Vísir - 04.03.1952, Side 4
VISIB
Þriðjudaginn 4. marz 1952
DAGBLAÐ
Ritstiórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hér í blaðinu birtist í gær álit nokkurra manna, varðandi
úthlutun listamannalauna, sem að undanförnu hefur verið
hagað með ýmsu móti, en ávallt.sætt nokkurri gagnrýni. Al-
þingi sjálft hefur haft úthlutun launanna með höndum, þannig'
að greiðslur til listamanna hafa verið ákveðnar á fjárlögum, —
þá hefur Menntamálaráði verið falin úthlutunin og loks hefur
sérstök þingkjörin nefnd haft starfið með höndum. Fyrir Al-
þingi hafa legið ýmsar tillögur til úrbóta í þessu efni, og er þar
skemmst að minnast frumvarp menntamálaráðherra um „Aka-
demíu íslands“, en samkomulag hefur ekki orðið um afgreiðsl-
una og er það illa farið.
Við úthlun listamannalauna sýnist eðlilegt, að greint sé á
milli manna, sem með starfi sínu og afrekum hafa tvímæla-
laust unnið til listamannalauna, og svo hinna, sem eðlilegt
getur talist að styrkja til náms eða starfs. Sýnast menn vera
sammála um að eðlilegt sé að ákveðinn hópur listamanna skuli
vera í sérflokki og á föstum launum frá ári til árs, en aftur
skuli styrkjum úthlutað til annarra og fari þá nokkuð eftir
atvikum hvort menn njóti slíks styrks til -frambúðar eða ekki.
"Ýmsar tillögur hafa komið fram varðandi úthlun launanna að
öðru leyti og hafa menn hallast að því, að sérstök nefnd lista-
manna sjálfra hafi úthlutunina með höndum, eða þá heimspeki-
deild háskólans. Með því móti mætti væntanlega koma í veg
fyrir háværar deilur um hæfni einstaklinganna, þótt oftast sé
erfitt að gera svo að öllum líki. Nefnd sú, sem nú hefur út-
hlutunina með höndum, hefur rækt starf sitt af mikilli sam-
vizkusemi, en þrátt fyrir það hefur úthlutunin sætt gagnrýni
og mun svo verða lengst af, þar til fastri skipan hefur verið
komið á í þessú efni.
Hugmyndin um „Akademíu íslands“' er góð, enda er hún
sniðin eftir sambærilegum stofnunum hjá öðrum þjóðum, svo
sem Svíum og Frökkum. Með báðum þessum þjóðum hefur
„akademia" starfað um áratuga skeið, en hana hafa skipað
frægustu rithöfundar og listamenn þjóðanna, sem sjálfir hafa
valið fulltrúa í þau sæti, er losnað hafa. Aldrei hefur verulegur
ágreiningur komið upp varðandi það val og algjör friður hefur
verið ríkjandi um stofnunina hjá þessum þjóðum báðum. Má
gera ráð fyrir að raunin yrði svipuð hér á landi, eftir að starf-
semi stofnunarinnar yrði komin í fast horf, þótt einhverra
átaka kynni að gæta í upphafi, enda er svo tíðast um allar
nýungar. Þeir menn, sem hafa beitt sér gegn hugmyndinni,
hafa engin fullnægjandi rök fært fram fyrir haldleysi hennar,
enda má gera ráð fyrir að endanleg afgreiðsla málsins verði
ekki tafin lengi lengi úr þessu.
Ráðstafanir til atvinnuaukningar.
Fjölmennur verkalýðsfundur var haldinn í Iðnó í gærkveldi
og var þar rætt. um atvinnumálin. Samþykkti fundurinn
áskoranir til bæjarstjórnar og ríkisstjórnar um að hefja fram-
kvæmdir til atvinnuaukningar, þannig að takast mætti að út-
rýma atvinnuleysi því, sem nú er ríkjandi. Er ekki nema gott
eitt um það að segja, að kröfur séu gerðar til ríkis og bæjar, en
víst er þó að atvinnuleysinu verður ekki útrýmt fyrr en fram-
tak einstaklingsins fær notið sín, en það gerir það ekki í svipinn.
Vegna óhóflegrar verðþenslu forðast menn að ráðast í fram-
kvæmdir til atvinnuaukningar, þannig að takast mætti að
útrýma atvinnuleysi því, sem nú er ríkjandi.
