Vísir


Vísir - 12.07.1952, Qupperneq 8

Vísir - 12.07.1952, Qupperneq 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Reykjavíkur Apóteki, sími 1760. LJOSATIMI bifreiða er enginn lögboðinn til 1. ágúst. Næst yerður flóð í Reykjavík kl. 18,32. Laugardaginn 12. júlí 1952. Aðalathafnasvæði við jarð- boranir er á Námafjalli. Þar veröa tveir borar í notkun í sumar. Jarðboranir ríkisins standa núanirnar eru þar á vegum rík- fyrir borunum á tveirn stöðum aðallega, en gera má ráð fyrir ‘víðtar verði borað, þegar Iíður á sumarið, bótt ákvaranir hafa ekki enn verið teknar um það. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Böðvarssyni verkfræð- ingi, er aðalathafnasvæðið nú í Námafjalli í Mývatnssveit, en þar er verið að bora vegna at- Jiugana á brennisteinsvinnslu. Þar verða tveir borar í notkun í sumar, og voru hafnar boran- ir með öðrum þeirra fyrir mán- uði, en hinn borinn er ekki kominn norður enn. Allar bor- Akranesbátar fara ef til vill á reknet. Afli Akranesbáta (trillubáta) er ágætur, þegar gefur á sjó en stóru bátarnir eru komnir norður, sem fara eiga. Hinir bíða átekta, — fara ef til vill á reknet. í gær og í fyrradag var ver- ið að landa karfa úr b.v. Bjarna Ólafssyni. Hann hafði um 300 lestir. Akureyin er á veiðum. Togararnir hætta nú karfaveið- um og óráðið hvað við tekur. isins og fyrir ríkið, en einstak- lingar, sem hafa brennisteins- vinnslu á hendi, hafa einungis leyfi til þess að notfæra sér brennistein, sem er á yfirborð- inu. Hitaveita Sauðárkróks. í öðru lagi hafa staðið yfir boranir á Sauðárkróki, en þar er verið að bora fyrir heitu vatni vegna fyrirhugaðrar hita- veitu fyrir kauptúnið. Verið er að leggja hitaveitu fyrir Sauð- árkrók og er nokkurt heitt vatn fyrir, sem jafnvel myndi nægja, þótt meira fengist ekki. Á Sauðárkrók er borað með einum bor og er skammt síðan boranir hófust. / Borað víðar. Ennfremur er gert ráð fyrir, að ef til vill verði hafnar bor- anir í Ólafsfirði fyrir hitaveitu Ólafsfjarðarkauptúns, en nán- ari ákvarðanir hafa ekki verið teknar enn. Einnig er ekki ó- líklegt að Jarðboranir ríkisins taki að sér að bora fyrir köldu vatni fyrir einstaklinga, sem leitað hafa aðstoðar í því skyni, en um þær boranir er ekki vit- að að svo stöddu. Vinnu við ívær landshafn- ir lialdið áfram í sumar, Margt er shritjS „Conan Doyle" Japana hefir skrifað 340 sögur á 27 árum. Siundutm semur hunn 3 ú mún. Japan á Iíka sinn Conan Doyle. Hann heitir Kodo Nomura og hefur skrifað meira en 340 leyniíögreglusögur, þar sem hinn slungni Heji, sem Nomura hefur skapað, leysir öll vandamál með frábærum gáfum sínum. Þótt Nomura sé orðinn 72 ára, er hann ekki alveg af baki dottinn, því að nýlega lét hann frá sér fara nýja bók og spá gagnrýendur þvi, að hún verði vinsæl eins og aðrar. Nom- ura hefur skrifað meira en eina bók á mánuði að jafnaði síðan hann sneri baki við blaða- mennsku og fór að gefa sig að öðrum ritstörfum fyrir 27 árum. Hann hefir unnið sér slíka hylli að hann er ekki síður kumiur meðal Japana en Yos- hida forsætisráðh., og hylli hans byggist á því, að í bókum hans er fléttað saman japanskri sagnfræði og tækni hins full- komna leynilögreglumanns. „Sherlock Holmes“ heitir Heji og aðstoðarmaðurinn Hachigoro, og upphaf sagnanna er ætíð hið sama. Heji nýtur rólegs lífs, og situr makinda- lega 1 skrifstofu sinni, þegar Hachigoro rífur upp hurðina með -irafári og segir: Heji, nú hefur hræðilegt atvik skeð“. Þá fer Heji á stúfana og eftir margskonar hættuleg ævintýr, tekst honum að leysa vanda- málið — vitanlega! Nomura hefur verið svo duglegur við samningu leyni- lögreglusagna sinna, að stund- um hafa komið frá honum átta sögur á mánuði, en nú tek- ur aldurinn að færast yfir hann, svo að læknar hans hafa ráð- lagt honum að „taka það ró- lega“ það sem eftir er. Þótt Nomura hafi mikið að gera, vísar hann aldrei neinum frá, er æskir að heimsækja hann og tala við hann um vandamál sín. Hann segir: „Ég var einu sinni blaðamaður, og veit, hvað það er gremjulegt að fá ekki viðtal við menn. Sá maður, sem þorir ekki að tala við hvern sem er, er lítilmenni.