Vísir - 12.03.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 12.03.1952, Blaðsíða 4
V I S I B ..Miðvikudaginn 12. marz 1952 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstrseti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (finim linux). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Íi^a,íTí 3 •’ 5 'V %’ . i ‘ú -y. f. t S ... í . , Nauðsyn hafrannsókna. Afjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að varið verði kr. 300 þús. til haf- of fiskírahnsókna. Hrekkur upphæð þessi skammt til víðtækrar starfsemi, en er þó betri en ekki. Mönn um er nú farið að skiljast að.rannsóknir á hafinu við strendur landsins er þjóðinni nauðsyn og getum við í því efni nokkuð lært af dæmi Norðmanna. Þeir halda hafrannsóknaskipum úti með miklum kostnaði og láta sér ekki nægja það eitt að halda slíkum rannsóknum uppi á heimamiðum, en fara á fjarlægustu slóðir til rannsókna og þó ekki sízt þar, sem nokkurra aflafanga má vænta til hánda norska fiskiflotanum. Við íslendingar höf um einkum fylgst með rannsóknarstarfi norskra hafrannsókna skipsins Georg Sars, sem fylgst hefur með síldargöngum bæði hér við land og við Noreg. Er það víst að kostnaður við þá útgerð hefur borgað sig í ríkum mæli og eru þar þó ekki öll kurl komin til grafar. Síldveiði er að vonum talinn áhættusamur atvinnuvegur, en einkum hefur síldarleysið bitnað hart á okkur fslendingum sjö síðustu árin. Rannsóknir á göngum síldarinnar hafa leitt í ljós að hún heldur sig aðallega í 6—8 gráðu heitum sjó, en kaldur straumur hefur legið hér að landi, sem heft hefur að mestu sildargöngu upp að ströndinni. Hinsvegar hefur mikið síldarmagn haldið sig í heita sjónum djúpt norður og austur af landinu, en þangað hafa íslenzk veiðiskip tæpast getað sótt, og þá ekki nema þau allra stærstu. Hið norska hafrannsókna- skip, sem að ofan getúr, fylgdi síldinni eítir og gaf norska veiðiflotanum allar upplýsingar um gongur hennar. Er vertíð lauk hér við land á síðastliðnu sumri, var rannsóknunum enn haldið áfram með mikilli nákvæmni, en þær Ieiddu til þess að norskir veiðimenn vissu nákvæmlega, hvenær síldarinnar mætti vænta þar upp að ströndum og voru viðbúnir veiðunum í tæka tíð. Leiddi þetta til gífurlegrar veiði framan af vertíð, sem síðar dró að vísu úr vegna stirðs veðurfars. Nokkrir íslendingar hafa reynt að kynna sér veiðiaðferðir Norðmanna á síðustú vertíð, sem óg nýtingu þeirra á síldínni og er þess að vænta að sú aukna þekking leiði hér til nokkurra umbóta. En öllu öðru er nauðsynlegra að halda uppi haf- og fiskirannsóknum, einkum að því er varðar göngur síldarinnar, enda ætti þá að draga verulega úr þeirri' áhættu, sem þessari atvinnugrein hefur verið samfara. Hefðum við á vísan að róa, svo sem Norðmenn, ætti að vera unnt að hafa við allan nauð- synlegan undirbúning, þannig að skipin geti sótt á síldarmiðin, þótt djúpt verði að leita. Þegar líkindi eru til að síld taki að nálgast landið, ætti rannsóknarskip, eitt eða fleiri, að vera .viðbúin og fylgjast með síldargöngunni. Forsetakjörlð og Aiþyðuflokkurinn F ormaður Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stéfánsson, ræddi , . , . nokkuð væntanlegt forsetakjör á fundi, sem haldinn var í ' fulltrúaráði flokksins fyrir fáum dögum. Fórust honum orð á þessa leið: „Aðalatriðið er að fá í stöðu forseta úrvalsmann að menntun, mannkostum og hæfni. Hann þarf jafnt að kunna að umgangast erlend stórmenn, er að garði kunna að bera, og þá menn, er stunda vinnu í sveita síns andlits við sjó og í sveit. Forsetinn þarf, ef vel á að vera, að kunna góð skil á íslenzkum atvinnuháttum og fjármálalífi og þekkja til hlítar stjórnmálin og starfsemi Alþingis. Hann þarf að vera vitur og góðgjarn, kunna þá list að laða menn til samstarfs með hags- muni heildarinnar fyrir augum. Er það sízt lakara að sá, sem til forseta yrði valinn hafi verið flokksmaður og haft skipti af stjórnmálum, þótt heppilegra væri að hann hefði ekki á síðustu tímum verið harður og óvæginn baráttumaður í fremstu víglínu.