Vísir - 14.05.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 14.05.1952, Blaðsíða 4
4 V I S I R Miðvikudaginn 14. maí 1952 DAGBLAS Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Þjó5hetjurnar frá 30. marz. Kommúnistar stærðu sig mjög á sínum tíma af uppþotinu, sem þeir gerðu við Alþingishúsið 30. marz 1949, er þátt- taka íslands í Atlantshafsbandalaginu var endanlega samþykkt. Lýstu þeir skrílsmennum þeim, sem að uppþotinu stóðu sem þjóðhetjum, þannig að lítt hallaðist á er veginn var hlutur Stefáns Ögmundssonar og Jóns forseta Sigurðssonar og þáttur þeirra í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Til þess svo að þakka mönnum framlagið í baráttunni efndu kommúnistar til mann- funda, þar sem föðurlandsást og fórnfýsi uppþotsmanna var lýst með mörgum fögrum orðum, en Áki þingmaður Jakobsson sá þó ástæðu til að gefa þeim nokkrar leiðbeiningar, að því er væntanlegar yfirheyrslur varðaði, sem fólust aðallega í því að sjálfstæðishetjurnar skyldu segja ósatt fyrir rétti, og viður- kenna ekki þátttöku í baráttunni umfram nauðsyn. Uppþotsmenn tóku leiðbeiningar Áka Jaköbssonar sér til inntekta -og höguðu sér í samræmi við það við yfirheyrslur. Rannsókn málsins var því gerð erfið og flókin að óþörfu, en uppþotsmenn vöruðu sig ekki á því að atferli þeirra hafði verið kvikmynduð af ýmsum, og kvikmyndirnar gátu -komið að notum sem sönnunargögn og munu hafa gert það að því er nokkra menn varðaði. Hinsvegar er óhætt að fullyrða, að við rannsókn málsins hefur ekki náðst til allra þeirra, sem stóðu að óspekkt- unum, heldur þeirra einna, sem mest höfðu sig í frammi og flest óhappaverkin unnu. Nú þegar niðurstaða Hæstaréttar ligg- ur fyrir og endanlegur dómur er þannig uppkveðinn, sem eng- um hefur komið á óvænt að því er niðurstöðu varðaði, sem nokkuð þekktu til málsins, reyna kommúnistar að hvítþvo sig af ofbeldisverkum og hafa nú tekið upp gerfi píslarvotta í stað þjóðhetja. Þrátt fyrir öll skrif Þjóðviljans og móðganir við Hæstarétt landsins verður sök uppþotsmanna aldrei af þeim þvegin, né hlutur þeirra gerður betri en efni standa til. Samkvæmt refsi- lögum landsins hafa þeir hlotið dóm sinn og geta nú iðrast verka sinna. Segja má það eitt þeim til afbötunar, að sökin er ekki þeirra einna, heldur þess flokks, sem þeir hafa gengið á hönd og bakað hefur þeim þá sefasýki, sem þeir eru haldnir af og leiddi til þátttöku þeirra 1 uppþotinu og ofbeldisverkunum. Menn harma að slík starfsemi skuli þrífast í landinu og vor- kenna að vissu leyti þeim mönnum, sem gefið hafa sig henni á vald, þótt hinsvegar verði að viðurkenna að sjálfskaparvítin er verst þarna sem annarsstaðar. Heitið á menn til stuðn- ings Handíðaskólanum. Enginn, er -til þekkir, gengur þess dulinn, að með og ^vegna stofnunar Handíðaskólans haustið 1939 hefir afstaða og aðstaða almennings til verk- náms og listnáms gjörbreytzt og batnað að mun. Með skólanum og starfi hans síðar var komið á innlendri sérmenntun kennara í smíðum, teiknun og handavinnu kvenna. Opnaðir voru möguleikar fyrir almenning, koryur sem karla, börn og fullorðna, til náms og tómstundastarfs í fjölmörgum hagnýtum grein- um og listum, m.a. í útskurði, bókbandi, leðurvinnu, málm- smíði, listmálun, ýmsum grein- um teiknunar; smíðum, föndri og teiknun fyrir börn o. s. frv. Með stofnun myndlistadeild- ar skólans (1941), sem er fastur dagskóli með 8 mán. námi á ári (allt að 30 stundir í viku), var lagður grundvöllur að æðra listanámi hérlendis. Myndlista- deildin hefur þegar fyrir löngu hlotið viðurkenningu margra ágætra og víðkunnra erlendra listháskóla. — — Allir þessir þættir í starfi skólans eru brautryðj- endastarf, sem nú þegar hefur borið mikinn og góðan ávöxt. Enda þótt skólinn lengstum hafi notið nokkurs rekstrar- styrks frá alþingi og úr bæjar- sjóði Reykjavíkur, hefur mik- ill þungi og vandi jafnan hvílt á foryztumönnum skólans. Alls þess fjár, sem þurft hefur til kaupa á húsbúnaði, vélum, hverskonar verkfærum og kennslutækjum o. s. frv. hefur orðið að afla eftir öðrum leið- um, að frátöldum 15 þús. ltróna stofnstyrk, sem bæjarstjórn Reykjavíkur veitti skólanum fyrir nokkrum árum. Þótt oft hafi verið þröngt í búi og stundum legið við borð, að draga yrði úr starfseminni, hafa árar þó aldrei verið lagð- ar upp, og fram til þessa dags hefur skólinn aldrei ónáðað al- menning með fjárbeiðnum, al- mennum samskotum sér til handa e.