Vísir - 11.10.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 11.10.1952, Blaðsíða 4
3 VÍSIR Laugardaginn 11. október 1952 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Megnið af dilkakjötinu var greitt þegar í stað. Síðan varð verðfall á kjöti. og þvi er nokkilrt magn óselt. ##8 /# Leyflsfími hmmæm* Svo hefur um samist milli ríkisstjórnarinnar og herstjórnar- innar á Keflavíkurflugvelli, að daglegur leyfistími her- manna verði styttur þannig, að þeir hverfi héðan úr bænum á virkum dögum fyrir kl. 10 að kveldi, að miðvikudögum und- •anskildum, en þá mega þeir dvelja hér til miðnættis. Er hér -um mikla bót að ræða frá því, sem áður var, enda fer ekki hjá því að ýmsar misfellur verða á bæjarbragnum í samskiptum hermanna og bæjarbúa, sem öðrum aðilanum verður ekki ein- göngu gefið að sök, en báðir ráða þar nokkru um. Hermenn- irnir grípa að vonum til margskyns ráða, til þess að dreifa leiðindum sínum, en mjög skortir á að tsumt æskufólk hér í bæn- um hafi tamið sér æskilegar umgengnisvenjur, og ekki er heldur örgrannt um að einstaklingar hafi leitast við að torvelda sam- Ibúðina í þjónustusemi við erlenda öfgar. Bandaríkin hafa tekið að sér hervernd landsins samkvæmt ósk eða með samþykki algjörs meiri hluta þjóðarinnar, enda dvelur setuliðið hér henni til öryggis og öðrum lýðræðisþjóð- um í vestanverðri Evrópu. Landkostir og náttúrufegurð er lítil í grend við Keflavíkurflugvöll, enda staðurinn tiltölulega «inangraður. Þótt hermönnum sé séð fyrir skemmtunum þar .syðra, er það mjög að vonum, að þeir vilja einnig kynnast landi og þjóð, eða leita gleðistunda í fábreyttum skemmtunum þessa bæjar. Skemmtistaðir eru hér fáir, — of fáir fyrir bæj- arbúa sjálfa, — en er erlendir hermenn bætast í hópinn, telja ýmsir að þröngt sé setinn bekkurinn. Af íslenzkri hálfu hefur lítið eða ekkert verið gert til þess, að kynna, hinum erlendu setuliðsmönnum sanna þjóðmenningu, en landkynning hefur verið látin eftir miður æskilegum fulltrúum að báðum kynjum, sumpart í drabbi og óreglu af fleiri en einni gerð. Slík kynni <eru engum til ávinnings, en ýmsum til meina. Aðstaðan hér í bænum er slík, að um langt skeið hefur verið skortur á viðunandi skemmtistöðum, og smáborgara- þragur og þröngsýni hefur um of sett svipmót sitt á bæjarlífið, sem ekki þekkist í stórborgum, sem ýmsir setuliðsmenn hafa dvalið langdvölum eða rekja uppruna sinn til. Þegar bæjar- búum sjálfum finnst þröngt um sig og skemmtanir einhæfar, er heldur ekki að undra þótt öðrum sýnist hið sama, einkum ef þeir eru betra vanir. Hætta er á að ærsl kunni að aukast í skammdeginu, einkum ef efnt yrði til þeirra af ásetningi, svo sem ýms dæmi eru til og þau nýlega frá Norðurlöndum. Gætu slíkir atburðir spillt að óþörfu góðri sambúð þjóðarinnar og setuliðsins og er ekkert eigandi á hættu í því efni. Okkur ís- lendingum finnst skammdegið langt og þreytandi, en hvað þá um hina, sem ekki eru því vanir? Mjög væri æskilegt, ef unnt væri að sjá hermönnum fyrir hollri fræðslu og heilbrigðum skemmtunum, er þeir sækja hingað til höfuðstaðarins, en þegar ekki er unnt að sjá lands- mönnum fyrir slíku, er tæpast ætlandi að mikið verði lagt af mörkum í annarra þágu, þótt góðir gestir séu og verðskuldi vinsemd og eðlilega fyrirgreiðslu af almennings hálfu. Ýmsir setuliðsmanna hafa hinsvegar orðið fyrir aðkasti og móðgunum, án þess að þeir hafi gefið efni til, en ekki sýnisí” mega gera minni kröfur til menningar höfuðstaðarbúa en svo, að almenn- ingur í heild og hver einstaklingur telji það ekki sæmandi. Þetta skilja allir þeir, sem dvalið hafa í framandi löndum, en hlotið þar vinsamlega fyrirgreiðslu. Herstjórn setuliðsins hefur sýnt skilning sinn á erfiðri að- stöðu hér í bænum og komið til móts