Vísir - 27.01.1953, Page 8
LÆKNAB OG LYFJABÚÐIR -ar &
UBypMaaiii sgma qnm LJÓSA Tf MI
Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í ww Miins bifreiða 16,00 til 9.15.
Læknavarðstofuna, sími 5030. Flóð er næst í Reykjavík kl. 16,10.
j Vörður er í Ingólfs Apoteki, sími 1330.
Þriðjudaginn 27. janúar 1953.
Skriður féliu á Hvalfjar&ar-
veginn á sunnudaginn.
1»« urðu esigar taíii* á samgönguiii.
Ekki urðu nein tcljandi spjöll
á vegum í úrkomunni miklu
aðfaranótt sunnudags og fyrri
hluta sunnudagsins.
Vatnselgur var mikill á
Sandskeiði og nokkrar aur-
skriður féllu á veginn í Hval-
iirði og í sjó fram, en því, sem
eftir varð á veginum, var þegar
rutt burtu, og mun engin töf
hafa orðið á samgöngum, hvorki
þar, á Sandskeiði né annars-
staðar.
Enn er snjólétt í byggð um
land allt, enda víðast aðeins
éljagangur. Nokkurn snjó mun
þó hafa sett niður á heiðum.
Samgöngur eru enn yfirleitt
greiðar og engir fjallvegir, sem
færir hafa verið til þessa,
teppzt.
Hörður og Einar
Baldvin efstir.
Eftir þrjár umferðir í sveita-
keppni í meistaraflokks í bridge
eru nú aðeins tvær sveitir, sem
unnið hafa alla keppinauta
sína til þessa.
Þetta eru sveitir þeirra Harð-
ar Þórðarsonar og Einars Bald-
vins Guðmundssonar og hafa
þær 6 stig hvor.
f þriðju umferð vann Hörður
Hermann Einar Baldvin vann
Guðjón, Ragnar vann Guðjohn-
sen, Ásbjörn vann Zophonías,
Jón vann Margréti, en Gunn-
geir og Stefán gerðu jafnteíli.
Fjórða umferð verður spiluð
á sunnudaginn kemur.
Þó mun færð orðin erfið á
Fróðárheiði og mun hún senni-
lega ófær orðin öðrum bifreiðí
um en þeir, sem hafa drif á
öllum hjólum. Áætlunarbíln-
um, sem fór yfir heiðina s. 1.
föstudag, gekk erfiðlega á kafla.
Samgöngur hér á landi hafa
verið svo greiðfærar í vetur
það af er, að næstum er eins
dæmi, og hefur sparazt mikið
fé við það, að ekki hefur þurft
að hafa mörg stórvirk tæki í
notkun til að halda vegum opn-
um eins og að undanförnu.
Harkalegur árekstur
á Fríkirkjuvegi.
Laust eftir klukkan þrjú í
gær varð all-liarkalegur á-
rckstur á gatnamótum Skal-
holtsstígs og Fríkirkjuvegs.
Var Keflavikurbifreiðin Ö-
106 — stór áætlunarbifreið —
á leið suður götuna, en niður
Skáiholtsstíg kom R-2320, sex
manna fólksbifreið. Átti hún að
nema staðar, þar sem Frí-
kirkjuvegur er aðalgata, en
rann samt inn á götuna, og
varð árekstri ekki forðað, þótt
Ó-106 væri sveigt í átt til hægri
og hemlað um leið. Nam sú
bifreið staðar á gangstétt-inni
með fram Tjörninni, tæpan
metra frá efri brúninni. Urðu
litlar skemmdir á henni, en
miklar á fólksbifreiðinni, sem
snerist í hálfhring á götunni.
Voru Burgess og Maclean
þvingaðir til að strjúka?
En Ponteeoi'vo nintað iil þess,
segir amerísknr blaðamaður.
Það hefur verið heldur hljóít
'undanfarið um Pontecorvo,
vísindamann, og opinberu
starfsmennina Burgess og
Maclean, er hurfu á sínum
tíma.
Amerískur blaðamaður hefur
nú rofið þögnina urn það, og
komið fram með nýja tilgátu
um orsökina að hvarfi manna
þessarra, og er það þó ekki til-
gáta hjá honum, því að hann
þykist vita sínu viti. Hann seg-
ir nefnilega, að sami maður
eigi sök á hvarfi þeirra allra,
og sé hann
fyrrverandi starfsmaður naz-
istastjórnarinnar, sem er nú
aðal„agent“ sovétstjórnar-
innar í löndum vestgn járn-
tjaldsins.
