokkrum áhyggjusvip.
„Hún viil ekki taka trúanlega frásögn mína um, að það hafi
verið veiðiþjófur, — né neitt, sem eg segi, finnst, að eg sé að
blekkja sig.“
„Og hvernig geturðu ætlast til, að hún trúi þessu. Eg vildi
ráðleggja þér að segja henni sannleikann.“
„Og hvað er hið sanna í málinu, Harry^*
„Að Chalmers hafi verið hér að verki.“
„Það gæti mér aldrei til hugar komið.“
„En eg er eins viss um það eins og að eg stend héma, og eg
vona til guðs, að þú gerir ekkert til þess að hann fái aftur
slikt tækifæri. Og hvert sem þér farið hér eftir gangandi eða
ríðandi, mun eg fylgja yður.“
„Vitleysa.“
„Eg hefi lofað því.“
„Lofað því?“
„Andromedu vitanlega. Eg mætti henni, útgrátinni — og af
stuttu samtali við hana er mér ljóst, að hún er sannfærð um
að gerð hafi verið tilraun til þess að myrða yður — og —“
„Nefndi hún nokkurn með nafni?“
„Nei, en eg er ekki í vafa um hvern hún grunar?“
„Chalmers vitanlega."
„Chaimers vitanlega — fjandinn hirði hann.“
íþessum svifum kom þjónn, hneigði sig og mælti:
„Þér eruð beðnir að koma til tedrykkju, herrar mínirj' í her-
bergi „Elisabetar drottningar“.“
„Segið lafði minni, að við séum að koma, — sjáðu, Harry,
við skulum tíma saman rósastilkana, — hún misti þá áðan,
blessuð, er henni var mest niðri fyrir.“
Þeir tíndu saman rósastilkana og fylltu kröfúna, sem Sam
bar inn til konu sinnar, en Standish hélt á skærunum.
XV. KAPITULI.
Enn þykknar í lofti.
• ' ‘ ••• j ..
Þótt enn væri dýrðlegt súmar og sól skini í heiði dag hvern
á Wrybourne Feveril var að þykkna í loíti í öðrum gkilningi
og það var Sam ljost, ér hann fagran sumarmorgun stikaði í
áttina til hesthúsanna.
Þar hitti hann fyrir iíarry Strandish, jafn snyrtilega klædd-
an og hressilegan og að vanda. Veifaði Harry keyri sínu og var
hinn kátasti.
„Góðan dag, jarl minn. Hvert skal halda á þessum bjarta
góðveðursdegi? “
„Aha,“ 'sagði Sam og hnyklaði brúnir, „hvert ætlið þér,
Karry?“ »
„Við förum sömu leið og þér jarl minn, eg verð að fylgja
yðujmaamkvæmt gefnum.loforðum, og munuð þér ekkirþurfa
að.efast um hollustu míha.“
„Og komið vel vopnaður, sé eg?“
„Ekki get eg nú sagt það, — þetta eru bara litlar skamm-
byssúr, sem fára vel í vasa. — Ber mikið á þeim?“
„Álíka og 36 punda kanónum. En hvers vegna hafið þér
vopnast?“
„Finnst yður það svo heimskulegt? Ef nú einhver annar
þorpari gerði samskonar tilraun og síðast.“
„Þá komum við ekki auga á hann, Harry.“
„Þá hleypi eg af í áttina til hans og veiti honum efth-för —
en deilum ekki um þetta, hvert skal halda?“
„Ríðurn fyrst til Wrybourne Arms og svo á Lewes-markað-
inn, en þar munum við hitta Ned, og ef til vill kaupum við gripi
þar.“
Stigu þeir nú á bak og riðu af stað, en þeir höfðu ekki langt
farið, er Standish, sem hafði veitt því eftirtekt, að Sam var ó-
venjulega þungbúinn, spurði:
„Twiley markgreifi býr í Wrybourne Arms — þér ætlið
þó ekki að stofna til deilu við hann?“
„Nei, eg ætla aðeins að segja eitt eða tvö orð við veitinga-
manninn, John Bascomb, um frænda minn, Ralph Scope . ...“
Eftir þetta riðu þeir löturhægt um stund, en allt í einu
stöðvaði Sam hest sinn svo skyndilega og þannig á svipinn, að
Standish varð undrandi og spurði:
„Hvað er að Sam?“
„Það má guð vita,“ sagði Sam og hristi höfuðið. „En það
hefir einhver skollinn hlaupið í Andromedu — hún er ekki
eins og hún á að sér.“
„Hvernig þá?“
„Hún er við góða heilsu, það er ekki það, en það er eitthvað
að, — hvað veit eg ekki, en hún vill ekki segja mér neitt, og
eg get ekki getið mér til um hvað það er.“
„Segðu mér nánar frá þessu, Sam.“
„Eg kem oft að henni, þar sem hún situr eins og í leiðslu,
hreyfingarlaus, — hún situr tímunum saman og starir á mig,
mælir vart orð af vörum. Stundum er eins og hún ætli að fara
að ræða við mig um það, sem liggur henni á hjarta, en svo
verður ekkert úr því, — næstum eins og einhver ósýnileg
hönd grípi fyrir munn henni. Hún er breytt, Harry, mjög
breytt. Hún hefir aldrei notið sín að mér finnst, síðan er vesa-
lings Ranger varð fyrir skotinu. — Og nú er eg eins og skip
á reki í ólgusjó, að mér finnst — eg hefi ekki hugmynd um
hvar mig muni bera að landi, ef allt sekkur þá ekki!“
„Hvaða vitleysa, Sam. Þetta stafar allt af áhyggjunum sem
hún elur þín vegna. Eg ætti að vera farin að þekkja konurnar,
Rowena mín til dæmis, — það er næstum .eins og eg væri strák-
patti, slík er umhyggjan. Gengur mér í móðurstað, liggur mér
við að segja.“
„Þarna sérðu, Harry, svona var Andromeda — en er það
ekki lengur. Svó breytt er hún.“
„Þú færð mig ekki til þess að trúa því, að tilfinningar henn-
ar í þinn garð séu breyttar, —• hún, sem ekki sér sólina fyrir
þér. Við þurfum ekki að kvarta yfir konunum okkar, Sam.“
„Nei, það hefi eg ekki sagt, en mín er breytt, hváð sem þú
segir, gerbreytt, og eg er staðráðinn i að komast að hvers vegna
hún er breytt.“
„Hún heldur bara, að þú sért í stöðugri lífshættu og hefir
áhyggjur af því hverja stund, — og það er allt Chalmers að
kenna, bölvuðum þrjótnum. Jæja, þarna er veitingahúsið, —
það verður gott að fá freyðandi, svalandi mjöð.“
„O-já, já,“ sagði Sam svo mæðulega, að Standish horfði á
hann af enn meiri áhyggjusvip en fyrr.
