Vísir - 17.05.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 17.05.1952, Blaðsíða 4
« V 1 S I R Laugardaginn 17. maí 1952 vxsxxs. DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. íslenzk landkynning. Flestar þjóðir Norðurlanda hafa lagt á það mikið kaþþ á síð- ustu árum að auglýsa og kynna á annan hátt framleiðslu sína í Vesturheimi, með von um aukinn markað þar í álfu og efnahagslega samvinnu á ýmsum sviðum. Fyrst eftir styrjaldar- lokin leituðu þessar þjóðir markaða aðallega í Suður-Ameríku, en þar sem margvíslegar hömlur voru þar á innflutningi full- unninna vara, hurfu sum fyrirtæki að því ráði að stofna „systur- firmu“ vestra, sem unnu að framleiðslunni með einkarétti á aðferðum, sem framseldur hafði verið af hálfu fyrirtækja á Norðurlöndum. Norðurlandafirmun áttu fjármagn það að mestu sem bundið var í fyrirtækjum vestra, en með því móti tryggðu þau sér nýtt athafnasvið og sköþuðu sér framtíðarskilyrði, sem ekki verða ofmetin. Jafnframt hafa svo Norðurlandaþjóðirnar allar lagt stórfé í margskyns auglýsingastarfsemi í Norður- og Suður-Ameríku, til þess fyrst og fremst að auka sölu fram- leiðslunnar og afla sér tryggra markaða. Margt bendir til að við íslendingar þurfum að stríða við ýmsa erfiðleika varðandi útflutningsverzlunina á næstu árum, en þó ekki sízt, ef svo skyldi fara að tregða yrði á sölu ísfisks á brezkum markaði. Vestan hafs er brýn þörf fyrir framleiðslu- vörur þjóðarinnar, en þess ber að gæta, að eins og vinslu þeirra er háttað nú, svara þær ekki til krafna neytendanna og verður því að taka uþþ breytta framleiðsluhætti. Norðmenn flytja til Vesturheims mikið af niðursoðnum sjávarafurðum, og hafa byggt verksmiðjur með nýju sniði í þessu augnamiði, og eru afköst þeirra miklu meiri en hinna, sem fyrir voru, en gátu þó ekki talist smáar á íslenzkan mælikvarða. Segja má að allt til þessa hafi tilraunir einar verið gerðar hér á landi til niðursuðu, sem gefist hafa misjafnlega og sumar leitt til skaðræðis. Frá slíkum hokurbúskaþ verður að hverfa, en leita samvinnu við stærstu og fullkomnustu verksmiðjur vestan hafs, eða þá aðila, sem dreifingu varningsins hafa með höndum, ef vera mætti að með því móti mætti koma íslenzkum niðursuðuiðnaði á réttan kjöl og í framtíðarhorf. Þröng heimasjónarmið og heimskulegur þjóðrembingur leiðir aldrei til mikilla framfara, en þeirra er hér þörf öðru frekar. Þjóðin verður að veita erlendu fjármagni inn í landið og skaþa því skilyrði til starfs og ávöxtunar með því að byggja hér uþþ stóriðju, sem byggist á nægri raforku, bezta vatni veraldar og öðrum góðum skilyrðum til starfrækslu heilsusamlegra fyrir- tækja. Hér sem annarsstaðar hafa öfgar fengið friðland meðal nokkurra mannhóþa, sem þykjast búa yfir allri ættjarðarást þjóðarinnar, eða hafa máttarvöldin í vasanum og til* frjálsrar notkunar eftir eigin dutlungum. Slíkum skynverum er sumum hverjum illa við allar breytingar eða jafnvel byltingar í at- vinnulífi, en sökum þess hve náttúra landsins er erfið, þurfum við að taka alla nútíma tækni í þjónustu okkar, og byggja allan rekstur atvinnuveganna á samkeþþnisfærum grundvelli, miðað við erlenda keppinauta. Við eigum að fara að dæmi Norður- landaþjóðanna: Byggja upp stóriðju og auglýsa framleiðsluna eftir þörfum og miða þá ekki einvörðungu við Evrópumarkað, sem aldrei verður að fullu öruggur fyrir íslenzkar framleiðslu- vörur. Þjóðin má ekki týna Vesturheimi í þriðja sinn, en við þá álfu getur hún byggt miklar framtíðarvonir, en glatað þó í engu sjálfstæði sínu, heldui-miklu frekar tryggt það með efna- hagslegri velgengni og eðlilegri framþróun atvinnumála. Tt r|l Ferðamannaland. Xpinangrun þjóðarinnar er rofin endanlega, enda liggur landið svo að segja miðsvæðis, — „áttvíst á tvennar álfu strendur". Er því algjörlega „úr móð“ að velta vöngum yfir því hvort landið verði ferðamannaland eða ekki, með