Vísir - 16.09.1952, Page 1
42. árg.
Þriðjudaginn 16. september 1952
209. tbl.
séð öia
Jóhannesson frá þvi hann hvarL
En leitin að honum hefir engan áranpr barið.
Leitað var að Ólafi Jóhann-
®ssyni, Hlíðarvegi 23, Kópa-
vogi, í gær, en án þess áð leit-
in bæri nokkurn árangur.
Eftir að Vísir kom út í gær
méð mynd af Ólafi hafa nokkr
ir menn gefið sig fram, sem
telja sig hafa séð hann. Kveð-
ast þeir ekki þekkja hann per-
sónulega, og geta því ekki full-
yrt, að um einn og sama mann
sé að ræða.
Einn þeirra, sem taldi sig
þekkja Ólaf af mynd, var bif-
reiðarstjóri á bifreiðastöð einni
hér í bænum. Hann kvað
mann, sepi*íiktist Ólafi mjög,
Jhafa komið til sín um 12 leyt-
ið á laugardag og beðið sig að
aka honum inn fyrir bæ. Hins
"vegar taldi maðurinn sig hafá
lítil fjárráð og yrði bílstjórinri
því að sleppa sér út þegar hann
væri búinn að aka fyrir þá
fjárhæð, sem hann hefði á sér.
Var ekið inn Miklubraut og á
móts við Sjónarhól fór mað-
nrinn úr bílnum og hélt síðan
gangandi austur veginn, en
ibílstjórinn snéri við. Bílstjór-
inn sagði, að maðurinn hefði
tekið inn meðöl, áður en hann
fór úr bílnum.
Þá taldi strætisvagnsbílstjóri
.sig hafa séð Ólaf, um fimm-
leytið á laugardaginn niðiu- á
Lækjartorgi. Kvaðst bílstjór-
inn hafa skip.t fyrir hann pen-
ingum til þess að hann kæni-
ist inn í Vogahverfi.
Þriðji maðurinn kom til við-
tals við lögregluna í gærmorg
un og kvaðst hafa kvöldið áð-
ur verið í bifreið upp við
Rjúpnahæð og séð þá mann
á gangi ofarlega við Breið-
holtsveg og stefna á Vatns-
endastöðina. Var þá tekið að
skyggja og maðurinn sást ekki
nógu greinilega, til þess að full
kennsl yrði borin á hann, en
maður sá, sem var þarna í bif-
reiðinni, sagðist hafa fengið
eftirþanka af því, að e. t. v.
hafi Ólafur verið þarna á ferð.
Þessi frásögri mannsins varð
til þess ag lögreglumenn fóru
í bifreið og óku alla afskekkta
vegi á þessum slóðum og at
huguðu einnig mannlausa sum
arbústaði í grenndinni. Voru
'þeir framundir myrkur að(
leita, en án þess að verða nokk
urs varir.
Leitað verður í dag svo
fremi að einhverjar nýjar upp
lýsingar berist um ferðir Ól-
afs. Er fólk vinsamlegast beð-
ið að láta lögreglunni í té all-
ar þær upplýsingar, sem það
getur, um ferðir Ólafs á laug-
ardaginn og síðar.
■Snjókoma fyr-
ir norðan og
vestan.
f morgun brá til hvassrar
norðanáttar um allt land og
er spáð norðan hvassviðri eða
stormi liér sunnanlands.
Klukkan 9 í morgun var
einnig hvöss norðan átt fyrir
norðan og vestan, og snjókoma
víða. Á Vestfjörðum komst hit
inn niður í 1 stig, þar sem var
kaldast. Búist er við dálítilli
snjókomu á Vestfjörðum og
sums staðar fyrir Norðurlandi
í dag.
Loftsóknin í
fullum gangi.
Einkaskeyti frá AP.
Tokyo í morgun.
Sprengjuárásum er lialdið
áfram á samgöngumiðstöðvar,
orkuver og birgðastöðvar
kommúnista í Norður-Kóreu.
í gær voru skotnar niður
fyrir kommúnistum 9 orustu-
flugvélar af MIG-gerð, en alls
hafa verið skotnar niður í
þessum mánuði 42 flugvélar
af þessari gerð.
í morgun var gerð mik-
il árás á stóra birgðastöð í
suðvesturbluta Pyongyang.
Gerðu hana flugvirki frá
Japan og Okinawa, án þess
vart yrði skothríðar úr
loftvarnabyssmn eða or-
ustuflugvéla kommúnista.
Hrefigyf hfólar
á konu.
í gær varð umferðarslys á
mótum Laugavegs og Smiðju-
stígs.
Slysið vildi til um hálffimm
leytið í gær og orsakaðist með
þeim hætti að drengur á reið-
hjóli ók á fótgangandi konu.
Konan féll á götuna og hand-
leggsbrotnaði á vinstri fram-
handlegg. Hún var flutt í
Landsspítalann til aðgerðar,
en að því búnu var hún flutt
heim til sín.
I fyrrinótt var bifreiðinni
R-5605 stolið héðan úr bænum
en hún fannst í gærmorgun
suður í. Hafnarfirði og var þá
óskemmd.
Svertiiigjarnir
Þegar rándýrunum eru gefin meðöl til bess að hreinsa þau, geng-
ur ekki svo lítið á, einsog myndin sýnir. Það er verið að gefa
jagúar í dýragarði í Þýzkalandi meðal.
