Vísir - 13.06.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 13.06.1952, Blaðsíða 7
Föstudaginn 13. júní 1952 V I S I R t KATRIIM ^vvuvvwwvvvwuvwuwvuvvuvwwwvvvvuwuvvvwvvw^ ef hann hefði aldrei stigið þar fæti sínum. í örvilnan sinni fannst henni einhver veginn, að ekkert illt hefði komið fyrir, ef hann hefði haldið kyrru fyrir í sínu eigin landi. Enn var deilt harðlega og allt í einu glamraði í vopnum. Skerandi neyðaróp konu heyrðist um allt húsið. Katrín og Douce spruttu á fætur. Hann bað hana að víkja þétt að veggn- um, en beið ekki til þess að sjá hvort hún færi að ráðum hans, og þau þustu bæði fram, þar sem þeir Alard og Oxenbrigge stóðu hvor andspænis öðrum með brugðin sverð. Við skímu frá einu kerti voru þeir famir að berjast. „Herrar mínir, fram í salinn, fram í salinn. C'e s t i m p o s- sible de vous battre ici. Impossible!" — (Það er ógerlegt að berjast hér — ógerlegt). Þetta var í fyrsta skipti, sem Katrín hafði séð hann I hugar- æsingu, og án þess hann vissi af hafði hann mælt á sínu eigin máli, sem fenginn skildi þarna, nema Elisabeth Alard. Á næsta andartaki var sem hann hefði tekið ákvörðun um hlutlausa afstöðu, og hann stóð þarna með krosslagða arma á brjósti, og virti fyrir sér þá, sem börðust. Alard hafði lagt frá sér kertið á borðið, en kona hans þrifið það. Hún hélt því hátt á loft með titrandi hönd, svo að skuggarnir voru á einlægu iði um veggina og virtust taka þátt í hildarleiknum, og var sem hálf tylft manna berðist en ekki bara tveir enskir herramenn. „Lofið mér að komast til móður minnar,“ kallaði Katrín. En Robert Douce hreyfði sig ekki úr sporum. Katrínu fannst sem móðir hennar væri mitt í bardaganum, umvafin skuggum eða veikri skímu, og blikandi sverðsoddar allt í kringum hana. Hún barði á herðar Douce til þess að fá hann til þess að hleypa sér fram hjá, en hann hreyfðist ekki úr sporum. Hann var eins og járnið, sem hann vann úr jörðu. En nú fór hún að gefa gaum keppendunum og sá, að faðir hennar hafði betur. Hann hafði hrakið Oxenbrigge út í horn, og þar átti hann í vök að verjast. Þótt hann væri yngri var hann móðari, og allt í einu kviknaði sú ósk í huga hennar, að faðir hennar gengi af hon- um dauðum. Allt í einu heyrði hún þrusk og þys að baki sér og var þar allt þjóna og þernulið komið fyrir forvitni sakir, til þess að vera vitni að vansæmd heimilisins. „Farið, farið,“ kveinaði Katrín. í þessum svifum sveiflaðist til handleggur móður hennar og kertið hentist í loft upp og slokknaði á því í fallinu, og andartak var lcoldimmt — mikið glamur, vopnabrak, þungt fall, andvarp. Og nú voru blys kveikt og er þeim vai’ lyft var bjart hið efra um loft og veggi, en er blysin voru lækkðu lagði bjarmann á gólfið og í hvert horn og að lokum á blett- ánn, þar sem Alard lá. 29. Robert Douce hlaut að hafa vikið til hliðar, því að Katrín vissi það næst af sér, að hún kraup á kné við hlið föður síns. Hún þreifaði undir skyrtu hans og hönd hennar' varð blóðug. Hann hreyfðist ekki, enginn andardráttur hejrrðist. Hún fekk ekki mælt, en leitt upp á Oxenbrigge, sem hallaði sér að gluggakistunni og var að slíðra sverð sitt; en Elisabet Alard lyfti hönd sinni, eins og hún enn héldi á kertinu. „Móðir,“ sagði Katrín, „komdu og hjálpaðu mér.“ En hún virtist ekki geta hreyft sig úr spön rn. Hún stóð þarna áfram með upplyftan armlegg og endurtók í sífellu: „Hann er dauður, hann er dauður.“ „Já,“ sagði Katrín, og lagði hönd sína á hjarta föður síns, „hann er dauður.“ Þá kom hreyfing á Oxenbrigge og hann ætlaði að ganga til dyra. Enginn virtist áræða að stöðva hann. „Þetta var heiðarlegur leikur,“ sagði hann í dyrunum. „Hann bauð mér að draga sverð úr slíðrum og verja hendur mínar.“ „Þú vógst hann í myrkri.“ „Hann sótti að mér og eg lagði til hans. Það dimmdi óvænt og við gátum ekki hætt.“ Katrín gat ekkert frekara sagt. Hún vissi orsök þess, að dimmdi. „Eg ríð til húss föður míns,“ sagði Oxenbrigge. „Ef einhver ættingja Alards leitar mín er mig þar að hitta.“ Og hann stikaði út. „Oxenbrigge,“ veinaði Elisabet, „Oxenbrigge.“ En hann var farinn. Og ómurinn af fótataki varmennisins þagnaði skyndilega. Hurð var skellt að stöfum....... Elisabet Aiard hneig niður við mikið skrjáf í silkiklæðum hennar. Katrín hreyfði sig ekki. Hún gat ekki fengið sig til að snerta við henni. En nú ruddist inn Magde Piers, þerna frúarinnar, lyfti henni upp og mælti: „Komið, lafði mín, þetta er reynslu og sorgardagur fyrir yður, og þér eruð hvíldar þurfi. Komið og hvílizt.