Vísir - 18.09.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAB OG LYFJABtJÐIR LJ ÓSATlMI
Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið i ■m » w ]WL bifreiða er frá kl. 20,25—6,20
Læknavarðstofuna, sími 5030. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 18,00.
Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. <t \jEBSm f UHBB l laiiwiiWN 'MMB*
Fimmtudaginn 18. september 1952
Á 14. hundrað ökutækfa
í árekstrum á þessu ári.
663 árekstrar höfðu verið
skráðir ti dsgsins s gær.
Fram til dagsins í gær, 17.
sept., hafa 663 árekstur öku-
tækja og umferðarslys orðið
hér í Reykjavík.
Ef tala þessi er tvöfölduð,
eins og gera má í nær öllum
tilfellum, þá eru það hvorki
meira né minna en á 14. hundr
að bifreiða og bifhjóla, sem
lent hafa í árekstrum hér í
bænum á hálfum níunda mán-
uði.
Þegar framangreind tala er
borin saman við tilsvarandi
tölur árekstra og umferðar-
slysa fyrri ára verður ljóst að
ástandið fer versnandi í þess-
um sökum. Tala árekstra til
17. september í fyrra var 617,
eða nær 100 bifreiðum færra
en nú, og í hitteðfyrra urðu
árekstrarnir ekki nema 579
talsins.
Nú ber þess hins vegar að
geta ,að skilyrði til aksturs
hafa aldrei verið betri en nú,
sem orsakast af hinum miklu
staðviðrum í sumar og vegna
þess að vegirnir hafa oftast
nær verið þurrir. Hefði árekstr
unum því frekar átt að fækka
í stað þess að fjölga.
Samkvæmt upplýsingum frá
rannsókarlögreglunni eru meg
inorsakir árekstranna of hrað-
ur og ógætilegur akstur. Lýsir
þetta sér stundum í því, að
þegar bifreiðastjórarnir telja
sig eiga rétt til götunnar, aka
þeir áfram enda þótt fyrirsjá-
anlegt sé að árekstri verði ekki
afstýrt. Slíkum akstursvenjum
þurfa bílsstjórarnir að hætta
og gefa heldur rétt sinn eftir á
umferðinni heldur en að stofna
farartæki sínu, sjáfum sér og
farþegunum í voða.
í sambandi við árekstrana á
yfirstandandi ári hafa orðið ó-
venjumörg slys á fólki, enda
þótt ekki hafi verið mikil
brögð að dauðaslysum.
Eden e heiansókn
h|á .Tito í dag.
London í morgun (AP).
Anthony Edcn, utanríkisráð-
herra Breta, kom í gærkveldi
til Belgrad, höfuðborgar Júgó-
slavíu, en hann hefur setið ráð
gjafarþingið í Strassburg.
í Júgóslavíu mun Eden
dveljast um 5 daga skeið og
ræða við ýmsa helztu leiðtoga
Júgóslavíu. Ræddi Eden við
komuna við Kardelj, utanríkis-
ráðherra Júgóslavíu, en í
kvöld mun hann sitja boð Tit-
os marskálks.
Skoðanamunur á
uUarráðstefnunni.
Um þessar mundir er háð í
London ráðstefna baðmullar-
framleiðsluþjóða.
Á ráðstefnunni eru mættir
fulltrúar frá Bandaríkjunum og
Japan, auk Breta og nokkura
annarra þjóða. Bandaríski full-
trúinn Stevens, flutti ræðu í
gær og lýsti þeirri skoðun sinní,
að nauðsyn væri á því að auka
kaup almennings á ullar- og
baðmullarvörum og ráðstefnan
yrði einnig að finna ráð til þess
að koma í veg fyrir hina hörðu
samkeppni á þessu framleiðslu-
sviði. Japanski fulltrúinn hélt
því fram að Japanar hlytu að
keppa við aðrar þjóðir um
markaði fyrir baðmullarvörur,
en þeir myndu forðast óheiðar-
lega samkeppni, eins og fyrir
’ væri mælt í friðarsamningun
um við þá. Brezki fulltrúinn
sagði að Bretar myndu ekki
geta tekið þátt í neinum ráð-
stöfunutó, sem skertu þátt
þeirra í baðmullarviðskiptum,
vegna þess hve veigamikill
þáttur þessi viðskipti væru í
hagkerfi þjóðarínnar.
