Vísir - 28.05.1952, Side 5

Vísir - 28.05.1952, Side 5
Miðvikudáginn 28. maí 1952 TlSIR 8 Byggingarframkvæmdir og árásarskrif trésm Sveinbirni Kristjánssyni svarað. Greinargerð í Mánudagsblaðinu þ. 12. þ.m. birtist grein eftir hr. Sveinbjörn Kristjánsson trésmíðameistar a. ■ Hann skrifar þar um bygginga- framkvæmdir við Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði að Keldum í Mossfellssveit. í greininni er mér borið á brýn svo glæpsamleg meðferð á op- inberu fé, að mér þykir rétt að gera nokkra grein fyrir störf- um mínum í sambandi við byggingarframkvæmdirnar. Veturinn 1945—46 fól þá- verandi húsameistari ríkisins, próf. Guðjón Samúelsson, mér að gera uppdrætti að rann- sóknastofnuninni að Keldum, og' um vorið að útboði loknu fól hann mér aðalumsjón mej verkinu. Samdi bygginganefnd ] annsóknarstofunnar þá við hr. Sveinbjörn Kristjánsson um að hann tæki að sér að steypa upp byggingarnar ásamt múrverki og trésmíði fyrir 1165000,00 kr., og var tilboðsupphæðin bundin við vísitölu framfærslukostnað- ar. Byggingarnar voru auk húss fyrir rannsóknastofur, 2 hús til vörzlu og uppeldis á íilraunardýrum og íbúðarhús fyrir forstjóra stofnunarinnar. Verk Sveinbjarnar var sem sagt aðeins múrverk og tré- verk undir málningu. Allar lagnir og önnur verk voru fyrir utan akkorð Sveinbjarnar. Aðr- ir verktakar voru sem hér segir og unnu allir samkvæmt reikningi: Raflögn, Johan Rönning og Co. Hitun, R. Crittall og Co. London umboðsmaður hér Axel Kristjánsson. Vatnslögn o; hreinlætistæki, Richard Eiríks- son. Málning, Ósvaldur Knud- ::en og Daníel Þorkellsson. Korklagning á gólf, Guðm. Kristjánsson og Ólafur Ólafs- son. Kælitæki, Björgvin Fred- eriksen. Húsgögn, borð og skáp- ar í rannsóknarstofur voru smíðuð samkvæmt teikninguo gerðum af mér. Sumt var smíð • að 1 Svíþjóð, og sumt hér heima. Einnig sá Landssmiðjan um ýmsa málmsmíði, t.d. jötur grindur í dýrahús o.fl. Byggingarframkvæmdir hóf- ust í júní 1946, og átti verkum Sveinbjarnar samkvæmt samn- ingi að vera lokið fyrir 15. júní 1947. Svo varð þó ekki, en um haustið voru byggingarm i Sveinbjarnar komin í algjör öngþveiti, og hlupu þá synir hans tveir undir bagga með konum, þeir Óskar SveinbjÖrns- son og Sigurður Sveinbjörnsson, og hélt verkið svo áfram undir stjórn Óskars, en var áfram á nafni Sveinbjarnar þar til 5. ágúst 1948. Þá var gert upp við Sveinbjörn, en gerður var nýr samningur milli bygging- arnefndarinnar og bræðranna um smávægilegar eftirstöðv- ar af verkinu. Er þá í mjög stuttu máli rakin saga Svein- bjarnar, á Keldum. Hugarórum SveinbjaTnar Kristjánssonar um hina enskn skýrslugerð mína, þar sem eg á að hafa fært á hann stórar íjárupphæðir sem hann hafi aldrei tekið á móti, mótmæli ég sem algjörlega tilhæfulausri illmælgi og rógi. Ég hefi aldrei samið eða af- greitt neinar enskar skýrslur um útgjöld Keldna, enda ekki í mínum verkahring. Bókhald og dagleg byggingaútgjöld stofnunarinnar voru í höndurn gjaldkera húsameistaraembætt- isins, og varð eg, jafnt og aðrir, sem þurftu að fylgjast með ijárhag bygginganna, að