Vísir - 12.03.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 12. marz 1952
VTSÍR
Heiður og hefnd
QO
„En,“ sagði Cecily um leið og hún misti kökukeflið á gólfið,
án þess að hirða um að taka það upp, — „hann heldur, að eg
hafi farið á bak við hann.“
„Að þú —- að — þú — hafir farið á bak við hann? Þá er
hann hemskari en eg hugði hann vera.“
„Jæja, hann er nú ekki skarpskyggnari en svo, að hann
heldur að eg geti elskað einhvern annan — en nú er svo komið,
að hann hefir sannfærst um það, og það er kannske ekki
alveg að ástæðulausu, því að hann grunar Sam —- og hann —
Ralph á eg við — ætlaði alveg að sleppa sér og hótaði að drepa
Sam.“
„Guð — á — himnum,“ sagði frú Jennings og misti epli úr
hendi sér. „Hvað kom yfir þig, barn, að segja mér ekki allt af
létta. Þín vegna og ykkar allra, í guðanna bænum, þú verður
að segja mér frá öllu, sem gerst hefir.“
Og þegar Cecily hafði gert það straúk frú Jennings hið snjó-
hvíta hár sitt og mælti:
„Ó, Cecily, blessað barnið mitt, hvað þetta er allt frámuna-
lega heimskulegt — og skelfilegt að sama skapi. Eitthvað
verður að gera og það þegar í stað. Það verður að komast til
botns í þessu, — við verðum að láta hendur standa fram úr
ermum.“
„Já, e.n — en — hvað getum við gert?“
„Við verðum að sjálfsögðu að tala við jarlsfrúna. Já, við
verðum að útskýra þetta allt fyrir henni.“
„Þetta flaug mér líka í hug fyrst,“ sagði Cecily. „En svo
fói' eg að hugsa málið, því að þótt mér þyki vænt um hana,
og efast ekki um, að henni geðjast að mér, hefi eg alltaf haft
grun um, að hún sé dálítið afbrýðisöm út í mig, og hafi verið
það jafnvel áður en Sarn gekk að eiga hana. Og það er ekki á-
stæðulaust, því að Sam hefir alltaf verið mér mjög góður, já,
löngu áður en hann gerði mig auðuga, til þess að eg gæti bjarg-
að Ralph og gifst honum, en Sam hafði lofað að koma því í
kring, þegar eg var viti mínu fjær og ætlaði að drekkja mér
í tjörninni, en skorti hugrekki til þess. Þá þóttist hann spá
fyrir og lét svo sjálfur allt rætast, sem hann hafði spáð.“
„Já, já,“ sagði frú Jennings eins og viðutan, „þessir pening-
ar — það hefir vakið gi-unsemd, — þetta var líka ekki smá-
ræðisfúlga — milljón sterlingspund — eða næstum því.“
„Milljón var það, enda hélt víst Joliffe, lögfræðingur hans,
að hann væri genginn af vitinvi,“
„Og það er vart hægt að lá honum það, þótt þetta væri í
rauninni Sam likt. En einhver leið hlýtur að vera út úr ó-
gongunum — og hana verðum við að finna.“
„Já,“ sagði Cecily og neri saman höndunum, „já, við verð-
um að gera það, en það er svo erfitt, Andromeda er aðalskona
i merg og bein — og ógurlega stolt — undir niðri.“
„Að vísu —“
„Og ef hún heldur, að Sam elski mig, getur Sam einn sann-
fært hana um, að það sé heimskulegt að ala nokkurn grun um
það.“
„Mjög líklegt. Þess vegna ættum við kannske að tala við
hann fyrst — en nú er það ekki hægt, af því að hann er harmi
lostinn vegna barnsins. Ó, Guð minn góður, hvílík flækja. Við
verðum að hugsa málið, biðja og vona.“
„Góðan dag, frúr mínar,“ var allt í einu kallað skrækum
rómi fyrir utan opinn gluggann, og kom þetta konunum svo
óvænt, að þær kipptust við. Þarna var kominn Toon gamli,
þinn fjörlegi og furðu spræki öldungur, sem allt vissi og allt
kunni, og m. a. hafði kennt Sam að handleika orf og Ijá. Hann
j t:: ■ :hr IVa ÍJ98V .iflíV 'V-; .TIiJ.Diöv ;•« í ',Íayel.j'ifBÍ: go
f vár nú: óvanaiega' vel búinn, tók ofan hattinn ög heilsaði þtánr ,
virðulega: . ..i.-V.’ ,,';vGkvifvnn’:r
. „Frú Jennings, kona' góð, eg sé að þér munuð fá, afbragðs
’ uppskeru af hvítkáli í- ár, en;það þarf að. hreinsa arfann úr,
rófugarðinum, og að því er hreðkurnar snertir, verður að eta
þær tafarlaust, ella verða þær ónýtar. Annars kom eg ekki til
þess að spjalla um þetta, heldur til þess að segja markverð
tíðindi."