Þjóðin býr nú að afleiðingum þeirrar stefnu, sem ríkt hefur
síðasta áratuginn. Kauphækkanir og verðlagshækkanir hafa
stöðugt skipts á, en hvorttveggja hefur leitt til samdráttar í
atvinnurekstri. Alþingi og ríkisstjórn hafa ekki megnað að
hindra þessa öfugþróun, enda verður afturbatinn að koma frá
þjóðinni sjálfri. Eðlilegt væri að efnt yrði til stéttaþings, sem
tæki mál þessi til athugunar og úrlausnar og leitaðist við að
skapa heilbrigðan grundvöll til atvinnurekstrar. Allt til þessa
hefur hver stétt otað sínum tota og gert kröfur til þess opin-
bera um styrki og aðstoð í mörgum myndum og krafist fríð-
inda sér til handa. Jafnhliða því hefur grunnurinn verið graf-
inn undan heilbrigðri efnahagsstarfsemi í landinu og afleið-
ingin er atvinnuleysið. Enn er tími til að bæta fyrir van-
rækslusyndir liðinna ára, en það verður hvorki gert með verk-
föllum eða verkbönnum, sem leiða til aukins tjóns fyrir þjóðar-
Jieildina og bæta engra hag.
Witnmtuffur:
Lauritz C. Jörgensen,
málarameistari.
fæddist hjónunum Lauritz
Jörgensen, málarameistara, og
konu hans Rósu f. Frederiksen,
sonur er seinna hlaut nafn föð-
ur síns, og við frændsyst-
kini hans og vinir í daglegu
tali köllum Lalla.
Eg man eftir í æsku þegar
þessi góði og hrekklausi dreng-
ur einu sinni sem oftar tók sér
í hönd einn af penslum föður
síns og málaði fyrir mig bíl
sem eg hafði komið mér upp
og smíðað úr kassafjölum og
fengið hann til að rúlla áfram
um götur borgarinnar á göml-
um kerruhjólum.
Eg tók fljótt eftir stakka-
skiptum farartækisins þegar
Lalli hafði málað það fyrir mig
af mikilli snilld og málað fram- |
an á trogið ,,Ford“, sem þá var
einn vinsælasti bíllinn hér. Þá
hugsaði barnssálin að þessi
frændi og vinur ætti eftir að
verða vinsæll hér sem málari.
Og það kom á daginn að Lalli
fór að nema iðnina hjá föður
sínum, sem þá var einn bezti
og vandvirkasti málari okkar
og þótt víðar hefði verið leitað.
Og mörg eru skiltin sem Lalli
hefir málað síðan hann málaði
„Fordarann“ fyrir migr og
margur maðurinn ratað á rétt-
ar dyr eftir skiltum sem Lalli
hefir málað fyrir óteljandi fýr-
irtæki landsins.
Þessar fátæklegu línur mínar
eiga ekki einungis að vera hól
um frænda minn og vin, en
aðeins fyrir það sem hann á
skilið fyrir sitt vel unna starf.
Eg veit að það verða margir
vinir hans-og kunningjar sem í
dag, á þessum merkisdegi
heimsækja hann, ásamt hans
góðu og myndarlegu konu og
börnum.
Ennfremur veit eg að þín
góða aldraða móðir og systkini.
sem nú dvelja í fjarlægu landi,
og af óviðráðanlegum ástæð-
um I geta ekki verið með okkur ■'
hér í dag, munu hugsa hlýtt 1il
þíir og okkar allra á þessum
merkisdegi.
Og um leið og eg óska þér
Lalli minn innilega til ham-
ingju með afmælið,- óska eg þér
og þínum allra heilla, og enn-
fremur að vinnustofa þín megi
vel og lengi njóta vinsælda um
land allt.
Með þökk fyrir allt gamalt
og gott.
G. G.
Skolæfingar
við Sardiniu.
Flota- og flugliðsæfingtihum
miklu á Miðjarðarhafi er brátt
lokið.
í dag fara fram miklar skot-
æfingar í grennd Sardiníu. S
béitiskip og 20 tundurspillar
voru á leið þangað í gær, en j
við Gibraltar voru flugvélaskip |
mörg, sem einnig áttu að fara.
á vettvang.
aftur tilstarfa.
Samkór Reykjavíkur er nú
að hefja starfsemi sína að nýju,
undir. stjórn Róberts Abrahams
Oítóssonar.
Kórinn var stofnaður fyrir 9
árum og var Jóhann Tryggva-
son söngstjóri hans fyrstu árin,
•
þar til hann hvarf til náms á
Englandi, en síðan hefir starfið
verið háð ■ ýmsum erfiðleikum,
þótt starfsemin hafi ekki fallið
niður með öllu. Nú hyggjast
kórfélagar blása; nýju lífi í.
