Vísir - 12.07.1952, Side 7

Vísir - 12.07.1952, Side 7
Laugardaginn 12. júlí 1952. V 1 S I B r 4 Sc Dubrnvskij cuja ftir Alexaitdler Puvhkin rfWWWVVVWWWWVWWWWV'AWVWft^WWWWVWWtfW> mundi verða farið með okkur. Hann mundi flá okkur lifandi. Það yrði okkur öllum mesta ógæfa að enda hjá honum. Ef íaðir yðar deyr, Guð líti til hans í náð sinni, þá getum við eng- um treyst nema yður, herra.......Þér megið ekki skilja við okkur. Ekillinn sveiflaði keyrinu og hestarnir fóru á hart brokk. Dubrovskij sat hugsandi; hann varð klökkur er hann hug- leiddi hve ekillinn hafði mikið traust á honum, en jafnframt var hann áhyggjufullur út af framtíðinni. Svo óku þeir um það bil klukkutíma. Allt í einu sagði Grisja þjónn, sem sat hjá ökumanninum: — Þarna er Prokrovskoje — óðalið hans Trojekurovs! Dubrovskij mundi eftir staðnum frá því hann var barn, þarna í garðinum við aðalhúsið hafði hann leikið sér \úð Mösju, sem var tveimur árum yngri en hann. Hann ætlaði að fara að spyrja Anton um dóttur Trojekurovs, en kom sér ekki að því. Anton keyrði hestana og vagninn þaut framhjá Trojekurovs- óðalinu. Vladimir sá hvítum kjól bregða fyrir miUi trjánna í garðinum. Svo kom vagninn upp á ásinn og þeir sáu yfir þorpið og lítið hús með rauðu þaki. Hann fekk hjartslátt. — Þetta var heimilið hans. Eftir nokkrar mínútur nam vagninn staðar við húsið. Dubrovskij horfði forvitinn kringum sig. Það voru liðin tólf ár síðan hann hafði komið heim. Bjarkirnar, sem hann mundi að höfðu verið gróðursettar meðfram girðinguni, voru orðnar að háum trjám. Hundarnir fóru að gelta en svo þekktu"þeir Anton og fóru þá að dingla rófunni. Vinnufólkið kom hlaupandi út á hlað og hópaðist kringum unga húsbóndann og kallaði til hans, kátt og glaðlegt. Hann varð að olnboga sig áfram og hljóp upp þrepin að dyrunum. Þar mætti Jegorovna -gamla honum og faðmaði hann grátandi. — Komdu sæl, komu sæl-sæl-sæl, sagði Vladimir og faðm- aði blessaða kerlinguna. — Hvemig liður pabba? Hvar er hann? Þau fóru in'n í ganginn. Dyrnar að salnum opnuðust og út kom hár maður og magur. Hann var í slobrok og með nátt- húfu á höfðinu. — Komdu sæll, Vladimir litli, sagði hann veikraddaður og Vladimir faðmaði föður sinn. Það fekk svo mikið á gamla manninn að sjá hjartfólginn son sinn að hann fór að skjálfa, og mundi hafa dottið ef Vladimir hefði ekki stutt hann. — Þér ættuð ekki að standa upp einn, sagði Jegorovna að- varandi. — Það er rétt svo að þér getið staðið í fætuma. Þau fóru með gamla manninn inn í svefnherbergið og hátt- uðu hann. Hann langaði til að segja eitthvað, en gat ekki hugs- að skýrt og talaði aðeins einhver sundurlaus orð. Bráðum sofn- aði hann. Vladimir stóð lengi og horfði á föður sinn. Honum fannst hræðilegt að sjá hvernig hann var útlítandi, hve mjög hann hafði elzt og horazt. Svo bað hann um að láta búa um sig inni í svefnherbergi föður síns. En meðan þessu fór fram var Grisja komin í eldhúsið. AHt vinnufólkið safnaðist kringum hann og spurði hann í þaula um lífið í höfuðborginni. ^ 4. KAP. Nokkrum dögum eftir að Vladimir kom ætiaði hann að taka að sér reikningshald búsins, en sá brátt að svo mikil óregla var á plöggunum að enginn mundi geta botnað í þeim nema faðir hans. En hann var svo veikur að það kom ekki til niála að biðja hann að sinna þessu eins og á stóð. Meðal skjalanna fann Vladi- mar fyrirkallið til réttarins, en úrskurði sama réttar vissi hann engin deili á. Hann afréð að bíða og sjá hverju fram mundi vinda, því að hann treysti því að réttlætið mundi sigra. Heilsu föður hans hnignaði með hverjum degi og Vladimir sat lengstum við rúmið hans. Og áfrýjunarfresturinn leið á enda, án þess að Dubrovskij hefði skotið málinu til æðri réttar. Kistenovka-óðalið var orðið eign Trojekurovs. Sjabasjkin fór heim til Trojekurovs og óskaði honum auð- mjúklega til hamingju með sigurinn og hina nýju eign hans. En Trojekurov leið ekki vel. Hann var ekki ágjarn að eðlis- fari og þessi nýi fengur hans gladdi hann ekki vitund. Þvert á móti. Hann hafði fengið slæmt samvizkubit. Hefnarþorsti hans hafði hlaupið með hann í gönur. Hann hafði heyrt að Dubroskij, æskuvinur hans og félagi, lægi fyrir dauðanum og sigur hans á honum gladdi hann ekki. Nú leit hann ógnandi á Sjabasjkin og hreytti úr sér í bræði: — Burt með þig! Eg hef engan tíma til að tala við þig! Sjabasjkin sá að óðalsherrann var í slæmu skapi og flýtti sér á burt eins og sneyptur hundur. Trojekurov þrammaði eirðarlaus fram og aftur um gólfið og