Vísir - 13.05.1952, Blaðsíða 1
42, árg.
Þriðjudaginn 13. maí 1952
106. tbl.
' iýtf hraðamet á
ISugSeið.
London (AP). —
Flugvél a£ Canberragerð
flaug fyrir skömmu frá Lon-
don til Melbourne í Ástralíu á
23 klst. og 5 mín. og er það nýtt
met flugvélar af þessari gerð.
Eldra metið var sett í marz
sl. og var 23 klst. 20 mín. — í
seinna fluginu var komið við
á 7 stöðum. Flugleiðin er 19.200
km. ;
Getraúnirnar :
4 með 10 rétt.
Úrslit í síðustu getraunum
urðu þau, að 4 voru með 10
rétt svör og hljóta þeir 680.00
kr. hver.
17 voru með níu rétt og fá
þeir 160.00 kr. hver. 100 voru
með 8 rétt svör og hljóta 27.00
kr. hver.
Fyrir nokkru varð áreksíur miili sænsks skips og þýzks við Danmörku. Sökk þýzka skipið eftir
áreksturinn, en þó á ekki meira dýpi en myndin sýnir.
Uppol auglýst
á fjérum togurum,
Fjórir nýsköpunartogarar
eru auglýstir til sölu á uppboð-
um í síðasta Lögbirtingablaði.
Eru það báðir togarar Siglu-
fjarðarkaupstaðar — Elliði og
Hafliði — og báðir togarar
Vestmannaeyjakaupstaðar —•
Elliðaey og Bjarnarey — en
ekki hefir verið staðið í skilum.
með gjöld af þeim.
Prins vann
Fyrri einvígisskákin milli
Hollendingsins L. Prins og
Baldurs Möllers í gærkveldi fór
þannig að Prins vann.
Seinni skákin verður tefld
annað kvöld.
Að einvígi þeirra Prins og
Baldurs loknu hefst annað
tveggja skáka einvígi sem þeir
Prins og Guðjón M. Sigurðsson
heyja.
Eisenhower andvígur minni
stuðningi við Sýðræðisþjóðir.
Slíkt mnndi kvetja einræðisríkisi.
Einkaskeyti frá AP.
Washington í morgun.
Eisenhower hefir eindregið
lagt til, að tillögum Trumans
forseta um framlag til þjóða,
sem Bandaríkin hafa varnar-
samvinnu við, verði ekki
breytt.
Eru tillögur fram komnar um
það á þjóðþinginu, að lækka
framlagið um 1 milljarð. —
Eisenhower segir, að slík lækk-
un muni hafa letjandi áhrif á
þjóðir Evrópu, sem hafi vænst
fulls stuðnings Bandaríkjanna,
en hinsvegar muni lækltunar-
tillögurnar, nái þær fram að
ganga, hafa hvetjandi áhrif í
löndum andstæðinga lýðræðis
og frelsis.
Nolan, einn af þingmönnum í
öldungadeildinni í Washington
vill banna, að flytja úr landi
nema 1/10 af þrýstiloftsflug-
vélaframleiðslu Bandaríkjanna,
fyr en þeir hafi sjálfir nóg til
Fe á gjöf í
Fljótum enn.
Hríð var lengi fram eftir s.l.
viku í Skagafirði, en létti til
undir lokin.
í Fljótum eru mestu harðindi
enn og allt fé á gjöf. Á nokkr-
um bæjum í Gangnaskörðum
var búið að sleppa fé, áður en
liretið kom, og stóð það af sér
óveðrið í skjóli.
Afli hefir verið dágóður en
algerðar ýkjur voru samt
útvarpsfrétt um, að slíkur afli
hefði ekki komið í 30 ár. Á vor-
in er yfirleitt sæmilegur afli á
trillur, og þannig hefir það
einnig verið í ár.
eigin nota af slíkum flugvélum
handa landher sínum, flugher,
og flota.
49. bandaríska flugfylkið (U.
S. 49.th Air Division) verður
nú flutt til Evrópu. Það ræður
yfir fjögurra hreyfla þrýstiloft-
flugvélum (sprengjuflugvél-
um) og verða það fyrstu banda-
rísku flugvélarnar þeirrar teg-
undar, sem verða í fastri bæki-
stöð í Evrópu.
Ótíð í Horna-
firði.
Á Hornafirði er mikil ótíð
þessa daga og ekki sjóveður.
Afli virtist vera að glæðast
áður en veður versnaði en síð-
an hefir ekki gefið á sjó.
Búnaðarsamband A.-Skaft-
fellinga hélt aðalfund sinn dag-
ana 9. og 10. maí og voru þar
mættir fulltrúar úr öllum sveit
um. Samþykkt var að styrkja
kaup á mótum fyrir votheys-,
turna og gert er ráð fyrir, að;
þau verði lánuð bændum, sem
vilja steypa sér votheyshlöður,
■ A
Bsraelsmenn vilja
kaupa hafskip.
