Vísir - 11.11.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 11.11.1952, Blaðsíða 4
ai VlSIR Þriðjudaginn 11. nóvember 1952 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðiaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.P. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðj an h.f. iinkennileg úrræði. Svo sem alþjóð er kunnugt, kveður svo mjög að vanskilum stórútgerðarinnar, að ellefu botnvörpungar hafa verið auglýstir til nauðungaruppboðs. í sjálfu sér væru það ekki mikil tíðindi, þótt eitthvað kvæði að vanskilum hjá útveginum, ;sem öðrum atvinnurekstri, en er vanskilin gerast svo almenn og •er bæjarfélög eiga aðallega í hlut, en ekki einstaklingar, þá segir sig sjálft, að ekki er allt, með felldu. Afkoma stórútgerðar- innar er svo léleg, að frá atvinnurekstrinum verður ekki fé tekið til afborgana og vaxtagreiðslna, sem útveginum hefur verið ætlað að greiða, er stofnað var til nýsköpunarinnar. Aðalfundur L. í. Ú., sem haldin var nýlega hér í bænum, .•samþykkti ályktun, þar sem skorað var mjög eindregið á Alþingi, að breyta lögum um lánakjör útvegsins, þannig að lánstími Stofnlánadeildar útvegsins lengist um einn þriðja og •afborganir lækki þá tilsvarandi, enda komi lögin þannig breytt til framkvæmda á næsta ári á venjulegum gjalddaga og af- borganir þessa ár færist aftur til þess tíma. Ályktun aðal- fundarins er vissulega ekki gerð að tilefnislausu, en hún sannar að afkoma stórútgerðarinnar er slík, að hún er á enga lund • aflögufær. Fyrir nokkrum árum hefðu vanskil atvinnurekenda •ekki þótt til fyrirmyndar og leitt til þess eins, að atvinnu- rekstur þeirra hefði verið gerður upp á venjulegan hátt þrota- búa. Nú er það hinsvegar ríkið og opinberir sjóðir, sem bera hallann, en í rauninni er það almenningur, sem borgar brúsann ,að lokum. Sjávarútvegurinn hefur um hálfa öld skapað þjóðinni auð •og velt stærstu steinunum úr braut annars atvinnurekstrar. Fyrir fé hans hefur verzlun og iðnaður eflzt, vegakerfi verið lagt um landið, ræktun aukin stórlega, rafvirkjanir gerðar og þannig mætti lengi telja. En þegar svo 'er komið hag þessa at- vinnurekstrar, að hann lýtur kjörum þurfamanna, þá er vissu- lega ástæða til að stinga við fótum. Þegar svo er um hið græna tréð, hvað þá um hið visna? Almenningur skilur mætavel, að ástæða er til róttækari aðgerða, en frestum á greiðslum afborg- ana og vaxta, þegar jafn þýðingarmikil atvinnugrein á í hlut, sem sjávarútvegurinn. Skuldaskil vélbátaútvegsins sanna einn- ig, að ekki er svo búið að þessum atvinnurekstri sem skyldi, ‘þótt aflabrestur og óhöpp ráði þar miklu um. Greiðslufrestur getur linað þrautir sjávarútvegsins í bili, ■en í því felzt engin endanleg lausn. Það verður að skapa at- ' vinnurekstrinum skilyrði til sæmilega örugga afkomu í venju- l legu árferði, en að sjálfsögðu verður ekki séð við óvenjulegum -óhöppum frekar í þessari atvinnugrein, en öðrum áhætturekstri 'hér á landi. Ef slíkt öryggi á að skapa, nægir það eitt ekki að ; fá frest á umsömdum greiðslum, frá ári til árs, sem útvegurinn ■er að kikna undir, heldur verður að létta af honum öllum þeim 'byrðum, sem hann getur ekki borið og skapa honum á annan ' hátt viðunandi rekstrarskilyrði. Nú eru kosningar fyrir höndum og stendur þá ekki á til- lögum til úrbóta, innan þings og utan, en allt til þessa birtist -engin viðleitni í þá átt að grafist verði fyrir rætur meinsins. Sá verðlags- og kaupgjaldsgrundvöllur, sem þjóðin býr nú við, -er með öllu óviðunandi og vaxandi kjarabótadeilur spá sízt jgóðu um nánustu framtíð. Eina eðlilega og sjálfsagða úrlausn 'þessa vanda, er að stéttirnar sjálfar ræðist við og reyni að .finna lausn á því ófremdarástandi, sem ríkjandi er. Meðan verð- lag og kaupgjald er tengt svo saman, sem nú er lögboðið, er «ekki unnt að þoka neinum umbótum áleiðis. Breyting á slíku .kann að valda nokkrum vandkvæðum í svip, en betra ér að ...