Vísir - 11.11.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 11.11.1952, Blaðsíða 5
Þriðj-udaginn 11. nóvember 1-952 VlSIR « Flm. þessa frv. telja brýna nauðsyn að efla hinn nýja Iðn- aðarbanka, til þess að gera honum kleift að bæta úr láns- fjárskorti iðnaðarins. ílll llllil Framvegis verða öll loðskinn í úlpum er vér sútuS með hérlendis áSur óþekktri aSferð er bæ endingu skinnsins. SkmmS þolir bleytu og allt SkinniS er innsmurt mýkjandi efnum, er heldu og voðfeldu. roQQQaQQQOaOQaCQQQpQQÖQpQQQOQQpöQQQpOCapGípOQOQOQQQQQQQQQQQQQQQQQQÖQQOQQQQOQttQQQÖQíaQQaQQQQCQQQaOQaQQQQCÖQQOÖÖQöQöQpöCKSÖCöqa Erfitt að rukka Rússa. Halda enn fjölda skipa og greiða engar skuldir. Bandaríkjastjórn sendi ráð- stjórninni rússnesku orðsend- ingu í vikunni og ítrekaði krötu síná um, að hún skilaði skipum, sem Rússar fengu með láns- og leigukjörum í styrjöldinni. Rússar hafa þverskallast c.ð mestu að verða við kröfum um þetta, þrátt fyrir samnings- skuldbindingar, og miklar éft- irgjafir. Þannig fara Banda- ríkjamenn fram á aðeins 800 millj. dollara greiðslu fyrir alls konar tæki og vörur, sem námu að verðmæti 2600 millj. dollara. Flest af því, sem sent var til beinna hernaðarþarfa hefur verið ,,afskrifað“. — Af láns- ®g leigulaga framlaginu til allra toandamanna fengu Rússar 29% — samtals 17.5 millj. lesta eða 2660 skipsfarma. Verðmæti hernaðartækj anna o. fl. var 10.800 milljónir dollara. Rúss- ar fengu frá Bandaríkjamönn- um á stríðstímanum: 14.700 flugvélar, 70.000 skriðdreka, 52.000 jeppa, 350.000 flutninga- bíla, 35.000 bifhjól o. s. frv., auk hundraða og þúsunda lesta af alls konar málmum, vélar í heilar verksmiðjur o. s. frv. — Fyrir þetta framlag til aðstoðar Rússum, er þeir áttu í vök að verjast, hafa litlar þakkir ver- ið goldnar, og þverskallast við að skila aftur því, sem umsam- ið var að skila bæri. Eðflbankanum fé. í neðri deild er komið fram frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjómina til lántöku lianda Iðnaðarbanka Islands h.f. — Flm. eru Gunnar Thoroddsen, Jónas Rafnar, Ingólfur Jónsson. Fyrsta gr. er svohljóðand: „Ríkisstjórninni er heimilt að taka lán allt að 15 milljónum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt og endurlána fé þetta Iðnaðar- banka íslands a.f. með sömu kjörum og það er tekið.“ Greinargerð segir svo m. a.: íslenzkur iðnaður er nú orð- inn einn af aðalatvinnuvegum þjóðarinnar. Hann þarf mikið starfsfé, bæði til stofnlána og rekstrarlána. Iðnaðarbankinn á að gegna fyrir iðnaðinn svipuðu hlutverki og Búnaðarbankinn fyrir landbúnaðinn. Á undan- förnum árum hefur Alþingi gert margvíslegar ráðstafanir til þess að auka starfsfé Bún- aðarbankans. Fyrir þessu þingi liggur stjórnarfrv. um heimild fyrir ríkisstjórnina til 22 mill- jón króna lántöku í því skyni að íána Búnaðarbankanum það fé. Fimm nýjar hækur frá Norðra. Frá bókaútgáfunni Norðra hafa komið á markaðinn fimm nýjar bækur, þær fyrstu frá útgáfunni á þessu hausti. Sú bókin, sem vekja mun mesta athygli, eru sagnaþættir eftir Guðmund G. Hagalín og nefnast „Úr blámóðu aldanna". Þetta eru samtals 15 þættir, sumir af samtíðarfólki höfund- ar, en aðrir þættirnir teknir eftir sögumönnum og þá frá ýmsum tímum. Þættirnir heita: Blóðbönd og vébönd, Þórhildur bæna- kona, Ásbjörn geitasmali, Ást- ir dísa og manna, Kóngsríkið og garðshornið, Þórkatla í Lok- inhömrum, Árni fyglingur, Dranga-Bárður, Brandur hinn .rauði, Klængur smiður, Álfa- kaupmaðurinn í Stapanum, Indriða-skriða, Dauði-Páll, Syndagjöldin, og síðasti þátt- urinn heitir „Hér hefir hróði minn verið.“ Aðrar bækur frá Norðra eru: „Aslákur í álögum“, skemmti- leg unglingasaga eftir Dóra Jónsson, en hann skrifaði fyr- ir tveimur árum vinsæla drengjabók, sem hét „Vaskir drengir“. „Brennimarkið“ heitir skáld- saga eftir K. N. Burt, ameríska skáldkonu og segir í henni frá örlögum ómenntaðrar stúlku, sem strýkur úr föðurgarði og varpar sér inn í hringiðu stór- borgar- og samkvæmislífs. „Stúlkan frá London“, er skemmtisaga, spennandi og viðburðarík, sem gerist inni £ sandauðnum Arabíu. Höfund- ur hennar er W. E. Johns, en. eftir sama höfund er önnur bók, sem Norðri sendi frá sér þessa dagana, en það er drengjabókin „Benni sækir sína menn“, skemmtileg og góð unglingabók. Kvenstúdentafélag íslands heldur árshátíð sína í Verzlun- armannaheimilinu föstudaginn 14. þ. m. kl. 7,30 e. h. Þátttaka tilkynnist á miðvikudag í síma 80447.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.