Vísir


Vísir - 23.02.1952, Qupperneq 4

Vísir - 23.02.1952, Qupperneq 4
* V I S 1 B Laugardaginn 23. febrúar 1952 I DAflBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Óhróðri Þjóiviljans um Borgar- bílstöðina hnekkf. Ingyar Sigurðsson svarar Halldóri Björnssyni. Togaradeilan. Fulltrúar sjómanna, útgerðarmanna, sáttasemjari og menn þeir, sem kvaddir hafa verið til aðstoðar við samningaum- leitanir. í togaradeilunni, hafa nú setið á nær linnulausum iundum undanfarna daga til þess að reyna að komast að sam- komulagi. Þær tilraunir hafa ekki borið árangur, í bili að minnsta kosti, hvað sem síðar kann að verða. Hér er ekki staður né stund til þess að ræða um, hvort kröfur þær, sem settar eru fram af hálfu sjómanna séu þess eðlis, að unnt sé að ganga að þeim í því formi, er þær virðast liggja fyrir. Þó má geta þess, að aðalkröfur sjómanna sýnast vera þær, að 12 klst. hv-íld verði á ísfiskveiðum, þá veitt er fyrir erlendan markað, að greidd verði full verðlagsuppbót á fast mánaðar- kaup, að aflaverðlaun verði hHkkuð á saltfiskveiðum og öllum öðrum veiðum en ísfiskveiðum fyrir erlendan markað. Þá munu sjómenn fara fram á, að ef veitt sé fyrir verksmiðjur, hækki aílaverðlaun úr kr. 2,25 á lest í kr. 2,85. Þá krefjast þeir hækkaðra aflaverðlauna á lýsi og loks krefjast þeir hækkunar á tímakaupi fyrir vinnu, er þeir eiga að fá greidda sérstaklega, atyttingu vinnutiman í höfnum erlendis og fleira. Vitað er, að í sumum tilfellum hafa útgerðarmenn viljað koma til móts við kröfur sjómanna, og margt bendir til, að ki’öfur sjómanna hafi verið teknar til samvizkusamlegi’ar og sanngjarnrar athuganar. Sýnist því vera tekið á málunum af skilningi og góðum vilja, svo sem vera ber, þegar mikið er í húfi. Hitt er svo alkunna, að fiskverð hefir verið næsta ótryggt það sem af er þessu ári, aflatregða hefir og valdið erfiðleikum, en togaraútgerð er engan veginn sá ábatasami atvinnuvegur, sem sumir vilja halda að órannsökuðu eða lítt hugsuðu máli. Almenn skynsemi segir, að óviturlegt sé og raunar ókleift að halda uppi taprekstri til langframa. Togaraútgerð hlýtur að lúta sömu lögmálum og annar atvinnurekstur. Á fundum þeim, sem haldnir hafa verið undanfarið hafa fulltrúar útvegsmanna vafalaust getað sýnt með rökum, með hverjum hætti togurum er haldið úti, og hverjar afleiðingar kröfur sjómanna hljóta að hafa, ef að þeim er gengið óbreyttum. Það er líka hagsmuna- mál sjómanna sjálfra, að útgerðin hafi möguleika til þess að bera sig. En það, sem e.t.v. skiptir langmestu máli er, að togara- ’deilan er ekki nein „einkadeila" nokkurra útgerðarfélaga og sjómannafélaga. í litlu þjóðfélagi og alveg sérstaklega hér á íslandi, eru slík fyrirbæri jafnframt málefni allrar þjóðarinnar, en hagsæld landsmanna og, velgengni veltur á útgerð að lang- mestu leyti, hvort heldur er um togara eða vélbáta að ræða, Þjóðin öll skaðast á langvinnu verkfalli togarasjómanna, en það er mál vor allra, ef gjaldeyristekjur bregðast, ofan á þá erfiðu tima, sem vér nú lifum. — Þess vegna ber að vinna að því að leysa deilu þessa hið bráðasta, og láta engin önnur sjónar- mið gilda en hag þjóðarinnar allrar. Allir viti bornir menn, sem um mál þessi fjalla, hljóta að láta • sér fleipur kommúnistamálgagnsins og gifuryrði í léttu rúmi liggja. í þessu máli vakir ekki fyir kommúnistum að tryggja sjómönnum betri kjör eða betri aðstöðu í lífsbaráttunni, frekar en anriars staðar. Hitt er sönnu nær, að þeir nota þetta tækifæri til áróðurs hínnar þokkalegu stefnu sinnar, og þeir munu sízt fagna því, ef skjótlega tækist að leysa deiluna á þann veg, sem aðilar mega báðir vel við una. Sannleikurinn mun einnig vera sá, að sjómönnum sé lítt um skrif kommúnista gefið og telja þau ekki líkleg til þess að hafa giftusamleg áhrif á málið. Vinmæli