„En því þá að vera að draga það, herra Toop?“
„Kæru frúr,“ sagði Toop hátíðlega, „eg er hingað kominn
til þess að segja ykkur, að barn jarlsins er fundið!“
„Guði sé lof,“ sögðu þær, eins og úr sama barka.
„Og heiðurinn, frúr mínar, heiðurinn fellur engum öðrum
i skaut en manni nokkrum, sem var ósmeykur að beita hnef-
unum — og maðurinn — þessi vaskleika maður var enginn
annaf- en eiginmaður yðar, lafði Scrope — hann bjargði drengn-
um, kom eins og ein af hetjum Nelsons úr orustunni við Tra-
falgar. og blóðugur var hann, það get eg sagt ykkur. Nú,
kallið þið þetta ekki fréttir?“
„Segið okkur meira, góði, gamli William, eg meina herra
Toop,“ sagði Cecily og studdi olnbogum í gluggakistuna. „Von-
andi var blessaður drengurinn ekki mikið meiddur?"
„Drengurinn — hann var eins frísklegur og fífill í túni.“
„Sagðirðu ekki, að hann hefði verið blóðugur?“
„Víst var hann það, hann lagaði í blóði —' en blóðið var úr
hetjunni, manninum yðar, kona góð, Ralph lávarði, og það
var það, sem eg vildi sagt hafa.“
„Guð minn góður, er hann mikið meiddur?“
„Nú, jæja, lafði mín, hann er ekki dauður — ekki ennþá.
Einhver líftóra var í honum seinast þegar eg vissi.“
„Hvar — hvar er hann núna?“
„Það veit sá sem allt veit, en eftir að hann hafði skilað barn-
inu heilu í hendur jarlsins, og þeir skipst á nokkrum orðum,
hneig hann í ómegin á hestinum, og jarlinn bar hann inn, en
Little læknir lappaði eitthvað upp á hann, og svo vildi hann
óður og uppvægur fara, en guð veit hvert, en kannske hann
hafi farið að leita að fleiri börnum, hetjan, sem bjarga þarf.
Og þarna hafið þið nú fréttirnar, konur góðar, en nú er eg
farinn að verða þurr í kverkunum eftir allt masið.“
„Komið inn sem snöggvast í setustofuna, herra Toop, og eg
skal láta Caroline færa yður öl,“ sagði frú Jennings.
„Hann hefir kannske særst hættulega?“ sagði Cecily við
fi’ú Jennings, þegar Toop var seztur í setustofunni og farinn
að teyga ölið.
„Nei, væna' mín, hafi hann treyst sér til að fara ríðandi,
getur það varla verið mjög slæmt. En þetta var hraustlega
gert, Cecily.“
„Já, já, en ef hann hefir nú dottið af baki og liggur kannske
einhversstaðar hjálparvana —“
„Eg held ekki, að það sé nein ástæða til að óttast neitt slíkt,
og hvað gætum við gert?“
„Nei, við getum víst lítið gert nema biðja fyrir honum.“
Og það gerðu þær án efa báðar, en Cecily tók kökukeflið
og hélt áfram bakstrinum. Var henni órótt mjög.
