Vísir


Vísir - 13.05.1952, Qupperneq 4

Vísir - 13.05.1952, Qupperneq 4
4 V 1 S I R Þriðjudaginn 13. maí 1952 wisxis. DAGBLAB Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Getraunaspá vikunnar. „Saklaus almenningur". Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær í máli þeirra manna, sem mest höfðu sig í frammi við Alþingishúsið 30. marz 1949. Voru dómsniðurstöður undirréttarins staðfestar að mestu leyti, en.refsingin nokkuð þyngd í einstaka tilfelli. Fór sú niður- staða mjög að líkum og mun ekki geta valdið ágreiningi. Al- menningur hér í bæ fylgdist vel með atburðunum við Alþingis- húsið og var öllum ljóst, að um samblástur og uppþot var að ræða, að vandlega undirbúnu máli. Miðuðu slíkar aðgerðir að því að hindra eðlilega afgreiðslu þingmála og reyna að hafa með ofbeldi áhrif á skoðanir þingmanna, sem telja mátti í beinni lífshættu,, annarsvegar vegna grjóthríðar, sem dundi á gluggum þinghússins og veggjum, en hinsvegar var einstökum þingmönn- um gerð fyrirsát, er þeir hurfu af þingfundi, þótt ekki hlytist verulegt mein af. Samsærismennirnir höguðu árásum sínum svo skipulega, að erlendur gestur að Hótel Borg, sem öllu var vanur frá heimalandi sínu, hafði orð á, að þarna hefðu vel æfðir menn verið að verki, enda sýnilega þjálfaðir svo sem bezt gerðist méð kommúnistum erlendis. Allt þetta vissu áhorfendur að atburðunum, en allt annað mál er svo hitt, hvað upplýst hefur við próf málsins og hvort þau hafa náð til sumra þeirra, sem mest höfðu sig í frammi í árásaraðgerðunum. Um forsendur og niðurstöðu Hæstaréttar verður ekki rætt að þessu sinni, enda gerist þess ekki þörf. Rétturinn hefur sannað í starfi, að hann er skipaður afburða lögfræðingum og hafa engir dómar hans valdið ágreiningi síð- asta áratuginn, þótt þeir sem málum tapa séu ávallt óánægðir með niðurstöðuna fyrst í stað, en skilja hana betur er frá líður. Kommúnistar hafa leitast við að sanna að hér sé um réttarof- sókn að ræða, sem efnt hafi verið til gegn sakborningum af núverandi dómsmálaráðherra í pólitísku augnamiði. Dag' eftir dag var Þjóðviljinn helgaður málflutningi verjenda fyrir Hæsta- rétti, meðan á málflutningnum stóð, þótt öll önnur blöð teldu ekki sæmandi að ræða málið fyrr en dómsniðurstaða væri fengin. í beinu framhaldi af áróðursvaðlinum telur Þjóðviljinn í dag, að hér sé um „réttarhneyksli“ að ræða. Sem betur fer er íslenzka þjóðin því óvön, að veizt sé að trúnaðarmönnum hennar í starfi og telur að um alvarlegasta 'brot sé að ræða, er svo ber við. En þá kastar tólfunum er ráðist er með ofbeldi og misþrymingum að löggjafarsamkomu þjóðar- innar og æðstu valdhöfum, og einstakir stjórnmálaflokkar takast á hendur að verja verknaðinn. Myndi slíkt teljast höfuðsök þar, sem kommúnistar ráða ríkjum, en hér ganga ein lög yfir alla og í þeirri náð lifir og starfar flokkurinn. „Saklaus almenning- ur“ var ekki að verki við Alþingishúsið 30. marz 1949, heldur „þjóðin“ frá Þórsgötu 1, grímulaus og örvita af æsingi og of- beldisfýsn. Til þess eru vítin að varast þau. Almenningur hefur öðlast skilning á starfsháttum kommúnista og ofbeldishneigð, en kommúnistar ættu sjálfir að læra það af dómi Hæstaréttar, að í lýðræðislöndum verður eitt látið yfir alla ganga og svo aumt •er íslenzka lýðveldið enn ekki, að lögum verði ekki sómasam- lega uppi haldið, þótt allstór mannhópur efni til uppþota og geri tilraun til mannvíga. Þegar Þjóðviljinn ræðir um, að Hæstiréttur sé „ekki lengur óháður dómstóll“, bendir það til að kommúnistar telji ekki aðra dómstóla óháða, en skríldómana í Kína eða pólitíska er- indreka ráðstjórnarinnar í dómstólum Rússaveldis. íslenzkur