Vísir - 27.01.1953, Blaðsíða 4
TtSIR
Þriðjudaginn .27. janúar 1953.
VlSlR
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingdlísstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línurj.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Kaupsýslumenn deifa.
A H-harðar deilur virðast upp komnar meðal kaupsýslumanna
í landinu og hafa smásölukaupmenn hér í bænum haldið
fund nýlega, til þess að marka afstöðu sína til nýstofnaðs félags,
Vöruskiptafélagsins, sem ætlað er að sjá um kaup á vörum frá
A.-Þýzkalandi, en efnt verður tíl vöruskipta víð það land.
Deilur þessar á aðila eiga sér þó lengri aðdraganda, því að sér-
greinafélög smásölukaupmanna hafa fyrir nokkru sagt sig ur
lögum við Verzlunarráð íslands, sem hefur um langt skeið
verið heildarsamtök kaupsýslumanna, og stofnað samband inn-
byrðis, Samband smásöluverzlana.
Nú er hinsvegar svo komið, að deilur þessar virðast komnar
á annað stig og hættulegra, þar sem fundur smásala, sem
haldinn var á föstudagskvöld hér í bænum, gerði um það
ályktun, að athugaðir verði vandlega allir möguleikar á því,
„að smásalar hafi ennþá meiri og almennari afskipti af vöru-
innflutningi til landsins en verið hefur“. Ennfremur segir í
sömu ályktun, að skorað sé á stjórnir sérgreinafélaganna og
Sambands smásölu. ^. Hana „að taka til rækilegrar athugunar,
hvort ekki sé æskilegt, að hinar ýmsu sérgreinaf smásala stofni
til sameiginlegra innkaupa og innflutnings.“
Hér skal engu um það^spáð, hver endirinn verður á þessum
deilum, en þó er ljóst, að smásalar æskja þess fyrst og fremst,
að þeim sé gefinn kostur á þátttöku í Vöruskiptafélaginu, en
ella — eða hvort sem er — hyggjast þeir bindast samtökum um
að gera innkaup sín sem mest á eigin spítur. Hér skal heldur
enginn dómur á það lagður, hvort heppilega hafi til tekizt, er
félagið var stofnað án þátttöku smásala, er hafa það hlutverk
að taka við þeim vörum, sem inn verða fluttar, til dreifingar
meðal neytenda.
En rétt er að benda kaupsýslumönnum yfirleitt á það, að
þeim er ekki síður nauðsyn á að standa saman en öðrum
stéttum þjóðfélagsins, og raunar er þeim það miklu meiri nauð-
syn,, því að-þrír stjórnmálaflokkar landsins vilja þá feiga. 1
landinu er aðeins einn flokkur, sem vill raunverulega frjálsa
verzlun, vill að hér sé starfandi ötul, vel menntuð stétt kaup-
sýslumanna og verzlunarmanna. Hann álítur, að slík stétt sjái
þjóðinni fyrir betri vörum við hagstæðara verði, en opinberir
starfsmenn eða einokunarfélög, sem hirða ekki um hag neyt-
andans, af því að þeir hafa engan áhuga fyrir honum.
Deilur innan kaupsýslustéttarinnar munu hvergi vekja fögnuð
nema í herbúðum andstæðinga hennar, sem eru ævinlega reiðu-
búnir til þess að gera. hag hennar sem verstan. Þeir hafa, því
miður, oft haft aðstöðu til þess á undanförnum áratugum,
meðan haftafarganíð var. í algleymingi, og ekki látið nein
tækifæri til þess ganga sér úr greipum. Ef nú á að stofna til
slíkra deilna, munu þær einungis verða notaðar af andstæð-
ingunum til þess að þrengja að kaupsýslumönnum, og getur
þá svo farið, að enginn hafi hag af þessu en allir nokkurt tjón.
Þess vegna er það kaupsýslumönnum nú míkil nauðsyn, að
þeir jafni deilur sínar hið bráðasta og í bróðerni, og starfi
jafnan framvegis í samræmi við orðtakíð: „Sameinaðir stönd-
um vér, sundraðir föllum vér.“ Það er einnig hagur neytenda,
að þeir verji kröftum sínum eingöngu í þágu þess hlutverks,
sem þeir hafa valið sér í þjóðfélaginu.
Ný viðskiptalönd.
Sjálfstæði Dana byggist
á íslenzkum handritum.
Sýning á handritunum í Khöfn.
Hér fer á eftir útdráttur úr
grein í Kaupmannahafnarblaði
um opnun sýningar á íslenzk-
um handritum í Nationalmuseet
í Kaupmannahöfn.
„Það ríkir áhugi og starf í
Þjóðminjasafninu þessa daga.