Toop gamli lagði nú af stað, endurhrestur af ölinu, og gekk
ems hratt og hinir veiku fótleggir hans þoldu, en er hann var
kominn inn í trjágöng nokkur, nam hann skyndilega staðar j
til þess að virða fyrir sér reiðmann nokkurn, sem nálgaðist,
en fór löturhægt.
„Herra trúr, herra trúr, þér, Ralph lávarður, og enginn
annar,“ sagði hann loks, er fundum bar saman.
„Segið mér, Toop, er konan mín hérna?“
„Hún er það, lávarður minn, og blómlegri en nokkru sinni
fyrr og —“
„Gott og vel — hraðið yður heim — og boðið komu mína.
Með varfærni, skiljið þér, Toop?“
„Eg skil, eg skil, lávarður minn, látið gamla Toop um það.“
Og svo tifaði hann heim á leið og birtist brátt aftur við
giuggann.
„Jæja, konur góðar, eg hefi meiri tíðindi að segja, þótt ekki
séu það nein stórtíðindi. Það er víst allt í lagi með lávarðinn,
eg held að það sé alveg hætt að blæða úr sárinu, og ef þið
frásagnir
Boðskapur frá
framSiðíiuui.
Framh.
hann sá beinlínis föður sinn. í
herberginu hjá sér.
Annar Texasbúi, bankastjóri,
fæddur í Frakklandi, segir frá
því að kvöld eitt hafi hann tekið
sér í hönd skáldsögu Willu
Cather, sem heitir „Dauðinn
kemur til erkibiskupsins“.
Bókina hafði hann lesið áður
og opnaði hana af handahófi og
datt þá ofan á kafla, þar sem
sagt er frá dauða gamla manns-
ins. Þegar hann las bókina í
fyrra sinnið, fékk þessi frásögn
ekki mjög mikið á hann. En nú
gat hann ekki tára bundist og
fékk þegar ekka. Þá flaUg hon-
um í hug, að aðeins einu sinni
áður hefði hann grátið eftir
að hann varð fulltíða maður,
og það var þegar móðir hans
andaðist heima á Frakklandi.
En þar bjó faðir hans enn.
Hann fór nú að jhuga þetta
og komst að þeirri niðurstöðu,
að fyrst hann hefði aðeins einu
sinni grátið á fullorðin* árum
og það hefði verið er móðir
hans dó, hlyti hann nú að gráta
vegna þess að faðir hans væri
dáinn.
Næsta dag barst honum sím-
skeyti um að faðir hans væri
dáinn. Hafði hann látist í það
mund er hann var að lesa í
bókinni.
Tilviljun segja menn. Það er
mögulegt. En rannsóknar-
stofan vonast til að fá bend-
ingar sem geti orsakað betri
tilraunir, með því að athuga
þessar frásagnir.
Einn af þeim sem skrifuðu •
rannsóknarstofunni sagði frá
því að hraðritari hefði setið
iðjulaus við skrifbcrð sitt og
vissi þá allt í einu að hún hafði
verið að skrifa á hraðritunar-
blöð, sem lágu á borðinu. Og
þegar hún leit á blöðin undrað-
ist hún mjög. þar stóð: „Þú
ættir að gæta að vatninu". Með-
an dagur leið fékk hún óstjórn-
lega löngun til þess að fara út
á veg, sem liggur eftir stíflu,
hjá uppistöðu í vatni rétt hjá.
£ <2. Bw-rtxiqkAi T H Z A N —• Wíí
‘i - ÞegaþíTaFzan uom í fílaréttina var Tarzan -fór hratt yfir og-_opnaði ’ ' ..Valdi- Tarzaní .-sVarta-rfílihhy'sem ■ * i. 'ii árzanreggjaði Tanfor u,;; reið1 í
-þar énginn maðúr. Allir yoru á verði allar réttirnar og hleyprti fílunum.'út, hann vissi að var mjög herskár, fór áttkiá. að aðalliliðinu, sem nú'átti-'Jið
til þess að mæta árásinni. því nú kom til þeirra kasta. á bak honum og hinir fílarnir eltu. brjóta upp.