almenningur lítur öðrum augum á málið. Hann telur ummæli Þjóðviljans að vísu móðgandi fyrir Hæstarétt, en telur jafn- framt slík ummæli ómerk og að engu hafandi, ef haft er í huga hvaða manntegund hefur slík orð á tungu. Blöð lýðræðis- flokkanna gera kommúnistum það ekki til eftirlætis að ræða dómsniðurstöðu Hæstaréttar, sem ekki verður um deilt af neinni skynsemi og í engu hrakin af pólitískum öfgum og einsýni. Hins- vegar vekur það athygli hve rannsókn málsins hefur verið vel af hendi leyst í lögreglurétti Reykjavíkur og dómsniðurstaða varleg, þar sem kalla má að hún hafi verið staðfest í öllum aðalatriðum, en refsingin þó heldur þyngd að því er einstaka sakborning varðar. Rannsókn málsins hefur verið mjög um- fangsmikil og vandasöm, enda hafa sakborningar sízt greitt fyrir henni, þar sem þeim var kennt af lögfræðilegum ráðu- nautum sínum að segja ósatt og draga undan fyrir réttinum, svo sem menn mega minnast frá. kommúnistafundum, sem ;haldnir voru hér í bænum næstu daga á eftir atburðunum. Kommúnistar gerðu bezt í að una sínum hlut og sýna nokkurn manndóm, en ekki bæta þeir málstað sinn með málflutningi Þjóðviljans, sem er honum til skammar og skjólstæðingum hans. Ágizkunin verður hér á leik- inn: Fram—Valur 2 og á leikinn K.R.—Víkingur 1 Válerengen—Brann 1 Um síðustu helgi gerði Váler- engen jafntefli við Víking úti en Brann tapaði fyrir Asker heimá. Sigur Válerengen er liklegri þ.e. 1. Asker—Víking 1 Asker hefir gengið vel að undanförnu. Liðið hefur unnið úti bæði Válerengen og Brann. Heimasigur er því mjög líkleg- ur þ.e. 1. Árstad—Skeid 2 (1) Skeid hefir að undanförnu gengið vel, m.a. unnið 0rn úti (1—6). Árstad er neðarlega í B-deild. Sigur Skeid er líklegri, en gott er að hafa einnig 1, þ.e. 2 (1). Sandef jord—Lyn 1 ( X ) Heimasigur er líklegri en gott að hafa einnig jafntefli þ.e. 1 (X)- Götaborg—Gais 1 (2) Göteborg hefir gengið allvel að undanförnu og unnið heima bæði Elfsborg (2—0) og Átvida berg (4—1), en Gais er sterk- ara lið en þessi tvö svo að úr- slit þessa leiks eru all óviss. Líklegasta ágizkunin er þó heimasigur, en gott að hafa 2 einnig með þ.e. 1 (2). Ráá—Helsingborg X (1—2) Ráá hefir gengið allvel upp á síðkastið m.a. nýlega unnið Norrköping 3—2. Helsingborg hefir einnig gengið vel að und- anförnu. Leikurinn er tvísýnn jafntefli er líklegasta ágizun- in, en gott er að hafa hina möguleikana þ.e. X í1—2)- Degerfors—Jönköping 1 Heimasigur er líklegri í þessum leik. Elfsborg—Átvidaberg 1 (X) Bæði þessi lið eru neðarlega í sænsku keppninni Elfsborg íeikur á héimavelli og er sigur ’í>ess liðs líklegri, en gott er að íiafa éinnig X með, þ.e. 1(X)- ;r Malmö—0rebro 1 ! Malmö hefir að undaförnu ,r ^engið upp og niður en 0rebró hefir gengið vel og fengið 5 stig úr síðustu 4 leikjum sín- um. Heimasigur er þó líklegri þ.e. 1. Norrköping—Djurgárden 1 Norrköping er efsta liðið í sænsku keppninni. Djurgárden hefir ekki náð í nema eitt stig úr síðustu 6 leikjum sínum. Heimasigur er því líklegri þ.e. 1. Leikfélög utan af landi hafa sýningar í Iðnó. Stofnun Bandalags íslenzkra leikfélaga verður vafalaust þeg ar tímar líða talinn einn af merkustu áföngunum í þróun- arsögu íslenzkrar leiklistar. - — Bandalagið hefir þegar sýnt, að það hefir miklu hlutverki að gegna og hefir það leyst híut- verk sín vel af hendi. Leikfélögum víðsvegar um land hefir löngum staðið það fyrir þrifum, að skortur hefir verið á heppilegum leikritum og leiðbeinendum. Úr hvoru- tveggja hefir Bandalagið þegar bætt að miklu leyti. Tíu leið- beinendur hafa lagt hönd á plóginn við leiðbeiningastarf í vetur og sumir þeirra hafa leið- beint við meira en eitt