Vísir - 20.09.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 20.09.1952, Blaðsíða 7
¦ . „'w-- l^ugardagimir20.>«Q*BasEdiK^.lS52sS. VlSIR starfa í október. í næsta mánuði mun taka til starfa í húsakynnum Melaskól- ans músíkskóli fyrir börn, og veitirdr. Heinz Edelstein hon- um forstöðu. Dr. Edelstein, sem kennt hef- ur við Tónlistarskólann um langt árabil, hefur dvalið ár- langt erlendis— í Þýzkalandi og Sviss — til þess að kynna sér fyrirkomulag skóla af þéssu tagi, og því er ráðizt í þetta nú. Verður þessi hýi skóli í tengsi- um við Tónlistarskólann, og í skólaráði verða m.a. dr. .Páll ísólfsson, Robert AV Ortósson, Ragnar Jónsson og Iiigólfur .Guðbrandsson. Þeir dr. Edelstein og Ragnar Jónsson skýrðu f réttamönum frá himim nýja skóla í gær, og sögðu þeir m. a., að þarna yrði aðalatriðið að ala upp góða tónlistaráheyrendur, en það er ekki síður mikilvægt en að kenna unglingum að leika á hljóðfæri. Er tilgangurinn að vekja söng- og músíkgleði með börnunum og veita þeim þekk- ingu á undirstöðuatriðum tón- listar. Með þessu. á að skapa þann grundvöll, sem tónlistar- líf getur fayggzt á. Er músík- iðkun ekki sízt mikilvæg i landi, þar sem menntun er mjög einhliða. Dr. Edelstein komst einnig svo að orði m. a.: „Hingað til hefur lítið verið gert fyrir æskulýðinn á því sviði, enda þótt músíkgáfur séu yfirleitt góðar hér á landi eftir minni reynslu. Skólanum nýja er ætlað það hlutverk að fylla í skarðið. Til að byrja með munu börn á aldrinum 8—11 ára verða tekin í kennslu, en eldri börn síðar, ef tiltækilegt verður. Börn, sem eru til þess fallin og óska þess, munu eftir nokk- urt nám í barnanmúsík-skól- anura standa betur að vígi til að standast inntökupróf í Tón- listarskólann en ella væri. Þó mun námið í barnamúsíkskól- anum ekki takmarkast við und- irbúning undir Tónlistarskól- ann, heldur miðla sjálfstæðri tónmenntun. Kennslan sjálf verður ekki falin í neinu bóklegu námi, heldur á þekking og menntun að vera afleiðing leiks og skemmtunar. Iðkað verður söngur, leikir, hreyfing eftir músík, blokkflau.tuleikur, leik- ur á nýstárleg slaghljóðfæri, nótnalestur og fleira. Kennt verður í flokkum eina klukku- stund tvisvar í viku. Hægt verður að taka 200 börn í skólann, og verður kennt í 20 barna hópum, en kennslu- gjald verður 38 kr. á mánuði. Síðar mun verða skýrt frá því, hver og hvenær innritun fer fram. — Bangkok. Framh. aí 6. síðu. I klóm lögreglunnar. Þrátt' fyrir þessar fullyrðing- ar var mér ekki beinlínis rótt er eg gekk inn um aðaldyr lög- reglustöðvarinnar klukkan ná- kvæmlega hálf ellefu þriðju- daginn 26. ágúst. Myndu þeir nú ekki reyna að nota tækif ær- ið til þess að gera mér ein- hverja skráveifu? Raunar var talið að hvergi í öllum Austur- löndum væri vinveittari þjóð okkur hvítum mönmim en í Thailandi, og enn sem komið var höfðu aliir sýnt mér vin- semd, — en öryggislögreglan? Það var einhvern veginn ekki alveg nógu öruggt. Mér var vísað til lögreglufor- ingja, er sat við geysistórt skriffaorð. Eg nefndi nafn mitt, og rétti honum vegabréfið. For- inginn gerðist allt í einu mjög þungbrýnn og ábúðarfullur og svo spurði hann: „Hvers vegna komuð þér í ekki hingað, eins og fyrir yður var lagt?" Eg gerði mig eins aumingjalegan og mest mátti verða og svaraði, klökkum rómi: „Eg vissi ekkert um það, minn herra." Löng og ískyggileg þögn meðan hann blaðar í vegabréfinu. Svo réttir hann það í áttina