þola óþægindi um skamma stund, en'að búa við vaxandi vand- jjræði og örbrigð til frambúðar. Skattalöggjöfin. ' Á nnað skilyrði þess að búið verði sæmilega að atvinnurekstr- inum, er að skattalöggjöfin verði enduðskoðuð, svo sem raunar er nú unnið að, þótt hægt fari og sennilega verði málið •ekki afgreitt á þessu þingi. Benjamín Eiríksson hagfræðingur hefur nýlega rætt þessi mál innan fjölmennra launþegasam- taka, og komist þar að þeirri niðurstöðu, að sköttum yrði að létta á atvinnurekstri, en jafnframt skyldi tekið upp nánara -eftirlit með slíkri starfrækslu, til þess að skjóta loku fyrir smisnotkun fríðinda. Vafalaust er þetta rétt stefna, sem myndi leiða til aukinnar tryggingar fyrir atvinnurekstur og almenn- áng, en hitt er svo annað mál, að engu verður spáð um, hve •greiðlega slíkar umbætur ganga fram í þessu landi hins svip- þrigðalausa sosialisma. Eymd Alþýðuflokksins. Formaður flokksins fordæmir skipu- lag, sem hann átti upptökin að. AB-málgagnið og broddar AB-flokksins hafa undanfarið gengið fram fyrir skjöldu og svívirt ríkisstjórnina, sérstaklega þó viðskiptamálaráðherra, fyrir batagjaldeyrisfyrirkomulagið. Hafa þeir talið allar gerðir stjórnarinnar í því máli ólöglegar og gerræðislega árás á afkomu almennings. En það sannast hér sem öftar, að eymd AB-flokksins ríður ekki við einteyming. Er því ekki úr vegi að bera saman hvað þeir SEGJA nú og hvað þeir GERÐU 1949. Hvað segja þeir nú? AB. skrifar 7. þ.m. „STEFÁN JÓH. STEFÁNS- SON sagði á alþingi í fyrra- dag, að það væri að minnsta kosti mjög veik stoð, sem bátagj aldey risf y r irkomulagið ætti sér í lögum ef yfiiieitt um nokkra lagaheimild fyrir því væri að ræða; og að minnsta kosti taldi Stefán Jóhann það mjög óþingsræð- islegt og ólýðræðislegt, að nú- verandi ríkisstjórn skyldi hafa tekið upp bátagjaldeyr- isfyrirkomulagið án þess að leita til þess heimildar al- þingis. Sagði hann það fram- ferði ríkisstjórnarinnar hafa skapað mjög varhugavert for- dæmi, enda væri það sannast mála, að ef ríkisstjórninni hefði verið heimilt að taka upp bátagjaldeyrisfyrirkomu- lagið án samþykkis alþingis, væri ekki sjáanlegt, að því væru nein takmörk sett, hvernig hún eða síðari ríkis- stjórnir gætu upp á sitt ein- dæmi íþyngt þjóðinni með á- lögum og tekið sér einræðis- vald til eins eða annars.“ AB-málgagnið hefur undan- farið ekki átt nógu sterk orð til að lýsa því hvílík svívirðing sé að bátafyrirkomulaginu og hversu fólskuleg árás það sé á lífskjör alþýðunnar. Hvetur blaðið þjóðina sterklega að hrinda af höndum sér stjórn sem gerir sig seka um slíkar ráðstafanir. Þannig tala kratarnir 1952. Hvað gerðu þeir 1949? Bjöm Ólafsson benti á í.þing- ræðu 5. þ. m., að broddar Al- þýðuflokksins væru nú búnir að gleyma gerðum símun 1949, þeg'ar þeir innleiddu „gotu- gjaldeyririnn“. Það skipulag var byggt upp á sama hátt og ,,bátagjaldeyririnn“ nú. Þegar „gotu-skipulagið“ var tekið upp, var formaður Alþýðufl. forsætisráðherra og sá sem hafði framkvæmdina á hendi var þáverandi viðskiptamála- ráðherra, Emil Jónsson, ein aðál máttarstoð flokksins. — Engra sérstakra lagaheimilda var aflað til að framkvæma gotu-kerfið. En það var í því fólgið, að útvegsmönnum var heimilað að ráðstafa gjaldeyri sínum fyrir hrogn, gellur, faxa- síld, smásíld, sundmaga, há- karlalýsi, reyktan fisk o. fl. — Þeir máttu ílytja inn ákveðnar vörutegundir og leggja á þær auk venjulegrar verzlunar- álagningar allt að 50-60%, eft- ir því hversu mikið þurfti til að fá greitt framleiðsluverð afurðanna. Vörurnar sem þeir máttu flytja inn voru; Gólf- teppi, snyrtivörur, reiðhjól, ljósakrónur, niðursoðnir ávext- ir o. fl. Fengu útvegsmennirnir sjálfir innflutningsleyfin og seldu þau svo fyrir hátt verð eða fluttu sjálfir irm vörurnar. Þetta skipulag innleiddi Alþ. fl. og framkvæmdi án þess að nokkurt styggðaryrði hrykki út úr AB-málgagninu. Þeir gáfu fordæmið. Þótti þeim þá þetta hið