Vísir - 17.05.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 17.05.1952, Blaðsíða 2
V I S I R Laugardaginn 17. maí 1952 BÆJAR fíréttir Þess skal getið, að gefnu tilefni, að Bjarni Guð- mundsson, blaðafulltrúi mun framvegis rita tónlistardóma fyrir Vísi. tflitt og þetta Vitanlegá eru prófessorar irutan við sig og einn af slíkum ! kom inn í búsáhaldaverzlun og .ætlaði að kaupa eitthvað. Verð- i ur honum þá starsýnt á krukku, sem stóð þar á hvolfi nog segir: Nú, hvað er að sjá þetta, það ..er ekkert op á krukkunni. Síðan hafði hann endaskipti rú krukkunni og sagði: Nú, — það er þá enginn botn í henni heldur! • Margs verða lögreglumenn 'visari og eitt kvöld seint kom snaður ofan á lögreglustöð og sagðist vera í mestu vandræð- um. Hann ætlaði á dansleik en var buxnalaus, bróðir hans hafði stolið af honum spari- buxunum, drukkið sig út úr, þreifandi fullan og svaf nú úr : sér vímuna í kjallaranum hjá lögreglunni. „Eg verð að kom- . ast inn og færa hann bróður sminn úr buxunum," sagði' hann. Hann fékk það. • „Öll eldumst við.“ Og nú er ! Noel Coward, rithöfundur, leik- . ari og þúsund þjala smiður bú- inn að setja upp gleraugu og þá varð nú upplit á kvenþjóð- inni, sem dáir hann. Hann var alltaf eins og unglingur, en nú • er hann skyndilega orðinn eins ■ <og góðlátlegur roskinn prófess- «r. „Eg hefi frestað því í lengstu lög að fá mér gleraugu,“ segir hann. „En nú hefir matseðill- : inn á Savoy gistihúsinu fært mér heim sanninn um að eg er að verða gamall. Mér var ný- 'Jega færður þar brauðbúðing- .ur, þegar mér sýndist „ana- iias“ standa á matseðlinum. Þá ..ákvað eg að gefast upp og setja aipp gleraugu.“ £ihu Jihhi tiat.... í grein í Vísi fyrir 25 árum nar .rætt um það, að danskur kaupmaður neitaði að skipta við íslendinga. Er fréttin höfð • eftir Politiken. Ötrúleg saga. Danska blaðið Politiken seg- ’ir 8. .þ. m. frá einkennilegum . atburði, sem gerst hefir í Kaupmannahöfn. — íslenskur verkfræðingur H. Þorsteinsson að nafni, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, kom dag nokkurn inn í verzlun Jul. Kopps við Amagertorg, og ætl- . aði að kaupa yfirfrakka. Kaup- maðurinn vár sjálfur við af- . greiðslu og heyrði á mæli komumanns, að hann var ís- lendingur. Innti hann eftir þessu og sagði Islendingurinn satt til þjóðernis síns. Varð kaupmaðurinn þá hinn æfasti ■ og sagði, svo hátt að vel mátti heyra um alla5 búðina, að í verzlun sinni fengi íslendingar ■ •enga afgreiðslu. Lauk við- skiptum kaupmanns og íslend- ::ings á þá leið, að kaupmaður jrak komumann út. Síðan segir að blöð í Kaup- mannahöfn hafi heht gaman að framkomu kaupmanns og ::reyndust öll á bandi íslendings- ;íns. Laugardagur, 17. maí, — 137. dagur ársins. Frá norska sendiráðinu. í dag, 17. maí — þjóðhátíðar- dag Norðmanna — er eins og venjulega opið hús hjá norsku sendiherrahjónunum, Fjólu- götu 15, milli kl. 16 og 18. Iðnsveinar, sem útskrifuðust úr Iðnskól- anum fyrir 10 árum (1942) koma saman í kvöld kl. 9 í Félagsheimili V.R. Þátttaka tilkynnist í síma 80729 og 3249. Munið Mæðradaginn á morgun. Leiksvæði lagfærð. Fræðsluráð hefir gert að til- við barnaskóla verði lagfærð í við barnaskóla verði lagfræð í sumar og gerði svohljóðandi á- lyktun: Fræðsluráð telur óhjá- kvæmilegt að unnið verði við leiðsvæði Austurbæjar-, Laug- arness- og Melaskóla, og felur fræðslufulltrúi í samráði við hlutaðeigandi skólastjóra að fylgjast með fyrirkomulagi og framkvæmd þessarra mála. Pípulagningameistarar. Þessir menn hafa, að fengn- um umsögnum hitaveitustjóra, fengið leyfi til þess að tengja við hitaveitukerfi bæjarins: Baldur Kristiansen, Kár. 9 A, Benedikt Jón Geirsson, Nökkvavogi 2, Tómas Bergm. Jónsson, Túng. 40. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Útvarpshljómsveit- in. Þórarinn Guðmundsson stjórnar. 20.45 Upplestur (Þorst. Ö. Stephensen, leikari). 21.35 Upplestur (Har. Bjöms- son leikari). •— 22.00 Frétt- ir og veðurfregnir. — 22.10 Danslög til kl. 24. Munið Mæðradaginn á morgun. KtoJJféta ht. 16/9 •Lárétt: 1 Skaut, 3 vindur, 5 neyti, 6 forsetaefni, 7 á seglbát- um, 8 fréttastofa, 10 mánuður, 12 blóm, 14 hraði, 15 fugl, 17 forsetning, 18 mannsnafn. Lóðrétt: 1 Mannsnafn, 2 ráð- herra, 3 bæjarnafn, 4 efst í liúsi, 6 málmur, 9 skauta, 11 eftir frost, 13 himintungl, 16 fleyg. Lausn á krossgátu nr. 1618: Lárétt: 1 mús, 3 tól, 5 et, 6 HE, 7 föt, 8 AB, 10 runa, 12 rák, 14 ráð, 15 ris, 17 II, 18 Butler. Lóðrétt: 1 melar, 2 út, 3 tet- ur, 4 lofaði, 6 hör, 9 báru, 11 náir, 13 kit, 16 sl. Messur á morgun: Dómkirkjan. Bænadagurinn: Messa kl. 11, biskupinn yfir ís- landi prédikar. Sr. Óskar J. Þorláksson þjónar fyrir altari. Kl. 5 sr. Jón Auðuns. Laugarneskirkja: Messað kl. 2 e. h. (bænadagurinn). Sr. Garðar Svavarsson. Fossvogskirkja: Messað kl. 2 e. h. (bænadagurinn). Sr. Garðar Svavarsson. Frikirkjan: Messað kl. 2. Síra Þorsteinn Björnsson. Hafnarfjarðarkirkja: Messa á morgun kl. 2. Síra Garðar Þorsteinsson. Bessastaðakirkja: Messa kl. 11. Kálfatjörn: Messa kl. 4. Aðalfundur Ljósmyndarafélags íslands var haldinn 14. þ. m. Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Sigurður Guð- mundsson, formaður, Guðm. Hannesson ritari, Óskar Gísla- son, gjaldkeri. Fundurinn samþykkti tillögu þess efnis, að skora á Lands- samband iðnaðarmanna að beita áhrifum sínum kröftuglega gegn því, að iðnaðarlöggjöfin sé skert eða fótum troðin. Nýr viðskiptasamningur. Hinn 15. maí sl..var undirrit- aður í Prag nýr viðskiptasamn- ingur milli íslands og Tékkó- slóvakíu. Gildir samningurinn í eitt ár frá 1. maí 1952. Til Tékkóslóvakíu er einkum gert ráð fyrir sölu á frystum fiski og frystri síld, en á móti er gert ráð fyrir kaupum þar á svipuðum vörum og undanfarin ár, svo sem vefnaðarvörum, gúmmískófatnaði, pappír, gleri, síldartunnum og járnvörum og ennfremur sykri og haframjöli. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: Kr. 10 frá J. S„ 10 frá G. B. 80 frá N. N. 75 frá S. E. Til Sólheimadrengsins, afh. Vísi, áheit frá Á. E. kr. 55. Munið Mæðradaginn á morgun. Gangstétt við Hverfisgötu. Húseigendur við Hverfisgötu hafa lagt fram áskorun til bæjarráðs þess efnis, að hellu- lögð verði .gangstéttin norðan megin götunnar, frá Vatnsstíg að Vitatorgi. Áskoruninni var vísað til bæjarverkfræðings. Afgreiðslustöð Landleiða. Bæjarráði hefir borizt erindi frá Landléiðum h.f. 'um leyfi til að hafa afgreiðslustöð fyrir áætlunarvagna við norðvestur- horn Tjarnarinnar. Erindinu var vísað til umferðafnefndar. Mæðrastyrksnefndin heitir á alla bæjarbúa að kaupa „mæðrablómið“ á morg- un, og mæður eru beðnar að lofa börnum sínum að selja blómin. Þau verða afgreidd í skrifstofu Mæðrastyrksnefndar í Þingholtsstræti 18 og skölun- Um. — Börnin fá'10% í sölu- laun. Ensk menntaskólastúlka á 17. ári hefir mikinn hug á að komast í bréfásamband við jafnöldru sína hér á landi. Hún hefir sérstakan áhuga fyrir tón- list og öðrum listum, en ann- ars langar hana til að fræðast sem mest um ísland