leikrit, t. d. hefir framkvæmdarstjóri sambandsins Sveinbjörn Jóns- son leiðbeint á ísafirði, Akra- nesi og á Selfossi og bæði Einár Pálsson og Rúrik Haraldsson hafa leiðbeint við tvö leikrit hvor. Alls eru leikfélög lands- ins 80 og hafa sýnt 45 sjónleiki í vetur. En alls er verið að leika og æfa 50 leikrit eins og stendur áuk leikþátta. Bandalagið hefir farið inn á nýja brtu með að bjóða fé- lögum utan af landi að sýna ,í Iðnó. — Félögin, sem koma áð þessu sinni eru Leik- 'félag Hveragerðis, sem sýnir sjónleikinn Á útleið eftir Stutt- bn Vane, Umf. Skallagrímur, sem sýnir Ævintýri á gönguför klukkan 3 á sunnudag. — í gærkvöldi sýndi Leikfélag Akraness í Bogabúð eftir írska leikritaskáldið Ervine, í þýð- ingu Ragnars Jóhannessonar skólastjróra. — í kvöld sýn-’ ir Leikfélag • Hafnarfjarð- ar „Allra sálna messu“, sem ný- lega var minnst á hér í blaðinu, síðar sýnir Leikfélag Selíoss sama leik og mun mörgum leika hugur á að bera saman meðferð ina. — Allra sálna messa og í Bogabúð hafa ekki verið þýdd á íslenzku fyrr og auk þeirra hefir Árelíus NíeJs- son þýtt gamanleikinn Falinn fjársjóður, eftir Englendingana Farrel og Perry. Góðar þýzkar VIFTUR sem blása heitu og köldu lofti. Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. BEZT AÐ AUGLTSAIVISI BERGMAL Bergmáli hefir borizt eftir- farandi gamanbréf frá bónda í einni af nærsveitum bæjarins. Notfærði sér nöfn frægra. „Hérna á dögunum gat að lesa í blöðum höfuðstaðarins harla nýstárlega frétt. Ungur, óþekktur listmálari, hafði skreytt málverk sín nöfnum okkar kunnustu málara með þeim afleiðingum að listunn- endur kepptust um að kaupa þau þótt enginn vildi líta við þeim meðan hinn ungi maður málaði undir eigin nafni. Var þetta „stimplað“ sem glæpsam- legt athæfi, þ. e. a. s. lista- mannsins unga, ekki listunn- endanna og skal ekki um það deilt. Prestur og málari. Minnir þetta mig á atvik sem fyrir mig bar á síðastliðnu ári og varð þess valdandi að eg vorkenndi sveitapresti einum hiður fyrir allar hellur og var það þó í „forvæjen“ sú stétt manna sem eg hef vorkennt mest á íslandi. Var kallaður Muggur í æsku. Eg var staddur hjá fjölskyldu einni í Reykjavík og virti fyrir mér jnyndir t>g málverk stáss- stofunnar. Rak eg þá augun í stærðar málverk á einum Veggnum og átti það að tákna þekktan stað á Snæfellsnesi. Næst bláa fjallinu á miðri myndinni bar mest á „signa- 'túrnum" en málað var „Mugg- ur“ skýrum stöfum þvert yfir annað neðra horn hennar. Eins og allir vita sem komnir eru til Vits og ára var hinn þjóðkunni listamaður Guðmundur heitinn Thorsteinsson í daglegu tali kallaður Muggur. Nafnið blekkti. Eftir að eg, sem sannur list- unnandi, hafði' dáðst að þessu hstaverki nokkra hríð, innti eg kunningja minn, húsbóndann, eftir því hvar hann hefði náð í þetta dýrmæta listaverk, en „víkur nú sögunni til Húna“, kom þá upp úr kafinu að lista- verkið var alls ekki eftir Mugg heldur sveitaprest einn, sem heitir mjög algengu borgara- legu nafni. Frúin í húsinu upp- lýsti að vísu, að hinn listræni klerkur hefði verið kallaður Muggur þegar hann var að al- ast upp á Klapparstígnum. „Aumingja Muggur“. Sem kurteis gestur harkaði eg af mér allar ádeilur, en það hrökk af vörum mér „aumingja Muggur“, en eg hefi ekki hætt mér inn í nefnt hús síðan, þrátt fyrir elskulega húsbændur. — S. Þ.“ Við þökkum bréf bónda og Verður ekki annað rætt í Berg- máli í dag. — kr. Gáta dagsins. Nr. 120: Hvert er það tjald, sem turnum er hærra, víðara ummáls en veldi jarðhnattar. Taugar þess ná í metal og málma og gegnum vefjast öll eliment? Svar við gátu nr. 119: Skegg.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.