til mín, legg- ur það á borðið, styður vísi- fingri hægri handar einmitt á þá blaðsíðuna, þar sem leyfið mitt var skráð og segir: „Þér eruð Iæs, er ekki svo?" Jú, ekki áræddi eg nú beinlínis að þræta fyrir það, og þá sá eg að þarna stóð skýrum stöfum: Mæti hjá útlendingaeftirlitinu 21. ágúst. „Drottinn minn," sagði eg og reyndi að fölná upp. „Þetta las eg ;aldrei." ,jLas ekki/' át yfir- valdið fyrirlitlega eftir mér, tók vegabréfið.oglagði það of- an ^á skjalabunka á skrifborðs- horninu. Svo tók það þrjár handskrifaðar fólíósíður, sem voru á borðinu, hóf nú að.yfir- heyra míg um einstök atriði ferðar minnar og skrifaði jafn- óðum til viðbótar á blöðin, og þá varð mér ljóst að á öllum þessum þrem blaðsíðum var skýrsla um hinn óheyrilega af- brotaferil minn. Að lokinni ýf- irheyrslu og skýrslugerð stakk foringinn vegabréfi mínu í skjölin og sagði: „Annar herra- maður þarf að tala við yður." Svo brunaði hann á undan okk- ur, en við eltum eins og lömb, leidd til slátrunar. ; „Er það sá allra æðsti, sem við hittum næst?" hvíslaði eg að fylgdarmanninum. „Nei* liðþjálfinn fer bara með okkur til liðsforingjans," andaði hann í eyra mér. Og eg. sem hélt i einfeldni minni að -þetta væri sjálft yfirvaldið. Rakinn afbrotaferill minn. Skjöl á borði. Þungbrýnn yfirmaður. Aumur þræll skell- ir hælum. Sökudólgur hnígur í stól. Ný yfirheyrsla. Stuttar, snöggar spurningar, eins og skothvellir. Fylgdarmaðurinn túlkar því að yfirvaldið segist ekki tala ensku en geta lesið hana. Fyrirskipun gefin um að eg skrifi skýrslu, þar sem grein sé gerð fyrir öllum ferðum mínum, og einkum skýrð einhver prússnesk forherðing, ástæðan til lögbrots míns. Eg! og nokkru síðar, er hann skip- væri alls ekki þarna, lengi vel, og héldi áfram að lesa, þá sann- færðist eg fljótlega um að þetta væri hinn alþýðlegasti herra- maður, einkum vegna þess að hann bauð mér vindling sem eg neyddist þó til að afþakka. Hann tók nú að yfirheyra mig, nákvæmlegá á sama'"'hátt og hinir tveir, og er því hafði far- ið fram um hríð gerðist eg svo djarfur að vísa til skýrslu minnar. Varð það til þess að hann hóf nú að lesa skýrslu næsta undirmanns síns og hvarf frá yfirheyrslunum. Svo handritaði hann á plögg mín alllangt mál, las það vandlega yfir, sveiflaði því næst penna sínum í marga hringi, unz hann skrifaði einhverja ólæsilega þvælu, sem bersýnilega átti að tákna undirskrift hans. Svo reis hann á fætur og fylgdi mér til einhvers manns, sem eg vissi aldrei hvert embætti hafði, en sá tók strax við mér og hóf að kynna ser málavöxtu. Vitlausi endinii. Þessi maður virtist taka létti- lega á lögbroti mínu, óg varð það til þess, að eg freistaðist til þess að gera að gamni mínu og sagði: „Það vill nú svo vel til, að ef eg verð gerður landræk- ur vegna þessa, þá er fyrsta ferðin, sem fellur héðan ein- mitt sú, sem eg ætla með." Þetta var of djarft teflt. Hið góðlátléga yfirbragð var allt á brott, og yfir þetta Utla, smá- gerða, og satt að s'egja fremur ógáfulega andlit, var komin settist nú við skýrslugerð þessa og endaði langt mál með afar auðmjúkri afsökunarbeiðni vega yfirsjónar minnar, og var plagg þetta stílað til yfirmanns sakamálalögreglu staðarins. Heyrir minn tók nú ritsmíðina og þrílas hana vandlega mjög. Að því búnu tók hann að hand- skrifa á skjölin, þar sem allur afbrotaferill minn yar rakinn, og skildist mér að þar væri hann að semja útdrátt og gera tillögur