Vísir - 11.08.1952, Page 1
42. árg.
Mánudaginn 11. ágúst. 1952.
178. tbl„
Áætlað að sementsverð lækki um nær
er sementverksmiðjan tekur til starfa
Á næsta ári yerður sanddælingarskip
leigt til þess að dæla skeljasandi
úr Faxaflóa.
Tii enáia kemur að íslenzkt sement
verði útfiutningsvara.
Buast má við að verð á sementi lækki um lielming þegar
nýja Sementsverksmiðjan tekur lil stai-fa, eða fari úr ca. 609
kr. eins og verðlagið er nú og niður í kr. 330 hvert tonn.
Eden, utanríkisráðherra Breta, var vel tekið í Berlín á dögun-
um. Hér er hann að gefa drenghnokka eiginhandarundirskrift
sína.
Lík piltsins, sem drukknaði í
Hreðavatni, fannst í gær.
I gær var hatdið áfram leit-
inni að Iíki piltsins, sem
drukknaði í Hreðavatni um
fyrri helgi, og fannst það síð-
degis í gær, eftir að bending
hafði verið gefin úr flugvél um
hvar í vatninu leita skyldi.
Það var sjúkraflugvél Slysa-
varnafélagsins og Björns Páls-
sonar, sem fengin var til þess
að fljúga yfir vatnið, ef ske
kynni að það kæmi að notum
í leitinni. Með Bimi Pálssyni
fór Kristján Einarsson fram-
kvæmdarstjóri.
Er flugvélin sveimaði yfir
vatninu hafði K. E. gleraugu,
sem hann hefir notað við veiði-
skap, og eru þannig gerð, að
sjá má með þeim niður í vatn,
þótt yfirborðið sé gárað, og
varð það til þess að unnt var
að gefa ábendingu um hvar
leita skyldi.
Var svo leitað við Álftarey og
fannst líkið í nánd við hana
siðdegis. Rannsóknarlögreglan
úr Reykjavík og björgunarsveit
Gullfaxi í leigu-
fiugi til Kanada
Ráðgert er, að Gullfaxi fari
þrjár Ieiguferðir milli Amster-
dam og Montreal í þessum
mánuði.
Hefur Skymasterflugvél F. í.
verið leigð Hollendingum til
þess að flytja innflytjendur til
Kanada. Fyrsta ferðin verður
farin á miðvikudag, en þá
verður farið héðan til Amster-
dam, en þaðan um Reykjavík
vestur til Montreal. Frá Rvík.
til Montreal er um 12 stunda
flug. Gullfáxi verður fullskip-
aður farþegum í hverri ferð,
eða 52 í einu.
Flugferðir þessar munu ekki
raska venjulegum áætlunar-
ferðum Gullfaxa.
frá Slysavarnafélaginu höfðu
farið á vettvang. Lík piltsins
var svo flutt hingað í sjúkra-
bifreið.
Comet-vélar í
farþegaflugi.
Einkaskeyti frá A.P.
Comet þrýstiloftsflugvélar
hefja í dag reglubundnar á-
ætlunar póst- og farþegaflug-
ferðir frá London til Ceylon
og Indlands.
Flugtíminn styttist um 13
klst. á þessari leið vegna þess,
að þrýstiloftsflugvélar verða
nú teknar í notkun.
Fékk 50 ln. út
af Dalatanga.
Frá fréttaritara Vísis
á Eskifirði.
Á laugardag kom vélbátur-
inn Björg Su. 9 með 50 tunnur
síldar, sem frystar voru í frysti-
húsinu hér.
Báturinn veiddi síld þessa um
70 mílur norðvestur af Dala-
tanga, en þar hefir mikill hluti
slídarflotans haldið sig, en veitt
lítið, eins og kunnugt er. Tog-
arinn Egill rauði kom í byrjun
sl. viku með 300 lestir af karfa
og fór mest af honum í frysti-
húsið, svo vinna hefir verið
stöðug þar alla vikuna.
Goðafoss var á Eskifirði á
laugardag og lestaði fiskimjöl.
Tíðarfar hefir verið ágætt
undanfarið eystra, en gras-
Harður árekstur.
Snemma á Laugardagsmorg-
uninn varð allharður bílárekst-
ur á mótum Tjarnargötu og
Skothúsvegar.
í árekstri þessum lentu bif-
reiðarnar R 347 og R 3149.
Skemmdust þær báðar talsvert,.
en slys urðu ekki á mönnum.
v. Paulos í þjén-
ustu Rússa.
Einkaskeyti frá AP. —
Bon í gær.
Friedrich von Paulus,
inarskálkur, sem Rússar
tóku hönduni með 6. þýzka
hernum við Stalingrad 1943,
er nú kennari við foringja-
skólann í Moskvu, að því er
fyrrverandi þýzkur stríðs-
fangi segir frá.
Fangi bess, Vincent
Kraupe, var nýlega Iátinn
laiis, og sagðist hann hafa
séð Paulus klæddan rúss-
neskum einkennisbúningi, er
hann skoðaði fangabúðirnar,
sem Kraupe var geymdir í
árið 1950.
Paulus hefir ekki komið
við sögu síðan 1946, er Rúss-
ar leiddu hann sem vitni fyr-
ir sig í Núrnberg 1946, en
annars varð hann aðalmaður
í „nefnd frjálsra Þjóðverja“,
sém Rússar settu á laggirnar
í Moskvu árið 1944.
Þjóðvegir ófærir
vegna flóða.
Einkaskeyti frá A.P.
London í morgun.
Storrna og úrkomusamt hef-
ur verið í Bretlandi nú um
helgina.