sækja upplýsingar til hans. Afskipti mín af fjárhag rann- sóknarstofunnar voru aldrei þau, að afla henni fjár, heldur hin, að gæta þess, að ekki væru greiddar aðra kröfur en þær sem réttmætar reyndust. Hug- arþel Sveinbjaimar Kristjáns- sonar til mín getur vafalaust gefið mönnum nokkrar vísbend - ingu um hvernig ég hafi innl það starf af hendi. Hinsvegar tók ég saman á sínum tíma, eða í byrjun sept- ember 1948, samkvæmt beiðni dr. Björns Sigurðssonar, lækn- is, formanns byggingarnefndar- innar, yfirlit yfir þær skuldir sem þá þegar höfðu verið gerð- ar um framkvæmd verka. Þa x verk sem’ ekki voru fullunnin, var reynt með aðstoð viðkom- andi verksala að áætla eins ná- kvæmt og kostur var á. Enn fremur lét ég fylgja þessu í samráði við Björn Sigurðsson áætlun um kostnað við hið allra nauðsynlegasta, sem vant- aði, en ekki var byrjað á þá. Þessa skýrslu afhenti eg for- manni byggingarriefndar 8. sept. 1948, og mun það vera hinn „óútskýranlegi skulda- listi við ýmsa verktaka“, sem Sveinbjörn ræðir um „þótt ekki væri vitað um annan verktaka en mig, og átti enginn annar að vera samkvæmt verksamn- ingnum“. Menn beri ummæli Svein- bjarnar saman við yfirlit það um verktakana, sem ég birti í upphafi máls míns. Eins og áður er getið var það ekki mitt hlutverk að afla rannsóknarstofunni tekna, og var mér allsendis ókunnugt um tildrög þess að The Rockefeller Foundation veitti 50 þús. doll- ara aukaframlag haustið 1948. að Keldum ameistarans. En þar sem herra Sveinbjörn Kristjánsson hefir borið það a borð fyrir alþjóð að þetta við- bótaframlag Rockefellerstofn- unarinnar hafi fengist út á falsaðar skýrslur mína um út- gjöld Keldna til hans, þá sneri ég mér til Menntamálaráðu- neytisins, til þess að afla mér vitneskju um þetta atriði. Fékk ég þar að sjá bréf það er hér fer á eftir, og birt er hér með leyfi ráðuneytisins. Bréfið, hef- ur meðal annars inni að halda upphæðirnar á lista þeim sem uim var rætt. Hinsvegar tel eg ástæðu- laust að birta listann sjálfann, en hann liggur hjá mennta- málaráðuneytinu, þar eð hann mundi fylla alltof mikið í einni blaðagrein með þeim skýringum og sundurliðunum sem á honum eru: „í september 1948 var svo komið um byggingarfram- kvæmdir við Tilraunarstöð háskólans á Keldum, að fyrir- tækið skuldaði kr. 488,086,15 til ýmissa verktaka og til skrif- stofu Húsameistara ríkisins. Þetta sundurliðast annig: 1. Skujld við skrifstofu Húsa- meistara ríkisins. kr. 62,503,39. 2. Við Sveinbjörn Kristjánsson, trésmíðameistara um: 55,000,00. 3. Skuld við Landssmiðjuna kr. 50,000,00. 4. Skuld við Nýju blikksmiðjuna um: kr. 33,000,00 5. Skuld við Johan Rönning, rafvirkjameistara, . um kr. 70,000,00. 6. Skuld við Rafha, Hafnarfijrði kr. 16,918,70. 7. Skuld v'ið Hjálmar Þorsteins- son, tjrésmíðameistara kr. 36,000,0(|. 8. Við Olíuverzlun j íslands kr. 1,500,00. 9. Við J. Þorlákssion og Norðmann kr. 1,158,50.110. Við Rafmagnsveitu Reykjavíkur kr. 10,000,56. 11. Við Ve|amálaskrifstofuna kr. 10,000,00. 12. Við Steypustöð- ina h.f. 2,000,00. 