Vísir - 28.05.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 28.05.1952, Blaðsíða 4
V 1 S I B Miðvikudaginn 28. maí 1952 WÉ&HWL DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. • Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Verðlækkun erlendis. Að undanförnu hefur kveðið mjög að verðlækkunum á erlend- um markaði, og telja sérfræðingar að hið lága verð á margskyns hráefnum og varningi muni reynast varanlegt, ef engar stórbreytingar verða í alþjóðamálum. Sem dæmi um hið lækkandi verðlag mætti nefna, að lýsi og fisk- eða jurta-olíur hafa lækkað um helming, og svipað má segja um mörg önnur hráefni, svo sem málma, vefnaðarvörur og fleira. Verðlækk- anirnar munu aðallega stafa af því, að stórþjóðirnar hafa birgt sig upp af nauðsynjum vegna hervæðingarinnar og hafa safnað að sér svo miklum birgðum, að ekki verður um frekari kaup af þeirra hálfu að ræða, fyrr en kemur fram á haustmánuði, enda vafasamt að nokkuð kveði verulega að kaupum fyrr en síðar. í blöðum Norðurlanda er mjög um það rætt, hvaða afleið- ingar verðlagsbreytingarnar kunni að hafa fyrir þjóðarbúskap þeirra, og eru framleiðendur mjög uggandi um sinn hag. Einnig hefur dregið tilfinnanlega úr vörukaupum og ríkari sparnaðar- tilhneygingar hefur orðið vart meðal almennings, þar sem menn vilja bíða með innkaup sín þar til verðlækkunarinnar tekur að gæta á heimamarkaðinum. Hefur þetta mjög truflandi áhrif í viðskiptalífinu nú í svip, hvað sem verða kann til frambúðar. Líklegt er að verðlækkanir erlendis muni bitna með miklum þunga á íslenzkri framleiðslu og þegar hefur þetta sagt til sín að því er útgerðina varðar og birtist í lækkuðu lifrar og lýsis- verði. Jurtaolíur hafa mjög rutt sér til rúms í allri verksmiðju- notkun, en framleiðsla slíkra olía hefur mjög verið aukin í ýmsum löndum heims, en lýsi eða oliur úr dýraríkinu standast þar ekki samkeppnina. Þá er líklegt að verð á síldarafurðum lækki til stórra muna, en af því leiðir aftur að vafasamt er um þátttöku síldveiðiskipa að þessu sinni, þótt líkindi séu til að mörg þeirra hverfi að öðrum veiðum, jafnvel á fjarlægum mið- um. Getur allt þetta haft alvarlegustu afleiðingar fyrir íslenzkan þjóðarbúskap og leitt jafnvel til þess að sölutregða reynist á íslenzkum afurðum, sem ekki verða framleiddar á samkeppnis- færum grundvelli vegna hins háa kaupgjalds og ríkjandi verð- bólgu í landinu. Horfurnar eru allt annað en glæsilegar, og því var það ekki að ófyrirsynju, er einn af bankastjórum Lands- bankans varaði við of mikilli bjartsýni í framkvæmdum, en taldi eðlilegra að þjóðin reyndi að verjast áföllum og styrkja þær stoðir, sem nú renna undir búskap hennar, en sem flestar eru veikar að burðarþoli. Varhugaverð fjárfesting. T^ótt öllum þjóðum, sem í hálfnumdum löndum búa, hljóti að vera kappsmál að ráðast í víðtækar framkvæmdir til þess að gera lönd sín byggilegri, er þó tími til slíkra framkvæmda misjafnlega heppilegur. Þegar markaðsverð lækkar á afurð- unum, minnka að sama skapi skilyrði til ábatavænlegrar af- komu. Þegar byggingarefni lækka í verði, versna einnig skilyrði til að ávaxta það fé, sem í dýrari byggingum er bundið. Þannig mætti lengi rekja afleiðingar verðlækkunarinnar á erlendum markaði, sem berast um allar jarðir og ekki verður við spornað. Fyrir okkur íslendinga er verðlækkunin mun alvarlegri en fyrir aðrar þjóðir, með því að aðallega flytjum við matvæli á erlendan markað, sem lækka einnig oftast fyrst í verði og eínna tilfinnanlegast. Kaupgjald og annan framleiðslukostnað er ekki unnt að lækka að sama skapi, fyrr en þá seint og síðar meir, er við framleiðslustöðvun liggur, eða að hún er skollin á og algjört öngþveiti er ríkjandi. Nokkurn tíma tekur einnig að breyta