við kröfur ríkisstjórnar- innar, þótt einstökum hermönnum kunni að þykja miður, er þeir fara á mis við nokkrar af tiltölulega fáum skemmtistund- um. Frístundum sínum geta þeir tæpast eytt í annað en að- .gerðaleysi, ef frá er talið fræðslustarf og skemmtanalíf á Kefla- víkurflugvelli. Til þess að vinna bug á heimþránni og sætta sig við kalda dvöl í fjarlægu landi, kunna að vera valdar ýmsar leiðir og ekki allar sem æskilegastar. En hins verða þeir að gæta þeirra þjóða vegna, sem hér eiga samskipti, að ekki mega þeir spilla sambúðinni af ásetningi eða gáleysi, en leitast frekar við að skilja íslenzkt þjóðareðli og menningu, sem er rótgróin og' forn, þótt ekki virðist hún rismikil við fyrstu yfirborðskynm. Almenningur harmar, ef gert er á hlut einstakra setuliðsmanna að ástæðulausu, eða hersins í heild, en óskar þess jafnframt að kynningin leiði til skilnings og virðingar hvors aðila fyrir hinum. Frá Helga Péturssyni, for- stjóra útflutningsdeildar S.Í.S. hefir blaðinu borizt greinar- gerð varðandi kjötútflutning ársins 1951, sem er leiðrétting á og .svar við skrifum Frjálsrar þjóðar um það mál. Fara hér á eftir meginatriði greinargerðar Helga Péturssonar: ,,í grein undir fjögurra dálka fyrirsögn í vikublaðinu Frjáls þjóð, þann 9. þ. m., er hrúgað saman illkvittnislegum rógi og rakalausum ósannindum um dilkakjötsútflutninginn. í greininni segir að blaðið telji það skyldu sína, ,,að greina lesendum sínum frá þessu máli, eftir þeim heimildum, sem fyr- ir liggja.“ Það vekur nokkra furðu, að sú eina tilraun, sem gerð er í greininni til rökstuðnings öll- um þvættingnum, fer alveg út um þúfur, því að skírskotun höfundar til hagtíðinda um magn og verð stenzt ekki próf- un, en þetta er sú eina skír- skotun til heimilda, sem fyrir finst í greininni. Skylt er þó að geta þess, að eitt sannleikskorn er þar að finna. Höfundurinn segir það irframgerðum samningum. Allar voru þær greiddar gegn farmskjölum við afhendingu í New York og full gjaldeyris- skil gerð tafarlaust hverju sinni. Á yfirstandandi ári voru flutt út 197.7 tonn í febrúar. Þessi sending var flutt vestur samkvæmt samningi, sem gerð- ur var í september 1951, en innlausn farmskjalanna brást vegna verðlækkunar á kjöti, er orðið hafði í millitíð. Afleið- ing þessa varð sú, að finna varð nýja kaupendur að kjöt- inu, og í lækkandi markaði þarf að g'æta allrar varúðar til þess að spilla ekki fyrir vör- unni til frambúðar. Að sjálf- sögðu er líka reynt að nota þennan slatta til að kanna sem Að gefnu tilefni og til þess að forðast misskilning vill Leikfélag Reykjavíkur taka eftirfarandi fram: Fyrrverandi stjórn Leikfé- lags Reykjavíkur og leikrita- valsnefnd ákvað á fundi í maí 1952, að taka sjónleikinn „Ævintýri á gönguför“ eftir Hostrup til sýningar á komandi hausti, og var sú ákvörðun staðfest á stjórnarfundi núvei- andi stjórnar í ágústmánuði sl. og leikstjóri valinn Gunnar R. Hansen. Leikfélagi Reykjavíkur hef- ur hingað til ekki tilkynnt blöðum og útvarpi með löngum fyrirvara, hvaða verkefni liggja fyrir á starfsárinu af þeirri á- stæðu, að það er reynsla félags- ins, að oft þarf að breyta til. Það er gegn vilja forráða- manna Leikfélags Reykjavíkur að þetta hefur verið gjört að flesta möguleika og finna sem blaðamáli, enda þótt það hafi traustastan grundvöll til að byggja á söluna í framtíðinni. Af þessum sökum eru reikn- ingsskil fyrir hina síðastnefndu sendingu enn ókomin. Til viðbótar skal þess getið, að haustið 1950 voru 50.4 tonn af kjöti.flutt til Bandaríkjanna. Um sölu þeirra og gréiðslu gildir allt hið sama og sagt var satt, að Frjáls þjóð spurðist hér að framan um útflutning- fyrir um það hjá mér, „hvort inn 1951. greiðslan fyrir kjötið væri komin“, og eg „neitaði að svara