Vísir - 25.11.1952, Blaðsíða 4
VfSIR
Þriðjudaginn 25. nóvember 1952
'li
DAGBLAÐ
Ritstjúrar: Krístján GuDiaugsson, Hersteinn PáLsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIB H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (finun línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.í.
Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið.
Brezkir útvegsmenn hafa nú knúið fiskkaupmenn í Grimsby
til þess að kaupa engan fisk af íslenzkum togurum, en
hótuðu ella að stöðva rekstur sinn. í þeirri hótun einni birtist
Kijög 'vafasamt viðskiptasiðferði og tiltakanlega lítil umhyggja
fyrir þörfum brezkra neytenda. í almennum viðskiptum ein-
staklinga á miiíi myndi slíkt framferði vera talið í ætt við
kúgun, sem í menningarlöndunj væri talin í'efsiverð, en að sjálf-
sögðu er Bretland framarlega í hópi slíkra landa. Réttlætis-
gyðjan er frá fornu fari mótuð í stein af manna höndum á þá
lu.nd, að bundið er fyrir augu hennar, sem tákn þess að hún
geri sér ekki mannamun, en Bretum er tamt að fara að dæmi
Nelsons og setja kíkinn fyrir blinda augað, og því fá útvegs-
menn vafalaust komið fram ofbeldi sínu og nauðung.
Lýðræðissinnar hins vestræna heims hafa ávallt litið til
brezkrar menningar með nokkurri aðdáun, þrátt fyrir mis-
fcrestasama sögu, dg veldur það þeim því bæði furðu og von-
brigðum er brezk síj irnvöld láta ofbeldismenn taka fram fyrir
hendur sér, til þess ; beita smáþjóðir nauðung. íslenzka ríkis-
stjórnin hefur fyrir sitt leyti lýst yfir því, að hún sé þess albúin
að leita úrskurðar alþjóðadómstóls varðandi lögmæti víkkunar
landhelginnar. Bretar hafa vel efni á slíkum málarekstri, þótt
hann hafi gefist misjafnlega upp á síðkastið, og skyldu menn
þá einnig vænta að þeir myndu ekki hika við málatilbúnaðinn,
teldu þeir á rétt sinn gengið. Brezku útvegsmennirnir hótuðu
að leggja skipum sínum og svelta með því brezka neytendur til
hlýðni. Brezka ríkisstjórnin virðist hinsvegar hafa þá skoðun á
málinu, að markaðsbann í Bretlandi muni knýja íslendinga til
Undansláttar, en það er misskilningur.
Danskir einokunarkaupmenn, sem hér höfðu dvalið, réðu
arftökum sínum að verzluninni, frá því að gefa íslendingi oftar
en tvisvar utan undir, með því að landinn mundi reiðast gífur-
lega við þriðja höggið og þá ekki hlífast við. íslendingar eru
svo misjöfnu vanir, að þeir munu láta sér í léttu rúmi liggja
„sveltikúr Bretanna“, og ekki er með öllu loku fyrir það skotið,
að satt sé, sem sagt er, að þeir telji brezkar vörur of góðar
handa sér þessa stundina. íslenzka landheígin verður ekki
verzlunarvara héðan í frá, þótt hún þætti frambærileg 1903,
en þá samdi önnur þjóð fyrir okkur og sér í hag. Þeir tímar
eru liðnir og koma ekki aftur, og almenningur mun ekki hlífast
við sulti eða seyru til þess að vernda landsréttindin.
Gera verður ráð fyrir að íslendingar fari á mis við brezk
viðskipti um ófyrirsjáanlega framtið. Við því verður þjóðin að
vera búin. Leiðir það af sjálfu sér að öflum við ekki gjaldeyris
þar í landi og getum ekki keypt þar nauðsynjar, ber að beina
siglingum og viðskiptum í aðrar áttir, austan hafs eða vestan.
ísfisksala á brezkum markaði hefur ekki verið ábatasöm fyrir
íslenzka útvegsmenn, en hinsvegar hefur þjóðinni skapast þar
gjaldeyrir, sem í góðar þarfir hefur komið. Vafalaust verður
löndunar- og markaðsbann Bretanna okkur hollur og góður
skóli, og ætti að glæða þann skilning með þjóðinni að víðar
er „Guð en í Görðum“ og víðar góður markaður en í Bretlandi.
íslenzkir kaupsýslumenn munu þegar hafa leitað fyrir sér um
viðskiptasambönd, sem komið geta í stað hinna berzku, enda
er ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Siær í hart.
Harðar deilur hafa verið háðar á Alþýðusambandsþingi varð-
andi kjörbréf fulltrúanna, en þar standa konímúnistar
gegn lýðræðisflokkunum. Þykja starfsaðferðir kommúnista
innan verkalýðsfélaganna, en þó einkum nú við kosningaundir-
búning, sízt hafa verið til fyrirmyndar, ekki sízt í fyrirbrigðinu
„Dagsbrún“, þar sem félagstalan fer eftir þörfunum. Við slíkum
átökum mátti búast,, enda var kominn tími til að sporna við
yfirgangsbrölti kommúnista í ýmsum verkalýðsfélögum, þar
sem þeim hefur tekizt að troða sér í stjórn með misjöfnum
ráðum og heilindum.