Þeir voru ekki fy.rr komnir af baki en John gestgjafi kom
til þeirra og bauð þá velkomna. Hann var að jafnaði brðsleit-
ur og hlýlegUr, en að þessu sinni var hann óvanalega alvöru-
gefinn, eða svo fannst Standish, og ákvað hann með sjálfum
sér að gefa nánar gætur að öllu. Gengu þeir nú inn í einka-
stofu gestgjafa, ,sem var'snoturlega búin, og fjarri skenkistof-
unni, o'g lét Johjn Bascomb bera þeim freyðandi öl á könnum.
Er þeir teygiiðu svalandi mjöðinn varð Standish þess var,
að hurðinni var; ýtt lítið eitt inn, og sá hann skeggjuðu andliti
bregða fyrir, og var augljóst, að fyrir dyrum úti var einliver
sem stóð á hleri'.
„Eg er á leið til Lewes-markaðarins, en segið mér fyrst
hvað er í fréttum r§(‘
í þessum svifum féll hurðin hægt að stöfum, en Standish
gekk hægt til dyra með ölkönnuna í hendinni, opnaði dyrnar,
og gekk út, og lökaði kyrfiloga á eftir sér, en Sam bar aftur
upp spurningun^.
„Jæja, John, þéj senduð eftir mér og eg er hingað kominn.
Við skulum setjast niður og rabba saman.“
John tautaði einhver þakkarorð vegna þeirrar virðingar,
sem jarlinn sýndi honum, settist, hallaði sér fram og hvíslaði:
„Eg gerðist svo djarfur lávarður minn, að gera yður orð,
til þess að mæla til yðar nokkur viðvörunarorð. Frændi yðar,
Ralph
„Ralph — hvað er um hann að segja?“
AWWlAflJVVVWWWA/WWWW'
NWWWWVWWWJVWVW
PuBræiiarl
frásagnirl
Hefrtd Önnu Walker
Framh.
hann gerði, sem hún hafði boð~-
Lð. Malarinn var þrárri en
MacPherson og þráaðist enn.
við að gera neitt í málinu, en.
svo birtist afturgangan honum..
í þriðja sinn og það í garðinum
heima hjá honum. Vakti sýnin
svo mikla skelfingu í huga
hans, að hann gugnaði alveg á
að virða skipanirnar að vett—
ugi, og fjórum dögum fyrir jól.
fór hann á fund næsta yfirvalds--
og skýrði frá því, sem fyrir
hann hafði borið. Leit var þeg—
ar hafin til .að ganga úr skugga.
um, hvort þetta hefði við nokk—
uð að styðjast og leitin stað-
festi að, það sem andi stúlkunn—
ar hafði sagt, var í öllum atrið-
um rétt (sem ekki hefir alltaf'
verið, segir Conan Doyle, og:
það verði að játa, þegar upplýs—
ingarnar komi að handan).
Lík stúlkunnar fannst þar
sem til hafði verið {vísað og;
voru fimm sár á höfðinu, hak-
inn fannst, og blóði blettaðir
skórnir og sokkarnir. Líkið*
fannst í djúpum námugöngum,.
og það var óhugsandi að mal—
arinn hefði getað sagt frá sár-
unum á höfði stúlkunnar, nema.
hann hefði verið viðstaddun
morð hennar eða verið sjálfur
valdur að þeim, en ekki voru
minnstu likur til þess, eftir-
hinum kunnu staðreyndum í
málinu, framkomu hans og því,.
sem stúlkan sagði við frú Carr.
John Walker og Mark Sharp-
Voru báðir teknir höndum og
voru þeir leiddir fyrir Daven-
port dómara í Durham. jÞað:
kom í Ijós, að hvorugur hinna
ákærðu þekktu malarann, nema.
í sjón, svo að hann hefir ekki
haft neinar persónulegar á-
stæður til þess að koma þeim í
vanda. Við réttarhöldin gerð-
ust dularfyllri atburðir en
dæmi eru til við réttarrannsókn
í Bretlandi. Fairburn, sem
hafði orð fyrir kviðdómendum,
lýsti yfir því, að í réttarsalnum
hefði hann séð eitthvað „með:
barnslögun á öxl Walkers“. Má.
vel vera, að þetta hafi verið-
hugarburður, eftir það að Fair-
burn hafði hlýtt á skelfilega og
ömurlega frásögn um það, sem
gerst hafði, en dómarinn sjálfur
staðfestir síðar í bréfi til stétt-
arbróður síns, að hann hef ði séð;
eitthvað svipað (í bréfi til
£kákih:
Hvítt leikur og mátar í 2.
leilc. (Svar á 2. síðu).