Vísir - 20.09.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 20.09.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAK OG LYFJABtJÐIR Vwiti yður lækni kl. 18—8, þá hringið i ¦LæknavarSstofuna, sími 5030. VörðUr ér í Ingólfs Apóteki, sími 1330. LJÓSATÍMI bifréiða'ér frá kl. 20,25—6,20 Næst verður flóð í Reykjavík kl. 19,00. Laugardagínn 20. september 1952 §£$$ þar mSmra Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Kommúnistar eru að byrja skæruhernað á nýjum stað, þar sem allt hefun verið kyrrt til skamms tíma — á Borneo. Fyrri hluta ágústsmánaðar kom lítill hópur karla og kvenna, sem voru öll vopnuð, inn í þorp eitt ekki langt frá Kuching, höfuðborginni í Sara- wak, sem er eins konar brezkt „fríríki" á norðvesturströnd Ðorneos, og neyddu íbúana þar til þess að afhenda sér talsvert f é, en síðan útbýttu komumenn áróðursritum kommúnista. — Skömmu síðar sló í bardaga milli flokks þessa og lögregl- unnar, og beið þá lögreglumað- ur bana, en tveir særðust að auki. Síðan hefur hermdarverka- manna orðið vart við og við, en þeir hafa farið mjög varlega, svo að yfirvöldin líta svo á, að enn muni þeir ekki vera liðs- sterkir. Sarawak hefur á hinn bóginn aðeins lögreglu yfir að ráða og samgöngur eru mjög erfiðar, svo að það getur orðið erfitt að uppræta flokk þenna, þó fámennur sé. Kínverjar eru fjölmennir. í Sarawak eru um 500,000 í- búar, og mynda Kínverjar þar „þjóðarbrot", sem er þó allstórt, því að þeir eru um 150,000 að tölu. Hafa þeir á hendi nær alla utanríkisverzlun landsins og sjá um dreifingu varnings. —- Hefur samúðar kommúnista orðið lítt vart til þessa, en á- róðursritum hefur oft verið dreift meðal landsmanna. Jane Carlson Píanóhljqmleikár í sgærkveScli. Miss Carlson, sem hélt píanó- hljómleika í gærkvöld í Aust- urbæjarbíói, er mikill píanó- snillingur, enda fögnuðu áheyr- endur henni vel. Nýlunda var að heyra mörg nútímatónverk á sama konsert (Hindemith', Dohnanyi, Prokofief, Poulenc, Villa-Lobos), ásamt klassískum verkum. Tónleikanna, sem vonandi verða endurteknir, þrátt fyrir slæma aðsókn fyrsta kvöldið, verður nánar getið bráðlega. B. G. o , USSOlÍBlB riða LeynlskjcB birt á ítaifu, sem sýna þetta. Fyrir skemmstu voru 9 ár Iiðin, síðan Mussoljni var sett- ur af sem einræðisherra ítala. Honum var velt úr valda- stóli, eftir að stórráð fasista hafði rætt málið næturlangt, qg var honum þar kennt um að hafa steypt þjóðinni í. glötun msð því að hrinda henni — óviðbúinni — út í styrjöld. ¦Nýlega hafa í Róm verið birt l;ynileg skjöl, sem sanna, að hlussolini gerði sér grein fyrir feví, að ítalir væru alls ekki uidir styrjöld búnir, og að hann ,i. :irði sér vonir um að geta hald- ið þeim utan við stríðið til árs- ii3 1942. Bjartsýni Þjóðverja \ar hinsvegar svo mikil, að I ann sannfærðist um, að öllu 3 undi óhætt, og því tók hann takkið í júní 1940. Skjöl þau, sem nú hafa verið 1 ;rt, f jalla um tímabihð maí— í nist 1939, og sýna þau, að \ íussolini komst undir æ meiri ; *irif frá forsprökkum nazista, íyrst og fremst Ribbentrop. Þ. £ 7, maí skrif aði Mussolini í dag- bók sinni, að ekki yrði komizt hjá stríði við „auðugu" þjóð- irnar, og því yrði að búa sig undir það. Aðstaða möndulveld- anna í Tékkoslóvakíu og Alban- íu gerði það að verkum, að þær stæðu vel að vígi. En svo bætti Moussolini við: „ftalir verða að hafa