Vísir - 11.11.1952, Blaðsíða 8
LÆKNAR O G LYFJABÚÐIR
Vanti yður Iækni kl. 18—8, þá hringið í
Læknavarðstofuna, sími 5030.
Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911.
LJÓSATÍMI
bifreiða er frá kl. 16,20—8,05.
Næst verður flóð í Reykjavík kl. 01,00.
Þriðjudaginn 11. nóvember 1952
Tryggve Lle viiB Eiætta
störfum þegar hjá Sþ.
Vill að utanríkisráðlierrarnir ræði
við eftirmanninn í starfinu.
W
Einkaskeyti frá AP. -
New York í morgun.
Trygve Lie framkvæmdar-
stjóri SÞ. tilkynnti í gær, aS
hann óskaði eftir að fá lausn
frá störfum.
Kom tilkynning þessi mjög
óvænt, og vakti hina mestu
undrun, enda ekki um annað
meira talað á vettvangi SÞ í
gær.
Fréttaritarar fjölyrða mjög
um þetta og vekja athygli á
því, að fæstir hafi búist við
því, að Lie beiddist lausnar,
þrátt fyrir að hann hafi áður
látið í ljósi óskir um þetta efni,
og Rússar hafi um nokkurt
skeið eða síðan er Kóreustyrj-
öldin kom til sögunnar, viljað
flæma hann úr starfinu. Lie
gerði þá grein fyrir ákvörðun
sinni, að hann hefði dregið að
tilkynna hana, þar til allir
fimm utanríkisráðherrar þeirra
velda, sem eiga föst sæti í Ör-
yggisráðinu, væru saman komn
ir í New York, til þess að ráðg-
ast um eftirmann sinn, — Lie
kvaðst hafa fallist á að vera
lengur í þessu starfi en hann
ætlaði sér, vegna ofbeldisins,
sem framið var í Kóreu, en nú
gæti það ef til vill greitt fyrir
lausn þess máls, ef samkomu-
lag næðist um framkvæmdar-
stjóra, sem ekki gegndi starf-
inu í óþökk neins.
Marokko og Tunis.
Þótt svo mjög væri um þetta
allt talað, sem að ofan getur,
var og mikið rætt um skorin-
orða ræðu Schumanns, utanrík-
isráðherra Frakka, um Tunis
og Marokkomálið.
Varaði hann eindregið við af-
leiðingum íhlutunar um þessi
mál, sem væri SÞ algerlega ó-
heimil, þar sem ekki væri með
neinum rökum hægt að halda
því fram, að heimsfriðinum
stafaði nein hætta af því, sem
gerzt hefði eða væri að gerast í
þessum löndum. — Þar bæru
Frakkar einir ábyrgð á því að
halda uppi lögum og reglu, og
það myndu þeir gera áfram.
Fulltrúi Hollands flutti einn-
ig ræðu og var um flest sam-
mála Schumann.
Eden flytur ræðu á þinginu
í dag og er hennar beðið með
mikilli eftirvæntingu.
Handtöktir
rauðliða í Síam.
Singapore (AP). — f Bang-
kok í Thailandi (Siam) hafa
yfir 100 menn verið teknir
höndum.
Eru þeir grunaðir um sam-
starf við kommúnista og eru í
flokki þeirra þingmenn, blaða-
menn o. fl.
ítalir greiða Rússum
engar stríðsskaðabætur.
Telja sig frekar eiga inni hjá þeim.
ítalir skulda Rússum um 100
milljónir dollara í stríðsskaða-
bætur. Þeir hafa ekkert greitt
þeim, og virðast ekki ætla að
gcra það.
ítalir líta nefnilega þannig á,
að skuld þessi sé þegar greidd,
því að Rússara hafa slegið eign
sinni á ítölsk fyrirtæki og aðrar
eigur í Balkanlöndunum, sem
voru meira en 100 milljóna
dollara virði. En ítölsk yfirvöld
vilja lítið ræða þessi mál, sem
þau telja enn í deiglunni, því
að þeir gera sér vonir um að
ná einhverju út úr Rússum af
því, sem þeir hafa gert upptækt
í löndunum austan járntjalds.