Maður þessi gengur undir
ýnispm. nöfniúh,, en er .víðast
þekktur af lögréglunni undir
nafninu „F. Karl“. Hann kom að
máli við Pontecorvo og mútaði
honum til þess að flytjast til
Rússlands. Gekk hann endan-
lega frá svikum Pontecorvos,
er hann var í orlofi á Ítalíu, og
undirbjó för hans frá Milano
til Helsinki, þar sem flugvél
beið, til þess að flytja hann og
fjölskyldu hans til Rússlands.
Karl hafði hinsvegar, sam-
kvæmt upplýsingum blaða-
mannsins, betri tök á Burgess
og Maelean, því að hann gat.
beitt hótunum við þá, svo að
þeir þorðu ekki annað en að
fara til móts við hann í Udine á
ítalíu.. Þar.hafði Karl flugvél
reiðubúna, sem flaug með Bret-
ana austur fyrir járntjaldið, til
rússneska hernámshlutans í
Austurríki.
Kommúnistar tapa í
fulltrúarádskosningum.
Aðalfundur fulllrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík var haldinn í gærkveldi, og
vöktu úrslit stjórnarkjörsins
feikna reiði kommúnista, er
tclja sig hafá verið hlunnfarna.
Vitað. var, að mjótt væri á
mununum, og töldu ýmsir
kommúnistar jafnvel, að þeir
myndu hafa meirihluta á fund-
inum. Kosningin fór þannig, að
kjörnir voru, svo ekki varð um
villzt, þau Óskar Hallgrímsson,
Guðbjórg Brynjólfsdóttir, bæði
með 101 atkv., Eðvarð Sigurðs-
son og Snorri Jónsson, báðir
með 56 atkv. Næstir urðu Sig-
fús Bjarnason, Bergsteinn Guð-
jónsson og*Sigurður Guðgeirs-
son, með 55 atkv. Fráíarandi
formaðux-, Sæmundur Ólafsson,
lét þá fram fara hl,utkesti milli
þessarra þriggja manna, og kom
upp hlutur Sigfúsar. Kommún-
istar undu þessum úrslitum hið
versta, en fengu ekki að gert,
og var fundi síðan frestað.
Ófært um borð í flaklð
fyrr en á morgun.
Einkaskeýti frá AP. —
London í morgun.
í morgun logaði enn í flak-
inu af Empress of Canada í
Gladstone skipakvínni í Liver-
pool.
í gærkvöldi voru enn 16 slöng
ur í notkun við að dæla sjó í
flakið og. yfir það. •— Engin
tilraun vei'ðúr gerð til þess að
fara út. í það, fyrr en í fyrsta
lagi á morgun, því að hitinn er
svo mikill. Það mun verða árs
verk að .fjarlægja það úr skipa-
kvínrii og kostnaður við það
áætlaður 100.000 stpd.
Samtaka systur.
Auckland (AP). — Þrjár
systur í Helensville, sem cr
skammt héðan, voru fluttar í
sjúkrahús sama daginn.
Voru þær allar lagðar í
sömu deild stofnunarinnar —
nefnilega fæðingardeildina —
og eignuðust allar bai'n sam-
dægui-s. (Auckland er á Nýja
Sjálandi).
Snndliöllin endnrbæU:
í ráði að skemmta gest-
um með tónlist á kvöldin.
Gerbreyfiitg til batnaðar iiaeð
hljóðdeyfingunni.
Árið sem leið sóttu 164,707
gestir Sundhöll Reykjavíkur.
Þetta er að vísu allmiklu
minni aðsókn en 1951, því að
þá voru Sundhallargestir um
200 þúsund talsins. Hér er þó
ekki um að ræða neitt minnk-
andi aðsókn, heldur er mis-
munurinn á gestafjöldarmrn
fólginn. í því, að árið sem ieið
var Sundhöllinn lokuð 2 mán-
uði samfleytt vegna viðgerða.
Tala gesta árið sem leið
skiptist þannig, drengir 38962,
stúlkur 30424, skólafólk 28335
og íþróttafélagar 4021.
Eins og að framan getur, var
Sundhöllin lolcuð um tveggja
mánaða skeið á árinu sem leið
vegna gagngerða endurfaoía á
henni. Var það fyrst og fremst'
vegna hljóðdeyfingar, sem sett
var í hana og í Öðru lagi var
þak Sundhallarinnar ailmjög
tekið að leka, svo að huifið
var að því ráði að setja nýtt
þak á hana.
Stofnun neytenda-
samtaka undirbúin.
í gærkvéldi var boðað til
fundar í Sjálfstæðishúsinu, til
þess að leggja á ráðin um stofn-
un neytendasamtaka.
Var.þar gi'eint frá eðli og til-
gangi slíkra samtaka, og ríkt
mikill áhugi um stofnun þeirra.
