Vísir - 16.01.1953, Blaðsíða 4
%
J
VtSIR
Föstudaginrí 16. janúár 1953.
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Löndunarbannsð og Alþýðublaðið.
Forustugrein Alþýðublaðsins f jallar um það í gær, að í upp-
hafi síðasta Alþýðusambandsþings hafi verið samþykkt
ályktun í landhelgismálinu, og sé þar „meðal annars á það
bent, hvort ekki væri rétt að leita til Sameinuðu þjóðana um
stuðning við málstað íslands í þessu örlagaríka máli".
Það er vissulega rétt, að íslendingar eiga að sækja á í máli
þessu á hverjum þeim vettvangi, þar sem þeir geta vænzt
stuðnings við svo sjálfsagðar ráðstafanir sem stækkun land-
helginnar er. Hér er hvorki meira né minna en um framtíð
þjóðarinnar að tefla, og því verður sannarlega að standa vel á
verðinum. Öllum ráðum verður að beita, til þess að viðurkennt
verði lögmæti þeirra ráðstafana, sem gripið hefur verið til í
þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir að efnahagur íslendinga
fari í rústir. Þær ver.ða að hljóta viðurkenningu, svo að engum
klíkum, hversu öflugar sem þær kunna annars að vera, haldist
uppi að taka fram f rir hendur lögmætra stjórnarvalda og gera
ókleift að staðið sj . ið opinberar skuldbindingar. Slíkt er nú
einmitt framferði enskra útgerðarmanna, sem hafa lengi óttast
samkeppni íslenzkra fiskimanna, þar sem íslenzki fiskurinn er
sá bezti, sem berst á land í Bretlandi.
Um þetta geta ekki verið skiptar skoðanir, enda hafa ís-
lendingar ekki sýnt eins mikla eindrægni í nokkru máli um
langt skeið og einmitt landhelgismálinu. Þar eru allir í „sama
báti" og þjóðin hefur sýnt á því skilning með því að'þjappa
sér saman í órofa fylkingu.
Bretastjórn hefur til þessa látið sér nægja, að mótmæla
þessum aðgerðum íslendinga en þar sem einstaklingar í hópi
þegna hennar hafa ekki allir viljað una því, hefur af því leitt,
að „fallbyssurnar skjóta sjálfar" — útgerðarmenn hafa gengið
fram fyrir skjöldu, og knúið fiskkaupmenn í lið með sér, til
þess að vinna gegn hagsmunum íslendinga og um leið brezkra
neytenda, sem sviftir eru góðri og hollri fæðu á sanngjörnu
verði, þegar íslenzki fiskurinn er gerður að bannvöru á enskum
markaði.
Það er því áreiðanlega athugandi, hvort ekki sé rétt að
skjóta málinu til Sameinuðu þjóðanna, því að á þeim vettvangi
eru, góðu heilli, ráðandi þær þjóðir, sem vilja lög og réttur sé
í heiðri höfð í samskiptum manna og þjóða í milli. Þarf ekki að
efa það, að stjórnarvöld landsins, sem um þessi mál fjalla af
hálfu íslendinga, munu hafa þessa leið í huga og athuga, hvort
hún sé hin rétta eða aðrar sé heppilegri. Þetta mál er eitt hið
þýðingarmesta, sem nokkur íslenzk stjórn hefur um fjallað,
og aðgerðir núverandi stjórnar á undanförnum mánuðum sýna,
að hún mun í öllu fara að vilja þjóðarinnar. Þótt ýmis atvik
geti ráðið því, að nokkur dráttur verði á lausn þess, mun stjórn-
in ekki hvika, fyrr en fullur sigur er unninn.
Askonin tíE brezkra verkamanna.