næði til undirbúnings til ársins 1942", en þann tíma átti að nota til að endurskipuleggja herinn og friða Abyssiniu, svo og þaðan fengist 500.000 manna her, smíða 6 orrustuskip, fá stór- skotaliðinu nýjar fallbyssur, flytja mikilvægar verksmiðjur norðan úr landi o. s. frv. Mussolini treysti því einnig, að Japanir mundu geta komið Kínverjum á kné á tímabilinu 1939—42, svo að þeir gætu ein- beitt sér gegn Engil-söxum, en sjálfur ætlaði hann að styðja 'sjálfstæðisbaráttu manna á ír- landi, Korsíku og í Elsass, til þess að gera bandamönnum erfiðara fyrir. En hinir skjótu sigrar Þjóð- verja 1940 rugluðu dómgreind Mussolinis og urðu honura um síðir að falli og fj örtjóni. örgiiiiariaiS- angur gerður ut II wæitiaifcfs* Goose Bay (AP.). — Banda- ríski herinn undirbýr leiðangur til þess að reyna að bjarga 12 brezkum flugmönnum, sem dveljast nu á Grænlandsjökli. Verða sendar björgunarflug- vélar útbúnar skíðum til þess að reyna að koma flugmönn- unum til hjálpar. Ennfremur er verið að undirbúa leiðangur á lándi, en á þann hátt er talið mögulegt að ná tll þeirra. lássar neita enn. New York (AP.). — Fulltrúi Bússa beitti neitunarvaldi sínu enn í gær, til þess að fella framkomna tillögu um að veita sambandsríkjum Indo-Kína upptöku í samtök Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti yfir þeirri skoðun sinni, er. rússneski fulltrúinn hafði drep- ið tillöguna, sem 10 fulltrúar greiddu atkvæði, en hann var einn gegn, að nauðsyn bæri til að breyta reglunum um starfs- hætti öryggisráðsins. Fulltrúi Rússa varaði við því að afnema neitunarvaldið, því það yrði til þess að kljúfa samtök S. Þ. Verzlunarjöfnuðtir Breía óhagstæður. London (AP.). — Verzlun- arjöfnuðurinn í ágústmánuði var óhagstæður Bretum um 73 Vz millj. sterlingspunda. Fluttar voru út vörur fyrir 181 millj. punda, en innfluttn- ingurinn nam 263 millj. punda. Minna var flutt út af bílum og vélum að tiltölu en undan- farna mánuði. ÍG-Farben verður 12 fyrirtæki. Frankfurt (AP). — Ákveðið hefur veirð, að þýzka risafyrir- tækið I. G. Farben verði fram- vegis tólf fyrirtæki. Er þetta gert í samræmi við fyrirmæli hernámsyfirvalda bar.damanna í. Þýzkalandi, en Bonn-stjórnin hefur skuld- bundið sig til að sjá svo um, að fyrirtækið verði ekki sameinuð aftur. il'í esi raudlsdar. Chicago (AP). — Fyrstu sjö mánuði ársins fórust 20,000 manns í umferðarslysum í Bandaríkjunum. Var það 2 % meira en á sama tima í fyrra, og sjö sinnum fleiri en féllu í Kóreu á sama tímabili. Finnst mönnum blóð- takan þó tilfinnanleg þar eystra. ffl&vra&mt ijréttmbréi: Stríðsárafoiðraðir í Osló í síðustu viku. Pá var I^afill selé ©slkœEMtmíaH eláir 13 ára sköfEimásin. Oslo, 10. sept. Kaffi og sykur hefur verið skammtað í Noregi í undanfar- in 13 ár en nú er skömmtun- inni nýlokið. Húsmæður báru sig yfirleitt illa vegna sykurskömmtunar og þegar sultunartíminn nálgaðist streymdi fólk í stórhópum til Svíþjóðar til þess að kaupa syk- ur, en hver Norðmaður mátti kaupa þar 10 klíó og fara með þau tollfrítt til Noregs. Sykur- ferðirnar, sem kallaðar voru, urðu svo almennar, að farmiða- sala með ákveðnum járnbraut- um jókst um rúmlega 60%, og Norðmenn eyddu stórfé bæði í Ávaxtastuldur me f fyrrinótt var komið með mann nokkurn á lögreglustöð- iua, sem lent hafði í smávegis sevintýri. Maður þessi var hreyfur af víni og í yímunni