Flotadeild A-bandaiagsins
® /r
Á 3ja hundrað þusund manna
lið tekur þátt í æfingunuim.
Rússar og Kínverjar sam-
mála eftir Moskvufundinn!
Rússar fara ékki frá Port Artlaiar.
I Moskvu og Peking hefur
verið birt sameiginleg yfirlýs-
ing ráðstjórnarinnar rússnesku
og kommúnistastjórnarinnar
kínversku um árangur sam-
komulagsumleitananna, sem
fram hafa farið í Moskvu að
undanförnu.
Þær hafa staðið nokkra hríð
og var Chou En-lai aðalfull-
trúi kommúnista. í hinni sam-
eiginlegu yfirlýsingu segir, að
algert samkomulag hafi orðíð
og samhugur ríkt um að efla
samvinnuna milli þjóðanna, á
sviði stjórnmála, menningar-
mála, öryggis, verzlunar og
efnahagsmála.
Verkefni fulltrúanna var m.
a. endurskoðun samninganna
frá 1950 og varð samkomulag
um, að framkvæmd skyldi þeg
ar á þessu ári afhending járn-
brautarinnar, er afhenda
skyldi að ári, samkvæmt samn
ingunum frá 1950, og
að Rússar verði áfram í
flotahöfninni Port Arthur
samkvæmt beiðni kín-
versku kommúnistastjórn-
arinnar, — þar til friðar-
samningar hafa verið gerð-
ir við Japan,
en samkvæmt samkomulaginu
frá 1950 höfðu Rússar undir-
gengist að afhenda Port Arth-
ur eigi síðar en 1952.
Mun Rússum ekki um, að
láta Port Arthur af hendi
meðan ástandið er jafn ískyggi
legt í Austur-Asíu og nú, enn
barist í Kóreu, og bandarískur
her í Japan. Margir hafa dreg-
ið og draga í efa, að Rússar
muni nokkurn tíma láta Port
Arthur af hendi.
Dómsmálaráðuneytið liefur
fyrir nokkuru fyrirskipað máis
höfðun gegn, blökkumönnun-
um þremur, er beittu hnífum
í viðureign við íslendinga íyr
ir skemmstu.
Atburður þessi átti sér stað
suður í Tivoli um verzlunarT
mannahelgina í sumar og heí-
ur Vísir áður skýrt frá honr
um.
Tveir svertingjanna hafa
verið í gæzluvarðhaldi síðan
en einn þeirra hefur legið í
sjúkrahúsi og liggur enn.
Málið hefur verið sent saka-
dómaraembættinu til dóms-
álagningar og er það í vörn
sem stendur.
Brezk herskip
heimsækja Spán.
Brezk flotadeild lcom til Bar-
celona á Spáni í gær.
Er þetta fyrsta opinbera
flotaheimsókn Breta þar síðan
fyrir borgarastyrjöldiná. — í
flotadeild þessari er flugvéla-
skipið Glorv og 3 tundurspill-
ar.
Einkaskeyti frá AP.
. Flotadeildin, sem er á leið
til Norður-Noregs, var í gær-
kvöldi komin 180 mílur norð-
ur fyrir Hjaltland á leið sinni
til Norður-Noregs.
Sjógangur var og stormur,
vindhraði 65 km. á klst.
í gær mætti flotadeildin lest
birgðaskipa, sem lét úr höfn á
undan flotadeildinni með vist-
ir og olíuforða.
Yfir 200.000 hermenn frá 6
þjóðum taka þátt í heræfing-
unum á brezka hernámshlut-
anum austan Ruhr, milli Rínar
og Weser, og eru þær -hinar
mestu sem nokkurn tíma hafa
verið haldnar á hernámstím-
anum. Fluglið, sem hefur 800
flugvélar til umráða, tekur
þátt í æfingunum.
í fyrstu ræðum sínum á
kosningaferðalaginu um mið-
vesturfylkin hefur Eisenhower
einkanlega gert grein fyrir
grundvallarskoðunum sínum í
helztu málum.
í einni ræðunni minntist
hann á Kóreustyrjöldina og
sagði, að Bandaríkjastjórn
hefði lagt út í hana fálmandi,
án nokkurrar skipulegrar á-
ætlunar.
Fréttaritarar, sem ferðast
með Eisenhower, síma að mik-
ill mannfjöldi hafi verið sam-
an kominn, hvarvetna þar senx
lestin nam staðar.
Lágt fiskverð
í Aberdeen.
Jón Þorláksson seldi nokk-
urn hluta afla síns í Aberdeen
í gær, 1200 kit, fyrir aðeins
900 pund.
Þetta er mjög léleg sala, eða
um % úr stpd. á kit, en tiL
samanburðar má geta þess, að
söluverð á kit fyrri hluta þessa
árs er íslenzku togarnir siglda
með afla sinn til Bretlands 2%
til 3 % stpd. á kit. Hins er svo
og að geta, að afli J.Þ. var ekki
veiddur fyrir Bretlandsmarkað
og mun hafa verið mestmegnis
karfi. Það mun hafa verið um
% hluti aflans, sem. J.Þ. seldi,.
en hitt selur hann í Cuxhaveix
á , miðvikudag. — Það var
samkvæmt ósk Þjóðverja, að
J.Þ. og Agli var snúið aftur, en
horfurnar hafa sennilega skán-
að aftur, þar sem sala á afgangi
afla J.Þ. fer fram í Þýzkalandj.