Vísir - 13.06.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB O G LYF JABÚÐIE
Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Laugavegsapóteki, sími 1618. ¥1
LJÓSATÍMI
bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23.25—
3,45. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 21.10.
Föstudaginn 13. júní 1952
Frækið þýzkt knattspyrnuEið
kemur uudir mátiaiamöL
]>æð er bbi* íélö^escai í Iíbbiíb b*1uibcl se asa.
26. júní næstkomandi munu
lcoma hingað til lands 15 þýzkir
Jknattspyrnumenn frá knatt-
spyrnusambandi Rínarlanda.
Verður þetta án efa. stærsti og
síðasti íþróttaviðburður ársins.
Aðdragandi að komu knatt-
spyrnumannanna er sá, að árið
1950 buðu knattspyrnufélögin
Fram og Víkingur þýzkum
iknattspyrnuflokki hingað til
lands, og hlutu íslenzku félög-
in í þess stað heimboð hjá Þjóð-
verjum á síðastliðnu ári, eins
og menn rekur eflaust minni í.
Nú var það ósk knattspyrnu-
manna og þeirra, er góðri
knattspyrnu unna, að teknar
yrðu upp gagnkvæmar heim-
sóknir, þannig að íslenzku fé-
lögin stæðu straum af kostnaði
við komu þýzku knattspyrnu-
mannanna, og á alveg sama hátt
munu Þjóðverjar standa
.straum af komu íslendinganna
til Rínarlanda, en í ráði er að
áslenzkir knattspyrnumenn fari
utan næsta haust.
Kappleikar
Þjóðverjanna.
Eins og áður er sagt, munu
Jjýzku knattspyrnumennirnir
koma hingað til Reykjavíkur
26. júní, og dveljast þeir hér
til 5. júlí, er þeir halda heim á
Jeið. Á því tímabili munu þeir
lieyja 4 kappleiki. Fyrsti leik-
urinn verður háður við Fram,
•er gengst fyrir komu hinna
crlendu gesta hingað. Annar
leikurinn verður svo við úrval
úr Val og K.R. íslandsmeistar-
arnir, Akurnesingar munu leika
3. leikinn við Þjóðverjana. Að
síðustu munu hinir þýzku
knattspyrnumenn leika við úr-
val úr Reykjavíkurfélögunum.
Víkingur mun ekki leika við
Þjóðverjana að þessu sinni, þar
eð þeir halda til Færeyja í það
mund, er Þjóðverjarnir koma
hingað.
Má fullyrða að þetta verða
skemmtilegustu og hörðustu
knattspyrnukappleikir þessa
árs. Liðið, sem kemur hingað,
er úrval beztu knattspyrnu -
manna úr 4—5 borgum í Rín-
arlöndum.
Gísli Sigurbjörnsson skýrði
fréttamönnum frá þessu í gær-
dag, og mun blaðið skýra nánar
frá tilhögun leikanna, svo og
frá niðurröðun kappliðanna,
áður en hinir þýzku knatt-
spyrnumenn koma til landsins.
Maður feSIur af
húsþaki.
Það slys vildi til í gær, að
maður féll niður af þaki út-
byggingar Hótel Borg, og meidd
ist allilla.
Maður þessi, Kristján Jökull
Pétursson, var að vinna að við-
gerð á þaki svonefnds „gyllta
salar“ hótelsins, e útbygging sú
liggur að Shellportinu. Féll
'Kristján Jökull niður í stein-
steypt portið og mun fallið vera
um þrír og hálfur metri. Kom
hann niður á bakið og meiddist
illa. Var hann fluttur í Lands-
spítalann og kom í Ijós, að hann
hafði hryggbrotnað. Líðan hans
er etfir atvikum.
AEexanáer á
leið fii Kórem.
Einkaskeyti frá AP.
Tokyo í morgun.
Alexander lávarður, land-
varnaráðherra Bretlands og
Mark Clark hershöfðingi, fóru
loftleiðis í morgun frá Tokyo
til Kóreu.
í gær ræddi Alexander lengi
við Mark Clark og helztu for-
ingja hans í höfuðstöðvum hans
í Tokyo. Alexander heilsaði
líka upp á Hirohito keisara.
Rússar eiga mesta skóg-
arflæmi í heiminum.
Það þekur hálfan þriðja milljarð ekra.
f fyrsta skipti í 15 ár, hafa
Káðstjórnarríkin gefið út
*kýrslu um hina gífurlegu
stærð skóga í Sovétríkjunum,
að því er segir í austur-þýzka
jblaðinu „Austur-Evrópa“.