framleiðslunni, hverfa frá verkunarlagi, sem tíðkað hefur verið og til annars hentara, miðað við markaðsskilyrði. Þarf því að fylgjast vel með erlendum markaðshorfum og miða í tíma ráðstafanirnar við þær breytingar, sem líklegar verða taldar að beztu manna yfirsýn. Verðlagsbreytingar, til hækkunar eða lækkunar, hljóta ávallt að hafa truflandi áhrif á atvinnureksturinn, en þó einkum að því er jvarðar útflutningsframleiðsluna. Verðlækkanir á er- lendum markaði, geta kippt fótunum undan framleiðslunni að fullu og öllu, nema því aðeins að fyrirtækin séu svo fjárhagslega trygg, að þau þoli áföll, — sem ekki er um að ræða hér á landi, — eða þá að skyndibreytingum í rekstri megi koma á til sparnaðar, sem heldur ekki er líklegt og hefði vafalaust verið reynt, væri slíkt framkvæmanlegt. Því er vissulega ástaéða til að fara varlega/íalla fjárfestingu, sem by-ggð er á miklum stofn- kostnaði og miðuð við fyrri markaðshorfur, sem nu spillast frá degi til dags. 75 ám i elesfji Þuríður Si í dag er Þuríður Sigmunds- dóttir, Njálsgötu 55, 75 ára Hún er fædd í Nefsholti í Holt- um 28. maí 1877. Foreldrai hennar voru þau hjónin Guð- ríður Ólafsdóttir frá Árgils- stöðum í Hvolhreppi og Sig- mundur Jónsson frá Sigluvík í Landeyjum. Þegar Þuríður vai 5 ára fluttu foreldrar hennar að Hrúðurnesi í Leiru og ólst •hún þar upp. Átján ára gömul giftist Þur- íður Jóhanni Sigmundssyni, ættuðum úr Mýrasýslu. Bjuggu þau í Grænagarði í Leiru til ársins 1907, en þá fluttu þau til Reykjavíkur, og ári síðar í húsið nr. 55 við Njálsgötu. Þar hefir Þuríður átt heima síðan. Þau Þuríður og Jóhann eign- uðust 7 börn, 1 dóttur og 6 drengi. Tvo drengi mistu þau unga, en hinir lifa enn. Eru það þeir Sigmundur Jóhanns- son, verzlunarmaður, Pétur Jó- hannsson framkvæmdarstjóri, Ólafur Jóhannsson læknir og Guðmundur Jóhannsson, skip- stjóri í Boston. Auk þess alið upp son hans, Einar. Dóttir þeirra Steinunn Mýrdal, dáin 1943, var gift Sigurjóni Mýrdal skipstjóra á togaranum Ólafi, er fórst með allri áhöfn 1938. Mann sinn misti Þuriður 1936. Þuríðúr Sigmundsdóttir hef- ir innt mikið og merkilegt starf af hendi um ævina. Er þar fyrst til að taka, að hún kom börn- um sínum til manns með mikl- um myndarskap og dugnaði. Mætti ætla, að það hefði verið ærið starf fátækri konu, enda þótt hún hafi þar ekki verið ein að verki.En þuríður lét ekki þar við sitja. Þuríður er dug- leg kona og góð. Hún hefir yndi af að gera öðrum greiða og hjálpa þeim, sem bágt eiga. Eru þeir býsna margir, sjúkir menn og aumingjar, sem hún hefir hlynnt að á ýmsa vegu og tek- ið jafnvel inn á heimili sitt. Ævistarfi Þuríðar mætti skipta í tvo aðalþætti: Annan, er að heimilinu vissi, og hinn, er snerti alveg ótrúlega margt fólk utan heimilisins, hvaða- pæva að. Sumt af þessu fólki dvaldi. jafnvel á heimilinu að þneira eða minna leyti. Tók hún |>að upp á sína arma og ól önn fyrir því, ekki síður en sínum eigin börnum. Mætti þar til þiefna skólapilta, íslenzka og jafnvel erlenda, og fleira fólk, og yrði of langt mál að fara með nákvæmni út í þá sálma. Þá kemur heill hópur af fólki, sem hana þekkti, sumt vel, sumt lítið, sumt jafnvel ekkert, en leitaði til hennar með allskonar fyrirgreiðslu. Sumt átti heima austur í Rang- árvallasýslu, ánnað suður með sjó, sumt uppi í Borgarfirði, margt hér í bæ og í nágrenn- inu. Ýmist var hún beðin að út- vega vormann eða snúning, eða að koma dreng úr bænum á gott sveitaheimili o. s. frv., o. s. frv. Nú í allmörg ár hefir Þuríður varið miklu af sínum tíma í starf, sem vera má að verði til þess að hennar verði síðar getið. Er það starf í því fólgið, að hún hefir veitt mörgum manni meinabót með því að gefa hon- um seyði af litunarmosa. Aðal- lega hefir þetta bætt