því að það er þegar orðið það. Hitt er svo annað mál, hvað gert hefur verið til þess að laða ferðamenn að landinu, enda verður ekki sagt að hraun- grýtið við Keflavíkurflugvöllinn geti talist hlýlegasta land- kynningin. Hér er illa að ferðamönnum búið, enda hefur flest verið af vanefnum gert, sem við þarfir þeirra hefur átt að miðast. Heimsókn góðra manna getur leitt til æskilegrar landkynn- ingar og greitt fyrir þjóðinni í heild á erlendum vettvangi. Þeir eru ekki fáir íslandsvinirnir, sem hér hafa dvalið, en leit- ast síðar við að greiða götu okkar á allan hátt í heimalandi sínu sökum tryggðar og vináttu við þjóðina. Slíka menn á að laða að landinu með æskilegri fyrirgreiðslu, en fyrsta skilyrði þess er að byggðir verði hér viðunandi og fullnægjandi gisti- staðir. Ráp að næturlagi um mannauðar göíur höfuðborgarinn- ar_ vegna skorts á gististöðum, getur tæpast skapað vinsemd í Hví fara stóru bátarnir ei strax á Grænlandsmið? Þar er nú nægan fisk að fá. Hið eina, sem mér finnst reglulega stórbrotið og fagurt í Reykjavík er Snæfellsjökull. Hann minnir mig hvert sinn, sem eg lít hann, á þá tíma, þeg- ar íslendingar voru fyrsta og eina hafsiglingaþjóð heimsins og einvaldsherrar á norðan- Verðu Atlantshafinu, íslenzk skip sigldu örugg og óttalaus um þvert og endilangt Atlants- hafið og heimkynni íslenzku þjóðarinnar voru, auk íslands, strendur Grænlands og strend- ur Vesturheims. En hvernig er sjómennsku vorri komjð nú? Vér erum „innbyrgðir eins og fé í sjávarhólmum", eins og Björn á Skarðsá komst að orði snemma á 17. öld, er dönsku kaupþrælkuninni hafði verið fyrir fullt og allt skelt á ísland. Þá vantaði oss ekki manndóm til að sigla, heldur skip. Nú vantar oss hvorki skip né manndóm. En hvað vantar oss þá? Hvað er að? Það helzta, sem í vegi er er það, að vér göngum enn með sálræna hlekki kaupþrælkun- arkúgunar um öklana, þótt vér höfum heitið frjálsir um ára- tugi. Vér erum í andlegu hafti. Hví hristum vér ekki þessa fjötra af oss? Hví sendum vér ekki nú, þegar vetrarvertíð er úti, stóru vébátana vora til Grænlands, látum þá fylla sig þar af söltuðum fiski og sigla hingað heim með aflann? Menn segja, að það borgi sig ekki, en það borgar sig víst. Þegar beita og olía er tekin af óskiptum afla borgar þetta sig mjög vel fyrir ca. 100 tonna báta og stærri. En af þeirri stærð eru í fiskiflotanum yfir 40 skip. Menn reikna með reitingsafla við Grænland, líkt og á hinum eyddu fiskimiðum hér við land. En á þessum tíma árs má búast við fisk á hvert járn eða annan hvern öngul á djúp- miðum Grænlands, á ca. 130— 150 faðma dýpi og dýpra. A minna dýpi er þar enginn fiskur á þessum tíma árs. Fiskurinn er nú aðeins niðri, í volga botn- sjónum. Ofan við 100 faðma er sjórinn of kaldur. í 12 lögnum fyllti Rifsnes sig á þessum djúpmiðum í fyrravor og fékk að meðaltali fisk á annan hvern öngul. Vél- arbilun olli því, að það skip fór ekki aftur til Grænlands. Svo kjökra menn og segja, að Grænland sé lokað land. Víst er það lokað, en sjónum er ekki lokað. Og hvenær haldið þið að Grænland verði opnað, ef þið opnið það ekki sjálfir? Væntið þið velgerninga af Dönum? Að vélbátar vorir hef ji fiski við Grænland er fyrsta sporið í þá átt að knýja fram opnun þess! Sjómenn og allir aðrir, sem opin hafa augun, stara nú á færeyska vélbátaflotann á leið til Grænlands. Daglega sjá- um vér hin færeysku segl lækka í vestri, en amlóðinn bara horfir á það, bindur skip sín, gengur í land og leggst í bólið og á meltuna, eða lætur sem hann fáist við eitthvert dund, sem er honum til skaða og skammar. Hví sækja sjómenn vorir ekki vestur á frægðarleið feðra sinna? Er bæði sjálfbjargarvið- leitnin og sómatilfinningin úr- kula og dauð með vorri þjóð? Enn glóir á snæhvítan koll Snæfellsjökuls í norðvestri og kallar til íslenzkra sjómanna að sigla á ný Vínlandsleiðina í vestur. Þetta snæhvíta fyrsta