Alþýðublaðið - 20.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.05.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinv við ISngóKsstrseti og Hverfisgötn. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg i siðasta lagi kl. io, þann dag, sem þær eiga að koma i blaðið. þess, að koma á hjá sér svonefnd- um „penny* pósti, en á strfðsár- unum urðu þeir að haskka burð- argjald með pósti, eins og aðrar þjóðir. Nú ráðgerir póstmálastjóm in enska, að Iækka burðargjald undir einstök bréf «m hálft penny Öllu gamni fylgir nokkui' alrara. Bræður tveir í Sandon í Utario ætluðu að gera sér glaðan dag fyrir nokkru. Keyptu þeir sér á kútinn og drukku svo fast, að Bachus gekk af þeim dauðum. Brensluspíritus var drykkurinn. TilrannanidursuðnYerksmiðja. Nýlega hefir nefnd setið á rök- stólum í Kristianiu, til þess að ræða um það, hvort ekki væri heppilegt að sett væri á stofn verksmiðja, sem gerði tilraunir með niðursuðuvörur. Nefnd þessi var öll á einu máli um það, að niðursuðuverksmiðjurnar settu þeg- ar í stað á stofn í Stavanger slíka tilraunaverksmiðju, sem annaðist bæði efnafræðislegar tilraunir og vélfræðilegar tilraunir. Eru Norð- menn í engum vafa um það, að þessi stofnun geti orðið niðursuðu- iðnaðinum til hins mesta gagns og er talið víst að Stavangerbær gefi lóð undir verksmiðjuna, sem á að reisa svo fljótt sem því verður við komið. ; Hinnismerki. Norðmenn hafa í hyggju að láta reisa minnismerki yfir þá menn af þjóð þeirra, sem farist hafa af völdum styrjaldarinnar á sprengi- duflum eða af kafbátahernaði. Hef- ir myndhöggvari Gustav Lærum gert styttuna. Aðalmyndin er af djarfiegum sjómanni, sem stendur við brotinn stjórnvölinn, reiðubú- inn til að varpa sér í bylgjurnar, er fossa yfir sökkvandi fleyið. Bak við sjómanninn er reistur mikill varði cg f honum norski fáninn. Á fótstall styttunnar á að höggva nöfn þeirra sem farist hafa, og einnig burtför þeirra og slysin í „Relief". Minnismerkið á að vera úr bronce, og er sjómaðurinn 3 metra hár, og er af því auðséð að þetta er mikið bákn. Það er talið að það muni kosta um 25 000 krónur. (Hkr.) TukthúsYÍst fyrir að bræða upp peninga. Lögmaður einn í Lundúnum, Lewis að nafni, og tveir gullsmið- ir af Gyðingaættum, voru nýlega dæmdir í sex mánaða hegningar- hússvist fyrir að bræða gullpen- inga. Myntin er eign ríkisins, en gullið í peningunum er meira virði en gjaldeyrir myntarinnar, og var því peningabræðslan gerð í gróða. skyni. Hvað um fslenzku gnllsmið ina, sem venjulegast búa til trú- lofunarhringina úr 10 króna gull- peningumf (Hkr.) „Ferð»prinsmní£. Breaki ríkiserfinginn, Albert prins af Wales, ferðast mikið. í vetur ferðaðist hann til Kanada og var þar tekið hvarvetna með mikluui fögnuði Síðast f marz lagði hann svo af stað í aðra för á herskip inu „Renown". Fór hann gegnum Panamaskurðinn yfir San Diego til Filippseyja. Ritdómur. (Aðsent). Bráðum kemur út ný Ijóðabók eftir hann vin minn, og þar sem hann hefir skrifað hrós um þetta smáræði sem sést hefir á prenti eftir mig, og ennfremur sökum þess, að flestir, sem ég hefi skrif- að um, kunna mér ástar þakkir íyrir ritdómana mfna, þá verð eg að skrifa eitthvað hlýlegt um hann og hans verk, því »æ sér gjöf til gjalda.t Um ytri fráganginn á bókinni er það að segja: Að papp- írinn hefði mátt vera betri, og prófarkalesturinn er ekki upp á það allra bezta, — enda þekki ég ekki þennan Jón, sem las prófark- irnar. — Frágangnum frá prentar- anna hendi er náttúrlega all mjög ábótavant, — ein bókmenta fjör- ráðin enn, úr áttinni þeirri. — Samt eru kostir bókarinnar, frá höfundarins hendi, svo umfangs- miklir og auðsæir, að ekkert rýrir,. þetta sem hér er talið, gildi henn- ar. Nei, þvert á rnóti, og hver sannur íslendingur ætti að kaupa hana og lesa hana, helst að kunna hana, spjaldanna á milli og skilja. hana, — skilja hana frá soranutn. Þá kem ég að efni bókarinnar, en áður en ég byrja á því ætla cg að segja dálitla sögu. — Þaðf gera nefniiega allir góðir ritdóm- arar. — Sagan er um mig sjálfan og höfundinn. Við vorum einu sinni saman á svolitlu „kenderíi",. sem svo er kallað; þetta var £ skammdeginu. Við vöknuðum til lífsins, niðri í polli, djúpum polli, undir grjótgarði, inn f Skugga- hverfi. Það var í aftureldingu. Við fórum, auðvitað, strax að tala uro skáldskap. Ég man það, eins óg það hefði skeð í gær, að ég sagðí við hann: „Það er skaði hvað við eigum fá ættjarðarkvæði, og flest svo léleg, þessi sem til eru." „Já,“ sagði höfundurinn og varð hugsi. — An þess ég vilji eigna mér nokkra hlutdeild i listaverkum, eða ég þori neitt að fullyrða um það, þá hygg ég að þessi orð1 mín hafi orðið til þess, að hann orkti hið ódrepandi ættjarðarkvseði1 sitt, „Landid mitt“, sem er fyrsta kvæðið í bókinni. Um það kvæði er það, í stuttu máli, að segja, sð þar er ekki eitt orð of-sagt og ekki svo mikið sem hálft orð van- sagt, — reyndar má segja það um aila bókina, — t. d. endar kvæðið á þessu gullfagra erindi, sem lýsir tilfinningum, eða kend- um skáldsins, svo átakanlega: Landið mitt fríða, blessaða og blíða, — korríró, diliidó; fagurt upp til ’hlíða og fram við grænan sjó. Mig langar til að líða um laufríkan skóg. Þá get ég ekki stiít mig um að> benda á kvæðið „Fjaðrir". Það er á 5. opnu aftan frá, og þar í er þetta: Skófjaðrir, skriffjaðrír, skrautfjaðrir, sófafjaðrir, úrfjaðrir, andfjaðrir, oddfjaðrir, hangfjaðrir, standfjaðrir, gangtjaðrir, bragðfjaðrir, bílfjaðrir,. hóffjaðrir, hníffjaðrir, hrafnsfjaðrir, stóltjaðrir, stálfjaðrir, strútsfjaðrir, stélfjaðrir, blóðfjaðrir, flugfjaðrir, dúnfjaðrir, driffjaðrir, og fjaðrafok; fjaðurmagnað Ijóðasprok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.