Við strendur landsins var 80
km. vindhraði á klst. í gær.
f mörgum héruðum rigndi
meira fyrstu 9 daga ágústs en
vanalega í öllum þessum
mánuði.
í Yorkshire og víðar urðu
þjóðvegir ófærir í gær af völd-
um flóða.
Yfir 1000 farþegar
itieð Chusan.
Skemmtiferðaskipið Chusan
kom hingað í morgun og lagð-
ist fyrir akkerum á ytri höfn-
ina.
Er þetta mikið hafskip, um
30 þúsund lestir að stærð. Með
skipinu eru 1008 farþegar,
flestir brezkir. Hingað kom
skipið frá Noregi, en fer aftur
á miðnætti til Englands.
Um 700'—800 ferþegar þess
óku út úr bænum í morgun í
góða veðrinu lil þess að skoða
landið, en flestir munu hafa
lagt leið sína til Þingvalla og
lengra austur. Geir H. Zoega
annast fyrirgreiðslu skipsins
meðan á dvölinni stendur hér.
Þá verðum við líka sam-
keppnisfærir við aðrar þjóðir
lun verðlag á sementi og það
er engan veginn útilokað að
það verði í framtíðinni einn
liður í útflutningsverzlun okk-
ar. —
Samkvæmt upplýsingum sem
Vísir fékk hjá dr. Jóni Vestdal,
formanni verksmiðjustjórnar-
innar, eru byrjunarfram-
kvæmdir í sambandi við vænt-
anlega Sementsverksmiðju fyr-
ir nokkru hafnar á Akranesi.
Hófst vinna þar þann 26.
júlí s.l. og eru þessar byrjun-
Þjó&háfíðin í Eyjum
F.Í. flntti 2000
manns fram og
aftur.
Alls voru farnar 40 ferðir frá
Flugfélagi ísalnds til Vest-
mannaeyja í sambandi við þjóð-
hátíð Eyjaskeggja.
Mun láta nærri, að F.f. hafi
flutt um 2000 manns fram og
aftur vegna hátíðarinnar, en
fólk tók að streyma til Eyja á
þriðjudaginn var, en þá voru
farnar fjórar ferðir. Á mið-
vikudag voru ferðirnar 6, 8 á
fimmtudag, 14 á föstudag, og
8 á laugardag. í gær streymdi
fólk í bæinn aftur og fór FÍ.
15 ferðir með um 400 manns,
en í dag verða farnar a. m. k.
10 ferðir.
Hátíðin sjálf þótti takast á-
gætlega, en um eða yfir 3000
manns munu hafa komið á há-
tíðasvæðið í Herjólfsdal. Ræður
fluttu Torfi Jóhannsson bæjar-
fógeti og Baldur Johnsen lækn-
ir, en meðal fjölbreyttra
skemmtiatriða var bjargsig við
Fiskhellnanef. Sigmenn voru
þeir Sigurður Jóelsson, Hún-
bogi Þorkelsson og Jónas Sig-
urðsson frá Skuld. Sá síðast-
nefndi varð fyrir því slysi að
hælbrotna í vaðnum, er hann
lenti illa á steinnybbu.
Dryltkjuskapur var lítill, að
því er fréttaritari Vísis tjáði
blaðinu, og ekki kom til rysk-
inga eða annarra leiðinda. Veð-
ur var hið fegursta og almenn
ánægja með skemmtunina.
arframkvæmdir fyrst og fremst
fólgnar í því að gera varnar-
garð framan við geymslusvæði
þar sem ætlað er að geyma
skeljasand. Verksmiðjunni er
nauðsynlegt að .geta geymt a.
m.k. ársbirgðir af skeljasandi,
því ekki er ráðlegt að telja
öruggt að hægt verði að dæla
sandinum upp úr Faxaflóa
nema að sumarlagi.
Ársbirgðir af
skcljasandi.
Árleg þörf verksmiðjunnar
fyi'ir skeljasand, miðað við
framleiðslu á 80 þúsund tonn-
um af sementi, er um 100 þús-
und tonn.
Geymslusvæði fyrir svo mik-
ið .magn þarf því að vera stórt,
enda er svæðið á Akranesi tæp-
ir 2 ha. að flatarmáli. Tak-
markast það að norðan og
austan af um 8 metra háum
leirbökkum framan við svo-
kallaða Jaðarbraut. En sjávar-
megin er verið að byggja
varnargarð, sem jafnframt á að
vei’ða vegur frá höfninni og
verksmiðjunni út úr bænum.
Hægt verður að hafa sand-
binginn allt að 10 metra þykk-
an og kemst þá fyrir á geymslu-
svæðinu nægilegt sandmagn t.il
árasframleiðslu verksmiðjunn-
ar, jafnvel þótt hún verði tvö-
földuð að stærð. — Er og allt
skipulag á lóðinni miðað við
það að hægt sé að bæta við
annarri jafnstórri vélasam-
stæðu.
Ástæðan til þess að ráðist
var í þessar framkvæmdir
öðrum fi’emur er sú, að í ráði
er að leigja hingað til lands á
næsta vori sanddælingarskip
til þess að dæla skeljasandi úr
Faxaflóa.
Framh. aí 6. síðu. i j
Opinber fyrirlestur
í Háskólanum.
Seán McBride, fyrrverandí
utanríkismálaráðherra íra,
flytur opinberan fyrirlcstur í
Háskólanum kl. 6.15 í kvöld.
McBride, sem um langt ára-
bil hefir staðið framarlega í
sjálfstæðisbaráttu íra, mun
mæla á enska tungu, og fjalla
um þróunina í írskum stjórn-
málum.