labbaði hann sig inji í bíl, sem hann f ann á götunni og stóð þar ólæstur. Inni í bílnum fann maðurinn bæði ávexti og áfengi, og þar sem ávextirnir voru girnilegir til fróðleiks og vínið gómsætt neytti hann tækifærisins til þess að gæða sér á hvoru- tveggja. En manngarmurinn hafði ekki lengi gætt sér á veitingunum, þegar þrusk heyrðist á næstu grösum. Og áður en varði birtist bíleigandinn í eigin per- sónu, ófrýnn útlits og engan veginn í sólskinsskapi. ? Þrátt fyrir þetta hlaut hinn óboðni gestur ábæti, en það er ókeypis ferð — á lögreglu- stöðina. Berlin (AP). — Kommúnist- ar í A.-Þýzkalandi vinna nú að því að útbreiða eftirlætisíþrótt Lenins •gorodki". Er hún fólgin í því að varpa keflum að ferhj^rndum fleti og fella minni kefli, sem þar standa. Segir blaðið „Neues Deutschland", að íþrótt þessi efli friðinn og tryggi mönnum hamingjuríkari framtíð. Aukinn ferOaeiaona- straumiir tiS Frakkiands. Fyrstu tölur varðandi ferða- mannastrauminn til Frakk- lands í ár benda til þess, að fjöldinn hafi verið 12% meira en á sl. ári. Um það bil jafnmargir Bret- ar heimsóttu Frakklad í ár og í fyrrs ferðalög og sykurkaup. Um leið og skömmtuninni lýkur, hækkar verð á bæði kaffi og sykri, þannig að kaffi hækk- ar úr rúmlega átta krónum kílóið í sextán krónur og sykur úr 64 aurum í kr. 1,65, hvað strásykur snertir en úr 85 au. í kr. 1,90 molasykur. í vikunni sem leið gat fólk keypt kaffi og sykur á gamla verðinu fyrir þá skömmtunar- seðla, sem til voru og mátti þá líta langar biðraðir fyrir utan kaffi- og sykurverzlanir. Hvað biðraðir snertir keyrði þó fyrst um þverbak sl. mánudag. Þá gátu þær verzlanir, sem áttu kaffi eftir, selt það án skömmt- unarseðla á gamla verðinu og tóku kaupmenn þá það ráð að skammta sjálfir kaffið, þannig að hver kaupandi fékk eitt kíló. Þennan dag urðu sumar biðrað- ir svo langar að annað eins hef- ur ekki sézt síðan á stríðsárun- um. í einni verzlun varð af- greiðslufólkið að taka sér hlé þegar leið að hádegi, en því var lítt tekið af kaupendum svo að ríðandi lögregla varð að skerast í leikinn. Með afnámi kaffi- og sykur- skömmtunarinnar er síðustu skömmtuninni í Noregi lokið og eru því flestir fegnir. í Danmörku verður kaffi- skömmtunin afnumin í næsta mánuði. Deilt um arf eftir Tore Hedin. Einstakt erfðadeilumál er nú á döfinni í Svíþjóð vegna arfs ToreHedins. Tryggingarfélagið sem verst hefur orðið úti sök- um skemmdarverka Hedins gerir kröfu til eigna hans og fær þær án ágreinings. Hins- vegar vandast málið þegar ráð- stafa skal eignum foreldra hans sem létu eftir sig 30.000 sænsk- ar krónur.' Tore Hedin var einkasonur, en hanri þykir með framferði sínu hafa fyrirgert erfðarétti svo vafasamt er hvort tryggingarfélagið fær fé það sem hann hefði átt að erfa. Lík- legra þykir að systkini foreldra hans muni erfa fjárhæðina. Búizt er við að mál þetta verði dæmt í hæstarétti þar eð áþekkt erfðadeilumál er óþekkt í rétt- arsögu Svía. Ó. G. Varnarliðið hefur vopnasýningu. í gær efndi varnarliðið tii sýningar á ýmsum vopnum, sem það hefir til umráða, Viðstaddir voru m. a. Bjarni Benediktsson, utanríkismála- ráðherra, og Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra. Voru sýnd öll álmenn vopn sem notuð eru í nútímahernaði, en flugvéla- sýning fórst fyrir vegna veðurg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.