Vísir - 25.11.1952, Side 1
42. árg.
Þriðjudaginn 25. nóvember 1952
271. tbI,
Mamnsákw&ir á V «tnstjjiikii :
Hann nærávissum svæðum
niður fyrir sjávarmál
lóti Eyþérsson flutti snerldBegt srindi ysn
'l • '
i gær.
50 farþegar slasast, er Maure-
tanía fær á sig þrjá hnúta.
Þeir brutu glugga á efstu þilguna.
London (AP). — Fimmtíu
farþegar slösuðust á hafskipinu
Mauretania í síðustu viku, er
skipið lenti í stormi og stórsjó
undan Nova Scotia.
Var skipið á leið vestur um
haf, þegar það lenti í veðrinu,
en forðaðist þó stormmiðjuna
með því að breyta um stefnu.
Var veðurhæð mest 130 km. á
klukkustund, og sjór svo mik-
ill ,að skipsmönnum taldist, að
öldurnar mundu hafa verið 50
fet á hæð.
vestan hafs, og sagðist þeim
svo frá, að þetta hefði verið því
líkast, að landskjálfti hefði
dunið yfir. Skipið hefði allt í
einu kastazt ofsalega til, hvað
eftir annað, og þegar sjór féll
inn um gluggana á efstu þiljum,
urðu margir farþeganna svo
skelkaðir, að þeir settu á sig
björgunarbelti, og tóku þau
ekki af sér, fyrr en veðrið var
um garð gengið.
Á fjölmennum fundi Náttúru
fræðifélagsins, sem haldinn var
í Háskólanum í gærkveldi,
skýrði Jón Eyþórsson veður-
fræðingur frá rannsóknum og
niðurstöðum fransk-íslenzka
V atna jökuísleiðangur sins.
Þessar rannsóknir voru að
ýmsu leyti hinar merkilegustu,
M. a. sýndi ræðumaður og út-
skýrði uppdrátt er hann hafði
teiknað eftir mælingum leið-
angursmanna af landinu und-
ir jöklinum. Af uppdrættinum
varð það ljóst að landið undir
jöklinum er á ýmsum stöðum
ekki eins hátt og menn hafa
ætlað til þessa. Á norðaustan-
verðu landsvæði þessu er jökul
kúfur 40—600 metra þykkur.
Annars staðar nær jökullinn
niður fyrir sjávarmál, er það
einkum á honum sunnanverð-
um svo sem á Skeiðarár- og
Breiðamerkurjökli.
í ræðu sinni gerði Jón enn
fremur grein fyrir breytingum
þeim, sem orðið hefðu á jöklin-
um á ýmsum tímum, allt frá
því á járnöld og eftir því sem
fræðimenn hafa getið sér til
um.
Á fundinum sýndu Árni Stef-
ánsson og Guðm. Einarsson frá
Miðdal skemmtilegar kvik-
myndir frá Vatnajökli. Var
kvikmynd Árna tekin í fransk-
íslenzka leiðangrinum en kvik-
mynd Guðmundar frá Skeiðar-
árhlaupinu síðasta og ummerkj
um þeim sem við það urðu í
Grímsvötnum, en þá lækkaði
yfirborð Grímsvatna um ca. 70
Báturinn tafðist
vegna stórsjós.
V.b. Ásdís frá Drangsnesi,
sem auglýst var eftir í útvarp-
inu í fyrrakvöld, kom til Ing-
ólfsfjarðar heilu og höldnu um
kl. 10 um kvöldiS.
Þetta er 14 lesta vélbátur og
reri hann kl. 3 á laugardag,
en þar sem hann hafði verið
talsvert lengur í róðrinum en
venja er, og verið gat, að um
vélbilun væri að ræða eða eitt-
hvað annað að, þótti rétt að
lýsa eftir bátnum. Eru þarna
hættulegár slóðir, ef' eitthvað
ber út af.
Ekki hafði komið til neinn-
ar bilunar, en báturinn hafði
misst mikið af veiðarfærum,
þar sem sjör var mikill, þótt
eigi væri mjög. hvásst, og hafði
hann tafist af þeim sökum.
metra og- djúpar sprungur eða,
geilar mynduðust í suðvestur-
horn þeirra.
f fundarlok þakkaði dr. Sig-
urður Þórarinsson Jóni Ey-
þórssyni merkilegt starf í þágu
jöklarannsóknanna og sömu-
leiðis færði hann sýnendum
kvikmyndanna þakkir fyrir
þeirra starf.
Bankarán á
Cornwall.
í bæ nokkrum í Cornwall
gerðist sá atburður nýlega að
vopnaður maður réðst inn í
banka og náði allmiklu fé.
Vatt hann sér að gjaldkera-
með skammbyssu í hendi og-
neyddi hann til að láta af hendi
allmikið fé, sem hann stakk í!'
leðurtösku. — Gjaldkerinn gat:
lýst manninum nákvæmlega og
leitar nú lögreglan að honum.
Flotasýning við
krýninguna.
London (AP). — Elísabet
II. drottning hefur fallist á,
að mikil flotasýning og könnun
fari fram undan Spithead, í
sambandi við krýningu hennar
að ári.