í friðarsamningunum við
Rússa, sem ítalir hafa síðan rif t
með samþykki Vesturveldanna,
var ákveðið, að ítalir skyldu
greiða Rússum ofangreinda
upphæð, en síðan var efnt til
fundar í Moskvu, sem átti að
ákveða, hvernig haga skyldi
greiðslunni. Þar varð að sam-
komulagi að ítalir skyldu af-
sala sér eignum sínum í Búl-
gai'íu, Rúmeníu og Ungverja-
landi, en að auki skyldu þeir
afhenda ýmiskonar varning, til
þess að bæta upp mismun — ef
einhver væri — á verðmæti
eignanna og skaðabótaupphæð-
inni. Var miðað við verðmæti
eignanna þ. 8. septeniber 1943.
Þegar lokið var „uppgjöri"
þessu, sem Rússar létu fram-
kvæma, töldu þeir þessar
ítölsku eignir aðeins 11.5 millj.
dollara virði, og heimtuðu 88,5
millj. dollara virði í skipum,
eimreiðum, kvikasilfri o. s. frv.
Italir svöruðu, að eignir þess-
ar hefðu verið 177.8 millj. doll-
ara virði og ættu þeir því inni
hjá Rússum nær 80 millj. doll-
ara.
Síðan hafa stjórnirnar skipzt
á nokkrum orðsendingum, en
hvorug borgar og situr senni-
lega við það fyrst um sinn.
Malfundur SIF:
Saltfiskur er í
hærra verði.
Aðalfundur Sölusambands ís
lenzkra fiskframleiðenda stend
ur nu yfir hér í bæ.
Fundinn sitja um )0 fulltrú-
ar saltfiskframleiðenda úr öll-
um landsfjórðungum. Richard
Thors, formaður stjórnarinnar,
flutti í gær skýrslu um starf
sambandsins á árinu. I fyrra
var seldur saltfiskur fyrir 135,5
milljónir króna, eða um 30 þús.
lestir. í ár verður salan miklu
meiri, og verðið allmiklu hærra
— var kr. 2.90 en er nú kr. 3.90.
Rekstrarafgargur nam rúmló
6 milljónum kr. í dag verður
fundinum haldið áfram, og mun
nefnd þá skila áliti um fyrir-
huguð skipakaup sambandsins.
Aðalfundinum lýkur vænt-
anlega í kvöld.
ÆÖ4E lÍ'iSltiH
LÍÚ lakið.
Aðalfundi Landssambands
ísl. útvegsmanna lauk fyrir
helgina.
Sverrir Júlíusson var endur-
kjörinn formaður sambandsins,
en aðrir aðalmenn í stjórn þess
eru: Ásgeir G. Stefánsson,
Finnbogi Guðmundsson, Haf-
steinn Bergþórsson, Jóhann Sig
fússon, Jón Árnason, Kjartan
Thors, Ólafur Tr. Einarsson og
Sveinn Benediktsson. — Finn-
bogi Guðmundsson var kjörinn
formaður verðlagsráðs, og með
honum í ráðið þeir Sveinbjörn
Einarsson, Jón Axel Pétursson,
Valtýr Þorsteinsson og Geir
Thorsteinsson.
Sverrir Júlíusson, formaðiir
LÍÚ, ávarpaði fundarruenn und
ir lokin og þakkaði fram-
kvæmdastjóra og öðru starfs-
liði vel unnin störL-
Ýmsar ályktanir voru gerðar
á fundinum, m. a. skorað á Al-
þingi að breyta lögum um stofn
lánadeild sjávarútvegsins þann
ig, að lánstími lengist um
Radíovitar settir
upp fyrir norðan.
Eins og Vísir hefur áður
greinit frá, hefur undanfarið
verið unnið að því að koma upp
radio-vitum, er miða að auknu
öryggi í innanlandsflugi.
Síðan í sumar hafa verið hér
þrír menn frá Alþjóðaflug-
málastofnuninni (ICAO), með-
al þeirra Áden, yfirflugmaður
hjá flugfélaginu Fromtier Air-
lines í Colorado í Bandaríkj-
unum. Hefur bann, ásamt fé-
lögum sínum, unnið að því að
koma vitunum upp (á Akur-
eyri og Hjalteyri), en jafnframt
æft íslenzka flugmenn í notk-
un tækja þeirra, sem notuð eru
í sambandi við vitana. Nú verð
ur unnið að því að setja upp
slíka vita á Egilsstöðum og í
Skagafirði. Aden flugmaður er
nú á förum héðan, en félagar
hans verða hér eftir þar til í
júlí næsta sumar, og vinna að
þessum málum.