13. Við Osvald Knudserj, málarmeistara um: kr. 100,(^00,00. 14. Við Ríkharð Eiríksson, pípulagningameist- ara um: kr. 20,000,00. 15. Ýms- ir smærri reikningar um: kr. 20,000,00. Alls kr. 488,086,15. Auk þess var mikið óunninð, en talið var, að það allra nauð- synlegasta, sem gera þyrfti þá þegar, mundi kosta um 122,000,00 kr. Bein fjárþörf á þeim tíma til þess að tryggja, að framkvæmdirnar strönduðu ekki, var samkvæmt ofansögðu talin kr. 610,086,15. Þetta var byggt á upplýsing- um frá skrifstofu Húsameistara ríkisins og tilkynnt mennta- málaráðuneytinu 8. sept 1948. Þá þegar hafði verið eytt i byggingarframkvæmdir sam- kvæmt uppgjöri Húsameistara ríkisins, kr. 1,897,309 og meira fé var ekki til ráðstöfunar eins og sakir stóðu. Undirritaður sneri sér þá til the Rockefeller Foundation v New York, sem þegar hafði gefið 150,000,00 dollara til kaupa á áhöldum og efni og til byggingarframkvæmda, með bfeiðni um viðbótarframlag, sem kæmi gegn a.m.k. jöfnu fram- lagi úr Ríkissjóði íslands. Rökstuðningur fyrir beiðn- inni var sá, sem að ofan grein- ir. Stjórn Rockefeller sjóðsins tók þessari málaleitun vinsam- lega og endirinn varð, að Há- skóla íslands voru gefnir 50,000,00 dollarar til viðbótar, til stofnframkvæmda á Keldum, sem með þáverandi gengi nam um 325,00,00 ísl. krónur. Þessi höfðinglega viðbótar- gjöf ásamt mótframlagi ríkis- sjóðs, hefir gert Tilraunarstöð- inni kleift að standa við skuld- bindingar sínar, og að ljúka við þau verk, sem óunnin voru í sept. 1948. Hér verður ekki far- ið út í að telja þau verk, þar eð það skiptir ekki máli í sam- bandi við kröfu hr. Sveinbjarn- ar Kristjánssonar. Sú staðhæfing, að sótt haffc verið um viðbótargjöf frú Rockefeller Foundation til aS- bæta hr. Sveinbirni Kristjáns— syni — umfram samnings- bundnar greiðslur — það tjó i, sem hann nú telur sig hafa. orðið fyrir af verki sínu, er mén alveg óskiljanleg og vissulega er hún gjörsamlega úr lausi lofti gripin. Viðskipti hans vicí' byggingarnefnd Tilraunarstöð- varinnar voru öll glögglega samningsbundin, og þegar só.t var um viðbótarstyrkinn, hafði. þegar mjög ótvírætt verið geng- ið frá endanlegum skuldaskil- um milli verksala og bygging- arnefndar með samningi undir- rituðum 5. ágúst, 1948. Það fé, sem fyrirtækið skuldaði verk- sala 5. ágúst, 1948, var að sjálf- sögðu greitt strax og fé var~ fyrir hendi og eftir ákvæðura samningsins .á sama hátt og; aðrar réttmætar kröfur. Á það skal enn bent, að bygg- ingarnefnd gekk svo langt til (Framh. á 7. síðu) Varahluiir í m • t* ® m • biireiðir, ntjfkoMnnir: Fjaðrir. Fjaðraboltar. Pakkdósir. BremsuborSar. Bremsugúmmí. Hurðaskrár. Hurðahúnar. Rúðuupplialarar og- sveifar. Stímplar. Hringir og Ventlar í 8 cyl. mótora. Hljóðkútar. Demparar. Rafkertí. Kveikjuhlutar. Spindilboltafóðringar. Spindilboltar. Viftureimar. Vatnskassahosur. Stýrisendar. Vatnskassar í fólksbíla* Framöxlai* í vöruvíla. Hausingastútar. Viftur. Rúðuþurrkarar. Blöð og- armar o. m. m. fl. SVEiNN EGILSSON H.E. Símar 2976 — 3976. —• REYKJAVlK.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.