“ Stért innrásarker feng- ið í hafnargarðinn í Kefðavík. IVIiklar i'ramkvæaidit' í ráði á SnæfelEsnesi. Starfað verður £ sumar við landshafnirnar í Keflavík og Njarðvíkum og á Rifi á Snæ- fellsnesi. ■ Tíðindamaður frá Vísi hefir snúið sér til vitamálastjóra og spurst fyrir um þessar fram- kvæmdir. Til landshafnarinnar í Kefla- vík hefir verið keypt eitt af svonefndum innrásarkerum, sem notuð voru, er bandamenn gerðu innrásina í Normandí 1944. Þessi steyptu ker voru af ýmsum stærðum, og hafa verið jtekin upp úr hinni frægu inn- rásarhöfn og seld víðsvefar um heim. Kerið, sem hingað er keypt, er eitt hinna allra stærstu. Það er 204 fet á lengd, 60 á hæð og 56 á breidd, og vegur 6000 smálestir. Lagt af stað um miðjan mánuð. Lagt verður af stað með þetta ker frá Normandiströnd upp úr miðjum þessum mánuði og er það væntanlegt til landsins um mánaðamótin júlí-ágúst. Það verðu notað til þess að fram- lengja hafnargarðinn og bryggj- una í Keflavík. I Njarðvíkunum verður væntanlega haldið áfram með lengingu hafnargarðsins. Vegna fjárskorts verður að vinna verkið í smááföngum og hefir því miðað seinna en æskilegt væri. — Lögin um landshöfn í Keflavík og Njarðvíkum eru frá 1946. Landshöfnin á Rifi. Lögin um landshöfn þar eru frá 1951. Var byrjað þar á hafnargarði í fyrra. Því verki verður haldið áfram í sumar. Garðurinn er byggour af grjóti sem sprengt er og unnið á staðn- um. Garðurinn er byggður á granda, sem er á annan kíló- metra, en fyrirhugað er í fyrsta áfanga að byggja 7—800 metra garð. Efsti hluti grandans er alltaf upp úr sjó og megnið um fjöru, svo að aðstaða ér ágæt. Fyrir innan garðinn er sand- orpið og verður dýpkað þar, þegar garðbyggingunni er lok- ið. Þarna verður ágæt höfn fyrir fiskibáta og flutningaskip. Fyr- irhugað er í sambandi við landshöfnína vegagero milli Ólafsvikur og Rifs. Verður sá vegur nokkru fyrir ofan sjáv- armál utan í Ólafsvíkurenni og verður þetta erfið og dyr vega- lagning, en milli Hellissands og Rifs eru skilyrði til vegarlagn- ingar ágæt og verður lagður nýr vegur þar í milli. Vega- lengdin milli Ólafsvíkur og Rifs er um 6 km. og milli Hellissands og Rifs 2—3 km. F ramtiðarh öf n. Landshöfnin á Rifi á að geta komið íbúum Hellissands að gagni sem höfn, þegar er fram- kvæmdum er lokið, og þess er einnig að vænta, að Ólafsvík hafi hennar mikil not, þegar vegarlagningunni milli- Ólafs- víkur og Rifs er lokið. —- Um 20 manna flokkur vinnur við landshöfnina í sumar. — Veitt er Vz milljón króna til lands- hafnar á Rifi á fjárlögum þessa árs og vonir standa til, að mjög veruleg viðbót fáist til fram- kvæmdanna. „Hreinsað tii í bankaráði." Blað sem kallar sig „Varð- berg“, og gefið er út af nokkrum inönnum, cr lengi hafa reynt að stofna nýjan flokk, skrifar langa grein um það, að banlcamálaráð- herrann hafi „hreinsað til“ í bankaráði Útvegsbankans, og látið meðal annars skipa sjálfan sig í það. Sumum þykir blaðið höggva nokkuð nærri sjálfu sér vegna þess að „hreinsunin“ var í því fólgin, að Gunnar Einarsson vék úr bankaráðinu. Átti því að kjósa mann fyrir hann og Guðm. Ásbjörnsson, sem er látinn. Elztu vara- menn í bankaráðinu voru Eyjólfur Jóhannsson og Björn Ólafsson, hafa verið þar í 16 ár. Þeir voru nú kosnir sem aðalmcnn. Gísli Guðmundsson, alþxn. var endurkjörinn. Tveir nýir varamenn voru því kosnir, þeir Jóhann Hafstein, alþm. og Sigurjón Pétursson forstj. Ónnur breyting var ekki gerð á bankaráðinu en mörgum finnst eðlilegt að „Varðberg“ hafi tekið sér „hreinsunina“ nærri. Skemmtiferðaskip með 1000 farþega í næsta mánuéi. í næsta niánuði er væntan- legt hingað skemmtiferðaskipið Chusan með um 1000 farþega. Skip þetta er eign P. & O.- félagsins brezka, og kemur það hingað frá Bergen.Það er vænt- anlegt hingað kl. 7 árdegis hinn 11. ágúst, og fer aftur kl. 12 á miðnætti. Skipið fer héðan tíl Skotlands. Geir H. Zoega mun annast afgreiðslu Chusan, meðan það stendur hér við. — Vísi er ekki kunnugt um fleiri skemmti- ferðaskip, sem hingað kunna að koma á bessu sumri. Myndin er af kóreskri konu, sem er að kaupa í matinn. A. höfðimi ber hún nokkuð af matvælum, en lítinn son sinn á bakinu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.