Vísir - 11.10.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 11.10.1952, Blaðsíða 7
Laugardaginn 11. október 1952. VÍSIR 1 THOMAS B. COSTAIN: ■ j Ei má sköpum renna. -f =v?r. >i 10 af reynslunni, að framundan kynni að vera löng og leið viðræða. „Þessi orð þín sýna, að þú hefur ekki hugleitt sem skyldi vandamál bróður þíns. Án áhrifa er ekki auðvelt að fá ráðherra- embætti." „En hann er aðeins tuttugu og fjögurra ára. Hann þarf ekki að ala neinar áhyggjur þótt hann verði að bíða eftir að geta sezt í ráðherrastól. Hann fær áreiðanlega nógu snemma að skipa slíkan sess.“ „William Pitt varð forsætisráðherra 25 ára,“ sagði frú Ellery og var auðheyrt, að hún hafði tekið það í sig, að hinn gáfaði sonur hennar mætti ekki setja markið lægra. Andartak mælti hvorugt orð. „Jæja, hvað viltu, að gert verði í málinu, móðir?“ spurði Frank. Hún rétti úr sér og horfði á hann bálum, athugulum augum. „Þú gætir gert eitthvað, Francis. En þú verður að byrja á því að vera samúðarríkur — og — kannske — óeigingjarn.“ „Eg mun reyna hvorttveggja — annars mun vart verða sagt að eg hafi vanrækt þessar dyggðir í garð ættarinnar.“ „Hann er svo aðdáanlegur,“ sagði frú Ellery titrandi röddu. „Þú verður að gera þetta fyrir hann, Francis. Þú verður að gera það.“ „Gera hvað? Eg veit ekki hvað þú ert að fara’ — segðu mér hvað er í hug þínum?“ Kjölturakkinn fór alít í einu að gelta — alveg að tilefnislausu að því er virtist, og frú Ellery varð gripin óþolinmæði og sló létt á trýnið á honum: „Þú gerðir mér bilt við, skömmin þín — þegar mér kom verst. Hagaðu þér nú vel —“ Hún leit rökmn augum á son sinn. „Það er út af trúlofuninni, Francis. Það blés sannarlega ekki byrlf );a framan af —“ „Hertoginn gamli var þessu mótfallinn — eða livað?“ Frú Ellery roðnaði af niðurbældri gremju, sem nú fékk fram- rás, i :; ; k „Já, — en eg skil ekkert í því. Mér verður svo mikið niðri fyrir þegar eg tala um þetta, að eg veit vart hvað eg segi. Mary er nú ekki nein fegurðardís. Og Caradoc — hann Caradoc minn gæti valið úr hópi fegurstu og auðugustu kvenna landsins. Þau hefðu átt að telja sér heiður í, að hann vildi fá hana fyrir konu. Hertoginn er gamall beinasni." „Það er furðulegt, að hann skyldi leyfa henni að koma til Lundúna með þér, fyrst þessu var svona varið.“ „Það er leyndarmál,“ svaraði móðir hans og lækkaði röddina eilítið. „Hann veit ekki annað en að Mary sé í heimsókn hjá frænku sinni Melisande Courcy — Great Bayles. Vesalings barninu fannst, að hún blátt áfram gæti ekki tórað degi lengur, ef hún fengi ekki tækifæri til þess að hlusta á Caradoc flytja jómfrúræðu sína, svo að við komum þessu svona fyrir. Hún fer heim á leið þegar eftir morgunverð.“ „Það er leitt, að gamli maðurinn skuli vera þessu mótfallinn,“ sagði hann, „er ekki hægt að fá hann til að breyta afstöðu sinni?“ „Það er það, sem mestu máli skiptir — fyrir Caradoc.“ Þegar móðir hans svaraði honum þannig lagðist það í Frank, að Caradoc hefði lagt sig eftir Mary, til þess að auðvelda sér að komast áfram, en ekki af einlægri ást á henni, en hann ósk- aði þess með sjálfum sér, að þetta væri- skakkt ályktað, því að honum þótti vænt um Mary og vildi ekki, að neinn skuggi félli á hamingjubraut hennar. „Hann lítur víst á, að við séum að stritast við að komast til metorða, sem við erum ekki borin til — hann getur víst ekki sætt sig við að verða að líta á okkur sem jafnaningja." Og svo var gömul deila um veiðiréttindi, sem karlinn fráleitt var búinn að gleyma. „Og pabbi keypti gamla Fenelonbúgarðinn fyrir nefinu á iionum,, Hpnyny pg ,pabba.gamdie um fæst.“ Það kom hörkutillit í augu frú Ellery. „Föður þínum samdi ekki við neinn, Francis.“ Vitanlega hafði Frank alltaf verið ljóst hvernig allt var í pottinn búið með hjónaband föður hans ög móður. Joseph Ellery hafði verið mörgum árum eldri en hin unga brúður hans, sem hann hafði fundið í stórum systkinahóp á heimili aðstoðar- prests vestur á landi. En hann hafði komið á fót prentsmiðju og útgáfufyrirtæki, sem var rekið með hagnaði, og vafalaust var litið svo á, að Amy Lawcey, sem átti fjórar systur og voru eldri en hún og átti fárra skemmtana völ á Little Vandery- æskustöðvunum, hefði dottið í lukkupottinn, er hún giftist. En þegar hún hafði alið honum þrjá sonu var svo komið, að hún fór ekkert dult með það, að hún fyrirleit sinn mislynda, en sístritandi eiginmann. Og þegar aðalstitill, sem honum hafði verið lofað, gekk lionum úr greipum, fannst henni mælirinn fullur. Qg Frank fannst alltaf, að hann hefði orðið að gjalda gremju móður sinnar og beizkju yfir vonbrigðum hennar, vegna þess hve líkur hann var föður sínum. „Jæja,“ sagði hann loks, „dettur þér nokkuð í hug, sem við getum gert til þess að milda skap gamla mannsins í okkar garð?