Til máls tóku próf. Jóhann Sæ-
mundsson, frú Jónína Guð-
mundsdóttir, Sveinn Ásgeirs-
son hagfr. og' Jóhanríes Teits
son.
Var kjörin fimm manna
nefnd til þess að vinna að stofn-
un samtakanna, og eiga þau
sæti í henni Sveinn Ásgeirsson,)
frk. Helga Sigurðardóttir skóla-
stjóri, Páll S. Pálsson fram-
kv.stjóri, Eiríkur Ásgeirsson
framkv.stj. og frú Margrét Jóns
dóttir. Verður síðar efnt til
! stofnfundar.
Snemma í þessum mánuði
var Sundhöllinn lokuð að nýjo,
til þess að ganga að fu.íu irá
hljóðdreyfingunni og ennhern-
ur til þess að mála aðaisalinn.
Nú er verki þessu lokiö, og'
sundhöllinn verður op.iuð að
nýju á morgun.
Eins og Sundhallargesiir vita
var glymjandinn áður svo
mikill í laugarsalnum, að er iti
var þar um öll störf, svo sem
kennslu og annað, auk þess sem
gestir kvörtuðu mjög undan ó-
þægindum af hávaðanum. Nú
er talið að gjörbreyting sé orö-
in á þessu, en annars mun
reynslan skera úr um það.
Stjórn Sundhallarinnar bti-
ur ákveðið að gera tiiraun mtð
breytingu á æfing x ' > • n
íþróttafélaganna. Er hún tólgin
í því að félögunum eru ætla’h'
tímar síðari hluta dags, en
sjaldnar á kvöldin en áður.
Verða félögin þá að æfingur,-
samtímis öðrum- Sundhaliar-
gestum, en fá afmarkaða braut
fyrir sig.
Þessar breytingar eru fyrst
og fremst gerðar með tilliti til
þess, að stjórn Sundhallarinnar
hefur sótt um leyfi til þess að
setja hátalara í laugarsalinn og
hafa þar hljómlist fyrir bað-
gesti á kvöldin. Málið er nú í
athugun hjá bæjarráði, en full-
víst má telja, að þessi nýjung
yrði vel þegin og myndi auka
aðsóknina verulega, ef af hennt
yrði.
iM
n
Fjórum fulltrúum ASÍ boðiS
í heimsókn til Bretlands.
Hvel|a v|i*a 3 vikar í ii«ði TtTC.
Fjórum fulltúrum Alþýðu-
sambands íslands liel'ir verið
boðið í heimsókn til Bretalnds.
Það er brezka alþýðusam-
bandið, T.U.C., sem að boði
þessu stendur, en John D.
Greenway, sendiherra Breta
hér, hefir, allt frá því, er hann
kom hingáð, haft mikinn áhuga
f.yrir að slík för yrði farin og
unnið. að málinu.
Alþýðusamband.íslands hefir
þegið boðið, og tilnefnt fjóra
menn til fararirínar, þá Helga
Hannesson, forseta A.S.Í.,
Magnús Ástmarsson, Sigfús
Bjarnason og Sigurjón Jónsson.
Lagt verður af stað í næsta
mánuði, og stendur förin í
þrjár vikur.
Vísir hefir frétt, að hinir ís-
lenzku gestir muni fá tækifæri
til þess að fai'a í ferðalög víða
um Bretland og kynna sér ým-
is málefni vei'kalýðssamataka
þar í landi, skoða vinnustaði
og vex'kból. Þá munu þeir sitja
fund 1 neðri málstofu brezka
þingsins og' snæða í matstofu
deildarinnar. -
Þjóðleikhúsið:
Stefnumótli
frumsýnt á
morgun.
Næsta viðfangsefni Þjóðleik-
hússins verður fránski sjónleik-
urinn Stefnumótið, eftir Jean
Anouilh, eins og Vísir hefur
áður greint frá, og verður frum-
sýning á honum á morgun.
Leikstjóri er Lái'us Pálsson,
en Ásta Stefánsdóttir hefur
annazt þýðingu leikritsins. Að-
alhlutverkin fai'a þau með Her-
dís Þorvaldsdóttir, Margrét
Guðmundsdóttir, Baldvin Hall-
dórsson og Gunnar Eyjólfsson.
Jean Anouilh er ekki nerna
ríflega fertugur, en hefur samið
mörg leikrit, er hafa náð mikl-
urn vinsældum, en Stefnumót-
ið þó einna mestum, enda ver-
ið sýnt víða um heim.
Leikritið gerist á vorum dög-
um, fjallar um lífsjeiðan, mið-
aldra mann í leit að hamiixgju
sinni. — Leiktjöld hefur Lárus
Ingólfsson málað.