Samkórinn, undir' stjórn hins
þaulmenntaða tóhlistarvinar,
Róberts Abrahams Ottóssonar,
og óska eftir félögum í allár
raddir. í dag kl. 2—3 verður-
hann til viðtals í íþöku yið
Menntaskólann og annað k 7öld
kl. 8—9.
Gíáli Gúðmundsson tollvöið-
ur var lengi formaðui' kórsins,
en nú er Haraldur Leóharðsson
formaður, en með honum éru í
kórstjórninni Hjálmar Finn-
bogason, Valdimar Leónharðs-
son, Árni Pálsson og Vigdís
Hermannsdóttir;
tma'’
Sparnaður
enn.—
Skrifin í Bergmáli um sparn-
aðinn í rekstri hjá, bænum hafa
að vonum vakið mikla eftir-
tekt fjölmargra bæjarbúa. Hafa
mér borizt mjörg bréf varðandi
þetta mál, en ekki eru tök á að
birta nema lítinn hluta þeirra
eða glefsur úr sumum. K. Ó.
skrifar Bergmáil eftirfarandi
bréf: „Eins og bæjarbúum er
kunnugt hefir bæjarstjórnin
nú þegar byrjað, og hefir í und-
irbúningi, sparnað á ýmsum
rekstri bæjarins. Er ekki nema
gott um það að segja, því varla
mun vanþörf á sparnaði sem
víðast í rekstri þess opinbera,
ef vel á að fara um afkomu
alla í framtíðinni.
Mörg eru
sjónarmiðin.
Sjálfsagt koma fram mörg
sjónarmið um það hjá almenn-
ingi hvar eigi helzt að spara,
og vafalaust finnst hverjum
sitt um sparnaðinn og sumum
þykir kannske frekar að eigi að
spara á þessu en hinu eða því,
sem nú þegar hefir verið
ákveðið af bæjarstjórninni. Um
það hljóta ávallt að vera skipt-
ar skoðanir á hverju eigi fyrst
að byrja að spara, þótt flestir
hinsvegar geti verið sam-
mála um, að spara þurfi öll ó-
þprf útgjöld.
Hvernig er
svo reyndin?
Eh sérstaklega kemur það
illa við margan, að þeim finnst
að ráðizt sé á garðinn þar sem
hann er lægstur. Og það er ein-
mitt ástæðan fyrir því, að eg
rita þessar línum. Mér finnst
ekki laust við að svo væri, þeg-
ar eg las um sparnaðarráðstaf-
anir þær hjá bæjarstjórninni,
sem greint er frá í Morgun-
blaðinu 28. febrúar sl., þar sem
talað er um að gera ráðstafan-
ir til að lækka ræstingarkostn-
að í skólum bæjarins. Fannst
mér þarna ekki ósvipað á ferð-
inni og þegar Þjóðleikhúsið
ætlaði að fara að spara í rekstri
sínum með því að lækka laun
örfárra lágt launaðra kvenna,
sem höfðu á hendi urhsjón með
fatageymslu leikhúsgesta.
Ræsting
skólanna.
Þessu var andmælt mjög svo
drengilega af Jóhanni Þ. Jós-
efssyni, alþingsmanni, á Al-
þingi í vetur. — Því er einfald-
lega þannig varið með ræstingu
skóla bæjarins, að hún er mest-
megnis framkvæmd af einstæð-
ings konum, sem hafa af því
lífsafkomu sína, og sumar hafa
jafnvel á framfæri sínu einn
eða fleiri ómaga. Yrði nú ein-
hver breyting á þessum störf-
um, svo þessar konur. misstu.
þarna atvinnu sína, lægi ekkert
fyrir mörgum þeirra annað en
að leita opinberrar aðstoðar til
þess að sjá sér og sínum far-
borða.
Athuga verður
sinn gang.
Það má vel vera að eitthvað
megi draga úr kostnaði við
ræstingu á skólum bæjarins, og
er sjálfsagt að það sé athugað.
En um leið skyldi þess gætt,
að hrékja ekki konur þær frá
þessum störfum, sem unnið
hafa við þau árum saman vel
og trúlega. Þær eiga alveg á-
kveðið að sitja fyrir þeim, þó að
það yrði þá með eitthvað
breyttu fyrirkomulagi, eða
breyttúm samningum, sem
gætú kannske haft í för með
sér einhverja lækkun útgjalda
fyrir bæinn.“ kr.
Gáta dagsins.
Nr. 67.
Hvert er það fagurt himin-
smíð,
lilýrnir ber þann vottinn,
sem - ekki ■ skapti í upphafs-
tíð
almáttugur drottinn?
Svar við gátu nr. 66:
Kona Lots.