Vísir - 20.02.1952, Blaðsíða 4
'4
Miðvikudaginn.20. febrúar 1952
V I S I B
D AG BLAÐ
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Flestir munu vera á einu máli um það, að nauðsynlegt var
að koma annari skipun. á innanlandsflugið en verið hefir.
Flugmálaráðherra var búinn að reyna til þrautar að fá flug-
félögín til að gera samkomulag sín á milli um innanlandsflugið.
En þegar hvorki samkomulags né samvinnu grundvöll var
hægt að finna sem bæði félögin sættu sig við, hafði ráðherra
ekki annað úrræði en að skipta leiðunum milli þeirra. Félögin
geta því sjálfum sér um kennt, að hafa látið ónotað tækifæri
til samvinnu, ef þeim finnst nú að þeim sé ekki sýnd sú sann-
girni í skiptingunni sem þau hefðu óskað. Annars er skiptingin
gerð eftir beztu vitund og eftir nána athugun og mun hafa verið
stefnt að því að gera félögunum svo jafnt undir höfðu sem
kostur var á.
Loftleiðir hafa tilkynnt opinberlega, að rekstur þeirra flug-
leiða sem þeim eru ætlaðar, muni sýna 2 millj. króna tap yfir
árið. Slíkt tap er.ekki aðallega af því að leiðupum hafi verið.
skipt, heldur hinu, að flugleiðir innanlands á síðasta ári munu
hafa verið reknar.með stórtapi, meðan samkeppni flugfélaganna
'var í algleymingi. Það mun mála sannast, að lítil líkindi eru
•til, eins og sakir standa, að bæði félögin geti haldið uppi flug-
rekstri innanlands með hagnaði, þótt engin skipting væri á
leiðunum og þau gæti haldið uppi þeirri hörðu keppni sem
verið hefir.
Bæði flugfélögin hafa verið rekin með miklum dugnaði og
ísland er að líkindum eina landið í heiminum sem ekki greiðir
rikisstyrk til flugferða. En við verðum að reka. flugsamgöpg-
urnar meira af forsjá en kappi og gæta þess, að markaðurinn er
takmarkaður og því nauðsynlegt að sníða sér stakk eftir vexti.
Óperumynd í Tripólíbíói.
Pagiiaccl ©ftir Leoncavallo.
TVTokkrar umræður hafa orðið um ákvörðun menntamálaráð-
herra, að byggja nýtt menntaskólahús í námunda við há-
skólann, en ekki á lóðinni þar sem skólinn stendur nú. Ef
byggja ætti skólann á þeirri lóð, væri nauðugur einn kostur
að kaupa eða taka eignarnámi stórt svæði fyrir hina nýju
skólabyggingu, en það mundi kosta offjár. Er gert ráð fyrir að
hús og lóðir sem kaupa þyrfti í því skyni, myndi nú kosta
8—10 milljónir króna. Væri með öllu óverjandi að greiða slíkt
verð fyrir lóð undir skólabyggingu. En ef horfið væri að slíku
óráði, þá er líklegt að bygging skólahússins mundi tefjast mörg
ár. Staður .sá sem skólanum hefir jari verið ætlaður sunnan yjð,
háskólahverfið, er einn fallegasti staður í bænum og nægilegt
landrými. Reynt var að fá lóð í Hlíðartúni (Klambratún)
vegna þess að.sá staður er nær miðjum bænum, en hann var
ekki fáanlegur. Annars er hinn nýi staður ekki ver settur í
bænum en háskólinn, sem verður yafalaust .í framtíðinni tengd-
ur aðalumferðaræðum bæjarins.
Þörfin fyrir nýjan menntaskóla er prðin mjög brýn og má
telja víst að nú verði hafist handa um bygginguna þegar
loksins hefir verið tekið af skarið um það hvar skólinn eigi
að standa. Margir spyrja hvað gera eigi við gamla skólahúsið,
hvort þar eigi að starfa menntaskóli áfram eða hvort húsið
•eigi að taka til annarar notkunar. Um þetta mun ekki vera
búið að taka nokkra ákvörðun, enda nægur tími til þess þegar
hið nýja hús fer að rísa af grunpi.