Hvarvetna er verið að opna nýj-
ar deildir, verið að koma fyrir
sýningarmunum, en í morgun
var opnuð sjaldgæf sýning í
riddarasal Prinsens Palæ í
Frederiksholms Kanal, sem
skírð hefur verið „Edda og
saga“, og þar sem í fyrsta sinr.i
gefur að líta hin fornu dönsku
og íslenzku handrit frá miðöld-
um, sem eru elztu heimildir
norrænnar sögu. í sýningar-
skránni segir Rubow prófessor
um þau: „Þetta eru mestu
þjóðlegu verðmæti okkar, þau
fjalla um fortíð okkar. Allir
þekkja Thorvaldsenssafnið,
GJyptotekið og Þjóðminjasafn-
ið, en þessar óþriflegu, orm-
étnu bækur er jafnmikils virði
og öll hin söfnin til samans. Af
þeim sprettur nefnilega dansk-
ur þjóðarmetnaður, og án hans
hefðum við ekki verið sjalf-
stæð þjóð.“
Þetta er auðvitað satt og rétt
fyrst Rubow segir það. Að
minnsta kosti heyrum við þar
fyrst minnst á Þór og Loka,
Ólaf Tryggvason og Hrólf
Kraka.
Venjulega eru þessi þjóðlegu
verðmæti geymd í Konunglega
bókasafninu, í deild háskóla-
bókasafnsins, þar sem geymt er
hið svonefnda Árna Magnússon -
ar safn. Á dögum Holbergs,
þegar enginn hafði áhuga á
þessum snjáðu skinnhandritum,
voru þau án verulegra út-
gjalda keypt og safnað af vís-
indamanninum Árna Magnús-
syni, sem síðar á árinu 1730 á-
nafnaði þau Kaupmannahafn-
arháskóla. f safni þessu eru
2600 bindi, sem vísindamenn
allra landa grúska nú í með
stækkunarglerjum......Eigum
við að láta þau af hendi (eða
hluta þeirra) -— um það er
deilt. Flestir danskir vísinda-
menn svara því neitandi, ein-
staka danskur stjórnmálamað-
ur svarar játandi. Nú hefur
málfræðingurinn, prófessor
Kaare Grönbech, fengið þá hug-
mynd, að bregða þeim í fyrsta
skipti í dagsins ljós, svo al-
menningur geti komið og séð
um hvað deilan snýst.
Þarna er t. d. sýndur pré-
dikunartexti frá 1550, Flateyj-
arbók frá 1387, Heimskringla
Snorra, Sæmundar Edda og
hvað þær nú heita allar þessar
bækur. Mörg eru kolsvört af
íslenzkum móreyk og óhrein-
indum margra alda, svo að þau
eru alveg ólæsileg, en með því
að taka myndir af þeim við
kvartsljós hefur tekizt að lesa
skriftina á ný. Sum eru ormétin,
önnur sundurskorin og hafa
verið notuð sem bætur eða skó-
sólar, og allmörg eru horfin í
reyk, því að Kristján 4. notaði
skinnhandrit í flugelda.
Það er ekki erfitt að átta sig
á sýningunni. Við hlið hinna
fornu frumhandrita eru svo
nýjar útgáfur til samanburðar,
vísindaleg rit og sýnishorn af
skáldskap, sem varð til fyrir
innblástur sagnanna, er forn-
ritin hafa að geyma.....“
66
99
Sverlingi
meiðys'ði
er
Nevv York (AP). — Blaði í
Mississippi-fylki varð það á að
kalla konu eina svertingja á
árinu sem leið.
Blaðið birti leiðréttingu á
þessu þegar í stað, en nú hefur
það verið dæmt til þess að
greiða konunni 5000 dollara í
skaðabætur fyrir meiðyrði.
Óhróðri Tím-
ans hnekkt.
Vegna greinar, sem birtist í
dagblaðinu „Tíminn“ hinn 25.
þ. m. um framlag ríkisins vegna
prestskosninga, er fram fóru
í Reykjavíkur-prófastsdæmi 12.
ókt. sl., þar sem talið er, að
enginn hafi viljað vinnaí kjör-
deildum, né annað við fram-
kvæmd kosninganna, nema
fyrir fullt kaup, vilja safnaðar-
nefndir “viðkomandi sókna gefa
eftirfarandi yfirlýsingu:
1. Ástæðan til þess að safn-
aðarnefndirnar fóru þess á leit
við biskup landsins, að hann
beitti sér fyrir því, að varið væri
úr ríkissjóði allt að fimmtán
þúsund krónum, til þess að taka
þátt í kostnaði við nefndar
kosningar var sú, að þessar
nýju sóknir, eru gjörsamlega
eignalausar og fá engan eyri af
sóknargjöldum, fyrr en allt að
einu ári frá stofnun sóknanna.
Þetta þyrfti, ef til vill, nánari
skýringar, en til þess er ekki
rúm hér.
2. Enginn kjördeildarmaður.
eða þeir, sem stóðu fyrir kosn-
ingunum, hafa fengið einn eyri
fyrir störf sín, hvað þá að þeir
hafi fengið fullt kaup, eins og
segir í nefndri blaðagrein, enda
munu þeir sjálfir geta um þetta
borið.
