Vísir - 18.09.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 18.09.1952, Blaðsíða 4
* VÍSIR Fimmtudaginn 18. september 1952 WfiSXR DiOBLAB Bitatjörar: Kristján Guðlaugsson, Herstelnn Páluoa, Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefándl: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJf. Sfgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Simar 1660 (fimm iínur), Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hJ. Danskur heimilisiðnaður. Igær var opnuð athygliverð sýning í sölum Þjóðminjasafnsins og á þar danska heimilisiðnaðarfélagið í hlut, en nýtur nokkurrar fyrirgreiðslu af hálfu Sáttmálasjóðs og aðstoðar Sambands íslenzkra heimilisiðnaðarfélaga til þess að koma sýningunni hér á fót. Við opnun sýningarinnar í gær var allstór hópur saman kominn, sem dreifðist um salina, en allir dáðust að því handbragði, sem þar gat að líta. Bar þar mest á vefnaði, einföldum og listrænum, auk útsaums margskonar, teppahnýt- ingar, leirmuna o. fl. í heild ber sýningin á sér listrænan og fagran svip, og auðsætt er að þar hafa flestir munir verið unnir af alúð og natni og með ást á verkefninu. íslenzkur heimilisiðnaður stendur enn í blóma, ef vel er -gáð, en það ber öðrum frekar að þakka húsmæðrunum, sem gerst hafa forystulið kvenþjóðarinnar í almennum mannrétt- indamálum, en glætt hafa jafnframt skilning kvenþjóðarinnar á íslenzkum heimilisiðnaði, eins og hann gerðist fyrrum og sem sækja má til margskyns fyrirmyndir, ef rétt er á haldið. Hafa húsmæðurnar notið leiðbeiningar Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar, sem unnið hefur þarna merkilegt starf, sem -einnig ber að meta að verðleikum. En sýningin danska ber á sér annan blæ, en íslenzkur heimilisiðnaður og einkum eru mynstur í vefnaði athygliverð og listræn. Danska heimilis- áðnaðarfélagið hefur leitað samstarfs við listamenn, sem sumir ■eiga sæti í stjórn þess eða sýningarnefndum, en af þeirri sam- vinnu hefur orðið mikill og heilladrjúgur árangur. íslenzkum hannyrðakonum er ekki nóg að sækja fyrirmyndir sínar til fortíðarinnar, sem er þó góðra gjalda vert, heldur ættu þær ■einnig að taka upp samvinnu við starfandi listamenn, til þess ,að skapa nýjan vefnað og handiðnað og sem eru við nútíðarhæfi. Hörrækt hefur lítillega verið stunduð hér á landi, en gefið misjafna raun og þó sæmilega árvissa. Vitað er einnig að fyrr á öldum var slík ræktun hörs mjög tíðkuð og hörinn unninn -og spunninn til língerðar. Ýmsir kirkjumunir frá fyrri öldum eru enn við lýði, ofnir úr hör og útsaumaðir með fögru hand- bragði. Hafa þeir varðveizt vel og þykja merkilegir gripir um flest, en þó einkum bera vitni um hámenningu íslenzkrar kvenþjóðar fyrr á öldum. Slíka muni má einnig marga sjá á Þjóðminjasafninu, og hafa þeir sumir orðið fyrirmynd hús-. mæðranna við hannyrðir. Heimilisiðnaður, sem í rauninni mætti frekar kalla listiðnað, 'ber það með sér, að þar er ekki unnið fyrir venjulegum dag- vinnutaxta, né þær stundir taldar, sem varið er til hans. Dönum hefur tekizt að glæða áhuga almennings fyrir slíkum iðnaði, en það hefur aftur leitt til aukinna þjóðartekna. Útlendingar hafa mjög sótzt eftir kaupum á heimilisframleiðslu dönsku kven- þjóðarinnar og hefur það skapað drjúgar gjaldeyristekjur. Af dönsku sýningunni mætti margt læra að þessu sinni, en þó ekkert frekar en rétt mat á þeirri alúð, sem lögð hefur verið í sköpun hvers raunar, sem þar er sýndur. Nokkur verk eftir islenzkar konur getur einnig að líta á sýningunni, enda ber þar sérstaklega að geta listakonunnar Júlíönu Sveinsdóttur, sem mjög hefur lagt rækt við listvefnað og listiðnað, auk þess sem hún er þjóðkunnur listmálari. Ber að þakka öllum þeim, sem ■greitt hafa götu þessarar sýningar og vonandi nýtur hún að- sóknar og skilnings af. almennings hálfu. Sýningar glæða skilninginn. O endiherra Dana, frú Bodil Begtrup, hefur unnið af alkunnum dugnaði og áhuga að því að sýning þessi yrði haldin, en þjóðkunn dönsk kona, frú Gertie Wandel, kom