“ Hún leit þóttalega á alla viðstadda, er hún leiddi burt grát- andi húsmóður sína. „Þið ættuð að aumka hana, — þetta var ekki henni að kenna. Örlög hennar voru skráð í stjörnurnar. Enginn má sköpum renna.“ Dulrænai frásagnir Höllu-pyttur Það hafði borið til nýlundu um daginn, að sézt hafði til ríð- andi manns, ofán dal þann, er Bæjardalur nefnist, og stefndi hann út í Hlíðarland, en því þótti það nýlunda, að þar var enginn mannavegur né manna von á þessari leið. Daginn eftir var gerð leit að Höllu og fannst hún þá dauð í pytti einum, er síðan heitir Höllu-pyttur. Lík hennar var flutt heim og var það lagt hirðuleysislega á bæj- arhelluna í bili, og lá þar um stund, þar til betur var gengið frá því. Sennilega hefir verið litið svo á, að Halla hafi fyrir- farið sér, og var útförinni hag- að eftir því. Ekki er þess getið, að neitt bæri til tíðinda í Hlíð fyrr en næsta sumar, sama daginn, sem Halla fannst dauð árið áður. Þá gekk Guðrún húsfreyja út, en er hún steig á helluna, sem líki Höllu hafði verið fleygt á, datt hún dauð niður. Komst nú á kreik orðrómur um, að Guðrún mundi hafa fengið Hallgrím bróður sinn til að senda draug til að drepa Höllu og hefði það verið mað- urinn, sem sást fara svo und- arlega leið daginn sem Halla drukknaði. Eftir þetta sást Halla oft í fylgd með afkomendum Guðrúnar, og er svo talið, að hún fylgi þeim enn. Ekki er þess getið, að l.Vm hafi gert neinum þeirra mein, og má vera að þeir njóti að því Ásmundar unnusta hennar. (Samkvæmt sögnum úr Lóni '27). Veðiirhljóð. Um 1900 var ,eg að segja börnum til á Stafffelli LFellum. Eitt kvöld um veturinn gerði snjóhríðarbyl sem oftár, er hélzt yfir nóttina, Um kvöldið mjólkuðu þær kýrnar, Þorbjörg Oddsdóttir og Anna Björg, er þar var lengi. Hún stanzaði á tröðinni, hlustar á veðurgný- inn á þekjunni, og segir með alvöru-áherzlu: „Nú er hann að drepa einhvem úti, það bregzt mér ekki“. ■— „Ólíklegt því ýmist til þessarar hliðarinnar eða hinnar. Fyrir sólarhring er það, að nokkrir séu úti núna, 30. Langur tími virtist líða þar til allir voru farnir. Katrín stóð þarna og hlustaði eftir þungu fótataki þeirra, sem báru burt lík föður hennar — um forsalinn og upp í svefnherbergi hans, þar sem hann mundi hvíla, þar sem hann yrði fluttur til hinstu hvíldar í Leasankirkjugarði. Hún vissi, að hún hefði átt að fara upp, eins og móðir hennar hefði átt að gera, til þess að sjá um, að líkið yrði þvegið og um það búið sem venja var til, lesa bæn og signa það, en þetta mundi nú vera hlutverk gömlu Joan — og það mundu ekki vakna sömu tilfinningar í brjósti hennar, er hún leit á andlit hans. „Pabbi, pabbi,“ kallaði hún allt í einu og það var auðn og tóm í hjartanu, og hún vissi varla, að hún hefði rekið upp angistarvein, fyrr en Robert Douce stóð við hlið henni og mælti: „Er nokkuð, sem eg get gert?“ Hún hafði gleymt nærveru hans. Nú vissi hún, að hann hafði staðið þarna allan tírhann, lagt við hlustirnar, gefið henni gætur. Hún fylltist viðbjóði á honúm og mælti: „Nei — ekkert frekara.“ Hann skildi ekki hvað hún var að fara. „Væri ekki bezt, að eg færi eftir lækni?“ „Jú, sem fyrst, farið —,“ sagði hún til að losna við hann. „Eg ríð þegar til Hastings.“ „Ríðið til helvítis ef þér viljið,“ sagði hún og þaut fram hjá honum og upp í herbergi sitt. Klukkan sló tíu. Hafði allt þetta gerzt á einni klukkustund? 31. Katrín lá lengi andvaka — í fyrsta sinn ævinni. Hún hlustaði eftir í hvert skipti sem klukka sló í húsinu — og hénni fannst tíminn aldrei ætla að líða. Milli klukkan 3 og 4 heyrði hún að gengið var um í húsinu. Það hlaut að vera læknirinn, sem kominn var tií móður hennar. En Katrín vildi ekki fara á fæt- ur — Magde Piers gat farið. — Hún hafði þreytuverki í öll- um líkamanum, en henni fannst höfuð sitt eins og logandi blys. Hún gat ekki látið höfuðið hvíla kyrrt á koddanum — bylti Þegar dyrnar létu undan þunga árásamanna bjuggust mennirnir, sem fyrir innan voru til varnar og ætluðu að selja líf sitt dýrt. Þeir röðuou sér fyrir framan kön- urnar og Tarzan stökk fram þrátt fyrir að Hassán væri með hlaðna byssu 5 hendinrd. Nú heyrðist allt í einu mikill há- vaði við girðingu þorpsins, en fíla- hjörðin ruddist áfram og braut allt er fyrir varð. Nokkrir risavaxnir fílar vorú komnir fast að Aröbunum áður en þeir urðu þeirra varir og sló felmt- ur á þá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.