“ Formaður Alþýðuflokksins taldi æskilegt að lýðræðisflokkar þingsins kæmu sér saman um forsetaefnið, en slíkt samkomulag mætti ekki gera þannig, að það gæti talist á nokkurn hátt pólitísk hrossakaup. Verður ekki annað sagt, en að formaður Alþýðuflokksins hafi gert skynsamlega grein fyrir viðhorfum til forsetakjörsins, sem menn geta orðið sammála um, en eftir er svo að sjá, hvort flokkunum tekst að ná samkomulagi um forsetaefni, sem þjóðin vill styðja, en allt mun þetta óráðið enn þá. Forsetakjör á að fará fram í júnimánuðí, en samkvæmt ákvæðúm stjórnskipunarlaga ber að auglýsa forsetakjörið fyrir lok þessa mánaðar. Má því gera ráð fyrir að samningaumleit- anir milli flokkanna hefjist von bráðar, en þó tæpast fyrr en flokksfundi Framsóknar er lokið, sem stendUr yfir hér í bæn- ,pm þessa dagana. finnast hér við land. Skipstjéri á Agli rauða sendi Fiskideiid þá. í síðasta hefti Náttúrufræð- ingsins birtist fróðleg greiri eftir dr. Hermann Einarsson um sjaldgæfa fiska, sem fund- izt hafa hér við land upp á síð- kastið. ■ Vísir leýfir sér hér með að birta grein dr. Hermanns, og fer hún hér á eftir: Steindór Árnason, skipstjóri á b.v. „Egiíl rauði“, afhenti mér síðla suraars nokkra sjald- gæfa fiska, og með þeim stuttá greinargerð umfundþeirra.Mun ýtarlegar verða skýrt frá sum- um þeirra. Þá hefir og herra Lýður Brynjólfsson, kennari í Vestmannaeyjum, sent sitthvað fágætra sækvikinda, þar á með- al fiska, og mun þeirra síðar getið. Upplýsingar Steindórs Árna- sonar eru hinar fróðlegustu, og Væri óskandi, að skipstjórar gæfu nánar gætur að þeim sjaldgæfu fiskum, sem í botn- vörpuna slæðast, einkum á djúpmiðum. Til fróðleiks vil eg tilfæra meginatriðin úr grein- argerð Steindórs. Hann ritar: „Síðastliðna mánuði höfum við verið að fiska á Rósagarð- ihum og Þórsmiði. Á því fyrr- nefnda hefir yfirborðsstraum- urinn nær engöngu verið „blá- elfan“. Átulítið virðist hafa verið í þeim straum, nema nokkra daga, að rauðlitaðir flekkir háfa sézt á víð og dreif. Þessir flekkir hafa verið þunn- ir. Átutegund þessi hreyfði sig ekki ósvipað og þegar stygg síld fer niður með sporðaköst- um. Síðústu dagana hefir verið mikið um dökkan, rauðlitaðan sjó á kantinum á Berufjarðar- ál og austur á Fót og þaðan suður á Þórsmið. Við fengum bæði þorsk og síld í trollið á Fætinum og Þórsmiðinu síðastl. fimmtudag, hvort tveggja alveg úttroðin af síldarátu. Við hirtum ekki laxsíldar, en talsvert var af þeim á djúp- miðúnum. Þeir fáu þorskar,' sem þar fengust, voru yfifleitt fúllir af kolmunna. Einnig virðist hann ekkert hafa á rttöti því að éta bláriddara, sem þarna var talsvert af. Eina vogmær 'fengum víð þarna. Einnig lít- ínn, sívalan fisk með kjaft, sem líkist fuglsnefi. Hann var mik- ið skaddaður. Karfinn fer yfir- leitt mjög illa með alla aðra fiska, sem slæðast í trollið." Greinargerð þessi er dagsett 29. júlí 1951. Fer hér á eftir skrá Steindórs yfir sjaldgæfa fiska, sem hann hafið orðið var við: 1. Slóansgelgjur (Chauliodus sloanei Schn.). Fiskaðar í botn- vörpu b.v. Egils rauða 6.' júlí 1951 á 270 faðma dýpi. 90 sjóm. SA Vz S frá Stokkseyri. Þann dag var mikið um tvær tegund- ir laxsíldar. (Slóansgelgju er aðeins einu sinni áður getið hér við land. Rak hana við Hornafjarðarós í febrúar 1916). 2. Flatnefur (Centrophorus calceus). Fiskaður í botnvörþu b.v. Egils rauða 5. júlí 1951 á 275 faðma dýpi. SAtS 3/2 S frá Stokksnesi, ca. 85 sjóm. Lengd 106 cm. Hængur. í maganum einn gulllax, sennilega frá tog- aranum. (Þessi háftegund virð- ist alltíð við suðurströndina). 