Reykur írá skógareldum
hylur sjöttung USA.
Laiadsvæí&i |j»íbH ©r 12 sinasimsíi
stœi*ff£s esa Islasad.
Til skainms tíma hafa skóg-
areldar geisað í nokkrum fylkj-
um Bandaríkjanna, og valdið
talsverðu tjóni.
Voru eldarnir aðallega i
fjórum fylkjum, West-Virginia,
Tennessee og báðum Carolina-
fylkjunum, og höfðu geisað all-
lengi, svo að þeir höfðu náð
talsverðri útbreiðslu. Hægviðri
var þar um nokkurt skeið, svo
að reykinn lagði víða um laiid-
ið, og hefur New York Times
sagt frá því, að um eitt skeið
hafi reykjarhula verið yfir
samtals sjöttungi alls landsins,
en það svæði er hvorki meira
en milljón ferkílómetra og
fjórðungi betur. Er landflæmi
það um það bil tólf sinnum
stærra en ísland, og geta menn
þá gert sér nokkra grein fyrir
því, hversu víða reykurinn hef-
ir borizt.
Reykurinn grúfði sig yfir
landið frá Maine-fylki í norð-
austurhorni þess langleiðina
suður til Florida-skaga, og upp
í landið til Kentucky og Indi-
ana. Á því svseði eru alls 13
fylki. Svo var mökkurinn
svartur sums staðar, svo sem í
New York, að þar var hálfrokk-
ið um miðjan dag, og orsakaði
þetta tafir í ýmsum flugstöðv-
um á austurströnd landsins, en
flugferðir lögðust alveg niður
um einn fjölfarnasta flugvöll
Bandaríkjanna, sem . er við
borgina Newark í New Jersey-
fylki. Meðan myrkrið var mest,
varð að fella niður flugferðir
nokkra stund í öllum flughöfn-
um New York-borgar.
ófífis oq ók burt
SíðastliSið föstudagskvöld ók
ökuníöingur á hest suður á
Yatnsleysuströnd og enda þótt
liesturinn væri særður til ólífis,
skipti bifreiðarstjórinn sér elckí
af lionum né sagði til hans,
heldur ók burt.
Þessi atburður mun hafa átt
sér stað á tímabilinu kl. 7—8
um kvöldið, en kl. 8 fannst
hesturinn og var þá svo mjög
meiddur að það varð að lóga
honum.
Lögreglan í Hafnarfirði hef-
, ur mál þetta til meðferðar og
það eru vinsamleg tilmæli
hennar til þeirra, sem einhverj-
ar upplýsingar geta gefið í
þessu máli að láta hana vita
sem skjótast.
Fyrstu launin
til Lodges.
New York (AF). — Eisen-
hower hefur sett John Cabot
Lodge öldungadeildarþing-
mann fulltrúa sinn hjá Truman
forseta, þar til hann tekur við
embættinu í janúar næstkom.
andi.
Lodge var forystumaður í
baráttunni fyrir því s.l. sumar,
að Eisenhower yrði valinn for-
setaefni republikana. — Hann
bauð sig að sjálfsögðu fram af
nýju í kosningunum til öld-
ungadeildarinnar, en náði ekki
kosningu.
VerkfaSi var
nær algert.
Höfðaborg (AP). — Mikil
þátttaka var í allsherjarverk-
fallinu í Port Elisabeth.
Lagðist vinna að kalla alveg
niður, en þátttaka var lítil í
verkfallinu í East London, þar
sem 4 menn voru drepnir í ó-
eirðum um sl. helgi.
Strauss, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar, hefur krafist rann-
sókna út af óeirðunum að und-
anförnu. Sagði Iiann í ræðu í
gær, að engu væri líkara en að
brátt stefndi að því, að stjórnin
réði ekki við neitt.
Úr kvenkápudeild Klæðaverzlunar Andrésar Andréssonar, sem
hefur lækkað mjög fataverð, eius og sagt var frá í blaðinu í gær.