Vísir - 20.06.1952, Blaðsíða 1
42. árg.
Föstudaginn 20. júní 1952
236. tbl.
Sænskri bridgesveit boðið
hingað í sumar.
Bæjarkeppíii iiiilli Bvíkur og Stokkhóluss.
Vb. SÞugný neg Sssnséss Seiim síltSms':
Bridgefélag Reykjavíknr hef-
ir boðið hingað til lands sænskri
1 úrvals bridgesveit og er hún
væntanleg síðari hluta sum-
arsins.
Fyrirkomulag keppni við
sveit þessa verður með þeim
hætti að fyrst verður bæja-
keppni milli Reykjavíkur j;
Stokkhólmsborgar. Síðan kepp-
ir sænska sveitin við ýmsar
beztu sveitir hér í Reykjavík
og einnig er tvímenningskeppni
fyrirhuguð í sambandi við komu
hennar hingað.
Upp úr næstu helgi efnir
Bridgefélag Reykjavíkur til
almennar tvímenningskeppni í
bridge og verður úrslit þeirrar
keppni látin ráða hverjir keppa
við Svíana í sumar, að bæja-
keppninni lokinni.
í þessari tvímenningskeppni,
sem nú er að hefjast, er öllum
heimil þátttaka og skulu þeir
þá tilkynna þátttöku sína hið
fyrsta í síma 6006, 6557, 5089
og 7038.
Svíar eru taldir afbragðs góð-
ir spilamenn og á undanförnum
Evrópukeppnum hafa þei'
reynzt í fremstu röð og þess
skemmst að minnast að 1950
tók sænsk sveit, ásamt tvéimur
íslendingum þátt í heimsmeist-
arakeppni þeirri, sem þá var
háð í Bermuda. Urðu þeir þar
aðrir í röðinni.
Reykvískir spilamenn vænta.
sér mikils af komu hinnar<
sænsku sveitar hingað til lands
í sumar og að margt megi af
henni læra.
-----1--—.
Þjóiverjar uriu
hlutskarpastir.
Fyrir nokkru unnnu Þjóð-
vérjar fyrsta sigur sinn í kapp-
akstri eftir að stríðinu lauk.
Voru tveir Mercedes-Benz-’
bílar fyrstir í 24 klst. kapp-
akstrinum, sem árlega fer fram
í Le Mans í N.-Frakklandi, en
þá er ekið þindarlaust 24 klst.
á 13 km. langri hringbraut.
Meðalhraði fyrsta bílsins var
155 km. á klst. Þriðji bíllinn —
ensk-amerískur Nash-Healey
— var 200 km. á eftir þeim
þýzka, þegar þeir komu í mark.
-----*----
Ýmist í ötía
eða eyra.
Sidney. (A.P.). — Eftir
margra mánaða þurrka, sem
hafa eyðilagt gróður á miklu
flæmi víða um landið, hefir nú
brugðið til rigninga á þessum
hjara Ástralíu. Á fyrsta sólar-
hring úrkomunnar rigndi 300
mm. og hafa margir orðið að
flýja heimili sín.
Fram vann Víking
— 1:0.
7 leikur íslandsmótsins var
leikinn í gærkveldi.
Lauk honum með sigri Fram
yfir Víking, með einu marki
gegn engu. Markið var sett á
seinustu mínútu fyrri hálfleiks.
Leiksins verður getið nánar hér
í blaðinu á morgun.
------...... .
Akranes tapaði
fyrir Lilleström.
Lilleström vann Akranes í
gær með 5:2.
Leikurinn var lengi vel jafn,
en undir lokin fekk Lilleström
yfirhöndina, og lauk leiknum
með 5:2. Vörn Akurnesinga
mun hafa staðið sig vel, og þó
sérstaklega markvörður.
Brezklr mámamenn óánægðir.
Unnið ai endurbótum á vinnslutækjum.
Einkaskeyti frá AP. —
London í morgun.
Bretar eru stöðugt að koma
jnámurekstri sínum í betra horf.
Er m a. verið að koma fyrir
nútíma vinnutækjum í fjöl-
mörgum námum, og stöðugt er
verið að leita að nýjum námum
og er vinnsla hafin í allmörgum
nýjum námum.
Talsverðrar óánægju gætir
nu meðal kolanámumanna í
Bretlandi, þrátt fyrir bættan
hag að ýmsu leyti. Hafa skozkir
kolanámumenn t. d. farið fram
á 30% kauphækkun, og kröfur
um hækkað kaup hafa komið
fram í Englandi, og komið til
verkfalla af þeim sökum, en í
óþökk stjórnar námumanna-
sambandsins, sem vill fara
samningaleið í lengstu lög.
Ennfremur gætir stöðugt óá-
nægju yfir því meðal námu-
manna, að allmargir ítalskir
námumenn eru starfandi í
Bretlandi.
Ýmsar orsakir valda því, að
afköst í námunum eru minni en
æskilegt væri, t. d. varð kostn-
aður í fyrra af fjarveru námu-
manna, sem heima dvöldust
vegna gigtveiki að eins, 15 milj.
stpd.
Hér sézt Max Conrad, meðan hann hafði viðdvöl á Keflavíkur-
fhigvelli á þriðjudag og miðvikudag. Hann mun nú vera kominn
til Noregs, en samanlagður flugtími hans frá heimili hans í
Minneapolis var 26 klst. Conrad setti nýlega flugmet vestan
hafs, er hann flaug frá Los Angeles í Kaliforniu — 2461 mílu á
24 klst. 54 mín. í einum áfanga. Fyrra metið fyrir samskonar
flugvél var 2160 mílur á 29 klst.
ráttukjarkur kommúnista
á Malakkaskasa bilar.
