Vísir


Vísir - 25.11.1952, Qupperneq 5

Vísir - 25.11.1952, Qupperneq 5
Þriðjudaginn 25. nóvémber 1952 VlSIR 5 2ja ára flugbjörgunar- starfs minnzt — með stofnun nýrra sveita á Akur- eyri og í Næfurholti. Stjórn Flugbjörgimarsveitar- ínnar ræddi við blaðamenn sl. laugardag í tilefni af því, að 2 ár eru i dag liðin frá stofnun sveitarinnar. — A þessum skamma starfstima hefir komið skýrt í ljós hver nauðsyn er að jafnan sé til taks vel þjálfað- ar flugbjörgunarsveitir, og hef- ir nú verið hafizt lianda um stofnun fleiri slíkra stöðva. í gær var stofnuð flugbjörg- unarsveit á Akureyri og munu stofnendur hafa verið 60—80, og ennfremur fór stjórn flug- björgunarsveitarimrar að Næf- urholti í Rangárvallasýslu til þess að stofna þar flugbjörgun- arsveit, og til þess að kynna tæki o. s. frv. Mikilvægt er, að hafa sem nánast samstarf við dugandi, kunnuga menn á bæjum í efstu byggðum, í nánd við Örævin. Og milli flug- björgunarsveitanna hvarvetna verður að vera sem nánast samstarf, byggt á nauðsynlegri þekkingu, reynslu og þjálfun, með aukið öryggi að marki. Geysis-slysið opnar augu * manna. Þegar Geysisslysið varð, opn- uðust augu manna fyrir því, hve margt og mikið þurfti að gera til þess að koma þessum málum í viðunandi horf, og hratt það stofnun flubjörgun- arsveitarinnar af stað, en hún hefir unnið mikið og gott starf, en mikið og margþætt efni er framundan, er leysa verður með samstarfi, veldvild og hjálp margra aðila, stofnana, félaga og einstaklinga. Eitt þeirra verkefna, sem framund- an er, er þjálfun fallhlífaliðs. Ýmiskonar efni, matvæli, hjúkrunarvörur o. fl. er jafnan haft til taks, ef ílugslys ber að höndum, því að það getur verio undir mínútum komið, að hægt sé að veita hjálp í tæka tíð. Flugbjörgunarsveitin er stofnuð 24. nóv. 1950. Var þá hafizt handa um útvegun ým- issa nauðsynlegra tækja og flokkar þjálfaðir í hjálp í við- lögum, svo sem blóðplasma- gjöf, og hefir Úlfar Þórðarson, læknir sveitarinnar, annast hana, — göngu.m eftir áttavita, fjarskiptum, eldvörnum og hvernig „brjótast“ skuli inn í flugvélar, sem farizt hafa o. s. frv. . Starfaði tvö ár. Á tveggja ára stárfstíma hefir flugvarnasveitin verið kvödd út 6 sinnum og hún hefir veitt aðstoð við önnur tækifæri, þeg- ar Laxfoss strandaði t. d., í leit- inni að norsku selveiðiskipun- um lagði sveitin til ýmislegt til þess að varpa niður, ef þörf krefði, og margir úr sveitinni tóku þátt í leitinni, sem flug- vélar Flugfélags íslands gerðu að skipunum. Einhver umfangsmesta leitin, sem flugbjörgunarsveitin starf- aði að var, er bandaríska Grumman-Albatros björgun- arflugvélin fórst. F. h. flug- björgunarliðsins á íslandi, 6. flugbjörgunarsveitar Banda- ríkjahers og ættingja áhafnar- innar, var sveitinni sent þak- ar og viðurkenningarbréf, þar sem tekið var fram að leitar- förin mundi ekki hafa heppn- azt án þekkingar, tækni og at- gerfis hinnar íslenzku flug- björgunarsveitai'. Einnig hefir foimaður Flugráðs þakkað veitta aðstoð í sambandi við nauðlendingu TF-FSA við Öskju. í flugbjörgunarsveitinni eru um 100 menn. Hún hefir notið nokkurs stuðnings frá flugráði og félög og einstaklingar hafa sýnt sveitinni skilning og vel- vilja. ■— Flugbjörgunarsveitin starfar í ýmsum deildum, flug- leit, göngu-r og skíðasveitum, bílasveit o. s. frv. Enn skortir nokkuð á nauðsynleg tæki og er nú t. d. verið að útbúa hjálp- arstöð eða spítala, sem koma má fyrir í skyndi nálægt slys- stað. Eitthvert næstu kvelda