Eg vil ekki láta hj.á líða, með-
an. tækifæri, er til, að vekja at-
hygli þeirra, sem hafa yndi af
tónlist og óperum, á óperu-
myndinni ítölsku, sem Tripoli-
bíó sýnir þessa dagana. Það er
hin undurfagra ópera Leon-
cavallos um ástir og afbrýði-
semi trúðsins Caniés. Þessi
tveggja þátta ópera, sem látin
er gerast á einu leiksviði, virð-
istað óreyndu ekki hentug fyr-
ir kvikmynd, þar sem miklui
meiri kröfur eru gerðar um
breytilegt svið og hraða í frá-
sögn heldur en á l.eiksviði. En
leikstjóranum hefir tekizt að
víkka sviðið og auka á breyti-
leika þess, og jafnfranvt hefir
honum tekizt ,f urðuvel. að .sigla
framhjá ýmsum vanköntum, er
torvelda það að færa óperuform
|ið í kvikmyndaform. Hefir svið-
setningin tekizt með afbrigðum
vel. Til kvikmyndarinnar hefir
ekkert verið sparað, enda koma
þar fram í hinum fáu aðalhlut-
verkum 4 af fyrstu qppru-
söngvurum ítalm: Tito Gobbi,
sem bæði syngur Tonio og Sil-
vio og auk þess forleikinn
fræga, Gina Lollibrigida, sem
syngur Neddu, Afro Poli (Ca-
nio) og Filippo Morucci
(Beppo). Hljómsveit og kór
Rómar-óperunnar aðstoða und-
ir stjórn Giuseppe Morellis.
Það er freistandi að .láta sér
detta það í hug í þessu sam-
bapdi, hversu þessi; heillandi,
fábrotna ópera myndi henta
vel til sýningar hér á landi. Á
sýningunni í gærkveldi hitti ég
Pétur Á. Jónsson, sem á sínum
tíma var einhver glæsilegasti
Canio norðan Alpafjalla. Ætli
hopum yrði skotaskuld úr því
áð setja . .óperuna á svið, ef .úr
yrði? .En þetta ,er auðvitað.útúr-
dúr, sem ekki kemur.kvikmynd
inni við. Línur þess.ar, eru rit-
aðar í því skyni að vekja at-
hygli tónlistarvina á mynd-
inni. Hún er áð mörgu leyti
bezt þeirra ágætu óperumynda,
sem ítalir hafa gert.
B. G.
Ifnl ti3 Noröurlanda-
ferBar moh m.s. Helciu.
Karlakórinn Geysir og Ferða-
skrifstofa ríkisins efna til Norð-
urlandafarar að vori með m.s.
Heltlu.
Þetta er fyrst og fremst fyr-
irhugað sem söngför kórsins,
en auk meðlima hans geta urn
100 aðrir farþegar komist með
skipinu.
Lagt verður af stað frá'Akur-
eyri 16. maí n.k, og.hefst férðin
frá Akureyri. Þaðan verður
siglt til Þrándheims og síðan
suður með Noregsströndum og
til Gautaborgar, en þaðan til
Khafnar og loks um Færeyjar
á heimleið.
Ferðin tekur alls 20 daga og
er verð fargjalda frá 3600 kr.
upp í 4450 kr. eftir því hvar
búið er 1 skipinu. í því er inni-
falið fæði, fararstjórn pg skipu-
lögð ferðalög í landi.
Sala farmiða er haf-in, en
Norðiendingar ,og Austfírðingar,
sitja fyrir um þátttöJsu.
169 hús hér í
bæ fyrir rúmri
öld.