mesta snjallræði og í alla staði löglegt. Þannig voru gerðir þeirra 1949. Tók myndir á sek. í fyrirlestri, sem dr. Penney, irezki kjarnorkuvísindamaður- inn flutti í útvarp nýlega, sagði haun um kjarnorkusprenging- una á Monte Bello-ey, að hún hefði verið ógurlegri en orð fá lýst. Hann tók undir þá ósk Chur- ehills, að kjarnorkuvísindi og rannsóknir kæmust á það stig', að styrjaldir væru óhugsan- legar. Smíðuð var myndavél til töku mynda af sprengingunni og gat hún tekið 100,000 myndir á sek- undu, en auk þess voru um 300 önnur tæki, sjálfvirk, sem „tilkynntu“ verkanir spreng- ingarinnar áður en þau sjálf eyðilögðust. Forseti ísraei iátinn. Tel Aviv (AP). — Weiz- mann, forseti í ísrael, lézt í fyrradag á heimili sínu skammt frá Tel Aviv, hartnær 78 ára að aldri. Banamein hans var hjartabilun. Weizmann var fæddur í Rússlandi, en fluttist til Bret- lands og varð brezkur borgari. Hann varð snemma kunnur maður og hafði þegar í fyrri heimsstyrjöldinni samstarf við kunnustu menn Bretlands, m. a. Churchill. Hann átti mikinn þátt í því, að sú stefna var tek- in að stofna þjóðarheimili Gyð- inga í Palestinu (Balfour-yfir- lýsingin). Hann var samþykk- ur stefnu Breta á umboðsstjórn artímanum, en andvígur hermd arverkastarfseminni í Pale- stinu. Þegar umboðsstjórnar- tíma Breta lauk og bráða- birgðastjórn var mynduð í ísra el, varð hann forseti hennar og síðar kjörinn forseti landsins. MAIi ♦ Fyrir helgina var skýrt frá því í fréttum hér í blaðinu, að verksmiðja hér í bæ væri farin að súta skinn með nýrri aðferð, sem gerðu skinnin mun end- ingarbetri. Hefur þessari að- ferð verið lýst í fréttum blað- anna og verður ekki nánar far- ið út í það á þessum stað. En það var annað, sem mig langaði til þess að gera að um- talsefni, og það er hve fullkom- in sútun skinna krefst mikillar vinnu, en eg dreg í efa að al- menningur geri sér það ljóst. Tekur 9 daga. í sambandi við kynningu á hinni nýju sútunaraðferð, sem nú verður hér upp tekin, var blaðamönnum boðið að skoða sútunarverksmiðju við Braut- arholt, og fylgjast með ferð gærunnar í gegnum verk- smiðjuvélarnar. Það er sannar- lega í frásögur færandi, að það tekur 9 daga að ganga svo frá einni gæru, að hún sé talin fullunnin. En það eru mörg handtökin á þeirri leið. Sextíu skinn á dag. f Sútungrverksmiðjunni h.f. vinna 7 menn og Jjúka þeir við að súta um 60 skinn á dag. Verkstjórinn, Hafliði Barnason, sem unnið hefur við sútun skinna í áratugi, sýndi gestum vélarnar, sem notaðar eru, og lýsti verkinu. Gærurnar eru keyptar saltaðar víðs vegar að og fyrsta verkið er að klippa þær með rafmagnsklippum, síðan fara þær úr einni vélinni í aðrá. Holdrosinn er tekinn af í vél, síðan eru þær látnar velkjast í vatni í 24 klst., eltar og borin í feiti og á þann liátt mettuð svo þau drekki ekki í sig vatn. Kembd og klippt á ný. Þá taka við nýjar vélar þar sem skinnin eru kembd, þau barin, svo allt laust hár losni,, og er séstölc vél til þess. Fyrir síðari klippingu er þeim velt upp úr sagi, og á þann hátt hreinsuð. Allt tekur þétta sinn tíma, en bæði böðunin eða þvotturinn og þurrkunin tekur langan tíma. En loks eftir að hafa gengið í gegnum allar þessar vélar eru skinnin út- skrifuð og hæf til þess að not- ast í fóður í ails konar flíkur, svo sem kuldaúlpur. o. fl Nýja aðferðin. Það, sem þó er merkilegast er hin nýja aðferð, Zaboaðferð- in, sem nú er tekin upp en með efnablöndu, sem skinnin eru látin liggja í, er hægt að gera þau þannig úr garði, að þau mega blotna og þorna aftur við allmikinn hita' án þess að skorpna og skemmast. Þessi að- ferð er nýjung, eins og áður hefur verið sagt frá, og á senni- lega eftir að valda byltingu í sútun skinna. — kr. Nr. 297: Allsber gaur, sem átti pell, á ýmsar hliðar skopþá varin, nefinu klórar niður á svell, nokkuð gruggótt drekkur hann. Svar við gátn nr. 296: Kvörri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.