Þjóðviljans og stuðningur kommúnista við sérhvert mál er jafnaðarlega lítt til þess fallin að vekja traust á því. Það er því bjarnargreiði sem kommúnistar gera sjó- mönnum með því að látast styðja þá í togaradeil«nni. Allur almenningur ber fullt traust til sáttasemjara, Torfa Hjartarsonar, og þeirra manna, sem kvaddir hafa verið til að- síoðar við lausn deilunnar. Því verður heldur ekki trúað fyrr en í fulla hnefana, að sagan um hið langvinna togaraverkfall endurtaki sig, en þess er skammt að minnast, hvernig til tókst í hitteðfyrra, en gjaldeyristap þjóðarinnar þá nam tugum milljóna eins og alkunna er. Spurningin nú er aðeins þessi: Er ástandinu í atvinnulífi íslendinga um þessar mundir þann veg háttað, að þjóðin hafi ráð á langvinnu verkfalli á þessum afkastamestu framleiðslu- tækjum þjóðarinnar? Geta sýndar hagsbætur réttlætt vinnu- stöðvun þessa atvinnuvegar um langan tíma? Að sjálfsögðu er þeim mönnum, sem að samningatilraunum standa, Ijóst að þetta er mergurinn málsins. Þess vegna verður ekki öðru trúað en að sanngjarnir menn og réttsýnir ráði inálum þessum til Iykta á viðunandi hátt. í Þjóðviljanum 12. þ. m. er birt viðtal við Halldór nokkurn Björnsson bifreiðarstjóra á Hreyfli. í viðtalinu er á ósann- Igjarnan hátt vikið að Borgar- bílstöðinni, er nokkrir bifreiða- stjórar hafa stofnað með sér, er áður óku hjá Hreyfli. Fer hér ’á eftir greinargerð frá Ingvari Sigurðssyni, stöðvarstjóra Borg arbílstöðvarinnar. Þann 15. jan. s.l. stofnuðu 33 bifreiðastjórar allir frá s.f. Hreyfill með sér hlutafélagið Borgarbílstöðin, sem er til húsa 1 í Hafnarstræti 21, sími 81991. | Stöðin hefir einnig síma í Aust- urbænum 6727 og Vesturbænum !5449. Stjórn félagsins skipa: jlngvar Sigurðsson form., Magn- •ús Oddsson varaform., Guðm. Gónsson gjaldkei’i, Sófus Bend- er ritari og Guðm. Gunnarsson meðstjórnandi. Framkvæmda- stjóri er Ingvar Sigurðsson. Tilgangur félagsins er að skapa mönnum betri lífskjör og bætta aðstöðu til hagsbóta fyr- ir stéttina. Vil ég þess vegna algerlega vísa á bug ásökunum H. B. í minn garð um valda- brölt, en þær kenndir þekkir hann bezt sjálfur, a. m. k. for- ^mannssýkina, sem hann hefir verið þjáður af. Margir stofn- endur þessa félags voru einn- ig stofnendur s.f. Hi’eyfils ár- ið 1943 og gekk sá félagsskap- ur mjög vel fyrstu 5 árin eða á meðan hægt var að halda þar uppi lögum og x-eglu. Á árinu , 1948 fór allmikið að bera á æv- intýra- og öfgamennsku innan félagsins og bar þar einna mest á Stefáni Oddi Magnússyni og hugðist hann og félagar hans að hrifsa völdin i sínar hendur, ’ og var þar ýmsum bi’ögðum beitt. 1 Snemma á árinu 1949 kemur til sögunnar einn af fylgismönn- :um Stefáns Odds, Ingjaldur ís- \ aksson að nafni, sem verið hafði i í stjórn félagsins frá stofnun þess og syndist hann sæmilegur | starfsmaður, þangað til að hann fékk 2 af stjórnendum félags- ins með sér. Réðu þeir þá til félagsins framkvæmdastjóra (ekki forstjóra eins og H. B. orðar það, en þó er hann á for- stjóralaunum), sem reynst hef- ir stjórnmálastefnu sinni óþarf- lega trúr, en ekki hirt að sama skapi um hag félagsins. Þegar menn sáu hvert stefndi í fjár- málum s.f. Hreyfils fóru þeir að hugsa til betri tíma hjá félag- inu og jafnframt að hyggja að öðrum félagsskap. Og binda menn nú vonir sínar við það, að hægt verði að halda þessum öfgamönnum í hæfilegri fjar- lægð frá þessari nýju stöð. Hvað viðvíkur aukningu í stéttinni og ,,hai’kara“ á stöð- inni tel eg bezt svarað með því að birta lista yfir þá bíla og bíl- stjóra, sem nú aka frá Borgar- bílstöðinni, og sem allir hafa komið frá Bifreiðastöð s.f. Hreyfils: R- 155. Pétur Guðmundsson. R- 168. Sigui’ður Betúelsson. |R- 277. Sigurður Thoroddsen. ;R- 616. Guðm. Björgvinsson. R- 618. Ingimar Eríksson. R- 640. Sófus