Vísir


Vísir - 14.03.1952, Qupperneq 2

Vísir - 14.03.1952, Qupperneq 2
s ViSIR Föstudaginn 14. marz 1952 Hitt og þefta': Ung og glæsileg kona vitjaði táugalæknis í y^^iræðum'Sin- um. „Hvað á e’g að gera?“ sagði hún við lækninn. „Maðurinn minn fullyrðir að eg sé geðbil- uð.“ ' „Hvaða ástæðu hefir hann til að segja það?“ „Hann segir það af því að mér þykja svo góðar pönnu- kökur.“ „Það er ekkert undarlegt við það. Skyldi hann ekki hafa lausa skrúfu sjálfur?“ „Jæja, svo það segið þér líka læknir? En hvað mér létti við að heyra þetta. Og ef þér kom- íð heim til þess að athuga manninn minn, þá skal eg sýna yður allar pönnukökurnar mínar. Eg á fulla skápa áf pönnukökum!" „Sonur minn. Þú mátt reiða þig á að eg flengi þig af því að eg clska þig.“ „Það vildi eg pabbi, að eg væri nógu stór til að endur- gjalda ást þína.“ Mannrán þykja skammarleg, en hafa þó alltaf tíðkazt. Áður fyrr var þó aðallega setið um karlmenn tii þess að flytja þá nauðuga viljuga til starfa á skipum, sem voru liðfá. Um árið 1870 var einn slíkur mann- ræningi starfandi í San Fran- cisko. Var hann mikilvirkur og hafði illræmda drykkjukrá niður við höfn. Var hún byggð svo að sjór flæddi undir hana. Talið er, að á þeim tíma er krá hans var starfandi, hafi þarna verið rænt um 10.000 manns. Voru menn ginntir þangað, helit í þá áfengi og jafnvel svefnlyfjum, eða þeir barðir niður. Var þeim síðan, ósjálf- bjarga, rennt niður um lúku- gat á gólfi kránnar og ofan í bát, sem þar var til taks. Gest- gjafinn, sem stundaði þessa þokkalegu atvinnu, var kallað- ur Shanghai Kelly. Karl kveikti í húsi sínu og 6agðist hafa brennt það, af þvi að honum geðjaðist ekki að ná- grannanum. Cim Aíhhí Oar..: Um þetta leyti fyrir 25 árum mátti m. a. lesa þetta í Vísi: Innbrotsþjófnaður. í nótt var brotizt inn á þrem stöðum hér í bænum: í íshús Nordals við Kalofnsvég, í Sölu- turninn, skammt frá, og í Hjálpræðishershúsið. Talsverðu mun hafa verið stolið úr sölu- turninum, en engu er sagt, að þjófarnir hafa náð í íshúsinu. Nánara er eigi að frétta af þessu, er blaðið fór til prent- unar, en að sjálfsögðu hefir lögreglan málið til rannsókn- ar. Eldur kviknaði í morgun í herbergi inn af búð Kr. Einarsson & Björns- son í húsi Jóns Þorlákssonar. Slökkviliðið kom og kæfði eld- inn á svipstundu. Kviknað hafði í hálmi eða öðrum umbúðum, ekki er kunnugt með hverjum hætti það varð. Skemmdir urðu nokkrar á varningi. Sjálft hús- ið er allt úr steini og eldtraust. BÆJAR fr.m -trt- Föstudagur, 14. marz, — 74. dagur ársins. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðjud. kl. 3.15—4 e. h. og fimmtud. kl. 1.30—2.30 e. h. — Ennfremur verður opið á föstudögum kl. 3.15—4 e. h.. Er þá ætlast til að þau börn komi, sem hafa kíghósta eða eru kvefuð. Hvöt, Sjálfstæðiskvennafélagið, held- ur 15 ára afmælisfagnað sinn mánudaginn 17. þ. m. í Sjálf- stæðishúsinu kl. 7 e. h. stund- víslega. Frekari upplýsingar fást um þetta hjá frú Jacobsen, sími 1116, Dýrleifi Jónsdóttur, Freyjugötu 44, sími 4755, enn- fremur Maríu Maack, Þing- holtsstræti 25, sími 4015. Utvarpið í kvöld: 20.30 Kvöldvaka: a) síra Sigurður Einarsson flytur minningar um Ólaf í Hvallátr- um. b) Eggert Stefánsson syng- ur lög eftir Sigvalda Kaldalóns (plötur). c) Upplestur (Vil- | hjálmur S. Vilhjálmsson rit- j höfundur). d) Gils Guðmunds- son ritstjóri les frásöguþátt: „Á j útskagamiðum“ eftir Þorstein Matthíasson skólastjóra. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 i Passíusálmur (29). 22.20 Tón- leikar (plötur). VÍSIR. j Nýir kaupendur blaðsins fá það ókeypis til mánaðamóta. i Vísir er ódýrasta dagblaðið, sem hér er gefið út. — Gerist áskrifendur. — Ilringið í síma 1660. „Litli Kláus og Stóri Kláus“. í dag frumsýnir Þjóðleik- húsið barnaleikritið „Litli Klá- us og Stóri Kláus“, sem gert er eftir samnefndri sögu H. C. Andersens. — Leikarar eru: Arndís Björnsdóttir, Gestur KnMqáta hk 1272 Pálsson, Hildur Kalman, Jón Aðils, Róbert Arnfinnsson, Valdimar Helgason, Bessi Bjarnason, Margrét Guðmunds- dóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Lúðvík Hjaltason og Sofíía Karlsdóttir, sem syngur nokkr- ar vísur. — Hildur Kalman er leikstjóri. — Leikhúsið vandar mjög til þessarar sýningar fyr- ir yngstu leikhúsgestina, sem ljóst mun meðal annars af leik- endaskránni. — Næsta sýning verður næstk. sunnudag. Leiðrétting. í gær var sagt í frétt í Vísi, að minnsta aðsókn að Sund- höllinni hefði verið 99 þús. manns, en það rétta er, að fæst kom 121.555 þús. manns, sem er minnsta aðsókn að höllinni. Þetta var árið 1949, en það ár var Sundhöllin lokuð rúmlega 4 mánuði. Annars ber og að gæta, að ekki má taka stríðs- árin til samanburðar við önnur ár, því að á þeim sóttu Sund- höllina yfir 100 þús. hermenn. Læknablaðið, 5. tbl. 36. árgangs hefir Vísi borizt. Blaðið er gefið út af Læknafélagi Reykjavíkur. í þessu tölublaði ritsins er efni þetta: Heilaritun, eftir clr. Helga Tómasson, dánarminning um Valdimar Erlendsson lækni, eftir Bjarna Oddson. Um að- alfund félagsins, úr erlendum læknaritum o. fl. Aðalfundur og framhaldsstofnfundur Fiski- matssveinadeildar Sambands matreiðslu- og' framreiðslu- manna var haldinn 6. þ. m. í Sjálfstæðishúsinu. í deildina er nú skráðir 62 meðlimir, en deildin var stofnuð 19. febr. s. 1. Fiskimatsveinadeildin var aðili að hinu nýja samningi um kaup og kjör á togurum. Á fundinum var rætt um hagsmuni togaramatsveina, og ríkti mikill áhugi fyrir þessum nýju samtökum þessara manna. jíao t Skáklausn: 1. Hd8—a8 Kb7Xa8, 2. Kh7—c7 (c8) a7—a6 3. Hc6Xa6 mát. (a5), Slökkviliðið var í gærkveldi gabbað ofan í Austurstræti, en brotinn hafði verið brunaboði á húsinu nr. 4, en enginn eldur neins staðar. Skýringar: Lárétt: 1 íbúð, 6 rafveita, 7 lindi, 8 hvíld, 10 fv. ritstjóri, 11 kaffitegund, 12 ís, 14 verk- færi, 15 í sjó, 17 skelina. Lóðrétt: 1 skar, 2 oft í vasa, 3 franskt fljót, 4 mánuður, 5 landnema, 8 áköf, 9 spil, 10 prófessor, 12 útl. samtakanafn, 13 neyttu, 16 viðskiptamál. Lausn á krossgátu nr. 1571. Lárétt: 1 Kolbrún, 6 il, 7 OO, 8 ilsig, 10 av, 11 ÍBR, 12 ofar, 14 Ra, 15 rós, 17 ostur. Lóðrétt: 1 Kit, 2 ÓL, 3 bol, 4 rosi, 5 negrar, 8 ívar, 9 ÍBR, 10 af, 12 Ok, 13 rót, 16 SU. Sigurgeir Sigurjónssaa hœstaréttarlögmaður, Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950. Skip Eimskip. Brúarfoss kom til Antwerp- en sl. miðvikudag; fer þaðan til Hull og Reykjavíkur. Detti- foss fór frá Reykjavík 7. marz áleiðis til New York. Goðafoss er í Rvk.; fer væntanlega héð- an til ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Gull- foss kom í gærmorgun til Kaup- mannahafnar frá Leith. Lagar- foss kom til New York 1. marz; fór þaðan í gær aftur áleiðis til Rvk. Reykjafoss fór í gær- kvöldi til Antwerpen og Ham- borgar-. Selfoss fór í gærkvöldi frá Bremen til Rotterdam. Tröllafoss fór frá New York 11. þ. m. til Davisville og Rvk. Pólstjarnan lestar í Hull 13.