Einkaskeyti frá AP.
Tel Aviv í morgun.
Israelsmenn hafa hug á að
kaupa sænska hafskipið Stock-
holm.
Hafa umboðsmenn skoðað
skipið, sem notað yrði til sigl-
inga milli Israels og Banda-
ríkjanna. Stockholm er 10,000
lestir og yrði stærsta skip Is-
raels.
Fyrsía ferð „United
States“ 3. júlí.
New York (AP). — Stærsta
farþegaskip Bandaríkjanna, hið
nýja „United States“, fer í
fyrstu ferð sína yfir Atlantshaf
hinn 3. júlí.
Skipið verður í förum milli
New York og Le Havre með
viðkomu í Southampton.
Ridgway heid-ur
heimleiðis.
Einkaskeyti frá AP. —
Tokyo í morgun.
Ridgway hershöfðingi lagði
af stað í gærmorgun loftleiðis
áleiðis til Bandaríkjanna.
Mark Clark hershöfðingi tók
við yfirhershöfðingjastarfinu af
honum fyrir nokkrum dögum.
— Ridgway tekur við af Eisen-
hower, sem kunnugt er, í mán-
aðarlokin eða opinberlega frá
1. n.m. að telja:
MBylhreytin r/«j’
tt Sisjíst É'ij'e)/.
í Siglufirði var bylhreyting-
ur og kalsaveður í gærmorgun
en frostlaust.
Veður hefur verið mjög ó-
hagstætt undanfarna daga og
engar gæftir. Bátar voru á sjó
sl. föstudag en afli var þá sára-
lítill.
-----♦----
Eisewthnwer lefetir
e&ujjnað JVerð-
tntensttt.
Eisenhovver hershöfðingi lauk
miklu lofsorði á framtak og
dugnað Norðmanna við að und-
irbúa landvarnir sínar.
Er Eisenhower nýkominn aft
ur til Parísar úr kveðjuhéim-
sókn til Oslóar.
Þekkt brezkt knattspyrnu-
i kemur hingað 27. maí.
Keppir við Reykjavíkurfáiögin og Í.B.A.
Væntanlegt er í lok þessa
mánaðar hingað til Reykjavík-
ur bekkt brezkt knattspyrnu-
lið, sem keppa mun hér nokkra
leiki.
Brezka liðið heitir Brentford
og mun það vera sterkasta at-
vinnuliðið, sem hingað til lands
hefir komið. Kemur liðið þ. 27.
Boðið í kynnis-
för til Banda-
ríkjanna.
Bragi Sigurjónsson, ritstjóri
Alþýðumannsins á Akureyri,
lagði af stað frá Keflavíkur-
flugvelli s.l. laugardag til
Bandaríkjanna, en hann er
einn af sjö blaðamönnum frá
Norður-Atlantshafsríkjunum,
sem boðið hefir verið í 20 daga
ferðalag um Bandaríkin. Hann
er væntanlegur heim til íslands
5. júní.
Norræn listsýning
vestan hafs.
Minnesota-háskólinn í Banda
ríkjunum hefir efnt til sýning-
ar til kynningar á listmenningu
Norðurlanda.
Stendur hún 5 daga, og flytja^
þar erindi kunnir listfrömuðir
og menntamenn frá Norður-
löndum.
Valdimar Björnsson, vara-
ræðismaður íslands í Minnesota,
var forseti á fundi s.l. fimmtu-
dag, sem -haldinn var til kynn-
ingar á íslenzkri lisí.
þ. m. með Gullfaxa en fer aft-
ur með Gullfossi þann 7. júní.
Alls munu koma hingað 22
menn og þar af a. m. k. 15 leik-
menn.
Fimm leikir ákveðnir.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um sem Vísir hefir aflað sér,
hefir þegar verið ákveðið að
Brentford keppi hér fimm leiki.
Keppir það við Reykjavíkurfé-
lögin og auk þess við íslands-
meistarana, ÍBA (íþróttabanda-
lag Akraness). Ennfremur get-
ur komið til mála að liðið keppi
fleiri leiki, ef tími vinnst til og
veðrátta verður hagstæð.
Þekkt lið.
Brentford mun bezta brezka
knattspyrnuliðið, sem hingað
hefir komið, og stóð það sig
með afbrigðum vel í bikar-
keppninni í Englandi. Það er í
annarri deild, en áður hefir ekki
verið völ á öðrum knattspyrnu-
liðum en úr 3ju deild til þess
að koma hingað.
Þótt okkar menn kunni ekki
að hafa miklar sigurvonir í
neinum leikjanna eru slíkar
kynnisfarir lærdómsríkar fyrir
knattspyrnumennina íslenzku.
" ♦
Snjóar et hverri
nóttu restret.
Á Þingeyri hefur verið ótíð
hin mesta, kuldi og norðaustan
strekkingur alla síðustu viku.
Á hverri nóttu snjóaði í fjöll
og stundum alla leið niður á
sjó.