3. Lúsífer (Himantolopus reinhardti Ltk). Fiskaður í botnvörpu b.v. Egils- rauða 28. júní 1951, ca. 90 sjóm. SA af Stokksnesi á 270 faðma dýpi, innan um karfa. Þessi einkenni lega djúpsjávartegund hefir áður fundizt við suðurströnd- ina, alls 9 fiskar á 53 árum. Þessi mun vera sá 10.). 4. Bretahveðnir (Centrolop- hus britannicus Gthr.1). 2 fiskar þessarar tegundar fundust á sama stað og lúsíferinn. Annar fannst 5. júlí 1951 á Þórsmiði, ÁSA frá Stokksnesi, á 61° 12 NB og 11°20 VL. Dýpi 200 faðmar. Innan úm karfa. 5. Rauða Sævesla (Motella reinhardti Kr.). Fiskaðist 17. jjúlí 1951 i botnvorpu, 40 sjóm. SAtS frá Berufjarðárál (horn- inu). Dýpi 240 faðmar. (Þetta e-r sjaldgæf tegund hér við Iand, hefir aðeins fundizt tvisvar áð- úr. Hánorrænn fiskúr," reglu- légur íshafsdjúfiskur). 6. Gljáháfar (Cenfrophofus coelolepis Boc & Cap.). 2 fisk- ar þessarar tegundar fiskuðust í botnvörþu b.v. Egiís ráuða 8. og 9. júlí 1951, á 265 faðma dýpi SA Va S fra Stokksnesí. Mikið um eina tegund laxsíldar þessa dága. (Gljáháfurinn hefir að- eins veiðzt einu sinni áður hér við land, rak lifandi í febrúar 1921 í Grindavík). Eins og ráða má af athuga- semdum mínum (innan sviga), er hér yfirleitt um mjög fágæta fiska að ræða, og á Steindór Árnason miklar þakkir skildar fyfir áhuga og ræktarsemi á þessu sviði. Eg skal að lokum geta þess, að auk nefndra fiska getur Steindór um fisk, er hánn nefnir Bláus, en ékki hef- ir mér tekizt að nafngreina hann örugglega ennþá. Hermann Einarsson. MATSTOFA N. L. F. 1. Skálholtsstíg 7. Fast fœði. Lausar máltíðir. Kaupi pll og silfur BEZT AÐ AUGLYSAIVISI m Svo mikil voru snjóalögin í vetur, að ennþá er mikill klaki í götu og þá sérstaklega í götu- ræsum. Bærinn hefir þó ekki látið sitt eftir liggja, því nú er í óða önn vérið að höggva og flytja klakann á brott. Þessi framkvæmd er nauðsynleg, ekki sízt vegna þess, að klak- inn stíflar niðurrennslin víða. Verður þessu vonandi ekki hætt, fyrr en lokið er. Rauðmagi! Hrognkelsaveiðum fylgjast reykvískar húsmæður með öðru fremur. Þegar rauðmag- inn fer að veiðast, fara þær að leggja við hlustirnar, því að hann er mörgum manninum mikið lostæti. Húsmæðurnar vilja, hver fyrir sig verða fyrst- ar til þess að leggja þenna mat á borð fyrir bónda sinn, er hann kemur svangur frá vinnu. Nú eru veiSar að hefjast. Nú berast fréttir af því, að rauðmaginn sé farinn að koma í netin hjá þeim athafnamönn- um, sem fyrstir leggja net sín í Skerjafjörð. Þótt ekki kveði mikið að veiðinni ennþá, og fáir hrognkelsaveiðimanna farnir af stað enn, mun þess ekki langt að bíða, að þessi fiskur sjáist á borðum víða. Þá munu margir eiginmenn fagna því meira en venjulega að kom- ast heim ,,í matinn“. Tjörnin enn. I gær var á það minnst í Bergmáli, að hreinsun Tjarnar- innar væri nauðsynleg og bent á tillögu, er fram kom fyrir mörgum árum, í því sambandi. Nú hefi eg frétt, að þetta sé til vandlegrar yfirvegunar hjá réttum yfirvöldum. Er það von mín, að sú athugun leiði af sér framkvæmdir í málinu, en þeim myndi fagnað af öllum bæjar- búum. Þessi hluti bæjarins er Reykvíkingum einkar hjart- fólgin, og flestum, ef ekki öll- um, bæjarbúum er það mikið kappsmál, að Tjörnin sé skreytt ogfegruð. Skautamótið. Á laugardag og sunnudag' var haldið skemmtilegt skautamót hér í bænum og þyrptust þá að Reykvíkingar úr öllum áttum. Nú er það að vísu ekki alveg nýtt, að skautamót sé haldið á íslandi, en svo einkennilega vill til, að á þessu ísalandi er varla hægt að halda mót, sem fram eiga að fara á ís. Mér hefir stundum komið til hugar, hvort ekki væri tímabært að byrja á skautahöll — eingöngu skauta- höll. Ég skýt þessu til þeirra manna, sem um þessi mál eiga að fjalla. — kr. Gáta dagsins. Nr, 74. Býr mér innan rifja ró, reiði, hryggð og kæti. Kurteisin og kári þó koma mér úr sæti. Svar við gátu nr. 73: Halivarður og Snjóiaug.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.