verð- ur æfing í meðferð á ýmsum blysum og ljósmerkjum hér í nágrenni Reykjavíkur. Verður þeim ýmist varpað úr flug- vélum eða skotið í loft upp. Blys þessi em notuð við lend- ingar flugvéla í myrkri, þar sem ekki eru upplýstir flug- vellir. Er ástæða til að geta þessa svo að fólkið haldi ekki, að um einhver furðuljós sé að ræða. lendinga. Eru þeir þess vérðugir að varðveita þetta fjöregg þjóð- arinnar? Við skulum vona að svo sé. En ef að þeir þora ekki að hrífast, þegar öndvegis-list er í boði, vegna sleggjudóma afbrýðisamra meðborgara, sem ekkert viðurkenna og eiga svo einkennilega innangengt í hið mikla mannorðssláturhús sem stundum er nefnt almannaróm- ur, þá væri Þjóðleikhúsið betur komið á Akranesi en Sements- verksmiðjan í Reykjavík. Heyrst hefur að frægasta söngkona sem nú er uppi muni jafnvel koma til Reykjavíkur með vorinu og syngja fyrir okkur. Getur þetta að fenginni reynslu ekki talist varhugavert? Hvernig væri að íá hingað Danann Jakob Gade í stað hinnar frægu norsku söngkonu. Jakob hefur samið tangó sem farið hefur sigurför um víða veröld og gert hefur höfund sinn að milljónamæringi. Jakob, milljónamæringurinn, gæti leikið tangóinn sinn eða stjórnað hljómsveitinni, menn gætu komið þegar þeim hentaði og í hvaða ástandi sem þeir vildu, í hléinu gætu menn bætt á sig og jafnvel tekið undir í lokin. Hvað sem um þetta mætti ■ segja þá er eitt víst, nafnið á ! laginu er sérstaklega viðeig- 1 andi hér, í landi öfundsýki og afbrýðisemi, þar sem enginn hefur ráð á því að viðurkenna afburðamanninn — — „tango jalosil“. Stefán Þorsteinsson. Ódý ru plíist- clúkarnir ltomnir aftur. VERZL, TIIIIIGE mólortalíur 100—10000 kg. Ludvig Storr & Co. Svíar eiga nú fjórða öflugasta flugher í heimi. Myndin sýnir sænska orustuvél — smíðaða þar í landi að öllu leyti — sem sett er á bekk með beztu flugvélum Bandaríkjamanna og Rússa. Nefna þeir hana J-29. — „Tanga jalousie46 Frh. af 4. síðu. langa hléið, fólkið stcndur upp og gengur fram. Einhver er að tala um að söngvarinn hefði ekki átt. að „byrja á Sibelius“. Það var þó merkilegt, eg þekki ekkert tónskáld sem stendur nær okk- ur íslendingum en Jean Sibe- líus. Er eg minnist hans sem enn lifir í liárri elli verður mér hugsað til gamals vinar Síbelíusar sem látinn er fyrir ári síðan í ennbá hærri elli, Knut Hamsun. Einu sinni.lentu þeir ,,á því“ vinirnir, út í Finnlandi. Þeir höfðu tekið á leigu ,,villu“ út við ströndina og þegar komið var að þeim höfðu þeir kastað öllum hús- gögnunum í sjóinn. Hvað annað, sagði Hagelstam, útgefandi HamsunsiFinnlandi en Herman Wildenvey, norska ljóðskáldið hafði söguna eftir honum og þótti hún dásamleg. Þetta kunna að virðast óviðeigandi þankar, í hléi í Þjóðleikhúsi íslendinga en þeir eru þó svo tii háleitir hjá ýmsu því sem þarna var „hvískrað" og „pískrað" og fór undirritaður nú að skilja stemninguna, sem án efa þarf engra skýringa við. Svo hófst síðari hluti hljóm- leikanna. Fólk var þá komið í sæti sín að undanskildum þeim sem voru fullir og komu of seint og voru því ennþá meira áberandi. Að nokkurri stundu liðinni ,,dó“ maður einn sem sat nokkrum bekkjum framar en sá er þetta ritar og mátti það teljast nokkur bót á óverjandi ástanai, án þess nokkur afstaða sé hér tekin til ölfrumvarpsins eða brenr.i- vínsins yfirleití. Mátti nú segja að áhorfend- ur hefðu gjörsamlega misst öll tök á söngvaranum, og söng hann nú hvert lagið öðru dá- samlegar og var óspar á auka- lög. Stemningin