blístraði lagið við: „Heyrum sigursöngva þruma .... “ Það gerði hann alltaf þegar hann var æstur. Svo skipaði hann að beita hestunum fyrir vagn sinn, klæddi sig í snatri og ók á burt. Bráðum sá hann hús Dubrovskijs blasa við og nú sóttu ýmis- konar undarlegar hugrenningar að honum. Hann hafði gleymt móðgununum og fjandskapnum við forn- vin sinn, og var staðráðinn i að sættast við hann. Vitanlega átti Dubrovskij að fá óðal sitt aftur. Honum varð rórra og hann sagði ökumanninum að fara hrað- ar og ók nú inn á hlaðið hjá Dubrovskij. Sjúklingurinn sat við gluggann einmitt þá stundina. Hann sá vagninn koma inn um hliðið og þekkti að þar var kominn Troje- kurov. Andlit hans afmyndaðist af skelfilegri æsingu, gljái kom á dauf augun og hann hrópaði einhver samhengislaus orð. Vladi- mir sem sat við borðið og var að glugga í einhverjum búreikn- ingafylgiskjölum, varð litið á hann og varð ekki um sel þegar hann sá hvernig hann ummyndaðist í útliti. Sjúki maðurinn benti út um gluggann og hreytti úr sér nokkr- um sundurlausum orðum. Svo reyndi hann að standa upp, en fæturnir báru hann ekki og hann datt á hrammana. Sonur hans i p ¥ I § Dulrænar frásagnir Furftuleg sýn. nokkur fann líkið næsta dag. Var það hroðalega útleikið og engum vafa undirorpið, að mað- urinn hafði verið myrtur. Ekk- ert benti til, hver eða hverjir hefðu verið hér að verki og enginn hafði neina hugmynd. um hverjir þeir væru — nema frú Edden. Hún var ekki í nein- um vafa um, að Tyler hafði ver- ið hér að verki. Að lögreglu- rannsókn lokinni var líkið flutt heim, og lá það þar á börum, þar til greftrun fór fram. Með- an það lá á börunum gerðS ekkjan Tyler orð að koma. Hún ætlaði að fara fram á, að hann snerti líkið, en sú var trú al- þýðu manna á þeim tíma, að ef banamaður manns snerti lík hans, myndi blæða úr líkinu við snertinguna. En Tyler kom ekki, þótt hún gerði honum orð fimm eða sex sinnum. Styrkti þetta hana í trú sinni. Og brátt var kominn á kreik orðrómur um, að einkennilegt væri, að Tyler hefði ekki viljað verða við beiðni ekkjunnar. Nú skýrði maður nokkur frá, að morðkvöldið hefði hann séð Tyler og Sewell þvo sér um hendurnar í tjörn nokkurri, að sonur Eddens bar, að nokkru síðar hefðu tveir menn hótað að fara eins með hann og föður flýtti sér til hans. Gamli maðurinn var meðvitundarlaus og dró |ians. þetta gerðist er dimmt ekki andann. — Fljótt! Aktu til bæjarins og sæktu lækni! hrópaði Vladimir til þjónsins, sem kom inn í dymar. — Hans náð, herra Trojekurov er að spyrja eftir yður, sagði þjónninn. Vladimir leit til hans og augnaráðið var heiftarlegt. — Segðu Kyril Péturssyni að hypja sig á burt sem skjótast, annars rek eg hann héðan með hundunum, hrópaði hann. Þjónyinn hljóp út, og ljómaði aHur af ánægju. Jegorovna var nú líka komin þarna og hrópaði í skelfingu: — Hvað ertu að segja, vinur vor! KyriU Pétursson gerir alveg út af við okkur! — Þegi þú, Dadda! sagði Vladimir reiður. — Sendu Anton eftir lækninum. Jegorovna flýtti sér út. Allt vinnufólkið var komið út á hlað til að sjá KyrH Péturs- son rekinn á burt. Það heyrði að þjónninn endurtók orðsend- ingu Vladimirs, það sá að andlitið á Kyrill varð sótrautt og að hann glotti fyrirlitlega. Og svo ók hann hægt á burt. Jegorovna gleymdi alveg að hún átti að senda ekilinn eftir lækni, hún stóð eins og í leiðslu á dyrapallinum. Vinnufólkið talaði hávært um heimsókn Trojekurovs og hina sneypulegu burtför hans. var af nóttu, og hann vissi ekki deili á mönnunum. Og brátt barst þetta lögreglimni til eyrna. Tyler hyjaði sig burt, en Sewell var kyrr. í ágúst 1829 var hann tekinn fastur vegna gruns um þátttöku í morðinu. Hann kenndi Tyler um aUt, og var hann nú sóttur td yfir- heyrslu. Frú Edden var leidd sem vitni. Margt athyglisvert kom fram, en í rauninni ekkert sem hægt var að taka sem full- gildar sannanir fyrir sekt. Og mönnunum var sleppt úr haldi. En skömmu síðar var Sewell tekinn fastur fyrir alifugla- . stuld og dæmdur til 14 ára þrælkunarvinnu í fanga- nýlendu. Og þá leysti hann frá skjóðunni. Hann sagði, að Tyl- er hefði banað Edden með sleggjunni, en gerði vitanlegá £ d. Smmfhéi TARZAN Tarzan var aftur fahgi, að þessu sinni í þéttriðnu, sterku neti. Dyrnar opnuðust, og inn sté Toom konungur, og nú brosti hann háðs- lega. Á gólfinu var glóðaker, en í hend- inni hélt Toom á einskonar sverði. Hann ælaði að gera sverið hvít- glóandi og búa Tarzan kvalafullan dauða.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.