— 15. þ. m. til Rvk. Skip S.I.S. Hvassafell losar fyrir Norð- url^mdi. Arnarfell fór frá Rvk. 11. þ. m. áleiðis til Álaborgar. Jökulfell er í New York. Veður á nokkrum stöðum. Suðvestur af íslandi er víð- áttumikil en nærri kyrrstæð lægð. Veðurhorfur fyrir Suð- vesturland, Faxaflóa og miðin: S og SA gola, sums staðar lítils háttar rigning eða súld. Veðrið kl. 8 í morgun: Rvík SV 1, +6, Sandur SV 3, +6, Stykkishólmur Á 2, -(-5, Hval- látur SSA 3, Galtarviti S »1, Hornbjargsviti logn, +4, Kjör- vogur logn, —(—2, Blönduós logn, -|-2, Hraun á Skaga logn, frost- laust, Siglunes logn, Þingvellir logn, —(-3, Reykjanesviti logn, —|—5, Keflavíkurvöllur SV 2, -j-4. Reykjavíkurbátar. | Landróðrabátar voru á sjó í gær og var afli með afbrigð- um lélegur hjá þeim öllum. — .Einar Þveræingur 670 kg., ’Græðir 2480 kg., Svanur 1610 jkg., Dagur 3380 kg., Hagbarður 4780 kg. og Steinunn gamla ‘5400 kg. Guðmundur Þorlákur, sem er útilegubátur með línu, kom seint í gærkveldi með 35 lestir eftir 4 lagnir og er það ágætur afli. Dagur hefir farið í 31 róður og er samanlagður afli bátsins 116.615 kg. Er það mun lægra en í fyrra. Hagbarður hefir fengið um 178 lestir í 43 róðr- l lautt flauel rilffiað ÞORSTEINSBÚÐ Sími 81945. um og Svanur 165 lestir, eftir svipaðan róðrafjölda. Sldpaútgerðin. Hekla fór frá Reykjavík í gærkveldi vestur um land í hringferð. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í dag til Austfjarða. Ármann fer frá Reyjavík í dag til Vestmannaeyja. Klofningur í demokrata- flokknum. Gera má ráð fyrir, að demó- kratar í suðurfylkjum Banda- ríkjanna bjóði fram sérstakt forstaefni við kosningarnar í haust. Eins og menn rekur minni til, vildu demókratar í nokkr- um fylkjum ekki styðja Tru- man í kosningunum, sem fram fóru 1948 vegna stefnu hans í mannréttindamálum. Nú hafa demókratar í Mississippi sam- þykkt, að þeir séu ekki bundn- ir af ákvörðun flokksfundar, sem haldinn verður í sumar. tfefir starfað hér í 10 ár. Ragnar Stefánsson ofursti og sambandsforingi hjá McGaw herforingja, yfirmanni varaliðs Bandaríkjanna hér á landi, hefir í þessari viku verið alls 10 ár starfandi hér á landi. Ragnar er öllum af góðu kunnur, en hann er af íslenzku bergi brotinn, fæddur á Seyð- isfirði 13. marz 1909, sonur hjónanna Jóns Stefánssonar og konu hans Sólveigar Jónsdótt- ur. Ragnar er kvæntur ís- lenzkri konu, Maríu Svein- björnsdóttur frá ísafirði. Ragn- ar er búsettur í Hafnarfirði á- : samt konu sinni og þrem börn- um.. PLASTtfi EFNI 120 cm. breitt, kr. 12,50 pr, meter. JLi i/ p rp a a / Stúlka óskast í vist á gott heimili. Uppl. á Sólvallagötu 68 II. hæð kl. 4—6 í dag og á morgun. Köflóttir dömu§|iort- sokkar komið aftur. (tDúqjimipm Laugaveg 26. MriwlBSi lS|önastlóllir andaðist í nótt að heimili okkar, Blönduhlið 29. Ásta M. Guðlaugsdóttir, Björgvin K. Grímsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.