Vísir - 12.07.1952, Síða 2

Vísir - 12.07.1952, Síða 2
V I S I B Laugardaginn 12. júlí 1952, t tflitt og þetta Tæp 75% af öllum fjölskyld- um í Bandaríkjunum eiga einkabifreiðar. Það gerðist í stóru matsölu- húsi. Hljómsveitin var að ljúka 3agi. Það var þögn í augnablik. Þá heyrðist kona segja við mann sinn: „Þegiðu, ef eg þarf •að hlusta á þína skoðun, þá skal eg segja þér hana.“ • Þessi saga gengur manna á millum í Bandaríkjunum! Landstjóri Jómfrúareyja kom iil Washington, og þar sem eyj- amar hafa mikla hernaðarlega þýðingu, átti hann að fara í hermálaráðuneytið til viðtals við Omar Bradley hershöfð- ingja. Hann sagði við hina ungu afgreiðslustúlku, sem tók á móti honum: „Vilduð þér gera svo vel að segja Bradley, að eg vildi segja nokkur orð við hann.“ Stúlkan sneri sér að síman- um og sagði: „Jómfrúin frá Landstjóraeyjunum er komin og vill tala við yður.“ • Skilti hafði verið sett upp í nágrenni skólans, með eftirfar- andi áletrun: „Akið varlega — skóli. Verðið ekki barni að bana.“ Daginn eftir hafði eftirfar- andi verið bætt við á skiltið: „Bíðið heldur þangað til kenn- ari kemur.“ • . Sérfræðingar geta nú svarað öllum þeim spumingum, sem feðrum kemur í hug að bera fram, en þó er þessari ósvarað: Hvers vegna flissa ungar stúlk- ur? • Sagan segir frá ungri eigin- konu, sem fannst ást eigin- mannsins dvína stórum. Hún leitaði til spákonu, og bað um uppskrift að undrameðali, sem gæti á ný aukið ást mannsins. Hún fékk eftirfarandi upp - skrift hjá konunni: „Takið eitt stykki af góðu nautakjöti, berjið það rækilega og skerið það í sneiðar. Skerið síðan lauk í sundur og núið honum við kjötið. Bætið þar á salti og pipar eftir smekk. Leggið síðan smjörklínu á kjötið og dreifið dálitlu káli þar yfir og látið eiginmann yð- ar borða það. Þetta meðal mun reynast óbrigðult.“ Cim tóihhi Var.... Úr Vísi 12. júlí 1922: Um síðustu mánaðamót brann baðstofan að Ifamri í Svarfaðar- dal til kaldra kola.Kveikti neisti í súðinni og læstist eldurinn þaðan um baðstofuna. Innan- stokksmunum var öllum bjarg- að úr baðstofunni, en hún var óvátryggð. Prófessor F. Paasche lagði af stað í morgun í ferð um Norðurland. Fór hann í bifreið til Þingvalla og voru með honum þeir prófessor Sig- urður Nordal, Bjarni Jónsson 'frá Vogi og Benedikt Sveins- son. — Ögmundur Sigurðsson skólastjóri verður fylgdarmað- ur prófessorsins og fer með hestana til Þingvalla í dag. BÆJAR / réttir Laugardagur, 12. júlí, — 194. dagur ársins. Kennarar. Athygli kennara í Reykjavík og nágrenni skal vakin á því, að farið verður til Kerlingal- fjalla með dönskum kennurum kl. 5, föstudaginn 18. júlí. Far- miðar verða seldir í Ferðaskrif- stofunni kl. 6, 17 júlí. Uppboð, sem auglýst hefir verið í Lögbirtingablaðinu undanfarið á húseigninni nr. 70 við Sól- vallagötu hér í bæ, til slita á sameign, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. júlí næstkomandi, kl. 2.30 e. h. Teikningar af húsinu og sölu- skilmálar eru til sýnis hjá upp- boðshaldaranum í Reykjavík. Döfnuðu vel. Eins og lesa mátti í Vísi á sínum tíma, höfðu þrastahjón gert sér hreiður í vörubíl norð- ur á Akureyri, og gengust góðir menn fyrir því, að þau fengju að vera þar óáreitt, en vöru- bílstjóranum, sem bílinn átti, var bættur skaðinn meðan bíll- inn var óhreyfður. Brugðu menn drengilega við, og safn- aðist allmikið fé hjá Vísi og víðar í þessu skyni. Ólafur Ey- lands, eigandi vörubílsins, hefir beðið Vísi fyrir þakkir sínar í sambandi við þessa óvenjulegu gesti á bíl hans. Ungarnir í hreiðrinu, fimm að tölu, döfn- uðu vel, og um mánaðamótin síðustu voru þeir allir farnir úr hreiðrinu. Lúðrasveitin Svanur leikur á Austurvelli í dag kl. 3.30, ef veður leyfir. Stjómandi er hinn góðkunni tónlistarmað- ur Jan Moravek. Giftingar. Gefin verða saman í hjóna- band í dag, af síra Jóni Auð- hwMcjáta Ht. 1663 z 3 6 T Lárétt: 1 Hitinn, 5 lög (útl.), 