þ.u.l. Aðsókn að skólanum hefur verið mjög mikil; hin síðari ár að jafnaði um og yfir 400 nemendur. Er þetta í rauninni meira en húsrúm og önnur að- staða til kennslu með góðu mófi hefur leyft. Nú er svo komið, að eigi verður lengur staðið gegn verulegum úrbótum í þessum efnum. Á þessu sumri, sem nú er nýbyrjað, er skól- anum brýn þörf, jafnvel lífs- nauðsyn á því, að verulega verði bætt aðstaðan til kennsl j. í ýmsum greinum, einkum þó í myndlistadeildinni. Þörf er aukins húsnæðis. Óhjákvæmilegt er einnig að kaupa allmargt nýrra og dýrra kennslutækja. Mikil nauðsyn er á því að auka stórlega mynda- og bókasafn skólans. Þörf er á nýjum og fleiri trönum og fleiri tækjum til kennslunnar í teikn- un, listmálun og leirmótun. Þörf er á allt að 24 nýjum vefararömmum o. s. frv. — Vegna skólastarfsins almennt og eigi sízt vegna listfræðslu þeirrar fyrir almenning, sem skólinn hefur haldið uppi um nokkurra ára skeið, er nauð- synlegt að hann eignist nú gbða kvikmyndavél, en þurfi ekki lengur að Íifa á bónbjörg- um í þeim efnum ÓhjákvæmiJeg útgjöld til nauðsynlegustu umbóta á næstu mánuðum nema um eða yfir 100 þús. króna. Til þess að skólinn fái risið undir þessum útgjöldum, hafa nokkrir vinir hans stofnað um hann hlutafélagið Myndlist & listiðn. Útgefin hlutabréf skiptast í* 100, 250, 500 og 2500 króna hluti. Áformað er að auka hlutaféð. — í stjórn h.f. Mynd- list & listiðn eiga sæti: formað- ur Lúðvíg Guðmundsson skóla- stjóri, meðstjórnendur: pró- fessor Símon Jóh. Ágústson og Lárus Sigurbjörnsson rithöf- undur. — Enduskoðendur eru Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður og Guðmunaur Péturs- son lögfræðingur. Meðal ann- ara hluthafa eru þjóðkunnir menntamenn, listamenn, at- hafnamenn o. fl. Með skírskotun til þess, er að framan segir um hið mikil- væga hlutverk, sem skólinn nú þegar hefur leyst af höndurn og vegna hinna miklu viðfangs- efna, sem bíða hans, leyfum við okkur virðingarfyllst að mælast til þess við gamla og nýrri nemendur skólans, við foreldra og kennara og við alla aðra vini verknáms og lista, að þeir leggi nú skerf sinn til þessa máls með því að kaupa hlutabréf skólafélagsins, stór eða lítil, eftir atvikum. Vegna undirbúnings að staríi skólans á næsta vetri, sem nú þegar er hafinn, eru skjótar undirtektir við málaleitun þessa mjög mikils virði. Því biðjum við alla, sem ljá vilja málinu lið, að bregðast nú skjótt og vel við. Reykjavík 10. maí 1952. Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri. Símon Jóh. Ágústsson próf., Dr. phil. Lárus Sigurbjörnsson rithöfundur. & ^ ^ & ilÖ M.s. Dronning Alexandrine fer til Færeyja og Kaupmanna- hafnar um 25. maí n.k. Pantaðir farseðlar óskast sóttir í dag og á morgun. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen - Erlendur Pétursson - TjJélag íslenzkra rithöfunda, sem nýlega hélt aðalfund sinn hér í bænum, samþykkti þar ályktun varðandi bókmennta- fræðslu í skólum landsins, sem ástæða er til að gefa gaum. Ýmsir hafa fundið framhaldsskólunum það til foráttu, að þar sé meginkapp lagt á að kenna nemöndum punkta og kommu- setningu, í stað þess að.glæða áhuga nemenda og skilning fyrir eðli móðurmálsins og fegurð þess. Vilja rithöfundarnir, að í skólunum verði aukin kennsla í bókmenntum að fornu og nýju, fyrirlestrar verði fluttir nemöndum til fræðslu, en loks verði rithöfundar, skáld og leikarar fengnir til slíkrar bókmennta- kynningar, eftir því sem henta þykir. Jafnframt er svo ályktað að auka beri slíka bókrnenntafræðslu í Ríkisútvarpinu, sem ekki verður talið þýðingarminnsti skóli landsmanna. Ályktun ofangreindra rithöfunda stefnir í rétta átt, en svo virðist, sem þróunin í móðurmálsfræðslunni hafi mjög verið öfgum haldin og smámunasemi, sem eyðir frekar en glæðir áhuga nemendanna fyrir náminu. Menntaskóli Akureyrar hefur haft sérstöðu í þessu efni, enda lagði Sigurður skólameistari Guðmundsson höfuðkapp á að glæða skilning manna á fegurð tungunnar og eðli, auk þess sem hann skýrði fyrir nemendum gullvægar bókmenntir fortíðar og nútíðar, þannig að nemendur skildu að þar var óþrjótandi lind fegurðar til að ausa af. Allir þeir menn, sem tungunni og bókmenntunum unna, virðist það afkáraskapur og spilling, er framlag nemenda er metið eftir greinarmerkjasetningu, frekar en gáfum og málblæ. Nýlega var fundur haldinn í Stúdentafélagi Reykjavíkur, er fjallaði um bókmenntastarfsemi í landinu. Svo var áhug'i manna mikill fyrir málefninu, að efnt var til framhaldsumræðna um málið, en áheyrendur komust færri að en vildu. Skólarnir eiga að viðhalda slíkum áhuga og glæða hann meðal nemendanna, enda eru bókmenntirnar eini og dýrasti arfur þjóðarinnar, sem halda ber í heiðri, þrátt fyrir veraldlega velgengni og breytta þjóðháttu. ♦ BER Það þarf mikinn gjaldeyri til innflutnings á dráttarvél- unum, sem frá var sagt í Vísi í gær, ásamt hj álparverkfær- unum, en auk þess þarf vitan- lega að flytja inn mikið af öðr- um jarðræktarvélum og búvél- um. Það ber sízt að lasta, að ís- lenzkir bændur vilja tileinka sér véltækni nútímans, enda má vel segja, að framtíð jarð- ræktar og búskapar sé að veru- legu leyti undir henni komin. En — er ekki of geyst farið? Þannig mun margur spyrja, og þeirra meðal eru búfrömuð- ir og menn í bændasétt. Það er enginn efi, að hentast er að láta hestana leggja orkuna - til margra, þeirra starfa, sem mönnum nú finnst þörf velar til. Enginn bóndi getur kómist af án þess að.eiga dráttarhesta, og er þá einsætt, áð hagsýni er að . nota þá til mai'gvíslegra starfa. Allar vélar eru dýrar í rekstri (viðhald, benzín, olia o. s. frv.) og oft virðist ekki um það hugsað hvort búreksturinn getur staðið undir búvélaeign- inni. Geta vélar ekki verið félagseign? Við greiðum milljónir í gjald- eyri árlega fyrir fyrrnefndan innflutning. Það ber ekki að lasta sem fyrr var sagt, að bændur vilja eignast vélar, — en væri ekki hægt að spara mikið fé ef menn slæ'gju sér saman og' keyptu t. d.. dráttar- vél í félagi? Víða eru skilyrði fyrir hendi til þess, en félagslyndið eklci upp á marga fiska. Menn virð- ast óttast deilur um afnot, hver eigi að borga viðhald og við- gerðarkostnað, óg þar fram eft- ir götunum. Tvenn tæki sömu tekimda — á sama bænum. Víða er farið út í mestu öfg- ar í þessum efnum. Hér er dæmi um það: Á jörð einni er tví- býli. Á hvorum jarðarhelmingn- um um sig er jeppi, sláttuvél, rakstrarvél o. s. frv. og yfirleitt öll tæki, sem þarf — en drátt- arvél aðeins á öðrum bænum. Dráttarvélalausi bóndinn á traktor í pöntun, svo að bráð- um verða bændurnir -—• sem m. a. orða eru bræður —• jafningj- ar í öllu að því er vélaeign og tækja snertir. Og má þá kannske spyrja — — Þótt þetta dæmi sé kann- ske einstakt, hvort ekki sé á- stæða til fyrir bændur að staldra við og athuga sinn gang, kaupa ekki fleiri eða dýrari vélar en bú þeirra bera, nota. hestana, og hafa samvinnu sín. í milli um þessa hluti. Gáta dagsins. Nr. 121: Séð hef eg piltung augað eitt, og ekkert höfuð hafa, margan hefir frá lífi leitt og leiðist ékki að káfa. Svar við gátu nr. 120: Loftið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.