í málinu. Að því búnu sagði hann, stutt og laggott: „Kapteinninn". Svo reis hann á fætur, tók skjölin og vísaði mér að borði innar í salnum, þar sem maður nokkur sat, er saup kalt te, reykti vindlinga og blaðaði í skjölum. Sá tók plöggin og bauð mér, að sitja. Enda þótt hann léti sem eg misinclismenn, kínversk ung- mær, sem eg sá ekki betur éix að hlyti að vera ffóm jómfrú, og mér varð því ráðgáta hveít erindi ætti í þenna kvalatsað og svo miðaldra maður, af mér ókennilegu þjóðerni, ljótur þrjótur með skaðbrenndar tennur af beteláti, gat': útlits síns vegna vel verið margeftir- spurður manndrápari. Er eg settist vorú tvær klukkustundir og fimmtán. mínútur liðnar frá því er eg fyrst kom inn í lögreglustöð- ina. „Það er þokkalegur selskap- ur, sem þú, fyrrverandi lög- gæzlumaðurinn, eft kominn í," hugsaði eg, þar sem eg sat I þarna á sakamannabekknum. „Þér hefði verið nær að trúa 'ræðimanninum. Lögin, þau eru áreiðanlega ekki með a$ spauga, eins og hann sagði. Hér benda öll þau teikn, sem uppi eru, á einn stað, — tugthúsið. Ætti eg ekki annars að hlaupa burt? Nei, guð hjálpi mér. Ekki dugar það. Nógu illa er nú kom- ið íslending, „þótt eg söðli ekki óhapp með glæp," eins og standa mun í Sturlungu. Nei, hér mun eg sitja og bíða míns sakadóms." Minn leiðsögumaður og hjálp- arhella birtist allt í einu. „Þetta er allt í lagi. Þér megið fara," sagði hann, og bætti við: „Það hefir líklega verið byrjað á vitlausum enda. Eg hefði átt að fara einn með vegabréfið beint til yfirvaldsins, því að það hefði áreiðanlega klesst strax á þáð einhverjumt stimpli." „En segið mér eitt, elskaði aði mér að undirrita eitthvert!trúbróðir °S heiðraði herra. skjal, þá varð eg alveg viss um, Hvern f jandann á öll þessi rekistefna að þýða? Hvers vegna allar þessar ofsóknir, stimpilæði, þvarg og skýrslu- að það væri játning þess að | hafa verið með flimtingar og ósæmilegan munnsöfnuð í sam- bandi við framkvæmd embætt- ismanns hans hátignar Phumi- phol Aduldejs á lögum, er vörðuðu öryggi ríkisins, en eg þorði ekki annað en að undir- skrifa, fullviss þess að í auð- mýktinni lægi eina vön mín til lausnar. „Það er sæti fyrir yður þarna á bekknum," sagði þetta háyfir- vald við mig, en við fylgdar- manninn sagði hann: „Þér kom- ið með mér til yfirmanns ör- yggislögreglunnar." Svo hurfu þeir með vegabréf mitt og skjöl, en eg settist á sakamannabekk gerðir?" „Spyrjið mig ekki um það," svaraði hann. „Þá krossgátu hefi eg ekki getað leyst. Það er kaball, sem aldrei gengur upp. Þess vegna er eg kurteis og þolinmóður við embættismenn- ina meðan þeir eru að leita að einhverjum lagakróknum til þess að festa skjólstæðinga mína á. Takist það ekki er allt vel, en ef þeir finna hann þá vitum við að það kostar „squeeze". Svona er þetta hérna austur- frá hjá okkur. En segið mér: úti í horni. Þar voru,' auk mín,' Hvernig er þessum málum tveir Indverjar, áreiðanlega háttað heima hjá yður?" Þegár Jerome nálgaðist hhðið á búðunum, gerði harin- "¦ friðarmerki með höndinni, en merkinu var ekki svarað. Illúðlegui- svipur íbúa þorpsins fór ekki fram hjá Jerome þegar hann gekk í áttina að kofa Golta. „Ég er kominn til að sækja hvítu stúlkuna", sagði Jerome. „Hvítir menn skipa ekki fyrir hér", svarði Golta. „Afhentu mér stúlkuna", ¦'.endur- tók Jerome". Annars mun ég skýra frá því, að þú sért hlébarðamaðurr.'f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.