Vísir - 16.09.1952, Síða 4

Vísir - 16.09.1952, Síða 4
VÍSIR Þriðjudaginn 16. september 1952 D&QBLáD ’ Bltatjðrmr: Kxistján Guðlaugsson, Hersteinn PiLuom, Skrifstofur Ingólfsstræti S. Útgefandl: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ!. ^ BfgroáSsla: Ingóifsstræti 3. Simar 1660 (fimm llnurí, . t ,.>e Lausasala 1 krðna. , ..„.mrfmarfgt Félagsprentsmiðjan hJL ! ! 'AiÉt,. Atvinnuleysið norðanlands. Atvinnuleysi hefur legið í landi síðasta árið, en aldrei hafa atvinnuhorfur verið þyngri en nú norðanlands, sem stafar af því fyrst og fremst að síldveiðarnar brugðust með öliu. Siglufjarðarkaupstaður hefur svo að segja eingöngu byggst upp vegna síldveiðanna, en að sjálfsögðu hefur verið rekin þár nokkur útgerð önnur, sem hefur heldur ekki gefið góða raun vegna aflabrests. Gömul veiðisvæði, svo sem Húnaflói, Skaga- grunn og miðin umhverfis Grímsey hafa brugðist með öllu, þannig að þar hefur ekki fengizt bein úr sjó, en af því hefur aftur leitt að starfræksla sumra atvinnufyrirtækja, sem komið hefur verið á fót í atvinnubótaskyni, hefur legið niðri að mestu eða öllu. Sem dæmi mætti nefna frystihúsið í Grímsey, sem ekki fékk verkefni og var selt nauðungasölu, ennfremur frystihús og útgerðarstöð á Drangsnesi, sem ríkið hefur aðstoðað hreppinn til að kaupa og fleiri slík dæmi mætti rekja í tugatali. Fiskitregða á norðanmiðum hefur einnig leitt til þess að lítil atvinnubót hefur orðið af þeim veiðiskipaflota, sem þangað hefur verið keyptur og jafnvel togararnir hafa brugðist, þannig að af rekstri þeirra hefur sama og engin atvinna orðið. í raun- inni er það hreint neyðarúrræði að styrkja fátæk bæjarfélög til að festa kaup á gömlum torgurum, sem einstaklingar hafa ekki getað rekið vegna kostnaðar, en þetta hefur verið gert til þess fyrst og fremst að auka atvinnu manna og hefði þá óbeinn gróði getað af slíkum rekstri leitt, þótt sjálfir togararnir væru xeknir með beinu tapi. Nú sannar raunin hinsvegar að þessir togarar eru enn sem komið er baggi á hinum fátæku hrepps- og bæjarfélögum, en þá er leitað eftir fyrirgreiðslu ríkissjóðs, til þess að halda rekstrinum gangandi. Menn gera sér vonir um að friðun beztu fiskimiðanna innan hinnar víkkuðu landhelgislínu muni leiða til aukinnar fiski- gengdar við landið. Vel kann svo að reynast, þótt þess gæti ekki enn, nema ef til vill hér í Faxaflóa, þar sem stöðug fiskigengd hefur verið, þótt fiskurinn hafi ekki fengið friðland hér vegna xányi'kju. í Faxaflóa hefur afli glæðst mjög, einkum á grunn- miðum, en heita mátti að þar fengist ekki bein úr sjó til skamms tíma, þótt fyrr á árum væri þar oft og einatt góður handfæra og línuafli. Norðanlands virðist hinsvegar engin breyt- ing komin til sögunnar, enda allt í óvissu um framtíðina, þar sem engar spár verða byggðir á hafrannsóknum um langt ára- bil. Aflabresturinn fyrir norðurlandi ætti hinsvegar að reynast mönnum hvatning til þess að efla hafrannsóknirnar, með því að atvinnuöryggi fæst aldrei í sjávarþorpum, nema því aðeins að unnt sé að byggja á víðtækum rannsóknum um langt árabil á hafstraumum hér við land og sjávarlífi. Sjávarþorpin og kaupstaðirnir norðanlands munu vafalaust æskja opinbers stuðnings til atvinnubóta, sem fer mj.