Þótt slíkar deilur séu háðar á þinginu, munu kommúnistar
aðeins halda uppi málþófi fyrst í'stað, en sætta sig við úrslitin
til málamynda. Fyrir kommúnistum vakir öðru fremur að beita
áhrifum sínum óbeint, með áróðri á þinginu og síðar er vinnu-
deilur fara í hönd. Hinsvegar má gera ráð fyrir að allir reyndari
fulltrúar, verkalýðsfélaganna sjái við slíkri moldvörpustarf-
semi, en það mun fljótlega koma í ljós er þingstörfin hefjast
íyrir alvöru. _
„Tango ja!ousie“
Kvdidstund í Reykfavík mel
Jisssa Björling og fBeintun.
Einn af frægustu flugmönn-
um heimsins, norski flugkap-
teininn Riiser-Larsen sté út úr
S.A.S. flugvél á Kastrupflug-
vellinum í. Kaupmannahöfn
s.l. fimmtudagskvöld. Hann
hefði tekið þátt í heimssögu-
legu flugi frá Los Angeles, yfir
norðurpólinn til Kaupmanna-
hafnar á 24 klukkutímum.
Fréttamaður norska útvarpsins
náði í hann að hljóðnemanum,
er flugkapt. kom inn í flug-
skýli og bað hann að segja frá
ferðinni. En Riiser-Larsen taldi
að frá litlu væri að segja, allt
hefði boxúð að með eðlilegum
hætti og samkvæmt áður
gerðri áætiun sem allir þekktu
af frásögnum í blöðum og út-
varpi. Nei, Guði sé lof, það
skeði ekkert óeðlilegt né sögu--
legt. „En hvernig er að fljúga
yfir Norðurpólinn?" spyr frétta-
maðurinn. „Ekkert öði'u vísi
en annarsstaðar, „háloftin“ eru
allstaðar eins, það er ekki fyrr
en maður nálgast jörðina að
,,veði’ið“ hefur einhver áhrif
og þessa stundina er það til-
tölulega verst . yfir „Kongsins
Kaupinhöfn“.“ Þannig fórust
Riiser-Larsen orð, ekkert sögu-
legt við að fljúga frá sól-
vermdri Kaliforníu, í 60 stiga
L'osti yfir Norðurpól og taka
í höndina á Knud Kristensen í
Kaupmannahöfn eftir 24
stunda flug. — Og svo getur
ritstjóri þessa blaðs ætlast til
þess að það sé eitthvað sögu-
legt við að setjast upp í „Land-
Rover“ í einni af uppsveitum
Árnessýslu, aka á tveimur
tímum suður í Þjóðleikhús og
sitja þar í rúma tvo tíma áður
en haldið er heim aftur, og.
þó----------
Það var mánudaginn 10.
xióvember s.l. að ég skrapp suð-
ur í Þjóðleikhús ásamt tveimur
sveitungum mínum til þess að
hlusta á hinn heimsfræga tenór
Jussa Björling. Eg skal geta
að eg hefði beðið þessa kvölds
með mikilli eftirvæntingu og
tilhlökkun, enda sá sjö ára
gömul dóttir mín ástæðu tii að
segja þegar eg var að kveðja
og fólkið óskaði góðrar
skemmtunar, að pabbi mundi
áreiðanlega ekki skemmta sér
neitt, hamx hlakkaði svo mikið
til.
Ferðin suður gekk að sínu
leyti eins og flugið yfir Norð-
urpólinn, ekkert markvert
skeði og allt skv. áætlun, Guði
sé lof, því í'étt fyrir kl. 8Yz‘
Iögðum við Landrovernum upp
við vegg Þjóðleikhúsins og
gengum inn í helgidóminn.
Maður „nikkar“ til kunningj-
anna og hneigir sig ósjálfrátt
fyrir myndastyttunum í andyr-
inu og verður innanbrjósts eins
og þegar maður er staðinn að
því að tala vio sjálfan sig og
reynir að söngla sig út úr vand-
ræðunum.
Þá er gengið til sætis og'
klukkan verður hálf. En það
verður aðdragandi að því að
konsertinn hefjist, því að ótrú-
lega stór hluti af fólkinu mæt-
ir of seint. Okkur kemur sam-
an um að það hafi verið að
mjólka en það er skyldustarf
sem ekki verður komist hjá
að inna af hendi heima í sveit-
inni áður en farið er til
skemmtana.
Loks gengur fremsti tenór
heimsins inn á sviðið, en svo
hefur Jussi Björling verið
talinn um margi’a ára skeið í
viðurkendum útlendum „mús-
ik-lexikönum“ og nú þegar
Gigli er hættur------en nóg
um það. Hin glaðlega og ljúf-
mannlega framkoma heillar
mann strax og söngnum verð-
ur að sjálfsögðu ekki með orð-
um lýst. Verður hér ekki gerð
nein tilraun til þess. Enda telur
höfundur þessa greinarkorns
sig aðeins haldinn venjulegu
músíkölsku brjóstviti og í
engu nálgast þá Pétur og Pál
eða Árna og Bjarna, svo maður
tali ekki um hljómlistargagn-
rýnandann sem byrjar alla
í'itdóma sína með því að hann
kemur of seint á konsertinn og
ég vil leggja til að yrði lokaður
úti einu sinni svo hann passi
sig næst.