“ „Það hefði ekki verið neinum erfiðleikum bundið, ef Cara- döc væri elztur sona minna,“ sagði hún og gaf nánar gætur að Frank, er hún sagði þetta. „Það virðist tilgangslaust að tala um það nú.“ „Eg er ekki' álveg á sama máli um það. Eitt gætum við gert — já, víst gætum við gert eitt, Francis, ef þú vildir aðeins líta á allt í sínu rétta ljósi.“ Það varð þögn um stund, og svo hélt hún áfram, næstum í smjaðurstón: „Þú ferð svo sjaldan til Caster Towers. Eg er viss um, að Caradoc hefir miklu meiri mætur á gamla sveitarsetrinu en þú. Hann er næstum samgróinn öllu þar. Hann ríður út á hverjum degi þar — og þú ættir að sjá hve vel hann situr hestinn, og hvað honum þykir gaman að veiða í Willards Bend. Og stundum ræðir hann við leiguliðana og leiðbeinir þeim. Hann er eins og borinn til þess að vera herramaður." „Og þér finnst ekkert eðlilegra, en að eg afsali mér rétti mínum til Towers í hendur Caradoc.“ Hann sagði þetta þannig, að það var sem hann gerði sér nú loks fulla grein fyrir því, að ást hennar og umhyggja beindist öll að Caradoc. „Nei, en að þú seljir honum eignina, — að frá þessu verði gengið á viðskiptagrundvelli,“ bætti hún við með áherzlu, — eins og hún með hverju orði vildi hamra það betur í gegn, að „Hvers vegna ertu svo viss um það?“ fá þessu framgengt. „Þú hefir svo litlar mætur á þessum stað —“ „Nú, þú kemur þangað næstum aldrei.“ „Hefir það aldrei flögrað að þér, að eg sé svo önnum kafinn við að ná saman fé, að eg hafi ekki tíma til þess? Það mundi sennilega vekja furðu þína, móðir, ef þú vissir hve miklu við eyðum nú orðið.“ „Þú bara segir þetta, Francis. Eg held eg viti, hve litlar mætur þú hefir á Towers. En það gerbreytir öllu, ef Caradoc ætti Towers — eg á við það, að viðhorf hertogans mundi ger breytast. Mary reyndi að kanna hug hans, þegar hún var bú.in að játast Caradoc, en — svo að eg ræði þetta í f.ullri hrein- skilni — þá sagði hann, að kann hefði vel getað fallizt á þetta, ef það hefði verið þú, en hann féllist aldrei á að gifta dóttur frásagnir { sn.Swí* ► , . útför þeirra. Eg, sém þetta ritáj. hafði legið í Miðhúsum, en gat þó verið viðstaddur útförina,; og fórum við þrír að Ási til þess að taka gröfina. Þegar vicP fórum sagði Bergljót, kona Jóns að Skeggjastöðum: „Munið nú drengir, að hann Ólafur heitinn. hafði oft beðið þess, að hann. yrði jarðaður austan kirkjunn- ar, hjá henni Sólrúnu fyrri- konu sinni og bömum þeirra“~í — Jón ítrekaði þetta. En þegarj við komum að Ási hafði lagt svo mikinn snjóskafl austan af kirkjugarðinum og vestúr at$ kirkjunni, að félögum mínum. þótti ógerlegt að kljúfa hann og finna þar hið rétta grafar- stæði. Eg vildi prófa og byrjaði, en þeir eru þá horfnir vestur- fyrir kirkjuna. Eg hleyp til afp sækja þá, en þeir eru þá byrj- aðir á gröfinni og eg gat ekki neytt þá til að hætta við gröf- ina, svo að við tókum hana þar. En þá fyrst gáði eg að því, að fast við er nýtt leiði. „Hvers; leiði er þetta?“ spyr eg. — „Það' er leiðið hennar Guðrúnar gömlu Þorsteinsdóttur frá Ekkjufellsseli,“ sögðu þeir. Eg; varð forviða, því að nú sá eg hvað draumur Ólafs heitins hafði þýtt. Hann hafði bent út yfir gröf og dauða. Ólafur varð- að hvíla hjá Guðrúnu gömluj en ekki þar sem hann vildi. En. bótin var, að hún Anna, konani hans, varð að vera þar hjá hon- um. (Þjóðs. S. S.). MARGT Á SAMA S7M> LAUGAVEG 10 SIMI 3367 Badminton spaðar á 121,00 krónur Badminton knettir á 9,00 krónur Sportvöruhús Reykjavíkur. ^ Bunwfkéi TARZAN IZ53 Nú fór Tarzan í farabrodai úí; úr hofinu, en hlébarðamennirnir lágu eftir bundnir. Jerome lét sig síga niður eina sul- una, sem bar bygginguna, en Jessica kom á eftir. Systkinin komu sér fyrir í barkar- bát, en Tarzan ýtti þeim frá landi. „Þegar þið komið að fljótinu, eig- ið þið að fara niður eftir“, mælti Tarzan. ' ' - • ' "

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.