3. Allir kunnugir vita, að
kosningar eru mjög dýrar í
framkvæmd hér í Reykjavík,
er átta til níu þúsund manns
ganga til kosninga, svo sem við
samningu kjörskrár, auglýs-
ingar o. fl., þó að ekki sé greitt
fyrir þau störf, sem um getur
í nefndri grein, enda mun þessi
fjárveiting naumast hrökkva
fyrir þessum óhjákvæmilega
kostnaði.
Reykjavík, 26. janúar 1953.
Safnaðarnefndirnar.
Ölafur Pétursson
endurskoðandi.
Frey.iugötu 3. — Sími 3218.
BERGMAL ♦
T^að er neyðarúWæðiy er efnt verður nú til viðskipta við löndin
fyrir austán járntjald, og gerir það enginn utan áhrifa-
svæðis kommúnis'ta ótilneyddúr. Bæði er það,' áo vörur þaðan
eru dýrar, svo og hitt, að þær eru oft gallaðar. Er frá því
greint í skandinaviskum blöðum, að vélar, sem keyptar eru
til Norðurlanda, reynist oft skemmdar, og sé sýnilegt, að þar
sé um skemmdarverk af hálfu verkamanna að raíða. Járnsvarf
finnst jaínvel í viðkvæmum hlutum vélanna, og getur hver sagt
sér.sjálfuf, hvéijar afleiðíngarnar verða.
Kommúnis'tár telja þó, að einhver allra meina bót sé í því
fólgin að verzlá við þessi lönd. Er þó margsánnað, að forustu-
rikið þar eystra Vilí engin viðskipti við okkui-' hafa — nema
þú að sannfæringin sé föl einnig. En þó hefur brugðið svo við,
að einum forsprakka kommúnista hefur ekki tekízt' að efna
til viðskipta við skoðanabræðiir áíria, og var þó sannfæring
hans farin fyrir lítið áður. Er þá ekki von, að vantrúuðum
gangi vel. En væntaillega færast viðskiptip í: eðiilegra hof/;.
fljótlega. j' ' ® 1 “ . ."
1 - • ■ ■ tifn ■ - í : ' • '■' !
Það virðist ætla að koma
fljótlega á daginn að alger
svipting vínveitingaleyfa á
dansleikjum hefir þveröfug
áhrif við það, er margir ætluðu
og þá "væntanlega þeir, sem-
mest hafa unnið gegn því, að
slík leyfi til vínveitinga væru
gefin. Hið gamalþekkta vasa-
pelafyrirkomulag virðist vera
í algleymingi, og varla er sá
dansleikur. haldinn, að eklti sé
gerðjr upptækir fleiri eða færri
vasapelar af gestum viðkom-
andi skemmtistaðar.
Drykkja
ábarendi.
Þeir, sem kunnugastir eru
þessum málum, þ. e. fólk, sem
gjaman sækir þessa skemmti-
staði um helgar heldur því,
fram að ölvún á samkomum t
hafi mikið fáfið í vöxt eftir að.
allár vínveitingar voru bann-1
.ai)ar,. o^.,da.!jiSleikir því á papp-
írnum vínláusir. Mun þetta I
stafa af - þv-í, áð gestir hvolfaj
pí&ifiu í ,sj,g- -á skemmri tíma,
því ,nú má.. ekki nota ,g!ös og.í
drekka eins og siðuðu fólki
sæmir.
Biðraðir
við vanhús.
Skömmu eftir að dans hefst
í samkomuhúsunum er stöðug
biðröð við snyrtiherbergi
karla, og eru í þeirri röð aðal-
lega menn, sem hafa meðferð-
is vel dulbúna vasapela, sem
liggur mest á að fá sér vonan
sopa áður en farið er að snúa
sér. Mörgum hættir þá við að
taka nokkuð stóra sopa, því
ekki er vitað hvenær næst
verður hægt að komast að, því
alltaf vex biðröðin. Við, sem
munum tímana tvo í vínmál-
unum, eru ekkert hissa, því
þetta var einmitt fyrirkomu-
lagið, sem almennt var haldið
að aldrei þyrfti að koma aftur,
er ný áfengislög voru sam-
þykkt fyrir okkar litla þjóðfé-
iag.
Ástandið
verra.
Eftir fi;ásögn manna, sem
staddir hafa verið á skemmti-
samkomum á þessu nýbyrjaða
ári og skýrslum lögreglunnar,
verður vart dregin önnur
ályktun en að ástandið sé
verra en það var áður. Hefir
þá lítið græðzt nema síður sé.
Meðan hægt er að kaupa vín í
bænum, verður víst erfitt að
halda dansskemmtanir án þess
að talsvert sé haft þar af víni
um hönd, þótt alls staðar séu
uppi tilkynningar um að það
megi ekki. Væri öllum hollt að
gera sér það ljóst sem fyrst.
kr.
Gáta dagsins
Nr. 350:
Halda eitt riki harar tveir,
hafa stríð við landsfólk allt,
við klerk og jarla kífa þeir,
kvenfólk stríðir bezt ávallt.
Svar við gátu nr. 349: ,
Munnurinn, tennurnar
og tungan.