TT'n úr því að Alþýðublaðið getur um ofannefnda samþykkt
•" síðasta Alþýðusambandsþings, er ekki úr vegi að minna
blaðið á aðra samþykkt, sem sama þing gerði undir forustu nú-
verandi ritstjóra Alþýðublaðsins. Þingið samþykkti, að stjórn
ASÍ skyldi snúa sér til sambands flutningaverkamanna í Bret-
landi, sem.er eitt öflugasta verkalýðsfélag þar í landi, og leita
liðveizlu þeirra samtaka, þar sem löndunarbannið hefði mikil
og hættuleg áhrif á hag íslenzks verkalýðs — það bitnaði ekki
síður á honum en útgerðarmönnum hér. Vænti þing A.S.Í.
þess bersýnilega, að liðveizla hinna brezku samtaka gæti orðið
íslendingum að miklu gagni.
Síðan þessi samþykkt var gerð á þingi ASÍ, eru nú senn
liðnir tveir mánuðir, en fyrir skemmstu hafi stjórn ASÍ ekkert
gert, til þess að koma ályktun þessari áleiðis til stéttarbræðra
sinna í Bretlandi. L fyrstu þóttist hún hafa 'góða og gilda af-
¦ sökun fyrir aðgerðarleysi í-máli þessu, því að. hún taldi sig í
„glímu" yið ríkisstjórnina. Nú eru fjórar vikur síðan .yerk-
fallið var Íeyst,:;én'ekkert hiéftir gerzt enn. Hvað veldur sleifar-
i ¦ ¦. > \ ¦ . ¦'. ¦
laginu nú?
,Það véeri æskilegt, að ritstjóri Alþýðublaðsins ýtti við fé-
lögum sírjum í stjórn ASÍ, svo að þeir söfi ekki' lengur, á verð-
inum. Það.ættu að-vera hæg heimatökin. ;
íslenzkar höggmyndir á al-
þjóðasamkeppni í London.
Fjórir íslenzkir listanienn sendu
myndir til samkeppninnar.
Eftir næstu mánaðamót verð-
ur opnuð sýning í London á
f jölmörgum hoggmyndum, sem
listamenn um allan heim haia
sent bangað í sambandi við al-
þjóðasamkeppni um bezta
minnismerkið um óþekkta
pólitíska fangann.
Meðal þátttakenda eru fjórir
fslendingar. — Guðm. Einars-
son frá Miðdal, Ásmundur
Sveinsson, Sigurjón Ólafsson
og Gerður Helgadóttir. Banda-
ríska sendiráðið hér hafði milli-
göngu og tók við listaverkum
íslenzku listamanna og sendi
þau. Munu listaverkin vera
komin til London.
Alþjóðakeppni þessi var
fyrst auglýst fyrir um ári síðan,
en þar sem brátt kom í ljós, að
þátttaka myndi verða geysi-
mikil og ýmsir listamanna gátu
ekki verið tilbúnir fyrir ákveð-
inn sýningartíma var sýning-
unni frestað þangað til í janúar
1953, eða í þessum mánuði. —
Ógrynni listaverka mun hafa
borizt, enda um talsvert að
keppa, þar sem veitt verða
samtals um 11 þúsund sterl-
ingspund í verðlaun.
En á f orsýningunni, sem hef st
um næstu mánaðamót verð'a 80
myndir, sem taldar verða komn
ar í úrslit, og fá þær allar ein-
hver verðlaun. Auðvitað er
ekkert vitað um hvernig ís-
lenzku listamönnunum mun
vegna á þessari sýningu, en
fjórir hafa sent höggmyndir til
samkeppninnar.
Guðmundur frá Miðdal gerði
höggmynd sérstaklega fyrir
samkeppnina, sem yrði 12
metra há með stöpli, en líkanið
er aðeins Yz metri, en þar var
stærðin, sem sýningarnefnd á-
kvað. Ásmundur sendi mynd-
ina í tröllahöndum, sem harín
hafði áður gert, Sigurjón og
Gerður hafa bæði gert sérstak-
ar myndir til þess að senda í
samkeppnina.
Kaupi gull og silfur
BEZTAÐAUGLYSAIVISI
Rafmagnsofnar
5 gerðir og stærðir.
Bankastræti 10. Sími 2852. — Tryggvagötu 23. Sími 81279.