menn, sem þjáðst hafa af einhverskonar meltingarsjúkdómi og jafnvel fleiru, og hafa þeir verið bún- ir að reyna öll möguleg ráð til þess að fá sig læknaða, en ár- angurslítið. Er þetta starf í raun og veru hið merkilegasta, og athyglisverðara en margir kunna að hyggja í fljótu bragði. Eins og kunnugt er hefir lyfja- fræði fleygt fram síðustu ár, undralyf verið framleidd, með- al annars úr efnum sem menn. hafa ekki borið sérlega miklá virðingu fyrir, svo sem myglu, Hví skyldi þá lækningamáttur ekki geta falist í litunarmosan- um okkar? Vafalaust verða þeir margir, sem minnast Þuríðar Sig- mundsdóttur í dag og senda henni hugheilar heillaóskir eða heimsækja hana. Til hamingju með afmæliðj, Þuríður. Eiríkur Sigurbergsson. i BERGMAL Lesandi Bergmáls kvartar undan því, að erfitt sé að fá að hafa matjurtagarða í friði fyrir skemmdarvörgum og sýnist vera ástæða til að garðanna sé gætt á kvöldin og að næturlagi á vorin. Allt troðið niður. „Eg var fyrir nokkrum dög- um að „setja niður“ í jarðepla- garð. í næsta garði voru hjón að vinnu. Þau voru búin að sá til kálmetis í lítið horn í garði sín- um. Næsta dag komu þau ekki, veðurs vegna, en næst, er þau komu, voru börn eða ungling- ar búin að troða niður þennan litla blett, sem þó var svo vel unninn og afmarkaður að allir hlutu að sjá að frá-genginn var. Eg skildi eftir í öðrum enda garðsins full-unnið beð fyrir kálplöntur, með götu í kring. Þar hafði fullorðinn maður gengið eftir að endilöngu. Það er þessum einstaklingum sem þyrfti að útrýma. Eg tala ekki um að skjóta þá og skera eins og sauðkindina. Sauðkindur eru ekki verstar. Eigendur .samgirtra gaiða gætu óumtaíað' íiðsinnt hver öðrutn með eftifliti, því að tæpast fara svona mannskepn- ur upp úr rúminu að nóttunni til að skemma fyrir þeim, sem vinna að deginum. Það hafa ekki verið og eru ekki sauðkindurnar sem mestu tjóni valda á matjurta- og skrautgörðum kaupstaðabúa. Það eru hugsunarlausir „sauðir“ á tveimur fótum, og illa upp aldir unglingar og jafnvel börn. Leikur í trjágörðum. Það er ofboðslegt að sjá hópa tápmikilla hraustra drengja, 10 til 14 ára, enda bæði eldri og yngri, gera sér leik að því að hlaupa eins og villt dýr á flótta undan veiðimanni, úr einum húsagarðinum í annan, ti’oð- andi blóm og runna undir fót- um sínum og brjótandi grein- ár af trjánum sem á vegi þeirra verða. <; Eitt dæmi: Eg sá nýlega „fullorðinn“ strák stökkva af bílskúrnum hans föður síns niður í næsta garð á kaf í ný- uppstunginn nytjagarð. Svona pilta ætti að kæra og auglýsa í blöðunum nafn þeirra öðrum til viðvörunar, en — eg gerði það ekki — vegna for- eldra hans. Eg vildi ekki særa þau, en veit að þetta dugar honum, þó nafn hans ekki sé nefnt. Hundar ug kettir. V Hér eru hundar óíriðhelgir, réttilega. Þó virðist að einstöku I menn séu undanþegnir þessunjt lögum. Hvernig stendur á þvíf Eg spyr lögregluna. En kettirnir, villtir vesalingf ar, flækjast um bæinn í hópT um kaldir og hungraðir. Hvaá Veldur friðun þeirra? Mér finnst hálf ömurlegt að sjá pelsklæddar hefðarfrúr með hund í bandi, gangandi um götur bæjarins með viðkomu á einhverri gangstéttinni meðan héppi er að skíta við búðar- dyrnar. Mér finnst líka andstyggi- legur viðbjóður, að sjá ketti, gangandi úr hárunum, inni í fínni stofu, nuddandi sér upp við silkiklædda húsfreyjuna og plussklædd húsgögnin, að ó- gleymdu því er þeir koma upp á dekkað matborðið, og lepja úr mjólkurkönnunni áður en gestir og heimafólk hellir út á grautinn sinn. Kannske meira seinna. . Grámann." Gáta dagsins. Nr. 131: Hvað hét hundur karls, sem í afdölum bjó? Nefni eg hann í fyrsta orði, þú getur hans aldrei þó. I Svar við gátu nr. 13D: Eitt síeinsnar. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.