spurningunni“. Má hver sem vill lá mér það, að eg kýs helzt að hliðra mér hjá að verða heimildarmaður Frjálsrar þjóðar, eins og haldið er þar á spilunum. Sannleikurinn um kjötút- flutninginn er annars þessi: Á árinu 1951 voru flutt til Bandaríkjanna samtals 905.4 tonn. Allar þessar sendingar voru sendar vestur samkvæmt fyr- Alls hafa því verið send til Bandaríkjanna síðustu tvö ár- in 1153.5 tonn a£ kjötinu. Fyrir 955.8 tonn greiddist allt sölu- verðið, um 14.5 millj. kr., við afhendingu og var jafnóðum skilað Landsbanka íslands, en sölu á síðast sendu 197.7 tonn- unurn er ekki lokið. verið á vitorði margra, að fé- lagið ætlaði sér að taka þetta verkefni, og teljum við ekki á- stæðu til að ræða það frekar opinberlega á þessu stigi máls- ins. Deila sú, sem risin er milli Þjóðleikhússtjóra og Lárusar Sigurbjörnssonar út af bóka- safninu, er Leikfélagi Reykja- víkur algjörlega óviðkomandi. ítaiir sfgruðu Breta. Napoli (AP). — Knatt- spyrnulið brezka Miðjarðar- hafsflotans og ítalska flotans kepptu hér í k.nattspyrnu fyrir nokkru. Lauk leiknum með sigri ítala, sem setíu 3 mörk Þetta eru staðreyndirnar um' gegn einu. kjötsöluna, og geta menn nú -------------- borið þær saman við uppspuna umhugsunar um hvort þetta Frjásrar þjóðar. Mætti sá sam- ungvið sé í raun og veru setj- anburður vekja einhverja til andi á í vetur ...“ * BERGMAL ♦ Vatnsleysi og rafmagnslpysi. Það var enginn fagnaðarboð- slcapur, sem fram kom í fregn í Vísi um daginn, þar sem sagt var frá því, að svo gæti farið, að hér yrði að taka upp skömmtun rafmagns að nætur- lagi í haust, ef haustrigningar brygðust og hreinviðri yrðu, í staðinn. Því miður eru þó allar horfur á, vegna mikilla þurrka undanfarnar vikur og mánuði, að vatnsleysi bagi rafveitur okkar, a. m. k. þær, sem ganga •fyrir vatnsorku. Haustrigningar eru víst heldur hvimleitt fyrirbrigði í augum flestra, því að maður hugsar yfirleitt um þær í ljósi þeirrar staðreyndar, að þeim fylgja pollar og óhi-ein- indi á götum, slettur af þeys- andi bifreiðum og þar fram eftir götunum. En þegar mað- ur hefir það í huga, hver af- leiðingin getur orðið, ef þær bregðast, þá hlýtur maður að líta þær öðrum augum, og teija þær nauðsyn og blessun, Um það yrði að ræða, ef af slíkri skömmtun yrði, að lokað yrði fyrir aðrennsli til Ljósafossstöðvarinnar um næ.tur, til þess að safna „í sarp- inn“, hækka vatnsborðið á lón- inu fyrir ofan stífluna til þess, að meira vatn verði til þess að knýja rafalana á daginn, þegar orkuþörfin er vitanlega mest. Vonandi nægja þær ráðstafan- ir til þess að sjá okkur fyrir nægri raforku á þeim tíma sól- arhrings, til þess að ekki þurfi að grípa til enn strangari tak- markana. Það er áreiðanlegt, að það verður mikill gleði- dagur allra íbúa á orkusvæði Sogsins, þegar nýja virkjunin verður fullgerð og hún tekur að veita yl og birtu um allar jarðir. En böggull fylgir skammrifi, því að stöðin mun ekki fullnægja orkuþörfinni lengi. Áburðarverksmiðjan mun samstundis gleypa ó- hemju orku, þegar hún v.erður tekin í notkun, og þá er hætt við, að sagan endurtaki sig enn — við verðum að búa við' skömmtun og öll óþægindi, sem henni fylgja. Framtíðin. Ekki er ráð nema í tíma sé takið ■— í þessu efni sem öðru. Jafnskjótt og lokið verður við virkjun þá, sem nú er unnið kappsamlega að, verðum við snúa okkur að þeirri næstu, því að ekki verður orkuver reist á einum degi frekar en Róm.. . Menn tala mikið um iðnvæð- ingu um þessar mundir. Eg held, að við verðum að byi’ja á því að „rafvæðast“, svo kem- ur hitt á eftir. Gáta dagsins. Nr. 263. Hangir uppi í heitum bolla allra manna maturinn, margur er sopinn sætur, en enginn biti ætur. Svar við gátu nr. 262: Lúsakambur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.