Fyrir röskum hundrað árum,
cða árið 1845, voru í Rcykjavík
samtals 169 hús og bæir, þar af
47 hús á sjálfri verzlunarlóð-
inni, en 122 hús í hinum svo-
kölluðu hverfum.
íbúarnir eru þá samtals 945
að tölu.
Þetta ár (1845) eru íbúar á
verzlunarlóðinni ekki taldir
eftir götum, heldur eru ö.ll hús
og bæir tilfærðir þar með nöfn-
um, en ekki skýrt frá við hvaða
götu þau standa.
Tíu árum síðar hefir húsun-
um fjölgað í 207 og íbúunum í
1363. Þá voru íbúarnir taldir
eftir götum og er Ingólfsbrekka
(nú Skólastræti) fjöimennust
með hvorki meira né minna en
79 íbúa, en samt ekki nema 4
hús. Þar næst verður Aðalstræti
með 11 hús og 64 íbúa, Hafnar-
stræti með 60 íbúa, Austurvöll-
ur (síðar Pósthús.stræti) 52,
Austurstræti 49, Kirkjustræti
(síðar Suðui'gata) .42, Tjarnar-
gata 32, Lækjargata 17, Tún-
gata 16, Vallarstræti 0.g Lækj-
artorg með 10 hver, Grjótagata
9 og Kirkjubrú (síðar .Kírkju-
stræti) með 2 íþúa. Og eru þá
göturnar í bænum taldar.
Hverfin voru 10 að tölu, en
þau voru: Rauðarárhverfi,
Skuggahverfi, Þingholtshverfi,
Skálholtshverfi, Hólakots-
hverfi, Sauðagerðishverfi, Sels-
hyerfi, Hlíðarhúsahverfi,
Lpndgkotshyerfi og Grjóta-
hverfi. Árið 1855 var .Grjóta-
iiverlið Jjölmeunast með 194
íbúg.
4
Skráning nýyrða.
TJyrir nokkrum dögum var gefin út fréttatilkynning um það.
að menntamálaráðherra hafi falið stjórn hinnar ísl. orða-
bókar, að hafa umsjón með skráningu og útgáfu nýyrða, er
menntamálaráðneytið mun kosta af fjárveitingu sem í þessu
skyni er í fjárlögum þessa árs.
Líklegt er. að menntamálaráðherra hafi ætlað Akademiunni
það hlutverk að verja fé þessu til útgáfu nýyrða. En eins og
kunnugt er var skilningur sumra þingmanna lítilPá hlutverki
Akademiunnar og dagaði hún því uppi að þessu sinni. Það
hefir orðið hlutskipti margra góðra mála, sem síðar hafa svo
náð fram að ganga. En 'ráðherrann hefir auðsjáanlega ekki
ætlað sér að láta fjárveitinguna daga uppi og ætlar að koma
skráningu nýyrSanna í framkvæmd þótt Akademian kænaist
ekki á fót.
Skráning og útgáfa nýyrða ætti fyrir löngu að vera komin
i framkvæmd. Á síðasta mannsaldri hefir mikill fjöldi nýyrða
"verið myndaður en þeim hefir aldrei verið safnað á einn stað
þar sem almenningur ætti hægan aðgang að þeim. Verður hér
því bætt úr brýnni þörf um leið og það ætti að stuðla að því
að útrýma urlendum orðskripum úr máJin.U.
Verðlagið enn.
í fyrrad. var birt í Bergmáli
hluti af bréfi frá „Kaffihús-
gesti“ Og hefir það,.sem þar var
sagf, þegar vakið. nokkurt um-
tal. Virðist svo sem margir hafi
hugsað á svipaða leið, þótt þeir
hins vegar hafi ekki haft orð á
bví. í gærdag, skömmu eftir að
blaðið kom út, hringdi til mín
ung stúlka og þakkaði Berg-
máli fyrir, að það skyldi hafa
riðið á vaðið með að gagnrýna
hina óhóflegu álagningu á gos-
drykkina, . og ■, ýmislegt annað
tíndi hún til, sem henni fannst
ástæða til að gagnrýna.