siglingamerki Vínlandsleiðar- innar fornu talar enn sömu tungu til vor og á frægðaröld- inni til forna. Það hefir talað til vor sömu tungu áheyrnar- laust öldum saman. En allir sofa. Og lognaldan veltur inn flóann og seiðir út, út á frægð- arleið feðranna í glóandi sól- skini vornæturinnar. Hví lætur enginn úr höfn vestur á Vín- landleiðina til Grænlands? — — Amlóðinn bindur skip sitt og gengur í land. Jón Dúason. Langholtsskóli tekur tii starfa í haust. Langholtsskólinn er nú það vel á veg kominn að kennsla mun liefjast þar í októbermánuði á komandi hausti. Hefir verið unnið af kappi miklu við byggingu skólans að undanförnu og er nú um það bil lokið við tréverkið, en máln ing hefst á næstunni. Má ganga úr frá því sem gefnu að verkinu miði svo vel áfram í sumar að kennsla hefj- ist á næstk. hausti, enda þótt skólinn verði e. t. v. ekki að öllu fullgerður. Langholtsskólinn rúmar sam- tals 700 börn með tvísetningu. Fræðslumálastjórnin hefir nú auglýst skólastjórastöðuna lausa til umsóknar og er um- sóknarfrestur útrunninn næstk. þriðjudag. BERGMAL Eins og lesendum Bergmáls er kunnugt birtist hér fyrir nokkrum dögum gamanbréf frá bónda einum úr nærsveit- um, sem nefndi sig S. Þ. Ræddi hann um málaralist og drap í því sambandi á einn ungan listamann, sem merkt hafði myndir sínar nöfnum frægra listamanna og með því slegið ryki í augu listdómenda. Ekk- ert skal fullyrt um, hvort nokk- ur listdómenda muni hafa látið blekkjast af umræddum mynd- um, en það er saga út af fyrir sig. Muggur eða G. Th. í bréfinu minntist hann einnig á Guðmund heitinn Thorsteinsson málara og mál- verk, er hann hefði séð, og merkt hefði verið „Muggur“. í þessu sambandi hefir mér bor- izt eftirfarandi bréf: „Út af bréfi frá bónda í nærsveitum Reykjavíkur, undirritað S. Þ., sem birtist í Bergmáli 13. þ. m., vildi eg óska að taka fram eft- irfarandi: Guðmundur Thorsteinsson merkti myndir síhar með G. Th. Það aettu þeir .að vita, sem komnir, .eru. til yits og ára, Ha*m - fœdjMst- árið.; 1891« og 1924, og hefði því ómögulega getað málað mynd merkt „Muggur ’43“. Þetta hefði mátt athuga. Það er því trauðla fyrirgef- anlegt af unnenúa fagurra lista að hafa þui'ft að freistast til að falla í stafi yfir þvílíku „lista- verki“, og enn síður er umrædd mynd ber þess augljós merki, að hún er tómstundavinna við- vanings. Það er því engum að vorkenna nema bréfritara sjálf- um. Guðmundur Sveinsson, Hvanneýri.“ — Þannig lýkur bréfinu, sem er svar við gaman- semi S. Þ. Það verður ekki ann- að sagt, en að vini mínum S. Þ. hefir að þessu sinni orðið hált á gamanseminni, þegar hann hafði ártalið til að styðjast við. Eg þakka G. Sv. fyrir bréfið. Leikfangið Ju-ju. Eg sá gamlan kunningja í búðarglugga fyrir nokkrum dögum, en það var leikfang, sem náði feikna vinsældum, hér sem annars staðar, fyrir 15—20 árum. Það er einfalt leikfang, sem nefnt er Ju-ju. Þetta skemmtilega leikfang náði mikilli útbreiðslu fyrst^ «r ^wið lcoin.á markaðinn, og mátti dó- dneáta-1: að- 4wér ♦ UHglingan'dékp sér að því. Varð mér því star- sýnt á að sjá það aftur eftir öll þessi ár, því að það er sjaldnast að slík stundarfyrirbrigði eigí afturkvæmt, þegar fyrsta hrifn- ingin dvín. Breytt um svip. - Leikfangið hefir líka breytt um svip frá því áður var, því nú er það úr málmi, en var áð- ur úr tré. Ekkert skal um það sagt hvort það nær jafn mikl- um vinsældum nú og áður, en ekki er ólíklegt að mörgum, sem reyndu við við Ju-ju á ár- unum langi til þess að athuga, hvort þeir hafi gleymt leikn- inni. Annars hefir ekki alls fyr- ir löngu verið keppt í Ju-ju leikni, því eg las um eitt slíkt mót í Svíþjóð ekki alls fyrir löngu. — kr. Gáta dagsins, Nr. 124. Finnst hjá mér það fáheyrt er og fæstum eykur trega, dagur er hér, þá dagur þver, og dagur ævinlega. Svar við-gáiu. nr. 123: Sía.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.