Þar í landi eru 2.500,000,000
ekrur þaktar skógi, og eru þær
upplýsingar hafðar eftir rúss-
:neska ráðherranum V. Kolda-
nov. Heildareign Rússa á timbri
er um það bil 59.000.000.000
teningsmetrar, eða meira en
'helmingi meira en timbureign
Bandaríkjanna, Kanada, Sví-
þjóðar og Finnlands samanlagt.
Upplýsingar um skógaeign
Rússa og birgðir þeirra af
timbri eru mjög athyglisverðar,
•eins og nú standa sakir, vegna
þess að nýlega tilkynntu ráða-
mennirnir í Moskvu, að þeir
hefðu í hyggja að auka útflutn-
dng á timbri til landanna í
Vestur-Evrópu, ef núverandi
verzlunarhöftum væri aflétt. —
Um það bil 60% eða 1.500-
000.000 ekrur (ekra er ca 0.4
hektar) eru þaktar fullvöxn-
um trjám, sem eru hentug í
bjálka. Um 78% af þessum
trjám eru lerkiviður, birki og
aðrir góðviðir.
Staðreynd, sem Koldanov
sýnd fram á, er, að 55% af
fullvöxnum trjám í rússneskum
skógum eru meira en aldar-
gömul það er áð segja orðin
of gömul, en á sama tíma eru
aðeins 14% af trjám 40 ára
gömul. Þar sem alls ekkert
skógarhögg er stundað í mörg-
um stórskógum RússlamL, er
það augljóst, að mikill hluii af
skógum landsins fer forgörðum,
þar sem gömul tré deyja, falla,
þjást af sjúkdómum af völdum
skordýra eða verða skógareld-
um að bráð.
Alexander, landvarnaráðherra
Breta, sem nú er á leið til Kóreu
til þess að kynna sér ástandið
þar. Alexander var í gær í
Tokyo og géklc á fund Japans-
keisara.
(jón H. Guð-
mundsson
ritstjérL
Jón H. Guðmundsson rit-
stjóri lézt í gær eftir langa legu
í sjúkrahúsi.
Jón var maður á bezta aldri,
45 ára og var banamein hans
hjartabilun. Jón hafði haft.rit-
stjórn vikublaðsins „Vikunnar“
um langt skeið á hendi, en auk
þess var hann kunnur fyrir önn
ur ritstörf, ekki sízt smásögur
sínar, og hafa komið út eftir
hann margar bækur.
Þessa ágæta manns verður
síðar getið hér í blaðinu.
3000 fangar voru fluttir til á
Koje-ey í morgun, án þess að
til árekstra kæmi.
Bændaförin hefst
í dag.
Bændur úr Vestur-Húna-
vatnssýslu leggja af stað í kynn
isföt til Shðurlands í dag.
Þátttakendur verða 70.
Fyrsta daginn verður ekið
suður yfir heiði og um Borgar-
fjarðarhérað og m. a. komið við
á Hvanneyri og síðan skoðuð
Andakílsárvirkjunin, ekið um
Þingvöll til Laugarvatns og
gist þar. Þaðán verður farið
næsta dag til Skálholts, Geys-
is og Gullfoss og dreifa bænd-
ur sér þar næst um Hreppana
og gista hjá ýmsum bændum
þar. Þar næst verður farið um
Sámsstaði og Múlakot til Vík-
<jr og svo allt til Kirkjubæjar-
klausturs. — í bakaleiðinni
verður komið við í Gunnars-
holti, Mjólkurbúi Flóamanna og
víðar, og þaðan til Reykjavík-
ur. Hinn 18. verður lagt af stað
norður með viðkomu í Reyk-
holti.
Leonida Beflon
t«»32 síS'siÍBnfgvess'i.
Laugardaginn 7. þ.m. hélt
ítalski tenór-söngvarinn Leon-
ida Bellon hljómleika hér í
Nýja Bíó með undirleik Fritz
Weisshappel. Er hér á ferðinni
stór-glæsilegur söngvari og
hreinræktaður ítali með öll
einkenni ítalska skólans, enda
minnist eg ekki að hafa heyrt
jafn-lausa og óþvingaða radd-
beitingu hér um slóðir a.m.k.
Þetta er voldugur hetju-ténór,
en getur þó verið undur þýður
og blæfagur, þar sem hann vill
það við hafa, einkum þó á
hæsta og lægsta sviðinu. Mið-
sviðið virðist dekkra og ekki
jafn tært, en vera má að mikil
hitasvækja, sem var í húsinu,
hafi átt nokkurn þátt í því.