Georg VI. faðir hennar fram-
kvæmdi könnun þar, í sam-
bandi við krýningu hans.
Lögreglufréttir:
f nótt var framið innbrot í-
verzlunina Kron á Nesvegi.
Þaðan var stolið sem næst
150 pökkum af vindlingum og'
smávegis af sælgæti. Spjöll, sem
þjófurinn hafði valdið, voru
helzt þau, að hann hafði brot-
ið rúðu í hurð.
í gærkveldi tóku bifreiða-
eftirlitsmenn 15 ára gamlan
pilt við akstur, en hann var
réttindalaus.
Nokkru fyrir kl. 6 í gær síð-
degis varð 11 ára drengur fyrir
strætisvagni, er hann sveigði
til hægri að gangstétt á torginu,
en strætisvagninn kom niður
Bankastræti.
Drengurinn varð fyrir öðru
framhjólinu. og festist undir
því, er vagninn nam staðar. —
Drengurinn, Guðmundur Her-
vinsson, Skipasundi 1, mjaðm-
argrindar-brotnaði og meiddist
á öðrum fæti um öklann. Haim
missti ekki meðvitund og var
fluttur í sjúkrahús.
Haustveðrin geta verið mikii
víðar en hér norður frá. —
Myndin hér að ofan sýnir,
hvernig hafnargarðar við
Hook van Holland voru út-
leiknir nýlega eftir storm.
Gufuskipið til hægri á
myndinni strandaði í veðr-
inu.
Elztu misíingasjúkh'ng-
arntr yfir sjötugt.
Frá fréttaritara Vísis.
Höfn í Hornafirði.
Mialingafaraldurinn, sem hér
hefur genglð, er nú að f jara út.
Margt manna tók veikina og
á öllum aldri, þeir elztu yfir
sjötugt. Lagðist hún misþungt
á menn, en lítið verið um al-
varleg eftirköst.
Mikill kverkabólgu- og kvef-
sóttarfaraldur er hér nú eins og
víðar.
■..
Sex Eyjabátar
íróðrum.
. Vestmannaeyjabátar eru' nú
byrjaðir róðra og fyrir síðustu
helgi voru sex bátar farnir á
veiðar.
Hafa bátar þessir róið með
mest 15 stampa linu og hafa
fengið allt upp í 2 tonn í róðri
sem teljast verða góður afli.
Báðir Eyjatogararnir komu
nýlega inn með sæmilegan
karfaafla og var gert að hon-
um í landi.
í vikunni sem leið lestuðu
þrjú skip fisk og fiskafurðir til
útfluínings.
Yfirleitt er mikið atvinnulif
og blómlegt í Vestmannaeyjum,
því að þeir sem ekki vinna að
framleiðslustörfum eru þá í
byggingavinnu eða öðru slíku.
Einmunatíð hefur verið í
Vestmarmaeyjum í haust og
blóm voru farin að springa þar
út í görðum í vikunni sem leið.
Þegar minnst vonum varði,
fékk skipið skyndilega á sig
þrjá „hnúta“, sem voru svo
miklir, að þeir brutu glugga á
efsta þilfari, og komst þar tals-
verður sjór í skipið. Um 880 far
þegar voru með skipinu í þess-
ari férð, og slösuðust um 50
þeirra, en fæstir þá mikið. —
Nokkrir rifbeinsbrotnuðu, þeg-
ar þeir köstuðust endanna á
milli í reyksal skipsins, en hús-
gögn þar brotnuðu í spón, og
var sagt, að engu hefði verið
líkara en spellvirkjar hefðu
gengið þar berserksgang.
Blaðamenn áttu tal við far-
þegana, þegar skipið tók land
Fyrsti sáttafundur
verður bráðlega.
Eins og áður hefur verlð get-
ið hér í blaðinu varð það að
samkomulagi að leggja vinnu-
deiluna í hendur sáttasemjara,
Torfa Hjartarsonar tollstjóra.
Vísir átti tal við hann árdegis
í dag og spurðist fyrir um
hvenær fyrsti sáttafundur yrði
haldinn og kvað sáttasemjari
ekki hafa boðað aðila á fund
enn. Það mun þó verða gert
mjög bráðlega.
Stjérnin í írak
lætur undan.
Einkaskeyti frá AP.
Bagdad f morgun.
Mahoud hershöfðingi, hinn
nýi forsætisráðherra í Irak,
hefur boðað, að herlögum verði
bráðlega aflétt, ef menn gæti
stillingar og fari að lögum. —
Þingkosningar munu fara
fram í einu lagi, að kröfu and-
stæðinga fyrrverandi stjórnar,
en ekki í tvennu lagi, eins og
hún hafði ákveðið. Hann hef-
ur og boðað ýmsar umbætur á
sviði félagsmála, aukin réttindi
til æðra náms, og mjög aukin
framlög til hersins. — Ekki hef
ur komið til frekari óeirða,
-----« ....
Sæmdur heiðurs-
fylkingarorðu.
Með tilskipun Frakklands-
forseta dagsettri þann 5. þ. m.,
hefur Hermann Jónasson, land
búnaðar- og samgöngúmála-
ráðherra, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, verið sæmdur kom-
mandörgráðu frönsku heiðurs-
fylkingarinnar.