Vísir - 06.08.1952, Síða 1
Miðvikudaginn 6. ágúst 1952
Fyrstu bátamir hættir
síldveiðum fyrir norðan.
Skip urðu lítiisháttar vör við síM
undan Svínalækjartanga í gær.
líomíð í
Þetta er Naguib hershöfðingi,
sem nú er aíls ráðandi í
Egyptalandi.
í fyrrakvöld og þó einkum í
gærkvöldi varð lítilsháttar síld-
ar vart á austurmiðunum, aðal-
lega undan Símalækjartanga.
Frétzt hafði í morgun um afla
eftirfarandi báta: Jón Finnson
200 tunnur, Ágúst Þórarinsson
70 tn., Vörður 50, Skíðblaðnir
130, Páll Pálson 50, Björgvin
150, Hagbarður 15, Haukur I.
20, Helga 40, Sæfari 10, Fram
10, Skeggi 20, Jón Stefánsson
40 og Smári 80. Af djúpmiðum
kom Sæfuglinn með 400 tunn-
ur, Jörundur 70, Elliði 60 og
Fanney 100 tunnur.
Nokkur skip fengu upsa, m.
a. landaði Helga 1200 málum á
Raufarhöfn um helgina. og
frétzt hafði að Tryggvi gamli
hafi fengið góðan afla í gær á
austursvæðinu og nokkur önn-
ur skip fengu þar einhvern afla.
Lítilsháttar hafði upsa einnig
orðið vart bæði við Grímsey og
Málmey á Skagafirði og m. a.
.hafði Fanney fengið um 400
mál við Málmey í gær.
Akranesbátar eru'nú að búa
sig til brottfárar af Norður-
landsmiðum og eru það fyrstu
bátarnir, sem hætta síldveiði
þar .Tveir bátar, Sveinn Guð-
mundsson og Reynir, eru þegar
komnir suður, en aðrir eru ým"
Frakkar bjóða Tunís
stjórnarbót.
Einkaskeyti frá A.P. —
Franska stjórnin hefir sent
einn af cmbættismönnum utan-
ríkisráðuneytisins me
orðsendingu til beyans,
Gengur illa að fá Tunisbúa
til að fallast á tillögur Frakka
um stjórnarbót, og skipáði bey-
inn nýlega 12 manna ráð, til
þess að athuga tillögurnar, og
skyldi hún skila áliti innan 3ja
vikna.
Tregur afli
við Grænland
nyja
London (AP). — í þessum
mánuði byrja Bretar að reyna
stáersta flugbát, sem þeir hafa
nokkrU sinni smíðað.
Er báturinn smíðaður af
Sauders-Roe-verksmiðjunum
og vegur 140 smálestir full-
hlaðinn. Hann verður fyrst
reyndur þannig, að honum
verður „silgt“ um Solent-flóa,
eri síðan verða flugæfingar.
Einkaskeyti frá AP. —
Rio í gær.
Óveniulegt flugslys varð
yfir Suður-Brasilíu í gær, er
flugvél frá Pan-Amerikan-
Airvvays var þar á flugi í
15,000 feía hæð. Hurðin
flaug skyndilega af farþega-
klefanum, og við bað mynd-
aðist svo mikill súgur, þar
sem loftþrýstingur í nýtízku
flugvélum er næstum hin
sami og niðri við jörð — að
einn farþeganna sogaðist úí
ár vélinni. Var þetta 37 ára
gömul, amerísk kona.
Afli við Grænland hefur
verið tregur að undanförnu og
er nú hvað tregastur. Þó vona
menn, að afli þar muni glæðast.
í fyrra var ágætur afli eftir
þennan tíma.
Fylkir kom til Hafnarfjarð-
ar frá Grænlandi. Hann var 43
daga í veiðiferðinni. Var hann
á saltfiski og leggur aflann upp
i Firðinum. Hann var lengstum
á veiðum á Fyllubankanum út
af Færeyingahöfn og munu hin-
ir íslenzku togarar, sem eru
við Grænland, hafa verið á
veiðum á þeim slóðum.
Neptunus er nýkominn af
saltfiskveiðum við Grænland.
Aflinn var lagður upp hér í
Rvík og var 351 1. og 520 kg.
Uranus er væntanlegur frá
Grænlandi á morgun. Hann var
á isfiskveiðum.
Hallveig Fróðadóttir fer á
ísfiskveiðar í dag fyrir Þýzka-
landsmarkað.
28 maims bíða
bana í bifreiðar
Pófskur ræðismaður
gerist flóttamaður.
Einkaskeyti frá A.P. —•
Chicago í morgun.
Pólski aðalræðismaðurinn í
Chicago hefir beðist lausnar og
beðið um landvist í Bandaríkj-
unum sem pólitískur flótta-
maður.
Er hann þriðji pólski ræðis-
maðurinn sem það gerir frá ár-
inú 1945.
Einkaskeyti frá AP. —
New York í gær.
A. in. k. 28 menn biðu bana,
en yfir 20 meiddust í bifreiða-
árekstri í gær, í Texas í Banda-
ríkjunum.
Var um að ræða árekstur
milli tveggja langferðabifreiða.
Varð hann í birtingu. Var bif-
reiðunum ekið beint hverja á
aðra af fullri ferð og er þetta
eitthvert mesta bifreiðaslys af
þessu tagi, sem um getur í
Bandaríkjunum.
í ýmsum héruðum Suður-
Skotlands og Norður-Englands
hafa verið felldar úr gildi
hörnlur á tilfærslu búfénaðar,
sem settar voru vegna gin- og
klaufaveikinnar. Tilkynning
var birt um þetta í London 1
gær.
■
Þarinig var umhorfs kringum konungshöllin a í Kairo, er herinn undir stjórn Naguibs gerði
byltingu. Herinn umkringdi höll Farouks.
i
*- i
J
!
í