Fyrst söng söngvarinn þrjú
smálög eftir Sibelius. Þá varð
örlítið hlé. Eg leit á sveitunga
minn og sá strax á andliti
hans að eitthvað hefði gerst,
og hann sagði: „Svona hef ég
aldrei heyrt sungið áður og
ekkert sem kemst í námunda
við þetta.“ Það má geta þess,
að hér er um mjög músik-
alskan mann að ræða, sem um.
30 ára skeið hefur haldið uppi
sönglífinu heima í sveit sinni.
Eg mundi fullkomlega treysta
honum til að velja hljóm-
plötur hjá Jóni ÞórarinssynL
fyrir þriðja hluta þjóðarinnar,
fólkið sem í sveitum landsins
býr, en það mætti ekki vei'a á
mjaltatímanum.
SöngV(prinn gengur nú aftur
inn og syngur livert lagið af
öði'u' af dásamlegri snild, það
er því einkennilegt að viður-
kenna þá staðreynd að það tr
engin stemning í húsinu og
minna klappað en oft áður.
Hvernig gat á þessu staðið,
hvað lá í loftinu? Eitthvað sem
við skildum ekki þairna að
austan og ég er ekki í neinum
vafa um að þessi stemning
náði til sönvarans, en nú kom
Frh. á 5. síðu.
RGMÁL ♦
♦
Nú hefir vei'ið lagfæi'ður
hringaksturinn við norðan-
verðan íþróttavöllinn og síðasta
farartálmanum rutt úr vegi
fyrir viðstöðulausum akkstri
bæjarhluta á milli. Hefi eg
heyi-t margar ánægjuraddir
yfir því, að verki þessu er nú
lokið, því að menn telja þessa
breiðu braut, sem liggur milli
austur- og vestui'bæjar, - ein-
hverja þá beztu samgönguæð,
sem lögð hefir vei'ið í Reykja-
vík.
Ekið kringum
bæinn.
Eiga bæjaryfirvöldin og verk-
fræðingar bæjarins þakkir
skilið fyrir framsýni þá, er þeir
hafa sýnt með lagningu þessa
vegar. Nú er hægt að aka svo
að segja kringum bæinn eftir
þesasri breiðu — tvískiptu
braut, allí frá sjó við Rauðarár-
vík og svo áfram inn á Hiing-
brautina- og niður að sjó við
Ánanaust eða Selsvor. Með
þessu móti er lík hægt að kom-
Eist miklu fljótar úr einum bæj-
arhluta í annan, því hægt er að
sneiða hjá fjölfömum og þröng-
um götum miðbæjarins, þar
sem umferð gengur miklu hæg-
ar. —
Það er og
mikill kostur,
að brautin er all leiðina tvö-
föld og eykur það auðvitað
mikið öryggi fyrir alla umferð,
því að með því móti eru á brott
numdir mökuleikar á árekstr-
um farartækja á stóru svæði.
Reyndar eru árekstrarnir tíð-
astir á gatnamótum, en með
því að gera þessa hringbr-aut
að aðalbraut, ætti að evra hægt
að komast að mestu hjá slys-
um á gatnamótum. Það er líka
hægara fyrir allt gangandi fólk,
sem þarf að komast yfir braut-
ina, að vita að ekki er von á
umferð nema úr annarri átt-
inni.
Tvær merkar.
vegalagningar.
Þegar minnzt er á þessa
hringbraut, er þess vert að
staldra við og minnast Lækj-
argötunnar nýju, en eftir breyt-
ingarnar þar, eða breikkun
vegarins, hefir öll umferð um
miðbæinn orðið miklu greiðari
og þægilegri. Breikkun Lækj-
argötu er kannske mesta fram-
takið, sem sýnt hefir verið hér
í götulagningu síðari ár. En
Hringbrautin er líka vottur
um framsýni þeirra, er um
þessi mál fjalla, en með henni
hefir verið að noltkru leyst
vandamálið um, hvernig tengja
skyldi saman bæjarhluta þessa,
þegar greinilegt var orðið, að
létta varð sem mest á þröngum
götum miðbæjarins.
Eplin aftur.
í sambandi við klausu, sem.
birtist í gær, hefur einn inn-
flytjandi skýrt blaðinu svo frá,
að fyrir þá hafi verið lagt, að
kaupa eplin frá því landi, sem
þau voru fengin, en hins vegar
var ekki keypt eins mikið magn
og ráð hafði verið fyrir gert,
því að innflytjendum þótti var-
an ekki eins góð og æskilegt
hefði verið. — Kr.
Gáta dagsins.
Gáta nr. 309.
Hvenær sástu kirkuna
albúna af hrossabeinum?
Svar við gátu nr. 308í
Kvörn.