Lágmarksgjald 25 kr.
Þessi upga stúlka sagði mér
meðal annars, að nú væri 25
krónur orðnar lágmarksgjald,
ef ung stúlka vildi fara út að
ekemmta sér á laug.ardags-
kvöldi. Sundurgreindi hún það
á þessa leið: aðgangseyrir að
skemmtistað þar sem dansað er,
kr. 15.00, geymslugjald fyrir
ýfirhöfn kr. 2 og loks hinn
margumtalaði gosdrykkur kr.
8. Fyrir þessar 25 krónur
fengju ungu stúlkurnar að sitja
og hlusta á danshljómlist og
drekka. úr .1 flösku af. „gp.si“.
Misjafn sauður.
Það er stundum sagt, að
„misjafn sauður leynist í, mörgu
fé“, og sá talsháttur á sjálísagt
tnikinn rétf á sér. Þoð, sem mig
langaði aftur á móti að benda
á er, að svo er nú komið víða
á veitingahúsum þessa bæjar,
og þá einkum þar sem dans-
leikir eru haldnir, að frammi-
Gtöðufólk virðist líta svo á, að
það sé útilokað að góður.sauður
geti leynst ipnan .um, þar sem
stúlkurnar eru. Þannig finnst
mér stunáum franrkoman vera
við okkur einstæðingana, sem
höfum ekki efni á. meiru í
Gkemmtanir, en eg sagði áð.an.
Fkkerf eftirlit.
Egþýst við að það séu marg-
ir, sem eru á sömu skoðun og
unga stúlkan, sem hringdi til
mín. Aftur á móti verður vart
úr þessu bætt meðan ekkert
eftirlit er með þessu verðlagi.
Annars er það mál út af fyrir
sig hvort allir gestir mæti sömu
framkomu, og skal eg ekkert
Um það segja hvort gestum er
mismunað eftir því hve mikla
verzlun þeir gera. Það er að
minnsta kosti ekki eftirbreytn-
isvert og borgar sig áreiðanlega
ekki .til lengdar.
•
Önnur hlíð málsins.
Mig langar til þess að geta
hér annarrar hliðar á málinu,
en eg átti fyrir skömmu tal við
ráðamann stærsta veitingahúss
bæjarins, Hótel Borg, og sagði
hann mér í samþ^ndi við verð-.
lagið á gosdrykkjunum, að þar
væri.úr vöndu að ráða. Á kvöld-
,in þyrptist fjöldi ungmenna.inn
í veitingasalina og sæti þar allt
kvöldið yfir einni flösku af gos-
drykk: Oft yrði ájöldi frá að
hverfa .vegna þess að þar væri
■ekki.rúm f.yrir fleiri. Vspri hægt
að gera ráð fyrir því, að sömu
gestirnir sætu ekki allt kvöldið,
gæti verðið orðið lægra.
Tvcnnskonar
yerð..—
Á Hótel .Bprg er t. d. tvenns-
konar iVerð á gosdrykkjum,
dagverð og kvöldverð. Á dag-
inn kostar gosdrykkur ,þar kr.
4.50,.,en ,að kvöldi kr. 7.50. En
á daginn má vfirjeitt, gera ráð
fyrir því;að gestir séu ekki jafn
þáulsætnir og á kyöldin. Eins
niætti geta,þes.s,.að ,H. B. tekur
engan aðgangseyri að kvöldinu,
en hins vegar geymslugjald
fyrir yfirhafnir. — kr.
Gáta dagsins.
Nr. 56:
Oft er troðið ofan í mig,
ancla eg frá mér síðan.
Ýtar láta hann upp í sig
og út um gejminn víðan.
Hvað er þetta?
Svar við gátu nr. 55:
Eldur: