Vísir - 14.05.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB O G LYFJABÚÐIR
Vanti ySur lækni kL 18—8, þá hringið í
Læknavarðstofuna, sími 5030.
Vörður er í Laugavegsapóteki, sími 1618.
LJÓSATÍMI
bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23.25—
3.45. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 22.10.
Miðvikudaginn 14. maí 1952
Vegaviðger&ir momi hefjast af
kappi eftir hálfan mánuð.
ÝattsÍB' ijallavcffir iokaðir enn.
Að undanförnu hefir verið
kalsaveður nyrðra, tíðum krap
«g slydda í byggðum, en fennt
til fjalla. Ýmsir fjall- og heiða-
vegir eru því enn lokaðir.
Vaðlaheiði opnaðist aftur í
gær, en þar voru ruddar traðir
íyrir hálfum mánuði ,og komst
þá í gegn leiðangur til Laxár-
'virkjunarinnar, en traðirnar,
sem voru mjög djúpar, fylltust
aftur. Enn fennti á heiðinni í
nótt, en ekki mikið, og var þar
■um frostmark í morgun. Vænt-
anlega tekst að koma í veg fyr-
ir, að leiðin teppist aftur. Leið-
in um Hólsfjöll til Héraðs hefir
■ekki opnast enn.
Á Vestfjarðakjálkanum hefir
ekki enn verið hafizt handa á
iÞorskafjarðarheiði á leið til ísa-
f jarðar og Breiðdalsheiði í Ön-
undarfjörð, en þessir heiðaveg-
ir opnast sjaldnast fyrr en kom
ið er lengra fram á vor. Hins-
vegar er unnið á Svínadal í
Dölum.
Sunnan og suðvestanlands eru
samgöngur hvarvetna komnar í
sæmilegt horf og hið sama er að
segja um leiðina allt til Akur-
eyrar. Fara vegir smábatnandi,
enda hafa þeir þornað allfljót-
lega, og unnið hefir verið að
því að undanförnu að bera ofan
í þar sem hvörf mynduðust í
•vegina í vorleysingum.
Skriður mun komast á um-
þætur á vegum næsta hálfa
mánuð, og horfur þær, ef tíðar-
far spillist ekki til muna, að
vegavinna hefjist víða um land
um svipað leyti og vanalega.
Ánægja á hEjómSeikum
Synfóníuhíjómsveifar-
innar.
Symfóníuhljómsveitin efndi
til hljómleika í Þjóðleikhúsinu
í gær undir stjórn Olav Kiell-
ands.
Á efnisskránni voru Hoffner-
hljómkviðan eftir Mozart, Pas-
sacaglia í f-moll eftir Pál ís-
ólfsson og píanókonsertinn eft-
ir Grieg. Eru verk þessi hvert
öðru stórbrotnara og gera mikl-
ar kröfur til flutnings.
Hljómleikararnir voru í heild
hinir ágætustu og var hljóm-
sveitinni, stjórnanda hennar,
höfundi íslenzka tónverksins, er
flutt var, og einleikaranum,
Árna Kristjánssyni, fagnað á-
kaft. Leikur hans í píanókon-
sert Griegs var í einu orði sagt
frábær.
Passacaglia Páls ísólfssonar
er fallegt verk og stórbrotið og
það hvílir yfir því öllu hátíð-
leiki og virðuleiki. Það hefir
áður verið leikið hér í Rvík fyr-
ir nokkurum árum, en þá eitt-
hvað stytt. Tónskáldið var ákaft
hyllt að loknum flutningi verks
ins.
Æskulýðsmót nor-
rænna iðnaðar-
manna.
Æskulýðssamtök iðnaðar-
manna í SS\úþjóð og Danmörku
hafa ákveðið að gangast fyrir
samnorrænu æskulýðsmóti iðn-
aðarmanna í Danmörku dagana
29. júní til 6. júlí í sumar, og
hafa boðið íslenzkum iðnaðar-
mönnum þátttöku í mótinu. —-
Enda þótt ætlunin sé, að mótið
skuli einkum vera æskulýðsmót,
þá er þó öllum iðnaðarmönnum
heimil þátttaka.
Þátttaka tilkynnist fyrir 25.
þ. m. til skrifstofu Landssam-
bands iðnaðarmanna, Laufás-
vegi 8, Rvík, sem veitir einnig
nánari upplýsingar.
Hafði $ 25,000 í árslaun
reisti hiís fyrir 3 milljénir.
Menn koinast langt með fátfið á
Kailsii!
Havana (AP). — Það virðist
þorga sig sæmilega að vera for-
seti á Kúbu.
Bezta sönnun þess er höll sú,
sem dr. Carlos Prio Socarras
kom sér upp, en hann var for-
seti til skamms tíma, þangað til
Batista setti hann af. Sacarras
var þingmaður og ráðherra í
átta ár, og á þeim tíma bjó hann
í ósköp yfirlætislausu húsi, sem
er enn á landareign hans, en nú
er það íbúð dyravarðarins —
eða átti að vera, því að nú haf-
■ast þar við hermenn, er gæta
eignarinnar,
Þingmönnum og ráðherrum
á Kúbu eru greidd sómasam-
legustu laun, svo að Socarras
notaði sparifé sitt á þeim árum
dil að koma sér upp betra húsi,
og var nýfluttur í það, þegar
hann varð forseti fyrir þrem
árum. Þá hækkuðu laun hans,
■og um leið hófst hann handa
við að reisa skrauthýsi með öllu
tilheyrandi. Hafa þeir, sem vit
hafa á byggingum, látið svo um
mælt, að þetta hús sé eitthvert
hið glæsilegasta í Vesturheimi,
og er þar þó margt fagurra
bygginga.
Þann 5. febrúar gat Socarras
loks flutt í það, en 10. marz
gerði Batista byltingu sína, svo
að Adam var ekki ftngi í
Paradís.
Allt er þarna eins vandað og
það getur verið, og það er eins
og að ganga um álfheima að
rölta um landareignina — ara-
biskir gæðingar í hesthúsum,
skot„bakki“, tilbúnir fossar og
þar fram eftir götiyium, og
hjúaliðið svo margt, að laun
þess voru samtals um 5000 doll-
arar á mánuði. Verð bygging-
anna með öllu er áætlað 3
milljónir dollara.
Laun forsetans eru hinsveg-
ar 25,000 dollarar á ári!
Bændaskólanum á
slitið.
Nýlega lauk bændaskólinn á
Hólum vetrarstarfsemi sinni.
Sex nemendur útskrifuðust
en um 20 nemendur munu út-
skrifast til viðbótar að loknu
verklegu námi í vor. Hæstu
einkunn hlaut Svavar Júlíusson
úr Reykjavík.
í vetur stunduðu 38 nemend-
ur nám að Hólum, þar af ein
stúlka. Skólinn var því full-
skipaður og vel það. Fer það nú
óðum í vöxt að nemendur komi
það vel undirbúnir í bænda-
skólana að þeir ljúki bóklega
náminu þar á einum vetri. Færi
vel á því að samstarf ætti sér
stað milli héraðsskólanna og
bændaskólanna er miðaði í
þessa átt. Bændaskólarnir eru
þegar að verða of litlir og er
það í samræmi við hinar öru
búnaðarframfarir síðari ára hér
á landi.
Nýlátinn er Björn Símonar-
son kennari á Hólum, tæplega
sextugur að aldri. Hefir hann
verið kennari við bændaskól-
ann síðastliðin 18 ár.
leikarar Dana
egir fiingað.
Leikflokkurinn sýnir leikrit eftir
Holberg í Þjóðleikhúsinu.
Hingað kemur 22. þ. m. leik-
flokkur frá Konunglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn, sem
lialda mun 5—6 sýningar á
gamanleiknufti „Det lykkelige
Skibbrud“ eftir Holberg í Þjóð-
leikhúsinu.
Fréttamenn áttu í gær tal við
Guðlaug Rósinkrans Þjóðleik-
hússtjóra, er skýrði frá komu
Italskur tenor
væntanlegur.
Italskur hetjutenór, Leonido
Bellon, er væntanlegur liingað
til lands í næstu viku, og efnir
til söngskemmtana hér í bæ og
ef til vill víðar.
Bellon mun koma hingað á
þriðjudag í næstu viku. Hann
hefir sungið í stærstu söngleika
húsum Ítalíu og farið þar með
hlutverk í flestum kunnustu
óperum. Hann hefir og ferðast
um Norður- og Suður-Ameríku,
Norðurlönd og víðar og haldið
söngskemmtanir. Bellon er mað
ur hátt á fertugsaldri. Söngferil
sinn hóf hann að námi loknu
fyrir 13 árum.
Blaðið hefir fengið þessar
upplýsingar hjá Jóni St. Arn-
órssyni, sem er nýkominn heim
úr ferðalagi til Ítalíu, en þar
samdi hann við Bellon um, að
hann kæmi hingað.
Söngskemmtanir Bellons hér
í bæ munu verða í Gamla Bíó.
Elith Foss í hlutverki Gottfreds.
danska leikflokksins. Sagði
Þjóðleikhússtjóri að þetta væri
í fyrsta skipti, er hingað kæmi
leikflokkur frá dramatísku leik
húsi erlendis. Hefði lengi stað-
ið til að leikflokkur kæmi frá
Konunglega leikhúsinu, en það
væri eðlilegt að fyrst kæmi
flokkur þaðan, þar sem íslenzk-
ir leikarar hefðu haft meiri
samskipti við það en önnur leilc
hús á Norðurlöndum.
Gestaleikur Konunglega leik
hússins hér í Þjóðleikhúsinu
verður eins og áður er sagt
„Det lykkelige Skibbrud“ eft-
ir Holberg. Holberg mun hai'a
samið leikritið 1724, en það var
fyrst sýnt 1754 eða 30 árum síð
ar í Komediehuset í Höfn. —
Þetta er gamanleikur, sem hef-
ir frá fyrstu tíð verið afar vin-
sæll í Danmörku. Var hann t.
d. fyrsta leikritið er tekið var
! til meðfei'ðar í Konunglega leik
húsinu er það var fullgert árið
1874. Síðan var það leikið á 50
ára afmæli þess 1924 og loks á
50 ára leikafmæli Reumerts í
vetur. Er „Det lykkelige Skib-
brud“ því sannkallað hátíðar-
leikrit' Konunglega leikhússins.
Alls verða gestirnir 25, sem
hingað koma flugleiðis þann 22.
þ.m.,og eru meðal þeirra Bi'önd
sted leikstjóri ogfrú hans, Hol-
ger Gabrielsen, leikstjóri og svo
leikararnir, en á meðal þeirca
er Reumert. Þykir leikur Reu-
merts vera afbragðsgóður í hlut-
verki Henriks þjóns. Meðal
leikenda eru margir kunnustu
leikarar Dana og má þar nefna
Boul Reichhardt, sem Reykvík-
ingar hafa séð í mörgum ágæt-
um dönskum kvikmyndum.
Leiktjöld eru gerð eftir teikn
ingum Ove Chr. Pedersens, en
að mestu máluð hérlendis.
Fyrsta sýning verður laugar-
daginn 24. maí og síðan flest
kvöld, sennilega ekki færri en
6 sýningar, en leikflokkurinn
fer aftur utan laugardaginn 31.
Meðan leikararnir dvelja hér
verða þeir gestir ríkisstjórnar,
bæjarstjórnar og Þjóðleikhúss-
ins. Mun þeim verða boðið til
Þingvalla, en tæplega gefst mik
ill tími til annarra feröalaga.
300.000 flýja helsn-
ill sín vegna hungurs.
Rio (UP). — 300,000
manns hafa flúið heimili
sín í fylkinu Ceara í norð-
urhluta landsins, þar sem
hungursneyð vofði yfir.
Hafa þurrkar verið með
eindæmum þar undan-
farna mánuði, svo að fólk-
ið hefir streymt á brott,.
Hefir ríkisstjórnin gripið
til ráðstafana til að veita
því nauðsynlega hjálp. —
Fyrsta skotkeppni hér um ára-
tuga skeid hefst á morgun.
Skotfélag Reykjavíkur efnir
til hálfsmánaðar innanliúss
skotkeppni, sem hefst á morg-
un.
Mun þetta vera fyrsta innan-
húss-skotkeppni hér, og fyrsta
skotkeppni um áratuga skeið,
eða síðan gamla skotfélagið var
við lýði.
Keppt verður í íþróttahúsinu
við Hálogaland dagana 15.—31.
maí og er keppninni hagað
þannig, að menn geta komið og
keppt á ákveðnum tímum á
mánudögum, miðvikudögum og
fimmtudögum, og tekur dóm-
nefndin við „skífum“ keppend-
anna og gerir grein fyrir úrslit-
unum, er keppninni er lokið.
Dómnefnd er þannig skipuð:
Bjarni R. Jónsson starfsmaður
hjá Fossberg, formaður, Njörð-
ur Snæhólm rannsóknarlög-
regluþjónn og Hans Christian-
sen húsvörður.
Keppnin verður í átta grein-
um. Skotið verður á 25 metra
færi, liggjandi, sitjandi, á kné
og standandi. Notaðir verða
rifflar, kal. 22.
Æfingar hafa verið í allan
vetur og þátttaka nokkur. —
kotfélagið var stofnað fyrir um
3 árum og.eru félagar á annað
hundrað.
V