ICILLY
U/vu*t<?fieJ0d2
Mgólbaröar
Slöngur
fyrir-
Eftirtaldar stærðir f
liggjandi:
400X15 (Traktor)
700X15
650X16
700X16
900X16
700X20
750X20
1100X20
900X24 (Traktor)
1100X24 (Traktor)
H.F. RÆSIR
snjófteöiur
500X15
550X16
600X16
650X16
750X16
900X16
700X20
750X20
825X20
900X20
H.F. RÆSIR
PappirspokagerðÍD h.f.
i/Uastíg 3. All3k. pappirspolear
Móðir skrifar Bergmáli á
þessa leið:
„Mér var nýlega fengið í
hendur lítið kver, sem fjallar
um meðferð unglinga, og mun
Heilsuverndarstöð Reykja-
víkur afhenda öllum mæðrum
kver þetta. Þess er getið, að
læknarnir Katrín Thoroddsen
og Kristbjörn Tryggvason hafi
aðstoðað við samningu þessara
leiðbeininga, og séu þær að öllu
leyti í samræmi við reglur
stöðvarinnar.
Mörg góð
heilræði.
Þótt kver þetta hafi margar
góðar bendingar að geyma er
ekki þyí að leyna, að sumt virð-
ist orka mikils tvímælis. T. d.
stendur orðrétt í VIII. kafla.
„ungbörn þarfnast mikils
svefns. Látið barnið sofa eirís
mikið og það getur. Haldið
aldrei fyrir því vöku. Látið það
með öllu afskiptalaust, þegar
það vakir, ef ekkert er að því.
Ungbörn þarfnast engra
skemmtana og einslds annars
ensinnt' sé líkamleguríí þöi"fttm
þess/' ¦ •' < '¦ ¦¦ .''¦¦
Börn þarfnast '"
ástríkis.
Svo mörg eru þau orð. Vit-
anlega eru allir sammála um,
að ungbarn eigi að sofa eins
mikið og það getur, hinsvegar
munu sálfræðingar og margir
aðrir, sem sérþekkingu hafa á
uppeldi barna ekki vilja viður-
kenna, að nægilegt sé að sinna
líkamlegum þörfum þeirra.
Eftir því sem fróðir menn hafa
sagt mér er það eitt af grund-
vallarboðorðum barnasálfræð-
innar, að sýna börnunum sem
allra mest ástríki án þess þó
að gera þau að leikföngum, eins
og réttilega er varað við á öðr-
um stað í umræddu kveri.
Má þó ekki
verða sýnisgripur.
Þar eð kver þetta mun verða
fengið í hendur hverri móður
hér í bænum, finnst mér full
ástæða til að taka þessa algeru
áfskiptaleysiskenningu lækn-
anna til endurskoðunar. Eg
gæti hugsað mér, að hún hefði
slæðzt'-þarígað \k:. sínum. tíma
sökum þess að vitað er, að
margar mæður, ömmur og
frænkUf' gera allt'-of.rríikið' að
því. að'-haríipá ¦iitlum'böxnum.
og oft þegar sízt skyldi, sem sé
þegar barnið ætti að sofa. Lítið
barn er vissulega ekki neinn
sýningargripur, en það er held-
ur ekki sálarlaus ögn. Það þarf
á eðlilegu ástríki föður og móð-
ur að halda engu síður en.
mjólkinni sem það nærist á.
Kemur af ' •
sjálfu sér.
Vonandi verður þetta atriði.
lagað við næstu endurprentun
leiðbeininganna."
„Þannig lýkur bréfinu. Berg-
mál getur lítið lagt þarna til
málanria. Það er þó sýnilegt,
að höfundar kversins gera ráð
fyrir, að ekki þurfi að hvetja
foreldra til þess, að sýna börn-
um ástríki, heldur frekar kann-
ske letja. Eg hefi kynnt mér
pésann og tel hann mjög góð-
an, svo langt sem hann nær.
kr.
Gáta dagsins,
Nr. 341:
Ég heiti þáð, sémf átækur ér.
Gáta m. 340:
; j es Æður, öndi lóa„)un.di. ¦.
, r i'l'ii ' iíi ' i i í. ...in'l'