ög að vonum, en vafasamt er hitt hvort fjárhagur ríkisins standi með slíkum blóma og það reynist lengi aflögufært Nokkuð má marka það á þeim fjárlögum, sem lögð verða fram á Alþingi í haust, en við athugun þeirra ber einnig hins að minnast, að greiðslu- £eta almennings fer mjög þverrandi, vegna dýrtíðar, hárra skattaálagna og atvinnuleysis víða. Horfurnar eru allt annað en góðar. Hitt er svo annað mál, að ekkert getur bjargað þjóð- inni fram úr þrengingunum, nema hæfileg bjartsýni og aukinn framkvæmdaþróttur einstaklingsins. Skemmdastarf í laxveðiám. Tjótt rányrkja hafi verið rekin á miðunum af algjöru tillits- leysi á undanförnum árum, hefur hún þó í rauninni verið enn verri í ám og veiðivötnum. Síðustu ár hefur verið leitast við að efla stofn vatnafiska, en ekki verður sagt að slík við- leitni hafi notið fulls skilnings af hálfu allra þeirra, sem hlut hafa átt að máli. Nægir í því efni að skírskota til átakanria um stofnun ýmissa veiðifélaga, sem hlotið hafa mjög misjafnar undirtektir. Þó keyrir um þegar veiðiþjófar vinna bein skemmdarstörf í helztu veiðiánum, þar sem fiskirækt hefur verið höfð með höndum með ærnum kostnaði og fyrirhofn, en þess eru talin xiokkur dæmi frá í sumar. Fullyrt er jafnvel að unnið hafi verið að laxveiðum með sprengingum, þar sem ungviði jafnt og stórfiski er grandað í beztu veiðihyljum. Ástæða er til að taka slík mál föstum tökum, upplýsa skemmdaverkin eftir því, sem unnt reynist og draga hina seku til ábyrgðar, þannig að það megi verða öðrum til réttmætrar viðvörunar. Fiski- xækt í ám og vötnum er uppbyggingarstarf, þótt hægt miði, en «11 spellvirki á veiðistöðvum spilla árangri og tefla honum jafnvel í algjöra tvísýnu. Sjötugur í dag: ■*** ITB ■ 1 Einar Blandon, j'íii’ru. áýiíiiólnpari. Á sjúkradeild elliheimilisins Grundar liggur máttvana Einar Blandon, fyrrv. sýsluskrifari og þingvörður. Hann fékk heila- blóðfall fyrir nálega tveimur árum, sem hafði þær afleiðing- ar, að vinstri handleggur og fótur urðu máttlausir. En hann hefur fulla rænu og ágætt minni og fylgist með öllu sem gerist í útvarpi. Fáeinir frænd- ur hans og vinir skiptast á að heimsækja hann öðru hvoru, því að það er hans stærsta skemmtun að rabba við þá. Nú er hann sjötugur í dag. Einar Blandon er kominn af merkum bændaættum, hún- verskum í föðurætt en skag- firskum í móðurætt. Einar og Jón Pálmason alþingisforseti munu vera systrasynir. Ungur að aldri lauk Einar góðu prófi frá bændaskólanum á Hólum. Fékkst síðan við kennslu og verzlunarstörf, þar til hann 1915 gjörðist sýsluskrifari á Blönduósi og síðar á Seyðis- firði og var hann við þau störf samtals í aldarfjórðung. Þar næst varð hann alþingisvörður um tíu áraskeið. Það sem einkent hefur Einar Blandon við þessi störf er frá- bær skyldurækni og áhugi, en umfram alt ráðvendni og öryggi í störfum. Hann var lögiltur fulltrúi við fógetagerðir, lögtök, lögbann, fjárnám og uppboð, og framkvæmdi gjörðir þessar með svo mikilli nákvæmni, að lög- iræðingsfulltrúar á skrifstof- unni dáðust að öllum frágangi hjá honum. En mikilvægasta starf hans var aðal-innheimtu- starfið í embættinu. Um hans hendur hafa farið margar milj - ónir króna í aldarfjórðung við þetta starf og hver eyrir inn- heimtur að lokum að því sem honum var falið. — í störfum þeim, sem Einar Blandon hafði með höndum síðustu tíu árin, býst ég við, að húsbóndi hans, skrifstofustjóri Alþingis, Jón Sigurðsson, hafi orðið var við sömu hæfileikana hjá honum, og getið er hér að framan, þótt hann þá væri oft orðinn lasinn. Að minnsta kosti mátti skilja það á Jóni skrifstofustjóra. En þann mann dáði Einar mest hér í Reykjavík. — Ég ætla að skjóta því hér fram, að síðast- liðinn vetur, þegar mestu lætin urðu um tilnefningu forseta- efnis, þá kvaðst Einar hafa dreymt, að Jón Sigurðsson skrifstofustjóri yrði forseti ís- lands, og sá draumur marg- endurtekinn. Kvaðst Einar þess fullviss, að þessi draumur muni rætast, fyrr eða siðar. — Einar Blandon er greindur vel, hefur lesið mikið góðar bækur og átti gott og mikið bókasafn, sem brann á Amt- mannsstíg 1946. Var það metið á 50 þús. krónur. — Einar er jafnan hlutlaus um annara hagi og óádeilinn við aðra. En verði hann fyrir áleitni, er hann óvæginn, og, — þeim, sem