Portúgal fær fjármagn til
að nýta nýlendur sínar.
Bandaríkin ætla að hlaupa undir baggá.
Eitt helzta áhugamál Banda-yfir meginlandið, til þess að
ríkjastjórnar um þessar mundir
cr að hjálpa Portúgalsmönnum
til þess að nýta sem bezt auð-
lindir nýlendna þeirra í Afríku.
í Portúgal eru nú 8,5 mill-
j ónir íbúa, og er það í rauninni
3,5 millj. manna fleiri en land-
ið getur brauðfætt, eins og allt
cr í pottinn búið, en þótt Salazar
l'.afi tekizt að koma lagi á fjár-
málin heima fyrir, er þjóðin
svo fátæk, að hún getur ekki
t aðið undir kostnaðinum af
nauðsynlegum undirbúnings-
f.amkvæmdum. Og nýlendur
Pcrtúgala eru ekkert smáræði,
því að þeir eru 3ja stærsta ný-
Ivnduveldi heims — aðeins
I'retar og Frakkar ráða yfir
rieira landflæmi i öðrum
] i úmsálfum.
Bandaríkjamenn hafa þegar
'J á tið nokkurt fé af hendi rakna,
í n rtotað verður til þess að
] 'isa vatnsaflastoðvar, stofna á-
vbitur, bæta bústofn lands-
i :mna, auka námagröft og
Jendurbæta járnbrautina þvert
Margt fallegt að sjá á
dönsku sýningunni.
Bslenzku teppin í Þjóðminjasafninu eru
dýrgrlplr segir frú Wandel.
Frú Bodil Begtrup, sendi-
herra Bána liér, opnaði í gær
dönsku heimilisiðnaðarsýning-
una í Þjóðminjasafnsbygging-
unni, að viðstöddum f orseta-
hjónunum, fulltrúum erlendra
ríkja og öðrum gestum.
Próf. Matthías Þórðarson,
formaður Sambands ísl heim-
ilisiðnaðarfélaga, flutti ræðu
og fagnaði því, að sýningu
þessari hefði verið komið upp
hér, enda gæti hún orðið til
þess að glæða áhuga manna
hér fyrir heimilisiðnaði. Þa
tengja Angola á vesturströnd-
inni við Mozambique á austur-
ströndinni enn betur en nú.
íbúar þessarra tveggja ný-
lendna eru nú um það bil 9
milljónir talsins, og er þar átt
við svertingja, en hvítir menn
eru aðeins 250,000. Landkostir
eru hinsvegar svo miklir, að
menn ætla, að þar mætti fram-
Ieiða matvæli, er myndu nægja j
miklum hluta íbúa Vestur-
Evrópu. Sum héruð nýlendn- j
anna eru mjög hentug til land-
náms fyrir hvíta menn, því að
loftslag er þar þægilegt og úr-
komur nægar til þess að tryggja
margar uppskerur á ári. Er t. d.
verið að stofna til landnáms í
Limpopo-dal í Mozambique,
þar sem 9500 fjölskyldur fá
jarðnæði — 18 ha. hver til beit-
ar og ræktunar.
Portúgalsmenn gera sér von-
ir um, að nýlendur þessar geti
orðið hið bezta forðabúr á
skömmum tíma — fyrir tilstilli
Bandaríkjanna.
Ástæðulaust að
óttast sundrung.
Strassburg (AP.). — Spaak
flutti aðalræðuna á fundi ráð-
gjafarnefndarinnar í Strassburg
í gær.
Ræddi hann um ótta þann,
er komið hafði fram hjá nokkr-
um fulltrúum um stjórnmála-
amvinnu Schumanríkjanna. —
Schumanríkin eru þau ríki, sem
standa að tillögum Schumans,
um kola- og stálsamsteypu.
Hafði því verið haldið fram, að
það myndi veikja mátt Evrópu-
ráðsins, ef Schumanþjóðirnar,
V.-Þýzkaland, Frakkland og
Beneluxlöndin, gerðu með sér
sérstök samtök. Spaak kvaðst
undrast þenna ótta, og telja
hann ástæðulausan, benti hann
á að Eden, utanríkisráðherra
Englands, hefði tekið í sama
streng, og Bretar myndu eiga
samstarf við Schumanlöndin að
nokkru leyti varðandi kol- og
stálframleiðslu, þótt þau vildu
ekki binda sig alveg.