Bender. R- 641. Ágúst Gubrandsson. R- 730. Magnús Oddsson. R- 814. Valgeir Sighvatsson. R- 824. Bergur Magnússon. R-1245. Guðm. Jónsson. R-1391. Kjartan Þoi-steinsson. R-1481. Þorbergur Magnússon. R-1649. Axel Þóroddsson. R-2058. Júlíus Jónsson. R-2190. Þórarinn Jónsson. R-2235. Guðjón Guðmundsson. R-2290. Ólafur Auðunsson. R-2395. Guðm. Gunnarsson. :R-2408. Gunnar Jóhannssoxi. R-2450. Brynjólfur Einarsson. R-2480. Eyjólfur Finnbogason. IR-2575. Ólafur Jakobsson. R-2679. Björgvin Guðmundss. :R-2727. Haukur Þorláksson. R-2761. Karl Gunnarsson. R-2998. Sveinn Kristjánsson. R-3077. Einar Helgason. R-3130. Ásbjörn Magnússon. R-3230. Bjarni Sigurðsson. R-3358. Jón H. Guðmundsson. R-3377. Sigui-mundur Bjöi'nss. R-3452. Eiríkur Guðlaugsson. R-3455. Ingiinundur Guðm.son. R-4675. Guðsteinn Magnússon. R-5377. Valdimar Auðunsson. R-5522. Reimar Þórðarson. R-5793. Guðni Sigurjónsson. R-5820. Kjartan Ki’istjánsson. G- 8. Úlfar Þorsteinsson. G- 620. Magnús Vilhjálmsson. G-1219. Stefán Jónsson. Pappírspokagerðin h.f. Vitastíg 3. Allsk. pappírspokar EG ÞAKKA öllum vinum mínum, sem glöddu mig á ýmsan hátt á 50 ára afmæls mmu þ. 14. þ.m. Bjarni A. Brekkmann. BERGMAL Það er liægt að spara. Vigfús Kristjánsson, tré- smíðameistari, hefir sent Berg- máli sparnaðarpistil, en hann telur að mikið megi spara hjá bænum fram yfir það, sem gert er. Stingur hann meðal annars upp á því, að innheimta fyrir ýmsa bæjarins þjónustu vei’ði sameinuð og með því móti spar- að mannahald. Hann heldur því réttilega fram, að almenningur stynji nú undir hinum þungu, álögum, en ekki. nægilega gert j að því að draga úr kostnaði við rekstur í sambandi við ýmsa opinbera þjónustu. Rafmagnsveita Reykjavíkur. í bréfi sínu segir hann m. a.: „Það mætti að mínu áliti lækka þessi útgjöld til muna (þ. e. rafmagnskostnaðinn) með því fyrirkomulagi að tekin væri upp sú i-egla, að í stað þess að hafa hóp rukkara hjá rafveitunni að póstsenda reikninga, eins og gert er með afnotagjald talsím- ! ans. Þetta myndi spara stórfé., — Þá eru útsvörin, sem allir, þekkja og finna. Það væri einn- j ig athugandi fyrir bæjarstjórnj Reykjavíkur hvort ekki væri einnig hægt að spara stórfé með því að fækka þar í’ukkur- um.“ Verðlag veitinga. Bergmáli hefir ennfremur borizt bréf frá „kaffihúsagesti“, en hann hóf fyrir nokkru máls á verðlagi á veitingum í veit- ingastöðum. Hann segir: „Eg hefi lesið hvað Hótel Borg seg- ir um ástæðuna fyrir hinu háa verði gosdrykkja hjá sér. Lík- lega er ástæðan hjá öðrum veitingahúsum hin sama. Væg- ast sagt eru slíkar ástæður ekki fi-ambærilegar. Eg hefi hvergi orðið var við erlendis (þó hefi eg víða farið) að vei’ð- lag veitinganna færi eftir því hversu lengi menn sitja við borðið. Sérstakt skcmmtigjald. Ef um skemmtun er að ræða, svo sem dans, þá er nær að láta greiða sérstakt skemmtigjald heldur en að selja veitingar úr öllu hófi dýrar. Eg býst við, að svona okurálagning, eins og hér er á mörgum veitingahúsum á gosdrykkjum, þekkist hvergi annars staðar. Eg veit ekki hvort þessir veitingastaðir gera sér grein fyrir hvað þeir skapa sér miklar óvinsældir hjá al- menningi á þennan hátt. Menn eru einu sinni svo gerðir, að þeir vilja ekki láta okra á sér. Þeir vita vel, að flaskan sem þeim er sejd á 7—8 krónur, kostar veitingahúsið ekki nema rúma krónu. Svona ráðs- mennska hefnir sín ætíð. Menn ■sætta sig ekki við ósanngjarnt verðlag til lengdar.“ Þannig lýkur bréfinu frá „Kaffihúsagesti", sem er sýni- lega rnjög óánægður með hina takmarkalausu álagningu hjá veitingastöðum, sem vonlegt er. kr. Gáta dagsins. Eg er ei néma skaft og skott, skraixtlega búin stundum; engri skepnu geri gott, en geng í lið með himdum. Hvað er þetta? Svar við gátu nr. 58: Tíminn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.