var að öðru leyti sú sama. Einu sinni örlaði á hrifningaröldu, þegar söngv- arinn tilkynnti gamlan aríu- slagara sem aukalag en þetta varð líka til þess að dáni mað- urinn vaknaði og fór að klappa óskaplega, einu sinni í miðju lagi með þeim afleiðingum, að frú ein sem sat fyrir framan mig fór í fáti að naga neglur vinstri handar af þeim ákafa, að eg hélt að hún ætlaði að fara að leika á munnhörpu og var viðbúinn að hlaupa út. Henni var sannarlega vorkunn. Hljómleikunum er lokiö og að nokkurri stund liðinni er- um við sest upp í þann græna og öklirn inn Suðurlandsbraut og. sem leið liggur austur fyrir fjalí. Höfuðborgin Iiggur að baki með öllum sínum dásemd- um, öllum sínum kostum og göllum, en mér verður á heim- -leiðinni húgsað til orða dóttur minnar. Reykvíkingutn hefur verið trúað fyrir Þjóðleikhúsi ís- KVOLMÞjtankar. EINHVER NEFND hefir ver- ið sett á laggirnar til þess að beita sér fyrir menningar- tengslum Kína og íslands, en einn fyrsti árangur af starfi hennar er för sex íslendinga til hins risavaxna kommúnista- ríkis í Austurálfu. Er í sjálfu sér ekki nema gott eitt að segja mn tengsl íslendinga og ann- arra þjóða, og þá sérstaklega ánægjulegt þegar um menn- ingartengsl er að ræða. Kín- verjar eru ævaforn menningar- þjóð, sem vissi sitthvað nokkur þúsund árum áður en Mao-tse- tung og aðrir „menningarfröm- uðir“ hófu starf sitt. Er því hollt að kynnast háttum og sið- um þessarar fjölmennustu þjóðar heims. ❖ Undir forustu skáldsins úr Kötlum leggja svo sexmenningarnir af stað austur til hinnar risavöxnu þjóðar, snúa síðan heim eftir nokkurra vikna dvöl og segja fréttir. Þeim dylst vitanlega ekki, að hin kínverska þjóð er í hraðri menningarframsókn, hið feyskna fellur, en vinnulúnar hendur erja jörðina, koma upp menningarhöllum, bamahæl- um, fræðslumiðstöðvum og öðru því, sem einkennir hin kommúnistísku ríki, þegar Þórsgötumenn segja frá. Hvar vetna blasa við myndir af hin- um „milda“ Mao, á sama hátt og vinaleg föðurásjóna Stalins skreytir húsveggi Moskvu. Og allt er harla gott. ♦ Og þessir sex memi eru ekki í vandræðum með að sjá og skilja. hluti. í þessu stærsta þjóðríki heims, þeir kynnást högum alþýðunnar og viðhorfi, hugðarefnum þess og friðarvjjpa. Þeir eru sem sé ekki í miklum vandræðum. Og þeir eru heldur ekki lengi á sér að- segja, að réttarfar sé í bezta lagi í Kína, úti-réttarhöldin og múgdómar, sem kommúnista- stjórnin sjálf hefur skýrt frá, er áróður illra innrættra auð- valdsblaða. Mikil er trú sex- menninganna. ♦ En þegar fréttamemi ætla að spyrja þá nánar um einmitt þetta, sem okkur vest- rænum mönnum finnst skipta verulegu máli, um réttáröryggi almennings, þá vita þeir eigin- lega ekki, hverju þeir eiga að- svara. Það hafa þeir ekki kynnt- sér, ónei. En hins vegar fullyrða þeir, að í Peking, höfuðborg, landsins hafi þeir ekki séð einn einasta mann, sem var í bættum fötum. Og ekki nóg með það, heldur lifa auðmenn ágætu lífi, hafa ekki yfir 30 % skatt, og’ telja afkomu sina miklu örugg- ari nú en áður. Hver er að- skrökva ljótum hlutum upp á Kínverja? ♦ En allur almenningur á íslandi getur ekki stillt sig um að brosa, þegar sex- menningarnir koma heim og segja frá furðuför sinni til Kína. En hið skemmtilegasta við frá- sögn nefndarinnar er þó, að' Þorvaldur Þórarinsson lögfræð- ingur, sem heima sat, vissi miklu meira um flesta hluti. þar eystra en þeir, sem fóru þangað. ThS. ,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.