Herinn tekuir
við völduim
i Eibanon.
Beirut í morgun — AP.
Forseti Libanons hefur lagt
niður völd og herforingjar tek-
ið við völdunum.
í fréttum frá Beirut í morgun
segir, að hér sé ekki um vopn-
aða uppreist að ræða, heldur
hafi forsetinn verið knúður til
þess að segja af sér vegna
óánægju með stjórn hans. Hafði
hann lofað ýmsum umbótum í
stjórnarfari, en látið undir
höfuð leggjast að framkvæma
þær. Mun herinn fara með
stjórn Libanons þangað til
fulltrúadeild þingsins kemur
saman og ákveður öðru vísi.
Blökkumenn
dæmdir í S.-Afríku.
Einkaskeyti frá AP.
London í morgun.
Scxtán blökkumenn voru í
gær dæmdir í Suður-Afríku
fyrir brot á kynþáttalöggjöf-
inni.
Höfðu menn þessir brotið
það af sér að sitja á bekkjum
eða vera í biðsölum, sem ein-
gongu voru ætlaðir hvítum
mönnum. Fengu hinir brotlegu
sektardóm og fangelsi til vara,
og óskuðu allir að sitja af sér
1 sektina.
tók til máls frú Gerite Wandel,
-formaður Danska heimilisiðn-
aðarfélagsins og skýrði frá
störfum þess og áhugamálum,
en að síðustu lýsti frú Bodil
Begtrup yfir því, að sýningin
væri formlega opnuð.
Vísir hefur áður greint frá
sýningunni og því, sem þar er
markvert, en það er fjölda
margt. Vafalaust verður sýn-
ingin fjölsótt, ekki sízt af
kvenþjóðinni.
í gærkvöldi hafði svo frú
Bodil Begtrup sendiherra Dana,
móttöku til heiðurs frú Gertie
Vandel, en hún skýrði frá starf-
semi danska heimilisiðnaða.re-
lagsins í um það bil aldarfjórö-
ung. Um félagið má segja, að
„mjór er mikils vísir“, því að
það fpr hægt af stað, en hefur
aukizt og margfaldast síðan.
Frú Vandel kvaðst einnig hata
mikla ánægju af að koma hing-
að, og um sýningarsalinn haíöi
hún þau orð, að hún hefði að-
eins séð einn sýningarsal, sem
væri betri.
Enn fremur sagði frú Vandel,
að mörg þau teppi, sem hún
hefði séð í eigu Þjóðminjasafns-
ins, væru
hreinir dýrgripir, því aS
þau væru eins og persnesk
teppi, svo vönduð og falleg
væru þau.
Dr. Matthías Þórðarson og
frú Arnheiður Jónsdóttir þökk-
uðu frú Vandel komuna, og létu
í ljós þá ósk, að heimsókn henn-
ar yrði til þess að íslenzkur
heimilisiðnaður tæki skjótum
framförum á næstunni.
Drukkin stúlka
lendir í árekstri.
í nótt varð umferðarmerki,
sem stóð á gatnamótum Njáls-
götu og Rauðarárstígs, fyrir
þeirri óheppni að bifreið var
ekið á það.
Lögreglan kom á staðinn, og
handsamaði ökuþórinn, sem
reyndist vera stúlka og var
hún undir áhrifum áfengis.
Hana hafði ekkert sakað við
áreksturinn, en hins vegar lét
umferðarmerkið þeim mun
meira á sjá.
Málið er í rannsókn.
Atriði úr leikritfnu „Vér morðingjar“. Einar 1». Einar.-.:, ísli
Ilalldórsson og Erna Sigurleifsdóttir. (sjá leikdóm á 4 ðu)
Mikið af rjúpu
í haust.
Kunnugir menn telja, að
mikið muni verða um rjúpu í
haust.
Maður nokkur, sem hefur
verið á ferð bæði um Borgar-
fjörð og Miðfjörð seint í sumar,
segist hafa orðið var við fjölda
rjúpna, en auk þess sá hann
þær víða, en í fyrra varð hann
til dæmis lítið var við þær I
Borgarfirði.