með sýninguna hingað til lands og hefur komið mununum fyrir í sölum Þjóð- minjahafnsins. Slíkar sýningar geta verið heilladrjúgur þáttur á norrænum menningarsamskiptum, aukið á þjóðkynningu og ..gagnkvæman skilning, .en þær eru auk þess einskonar nám- skeið fyrir listrænar konur og menn. Gott er einnig að kynnast ■ skipan þessara mála í Danmörku, sem sýnist geta orðið til fyrir- myndar í ýmsum greinum. Nokkrar íslenzkar konur hafa unnið að skipun þessara mála hér á landi, leitað samvinnu við konur, sem hannyrðir :stunda og hafa jafnframt greitt fyrir sölu framleiðslunnar. . Mætti í þessu sambandi nefna „Thorvaldsens-bazar“ og fyrir- fækið „íslenzk ull“, sem báðum ber að þakka brautryðjénda- starfið, sem þegar hefur gefið góða raun. En vert er að gefa . því gaum í framtíðinni hvert gildi sýningar hafa í áróðursskyni. Þær vekja skilninginn og glæða áhugann, og þær ná til almenn- ríngs frekar en vöru í sölubúðum. ssýningar í íslenzkum heimilisiðnaði vafalaust tíðari hér eftir <en hingað til. 99 66 Leikflokkur Gunnars Hansen, Leikrit í 3 báttum eftir Guðmund Ivamban. Sexmenningarnir, sem sýnt hafa „Oss morðingja“ eftir Kamban víða um land í sum- ar, héldu fyrstu sýningu sína hér í bænum í Iðnó í gær- kveldi fyrir fullskipuðu húsi. Ef dæma má af viðtökum þeim, er sýningin hlaut, eiga þau margar sýningar óleiknar. „Vér morðingjar“ er eitt af beztu leikritum — ef ekki bezta — Guðmundar Kamb- ans, haglega samið, hóflega skipað fólki, stígandi óumflýj- anleiki í efnisrás og skáldlégt innsæi og mannvit í leikritun. Hvarvetna er farið höndum snillingsins um efni, sem hef- ur almennt gildi og alþjóðlegt og skilur eftir mikið og alvar- legt íhugunarefni. Leikrit þetta hefur aðeins tvívegis verið sýnt áður hér í Reykjavík,- í fyrra skiptið af Leikfélagi Reykjavíkur, og léku þá Guðrún Indriðadóttir og Ragnar Kvaran aðalhlut- verkin, í síðara skiptið stjórn- aði höfundurinn sjálfur sýnr ingu síns eigin leikflokks og lék sjálfur annað aðalhlut- verkið en Soffía Guðlaugsdótt- ir hitt. Gunnar Hansen leik- stjóri starfaði um þær mundir með Kamban, og hefur hann í leikstjórn sinni þrætt mjög leikstjórn höfundarins. Að þessu sinni leika þau Erna Sigurleifsdóttir og Gísli Halldórsson Mclntyre-hjónin og er frammistaða þeirra til mikils sóma í þessum vand- leiknu hlutverkum, sem krefj- ast alls þess, er leikararnir eiga til, og stundum drjúgt bet ur. Erna Sigurleifsdóttir hefur undanfarin ár verið í örum vexti sem leikkona og sýnir nú meiri tilþrif en nokkru sinni fyrr. Enn meiri athygli vekur sterkur leikur Gísla Halldórs- sonar, sem raunar hefur áður sýnt, að hann býr yfir ríkum hæfileikum, en stundum vant- að • herzlumUninn. Sýnir hann hér mjög eftirtektarverðan og heilsteyptan leik og margar hliðar á ótvíræðum leikgáfum sínum. Má það eigi dragast, að svo efnilegur leikari hljóti jafna aðstöðu við þá jafnaldra sína, sem hlotið hafa kerfis- bundna þjálfun í góðum leik- skóla. Hann þarf að temja sér fullkomnari raddbeitingu og skýrari framburð. Einnig þyrftu hreyfingar hans vand- legrar athugunar við. Ekki væri ástæða til að vekja athygli á þessum ágöllum hans, ef kostir hans og hæfileikar væru ekki jafnaugljósir og þeir eru. Áróra Halldórsdóttir nær talsverðu lífi úr hlutverki sínu. en Edda Kvaran fer ekki nógu nærri hugmynd þeirri, sem menn hljóta að gera sér um dægurfluguna Susan, því að hún yfiiieikur hana. Einar Pálsson leikur vininn McLean af meira látleysi en lengi hef- ur sézt íil hans, og Einar Þ. Einarsson er ekki óefnilegur nýliði í sínu litla hlutverki. Það er prýðilegur svipur yf- ír allri sýningunni, enda hafa leikendur hlotið mikla æfingu á langri leikför. Var því sízt að furða, þótt áhorfendur fögn uðu þeim og leikstjóranum vel og innilega í leikslok. Bjarni Guðmundsson. Námsflokkar Rvíkur hefja vetrarstarfið 1. okt. Námsflokkar Reykjavíkur liefja vetrarstarf sitt 1. október n. k. og fer kennsla fram í Mið- bæjarskólanum á kvöldin kl. 7.45—10.20. Kennsla fer fram