7 veizla, 8 dýramál, 9 mók, 11 hermir, 13 alþjóðastofnun, 15 tímabili, 16 sænskt nafn, 18 verzl.mál, 19 reiða. Lóðrétt: 1 Konung, 2 lána, 3 beygja sig, 4 félagsheiti (útl.), 6 liðið, 8 farg, 10 verkfæri, 12 fornt viðurnefni, 14 gælunafns, 17 fangamark. Lausn á króssgátu nr. 1662. Lárétt: 1 Mílanó, 5 Ari, 7 KN, 8 öl, 9 tá, 11 Olga, 13 ÍBR, 15 arg, 16 Neró, 18 að, 19 glans. Lóðrétt: 1 Melting, 2 lak, 3 Arno, 4 Ni, 6 flagði, 8 ögra, 10 Abel, 12 la, 14 brá, 17 ÓN. uns, ungfrú Margrét Ólafsdótt- ir og Orri Gunnarsson, skrif- stofumaður. Heimili þeirra verður að Hávallagötu 49. Gefin verða saman í hjóna- band í dag, af síra Jóni Auð- uns, ungfrú Guðrún Sveins- dóttir og Eyþór Bjarnason. Heimili þeirra verður að Lauf- ásvegi 9. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: Ónefndur 200 kr. M. V. 50. Ónefndur 50. N. N. 5 kr. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 (plötur). — 20.45 Leikrit: „Alltaf að tapa“, eftir Einar H. Kvaran. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. — 21.45 Tónleikar (plötur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Danslög (plötur) til kl. 24.00. Útvarpið á morgun: 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 11.00 Morguntónleikar (plöt- ur). 12.10—13.15 Hádegisút- varp. 14.00 Messa í Aðvent- kirkjunni: Óháði fríkirkjusöfn- uðurinn í Reykjavík (síra Emil Björnsson). 15.15 Miðdegistón- leikar (plötur). 16.15 Frétta- útvarp til íslendinga erlendis. — 18.30 Barnatími (Baldur Pálmason). 19.30 Tónleikar (plötur). 22.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar (plötur). 20.40 Er- indi: Knut Hamsun (Brynjólfur Sveinsson menntaskólakenn- ari). 21.20 Einsöngur: Ilona Steingruber Wildgang syngur lög eftir Yrjö Kilpinen og Hall- grím Helgason; Friedrich Wildgang aðstoðar (tekið á plötur á norrænu kvöldi í Vín- arútvarpinu 15. apríl sL). — 21.45 Upplestur: Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum les kvæði eftir Guðmund Kamban. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plötur) til kl. 23.30. Helgidagslæknir er Björvin Finnsson, Laufás- vegi 11. Sími 2415. Kaþólska kirkjan: Lágmessa kl. 8.30 á morgun, sunnudag. Hámessa kl. 10. Alla virka daga er lágmessa kl. 8 árdegis. Laugameskirkja: Messað kl. 11 f. h. Síra Garðar Svavarsson. Messur á morgun. Messað verður í dómkirkj- unni á morgun, sunnudag, kl. 11. Síra Óskar Þorláksson pré- dikar. Messað verður í Fríkirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 2. Síra Þorsteinn Bjömsson prédikar. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í Laugarneskirkju af síra Garð- ari Svavarssyni ungfrú Hall- dóra Ottósdóttir, Melstað við Hólsveg, og Kristinn B. Lárus- son, Kálfshamarsvík. Heimili þeirra verður í Kálfshamarsvik. Tveir þýzkir togarar eru staddir hér um þessar mundir. Annar þeirra var með bilaða vél, en hinn flutti hingað nokkra farþega. frgóðteikhwísið : Hundrað þúsund manns greiddu 3 millj. króna I aðgangseyri. Rúmlega 100 búsund gestir sóttu samtals 212 sýningar í Þjóðleikhúsinu á leikárinu, sem lauk í gær ,og greiddu fyrir það rúmar 3 milljónir króna í aðgangseyri. Þjóðleikhúsið lauk öðru starfsari sínu í fyrradag og haíði þá starfað frá 1. septem- ber, eða rúmlega 10 mánuði. Alls voru sýnd í Þjóðleikhús- inu 16 leikrit, þar af ein ópera, ein óperetta og einn gestaleikur, og eru það fleiri verkefni, en á fyrsta starfsárinu. Fyrsta verkefni Þjóðleikhússins á s.l. starfsári var óperan „Rigoletto“ eftir Verdi, en hún var einnig sýnd á fyrsta starfsári leik- hússins. Alls var Rigoletto sýnd 11 sinnum. Þau leikrit, sem oftast voru sýnd, voru „Gullna hliðið“ eftir Davíð Stefánsson með 28 sýn- Af misgáningi var mót það, er haldið var á íþróttavellinum . sl. miðviku- dagskvöld, nefnt Meistaramót Íslands í blaðinu í gær, en á að vera meistaramót Reykjavíkur. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til mánaða- móta. Gerist áskrifendur og fylgist með hinni nýju fram- haldssögu sem hefst lun þessar mundir. Áskriftarsími Vísis er 1660. Tíu keppendur fara héðan til keppni á Ólym- píuleikunum í Helsingfors. — Áður hefir Vísir greint frá 8 þeirra, en tii viðbótar fara þeir Hörður Haraldsson og Pétur Fr. Sigurðsson, að því er segir í til- kynningu frá Ólympíunefnd ís- lands. Fararstjóri verður Jens Guðbjörnsson, en þjálfari Benedikt Jakobsson. Eimskip. Brúarföss er á leið til Grims- by. Dettifoss er á leið til New York. Goðafoss er í K.höfn. Gullfoss fer frá K.höfn í dag til Gautaborgar og Rvk. Lagarfoss kom til Rvk. í gær frá Húsa- vík. Reykjafoss er á leið til Hull. Selfoss fór frá Bremen í gær til Rotterdam. Tröllafoss kemur til Rvk. á hádegi í dag. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Reykjavík fer það- an næstk. þriðjudag til Glas- gow. Esja er á leið frá Aust- fjörðum til Akureyrar. Herðu- breið fer frá Reykjavík um há- degi í dag austur um land til Eskifjarðar. Skjaldbreið var á Patreksfirði síðdegis í gær á norðurleið. Þyrill er væntanleg- ur til Reykjavíkur í dag. Skaft- fellingur fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja. Skip SÍS: Hvassafell átti að koma til Vopnafjarðar í morgun frá Flekkefjord. Amarfell fór frá Stettin 9. þ. m. áleiðis til Húsa- víkur, með viðkomu í Khöfn 10. þ. m. Jökulfell fór frá Rvík 7. þ. m. áleiðis til New York. ingar, og nam verð aðgöngu- miða alls 434 þúsund krónum. Samt gaf ópérttan Leðurblakan mestar tekjur, þótt hún væri að eins sýnd 20 sinnum, eða tæp 640 þúsund krónur, enda var verð aðgöngumiða hærra að þeim sýningum, en annars er. Næst „Gullna hliðinu“ og „Leðurblökunni" kemur s;vo „Sem yður þóknast“ eftir Shakespeare, en leikritið var sýnt alls 20 sinnum. Aðsókn að öllum þessum leikritum var mjög góð og má geta þess, að alls sóttu „Gullna hliðið“ rúm- lega 15000 manns, „Leðurblök- una“ um 12 þús. og „Sem yður þóknast“ sóttu um 9 þúsund manns. Önnur leikrit gáfu einnig veí í aðra hönd, og má þar nefna „Rigoletta“, en tekjur af því námu rúmlega 300 þús. krón- um. Þá má geta þess að á leikár- inu bauð Þjóðleikhúsið hingað leikflokki frá Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn, og sýndi flokkurinn hér leikrit eft- ir Holberg, „Det lykkelige skib- brud“. Var það sýnt hér alls sjö sinnum og varð sérstaklega góð afkoma af því leikriti, þeg- ar tekið er tillit til kostnaðar. Hagnaður af sýningum á leikriti Holbergs var um 27 þús. krón- ur, en alls komu inn í aðgangs- eyri tæplega 190 þúsund. Þá gekkst Þjóðleikhúsið einn- ig fyrir sýningum á „Brúðu- heimili“ Ibsens, og fékk hingað í því skyni frú Tore Segelke, til að hafa á hendi leikstjórn og jafnframt aðalhlutverk, og var leikritið sýnt hér 13 sinnum við fádæma góðar undirtektir, en. þar af voru 3 sýningar á Akur- eyri. Að því er Þjóðleikhússtjóri tjáði blaðamönnum í gær, mun leikhúsið taka aftur til starfa í september, og mun þá taka- til meðferðar m. a. „Tyrkja- Guddu“, en hætta varð leik- sýningum á leikritinu vegna komu danska leikflokksins. — Ýmis ný leikrit verða tekin til meðferðar og má í því sam- bandi nefna „Júnó og páfugl- inn“, sem er írskur sorgarleik- ur eftir O’Casey, „Tópaz“, franskt gamanleikrit eftir Pagnol, og „Skugga-Svein“. Þjóðleikhússtjóra fórust orð á þá leið, að hann væri mjög á- nægður með útkomuna af þessu leikári, og hefði rætzt mjög vel úr starfsemi leikhússins, þar sem heldur illa leit út með að- sókn fyrri hluta vetrar. Hann kvaðst einnig hafa í hyggju að halda áfram sýningum á barna- leikritum, og hefðu ýmsar ráð- stafanir verið gerðar í þeim efnum. Alls hafa starfað í þágu leik- hússins um 270 raanns á loknu leikári, þar af 46 leikarar, en 15- þeirra eru fastráðnir, 10 hafa samninga um á. eðinn fjölda leikkvölda, en 20 aðeins laus- ráðnir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.