Um lagræna túlkun var eg
ekki ávallt samdóma smekk
söngvarans, og virtist mér hann
hafa nolckra tilhneigingu til
lausleiks við ritháttinn á köfl-
um, en raunar var hér eingöngu
um Operu-aríur að ræða, og
maðurinn mun fyrst og fremst
vera óperusöngvari. En forvitni
hefði tnér verið á, að heyra
hann túlka ljóðræn viðfangs-
efni, því að röddin er bæði
stórbrotin og fögur, sem að
ofan greinir. — Undirleikur
Weisshappels var með miklum
ágætum, og bárust báðum lista-
mönnunum blómvendir. Hús-
fyllir var, og raunar rúmlega
það, og undirtektir áheyrenda
mjög innilegar, enda varð
söngvarinn að syngja nokkur
aukalög.
Þakka eg Tónlistarfélagi
Akureyrar fyrir að fá þennan
snilling hingað, því að hér var
um stóran tónlistarviðburð að
ræða fyrir Akureyri.
Akureyri, 9. júní 1952.
Björgvin Guðmundsson.
í Persíu hefir verið bannað
að láta dansmeyjar skemmta
gestum næturklúbba.
Mýtt gistihús í Borgar-
nesi tekið ■ notkun.
S.l. sunnudag var tekin í
notkun efri hæð gistihússins
sem er í smíðum í Borgarnesi.
Er það með ráðin nokkur bót
á hinum miklu erfiðleikum, sem
verið hafa á því að greiða fyrir
ferðamönnum, síðan er gisti-
húsið brann.
Á hæð þeirri, sem nú hefir
verið tekin í notkun, er lítill
salur, sem notaður verður sem
samkomu- og borðsalur, og
gestaherbergi. Hæðin var vígð
með fermingarveizlu. Á neðstu
hæð gistihússins verða skrif-
stofur, veitingasalur mikill o.
fl. Alllangt mun eiga í land, að
veitingahúsið verði fullgert.
vegna ýmissa erfiðleika, en bót
í máli, að mikilvægum áfanga
hefir verið náð. Sýsla, bæjar-
félag og ýmsar stofnanir og
einstaklingar standa að hinu
nýja gistihúsi. Gistihússstjóri
er Ingólfur Pétursson.
Unnið er áfram að byggingu
sundlaugar vestan skrúðgarðs-
ins í Skallagrímsdal. Verður
hún rúmlega 12 metrar á lengd.
Búið er að steypa botninn.
Framkvæmdir eru nýlega
hafnar við byggingu Barna -
skóla Mýrarsýslu við Stafholts-
veggjalaug.
Eldborgin mun fara á síld-
veiðar í sumar, en tryggt mun,
að skip verður í förúm í sumar
milli Borgarness og Reykja-’
víkur, er hún hættir þeim
ferðum.
Gróður er sama og enginn.
Var kominn vel á veg fyrir
norðanveðrið, en þá hljóp
kyrkingur í allt, og nýgræð-
ingur króknaði. í þíðunni að
undanförnu fór heldur að lifna
yfir en allur gróður bæði á tún
um og ýtjörð er sára lítill.
— Gunnar Myrdal
Frh. af 1. síðu.
eitthvað alvarlegt fyrir erum
við jafnan kvaddir til ráða, t.d.
vorum það við sem sömdum
um loftbrúna til Berlínar árið
1949.“
Rétt í þessu flaug flugval
yfir sendiherrabústaðinn. „Er
mikið um flug hér?“ spyr Myr-
dal.
„Aj.lt að því þriðji hluti ís-
lenzku þjóðarinnar flýgur ár
hvert.“
Prófessorinn leit hálfundr-
andi upp til fugla himinsins og
farþegaflugvélar frá Flugfélagi
íslands, sem var um það bil
að lenda á Reykjavíkurflugvelli.
Jafnvel forstjóri efnahags-
nefndar Sameinuðu þjóðanna
áttar sig ekki á því, að gamla
ævintýralandið hans er orðið
land tækni og mikilla framfara.
Prófessor Gunnar Myrdal
heldur fyrirlestur í Háskólanum
á mánudagskvöldið. Eins og
kunnugt er, er hann einn af
lærðustu mönnum Evrópu, svo
að mörgum mun leika hugur á
að hlusta á hann.