Forsprakkar þeirra gefast upp unvörpum.
Einkaskeyti frá A.P. — London í morgun.
Sir Gerald Templer, landstjóri Breta á Malakkaskaga, sem
dvelt í London þessa dagana, til viðræðna við stjórnarvöld
landsins, telur líkur benda til, að baráttukjarkur kommúnist sé
tekinn að bila.
Æ fleiri forsprakkar þeirra
gefast upp og upp á síðkastið
hafa að meðaltali 93 uppreist-
armenn verið felldir á mánuði.
Jafnframt hefir dregið úr mann
tjóni í hersveitunum, sem berj-
ast við þá, eða um 30%, en
manntjón meðal almennings
hefir minnkað um 18%.
Árangurinn má þakka að
verulegu leyti auknu samstarfi
við almenning, sem verður æ
fúsari til þess að láta yfirvöld-
unum í té upplýsingar, sem að
gagni mega koma.
Templer kvað um mikla
framför að ræða á öðrum svið-
Nýr hershöfðingi
í Keflavík.
í morgun kom til Keflavíkur
Ralph O. Brownfield, hershöfð-
ingi, sem tekur við af E. J. Mc-
Gaw hershöfðmgja, er hann fer
af landi brott síðar í dag.
< Brownfield hershöfðingi hef-
ir til skamms tíma verið aðstoð-
ar-yfirmaður flugvalla í skrif-
stofu varaformanns foringja-
ráðs flughersins í Washington.
um, en efnahagshorfur ríkjanna
á Malakkaskaga væru miður
góðar vegna lækkandi verðs á
gúmmíi, sem er aðalframleiðsla
landsins. Yrði að koma í veg
fyrir, að verri efnahagsafkoma
spillti árangrinum af því, sem
þegar hefir áunnist.
---—♦-----
Vikju ekki fresta
umræðum.
Einkaskeyti frá A. P. —
London í morgun.
í neðri málstofu brezka
þingsins var rætt í alla nótt
frumvarp til fjárhagslaga
(finance bill), sem tengt er
fjárlögunum og hafði ríkis-
stjórnin aðeins 7 atkvæða
meirihluta við eina atkvæða-
greiðsluna, en það er naumasti
meirihluti, sem hún hefir haft
við atkvæðagreiðslu til þessa.
Að lokinni þessari atkvæða-
greiðslu báru jafnaðarmenn
fram tillögu um að fresta um-
ræðum, en hún var felld með
14 atkv, meidhluta.
Bæði nýir og gamEii4
fara senniiega á
þær veilar.
ftbrðanbátar komast
Jefnvei út í saæsfu viku.
Viðgerð fer nú fram í slippn-
um á botnvörpungnum Þórólfi,
en í ráði mun, að hann verði
gerður út á síld.
Tveir aðrir gömlu togaranna,
Skallagrímur og Tryggvi gamli,
hafa einnig verið í slipp, að
undanförnu, og verða gerðir út
á síld.
Heyrst hefir og, að einbverjir
nýsköpunartogaranna kunni að
verða gerðir út á síld, en fulln-
aðarákvarðanir munu ekki enn
hafa verið teknar í því efni. Þó
má fullvíst telja, að Egill
Skallagrímsson og Siglufjarðar-
togararnir Elliði og Hafliði
verði gerðir út á síld.
Ennfremur eru líkur fyrir, að
hér við bættist einir fimm ný-
sköpunartogarar, ef hagkvæm-
ir samningar nást um kaup og
kjör við sjómenn.
Karfaveiðar.
Togararnir, sem eru á karfa -
veiðum, hafa aflað vel seinustu
daga. í Reykjavík er verið að
landa úr Karlsefni, sem kom
með fullfermi, og frétst hefir,
að Júlí úr Hafnarfirði, sem fór
aftur á veiðar 13. þ.m., sé vænt-
anlegur inn á mánudag, eða
eftir um viku för. Hann hefir
aflað ágætlega. Bjarnarey er á
leið til Vestmannaeyja með
fullfermi af karfa eftir 5 daga.
Jón forseti kom til Aberdeen í
gær og leggur þar saltfisk á
land en togarinn var á veiðum
við Bjarnarey sem kunnugt er.
Togarinn kemur hingað frá
Aberdeen.
Vélbátaflotinn.
Þá mun *og kominn nokkur
hreyfing á að senda vélbáta-
flotann á veiðar, og nyrðra er
farið að búa báta svo að þeir
munu geta farið út í næstu
viku. Hér eru menn einnig að
byrja síldveiðaundirbúninginn.
Leita síldar.
Samkv. upplýsingum frétta-
ritara blaðsins á Siglufirði
höfðu engar aflafréttir borizt
frá Særúnu, sem fór með síldar-
nót í fyrrakvöld. Annar bátur,
Dagný, er farinn í síldarleit.
Kalt veður er fyrir norðan og
snjóaði ofan í tún á Siglufirði í
nótt. Ekki er búist við að nein
síld veiðist fyrr en eftir a.m.k.
einn hlýjan dag. Öll fyrsta síld-
in fer í beitu, eins og venja hefir
verið.