hafa gjört honum rangt til í lífinu, mun hann seint geta fyrirgefið. Einar er glöggur á menn, kald- hæðinn og napur í orðum til þeirra, er sýna drambsemi og hégómlegan uppskapningshátt.. Einar á einn son og fjögur sonai'börn. Son sinn Erlend Blandon kostaði hann á gagn- fræðaskóla Akureyrar og kaup- mannaskóla í Kaupmannahöfn. Er-Erlendur mjög vel gefinn^ fékk hátt próf og verðlaun á kaupmannaskólanum. Ég er viss um að mesta gleðí afmælisbarnsins myndi vera það, ef þeir, sem reynst hafa honum sannir vinir í lífinu, ■ vildu heimsæltja hann vikurnir eftir afmælið, en — ekki marg- ir í einu. Einar Blandon hefur tekið með stakri ró hlutskipti sínu,. æðrulaust með öllu. Bezta ósk mín til háns er sú, að hugrekkii® haldist til hinstu stundar. Reykjavík 16. sept. 1952. Ari Arnalds. Sýningar á Leðurblökunnr hefjast á ný á föstudag. Sýningar á óperettunní „Leðurblakan“ eftir Joh.. Strauss hefjast aftur næstk. föstudag, 19. sept. Aðsókn að óperettunni var á— kaflega mikil í vor svo leik- starfsemin var vegna hinnar miklu aðsóknar lengd um 10' daga og óperettan leikin til 10. júlí, alltaf við húsfylli. Söngvarar eru allir þeir sömu- og í vor, nema Bjarni Bjarnason tekur við hlutverki Einars: Kristjánssonar. Nýtt danspar kemur í stað: þess sem dansaði í vor, en það eru þáu Erik Bidsted ballett- meistari og aðal sólódansari £ Tivoli í Kaupmannahöfn og, kona hans Else Kæregárd. ♦BERGMAL í vikunni sem leið voru í Bergmáli birtar glefsur úr bréf- um frá sýnendum á iðnsýning- unni, sem lýstu óánægju sinni yfir því að hafa orðið hornrekur á opnun sýningarinnar. Þar sem eg átti erindi við framkvæmda- stjóra sýningarinnar notaði eg í gær tækifærið til þess að spyrja hann um þetta atriði, eða hvort nokkur brögð hafi verið að því að sýnendur hafi ekki fengið aðgang að sýning- unni við opnunina. Gestgjafar og gestir. Skýrði framkvæmastjóri sýn- ingar svo frá, að allir sýnend- ur hefðu sitt aðgangskort, sem g'ilti að sýningunni, og svo hefði verið á opnunardegi. Hins veg- ar sagðist hann líta á alla sýn- endur jafnt sem gestgjafa þessarar sýningar, og hefðu margir þeirra orðið að sitja á hakanum við opnunina. Salur- inn, þar sem setningin fór fram, tekur aðeins um 300 manns, og boðsgestir voru 250. Við opnun- ina voru milli 700—1000 manns, og ekki gat allur sá hópur komist inn í salinn. Þegar sjálf- sagðir boðsgestir voru komnir í hann, var þar aðeins rúm fyrir um 50 manns að auki. Verðlag veitinga. Þá er það annað atriði í sam- bandi við iðnsýninguna, en það er verðlagið á veitingunum í veitingasalnum á 5. hæð. Hafa borizt kvartanir um of hátt verðlag, en þær reynast ekki á rökum reistar. Verðlagið er það sama eða svipað og á öðr- um veitingahúsum. Molakaffi kostar þar kr. 5.00, kaffi með kaffibrauði kr. 10, og öl og gos- drykkir eins og tíðkast annars staðar. Annars er það með veit- ingasölu undir slíkum kring- umstæðum og þarna, að þeir, sem hafa hana á hendi þurfa oft að sæta óhagkvæmum sámn- ingum með leigu á ýmsum út- búnaði, eins og oft vill verða þegar aðeins er tjaldað til einn- ar nætur, ef svo mætti að orði komast. Gosdrykkir dýrir. Því má aðeins bæta við hér, sem áður hefur verið sagt, og verður reyndar aldrei of oft hamrað á, að gosdrykkir eruí alltof dýrir í veitingahúsum. Nær það bókstaflega engri átt, hve háu verði þeir eru seldir„ og er ekki annað sýnilegt, en að setja verði á þá hámarksá- lagnihgu gagnvart veitingahús- um. Eins er það að veitinga- staðirnir eru ekki nægiléga. flokkaðir. — kr. Gáta dagsins. Nr. 241. Gekk eg að gá, sat eg og sá hvar átján tungur í einu höfði sungu. Svar við gátu nr.240: Hafið rauða, þegar Faraó og ísraelslýður voru á ferðitmi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.