alla virka daga, nema laugardaga. í vetur vérða sérstakir námsflokkar fyrir þá, sem hafa rétt til að ganga undir stúdentspróf utan- skóla. Hér er fyrst og fremst um það fólk dð ræða, sem lokið hefur landsprófi með tilskyldri lágmarkseinkunn, eða lokið kennaraprófi. í þessum flokkum verða kennd tungumálin: danska, enska, franska, þýzka og latina, og verður kennsla 4 tíma á viku í hverjum þessara sérflokka. Auk þess verða byrjenda og framhaldsflokkar, eins og verið hefur, í íslenzkum bókmennt- um, dönsku, ensku, þýzku, sænsku, frönsku, reikningí, bók- færslu, vélritun, barnasálfræði, skrift, upplestri og vél- og út- saum fyrir stúlkur. Námsflokkarnir hafa ritvélar og saumavélar fyrir nemendur, en einnig má nota eigin ritvélar, ef vill. „Ahorfandi“ hefir sent Berg- máli pistil, sem fjallar um ó- spektir, sem áttu sér stað við Austurvöll sl.' laugardagsnótt, og gerðar hafa verið að blaða- máli. Óskar hann eftir því, að það komi fram, sem rétt er í því máli, en máli er hallað í einu dagblaðanna. Bergmál telur rétt að birta bréf „Áhorf- anda“ í heild, og fer það hér á eftir: Óspektir við Austurvöll. „í tilefni af grein í Þjóðvilj- anum 16. sept. út af ólátum, sem urðu við Austurvöll sl. laugar- dagsnótt, langar mig til að leggja orð í belg. í greininni segir, að fjöldi hermanna hafi sótt dansleik í „Holstein“ (það mun vera átt við Sjálfstæðis- húsið) umrætt laugardags- kvöld og látið „mikið yfir sér að vanda“ og „létu íslending- arnir óhikað í Ijós andúð sína á nærveru bandarísku lögregl- unnar og herliðsins almennt“. Eg var staddur þarna og sá það, sem fram fór og er það mjög á annan veg en Þjóðviljinn vill vpra láta. Er klukkan var um tvö hafði nokkuð margt fólk safnazt saman við söluglugga Morgunblaðsins. Kom þá am- erískur lögreglubíll og stanz- aði fyrir utan dyr Landssíma- hússins. Komu nökkrir her- lögreglumenn út úr bílnum og virtust vera að svipast um eft- ir hermönnum. Fáir eða engir hermenn. m Mjög fáir eða engir hermenn sáust þarna, svo að bíllinn ók af stað. En í því henti einhver reiðhjóli fyrir bílinn og komu þá lögreglumennirnir út úr, í þeim tilgangi að fjarlægja það. Hóf þá ski’íllinn óp og læti, barði bílinn utan o. s. frv. Bíll- inn ók brott, en tveir eða þrír herlögreglumenn urðu eftir og gengu út í Kirkjustræti, en óð- ur skríllinn fylgdi á eftir með ópum og hrindingum, án þess að lögreglumennirnir hefðust nokkuð að. Skömmu síðar kom íslenzka lögreglan og einnig lögreglubíll, tók herlögreglu- mennina upp og ók í burtu. Dreifðist þá hópurinn og ópun- um og óhljóðunum linnti. Skrílmennska. Við stóðum þarna nokkrir félagar og sáum alla atburði mjög vel og vorum á einu máli 'um, að slíka skrílmennsku og dónahátt þætti okkur, vægast sagt, leitt að sjá til landa okk- ar, þó að hinsvegar værum við sammála um, að óheppilegt sé, að veita hermönnum aðgang að skemmtistöðum Reykvíkinga. Að lokum vil eg taka fram, að þessi skríll kom ekki út úr Sjálfstæðishúsinu. Enda er það viðurkennt hjá þeim, sem til þekkja, að þar eru haldnir beztu og prúðustu dansleikirn- ir. —. Áhorfandi.“ Til varnaðar. Það er sannarlega léitt hvern- ig íslenzkur æskulýður getur hagað sér á stundum. Opnun iðnsýningarinnar. Síðan er eg skýrði hér í dálki þessum frá því, að fram- kvæmdastjóri iðnsýningarinn- ar, hefði tjáð mér, að engum sýnenda hafi verið meinaður aðgangur að opnun sýningar- innar, hafa mér borizt kröftug mótmæli frá ákveðnum mönn- um. Fullyrða þeir, að nokkrum sýnendum, og þeim meðal ann- arra, hafi verið neitað um að- gangskort, og hafi orðið að kaupa sig inn á sýninguna eftir að hún var opnuð almenningi. Hvort hér er um einhvern mis- skilning að ræða milli sýnenda og framkvæmdastjórans lætur Bergmál ósagt um, en rétt er að þetta komi samt fram. Að öðru leyti er þetta mál útrætt hér. — kr. Gáta dagsins. Nr. 243. Gettu hvað eg fann á Gríinseyjarsundi, úr kú, af kálfi, úr manni, af sauð? Svar við gátu nr. 242: Kýrspenar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.