og segja frá högum og háttum í Bret- landi á móti. Stúlka þessi tekur fram, að hún sé einbirni, en þær, sem vildu skrifast á við hana, skrifi til: Miss Patricia M. Bracey, The Close, High Street, Kingswood, Wooton- under-Edge, Gloucestershire, England. Lilja Björnsdóttir skáldkona flutti síra Jakobi Kristinssyni kvæði í samsætinu, sem honum var haldið á 70 ára afmælinu 13. þ. m. — Þetta féll af vangá niður í frétt um afmælishófið í blaðinu í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík. Hannyrðir og teikningar námsmeyja verða til sýnis í skólanum í dag og á morgun (sunnudag) kl. 2—10 e. h. Skip Eimskip. Brúarfoss fór frá Hamborg 15. þ. m. til Rotterdam og Rvík- ur. Dettifoss kom til Reykja- víkur 12. þ. m. frá New York. Goðafoss fór frá Hull 14. þ. m., væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Gullfoss fer frá Kaup- mannahöfn á hádegi í dag, til Leith og Reykjavíkur. Lagar- foss fór . frá Vestmannaeyjurn 12. þ. m. til Gravarna, Gdynia, Álaborgar og Gautaborgar. Reykjafoss fór frá Álaborg 15. þ. m. til Kotka. Selfoss fór frá Reykjavík 14. þ. m. vestur og norður um land til Húsavíkur og þaðan til Gautaborgar. Tröllafoss fór frá Reykjavík 7. þ. m. til New York. Foldin fór frá Reykjavík 14. þ. m. vestur og norðurlandsins. Vatnajökull lestar í Antwerpen 17.—19. þ. m. til Rvíkur. Skip S.I.S. Hvassafell kom til ísafjarðar s.l. nótt frá Kotka. Arnarfell losar timbur á Austfjörðum, Jökulfell átti að fara frá Rvík í gærkveldi, til Patreksfjarðar. Skipaútgerðin. Hekla fór frá Akureyri í gærkveldi til Norðurlanda. Esja verður væntanlegá á Akureyri í dag. Skjaldbreið er á leið frá Breiðafirði til Reykjavíkur. Þyrill er norðanlands. Oddur er á Sauðárkróki á norðurleið. Ár- mann fór frá Reykjavík í gær- kveldi til Vestmannaeyja. Reykjavikurbátar. Allir stærstu bátarnir, 50— 100 lestir, eru að búa sig undir K. F. 17. M. Samkoma á morgun kl. 8.30 e. h. Síra Magnús Run- ólfsson talar. Allir velkomn- ir. — @UNME það að fara vestur eða norður og munu margir fara í kvöld. Verða bátarnir þar á togveið- um, en þenna hátt hafa bátarnir oft áður haft á, þótt ekki hafi verið um neina lokun veiði- svæða að ræða. Þykir útgerðar- mönnum oft líklegra að eitthyað aflist á þeim miðum á vorin. Lúðuveiðar. Faxaborg kom í dag af lúðu- veiðum, var með 4V2 lest, sem er lítill afli eftir nær viku. Slæmt veður hefir verið á lúðu miðum að undanförnu, en þar er mjög straumþungt, ef eitt- hvað er að veðri, enda veitt á miklu dýpi. Einkum mun norð austan átt vera slæm, en strekk ingur af norðaustri hefir verið á miðunum lengi. Góðar þýzkar ViFTUR sem blása heitu og köldu lofti. Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI ÞRÓTTUR! Æfing verður á Háskólavellinum fyrir 1. og 2. fl. í dag kl. 3,30 e. h. 3. og 4. fl. Æfing á Gríms- staðaholtvellinum í dag kl. 2 e. h. — . 4. fl. æfing á Grímsstaða- holtvellinum sunnudag kl. 10,30 f. h. Grímsstaðaholtsskálinn opinn fyrir þá sem vilja klæða sig þar úr. — Nefndin. Sé höreindið rantt og þurrt hefir NIV E A-C R E M É reynzt framúrskarandi vel. Nivea inni- heldur m.a. eucerit, efni sem er náskylt eðlilegri húðfitu og hefir sömu áhrif. — Allir, sem væta hendurnar mikið, allar húsmæð- ur og allir, sem starfa úti við með berar hendur, ættu því að nota NIVEA-CREME. — Þeir, sem það nota, komast að raun um það, sér til furðu og ánægju, hversu hörundið verður slétt og þenjanlegt. NIVEArCREME

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.