Vísir - 26.02.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 26.02.1953, Blaðsíða 4
4 V-ÍSIR Fimmtudaginn 26., febrúar 1953. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson, Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símtir 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Sýklahernaður hér og þar. (O vokallaður sýklahernaður hersveita Sameinuðu þjóðanna — og þá fyrst og fremst Bandaríkjanna — í Kóreu skýtur alltaf við og við upp kollinum í Þjóðviljanum sem öðrum blöðum kommúnista víða um heim. í gær varði blaðið til <dæmis miklum hluta fyrstu síðu sinnar til þess að skýra frá nýjum upplýsingum í máli þessu, samkvæmt frásögn amerískra foringja, og lofaði meira að segja framhaldi í dag. Er það óvenjulegt, að blaðið skuli verja svo miklu rúmi, til þess að greina frá ummælum amerískra manna, því að venjulega eiga menn af því þjóðerni ekki upp á pallborðið hjá kommúnistum. En þetta verður allt skiljanlegra, þegar á það er litið, að við- tal, sem þessi rosafregn Þjóðviljans byggist á, er birt í blaðinu Daily Worker í London, en það er einmitt Þjóðviljinn þeirrá á Bretlandi. Segist fréttamaður blaðs þessa hafa talað við tvo ameríska foringja, sem eru fangar í N.-Kóreu, um helgina, og Daily Worker birt viðtalið á mánudaginn. Þar sem Þjóð- viljanir eru víst báðir álíka hændir að sannleikanum getur við- talið vel verið tilbúningur frá rótum. í mál þessu gegnir það raunar furðu, að Þjóðviljinn skuli ekki hafa leitað til annara heimilda en enska blaðsins. Hæg eru víst heimatökin, því að það er ekki svo langt síðan Þor- valdur heimasæta skýrði frá því á fundi stúdenta, að komið væri til sögunnar nýtt vopn Bandaríkjamanna í sýklahernað- inum. Nægðu þeim nú ekki lengur flugur og slík smákvikindi, til að dreifa eitri sínu, því að nú væru þeir farnir að nota sýkt skeldýr. Gæti Þjóðviljinn vissulega komið með nýjar fréttir, ef hann vildi taka Þorvald trúanlegan, og birta þessar uppljóstanir hans í stað þess að vera að eltast við gömlu að- ferðirnar amerísku. En blaðið hefur innrætt sér svo rækilega starfsaðferðir félaga Hitlers, er voru á þá leið, að ekki færi hjá því, að einhverjir legðu trúnað á lygar, ef þær væru end- urteknar nógu oft, að það getur ekki brugðið vana sínum. Annars vita „íslenzkir“ kommúnistar það ekki síður en aðrir, að sýklaáróðurinn er fyrir löngu búinn að fá fullnaðar- afgreiðslu hjá öllum, sem um þau mál hugsa af skynsemi, svo að hver ný roka rauðliða eykur aðeins á fyrirlitning manna á þeim. Þegar hersveitir Sameinuðu þjóðanna voru fyrst bornar 'þeim sökum, að þær beittu sýklum gegn innrásarsveitunum í Kóreu, var þeirri ásökun svarað með því, að rétt væri að láta hlutlausa nefnd rannsaka þessa kæru. Á það máttu kommúnistar ekki heyra minnzt, og hafa ekki mátt síðan. Hefðu þeir haft sannanir í höndum, hefði sennilega ekki -staðið á þeim að veita leyfi sitt, til þess að rannsókn færi fram án allrar hlutdrægni. Sannleikurinn var vitanlega sá, að ákærurnar voru uppspuni, og því mátti ekki hleypa neinum óviðkomandi í nánd við ,,sannanirnar“. En þegar kippt er í bandið á sprellikörlum, fara allir limir af stað, og því verða þeir „íslenzku" að dansa með eins og aðrir, þegar yfirboðarar þeirra gefa þeim skipun um að gera harða hríð að vestrænum þjóðum. Þeir, sem við Þjóðviljann starfa, vita það mætavel, að það er sáralítill hópur kommúnista, blindaðra af ofstæki, sem leggur trúnað á frásagnir blaðsins af sælunni austrænu og sefasjúkum áróðri þess gegn lýðræðisþjóðunum, og sá hópur fer minnkandi. Samt halda þeir áfram að gera blað sitt að •viðundri með sömu gömlu tuggunni, halda áfram sýklahern- aði sínum gegn heilbrigðri skynsemi. Er það ekki sönnun þess, að mönnum er ekki sjálfrátt, að þeir ráða ekki því, sem þeir birta — verða að prenta það, sem að þeim er rétt? Eða hvaða skýring er nærtækari á þessu fyrirbrigði? fslenzk list erlendis. T Tm miðjan næsta mánuð verður opnuð samnorræn listsýning í Noregi og verða íslendingar meðal sýnenda þar. Hefur félag íslenzkra myndlistamanna tilkynnt, að búið sé að velja verk þau, sem héðan fara, og „leitaðist við, að í ljós kæmu sem ilestar hliðar íslenzkrar listar, eldri sem yngri“. Sést þó ekki annað af nafnalistanum en að sú hliðin eigi bezt að sjást, sem helzt skyldi hylja, því að nafnkunnir, viðurkenndir málarar eru þarna aðeins einn eða tveir. En við öðru var ekki að búast, þar sem félag þeirra málara, sem til mests sóma mundu vera fyrir landið, fékk þarna hvergi nærri að koma. , Annars ættu orðhagir menn að mynda nýtt orð yfir það, eem almenningur nefnir klessulist, því að það á ekki skylt við það, sem orðið list táknar upphaflega. Þar er átt við það, sem er fagurt eða vel. gert, en.í „list“ nútímamálara er slíku sjaldnast fyrir að fárá. Og svo þarf áð háfa hvort tveggja .stranglega aðskilið, þegar efnt er til sýninga. vvvwdvvft^vwvwvvvA/vvívu'yvyvvfVwvwvwvvwvvvvv'Wvwvvvftívv FW WnWW' wwwv •VWV www www ■VWS-VW-I rwvw-v Wvwwwvww /VWtfWtfVWVtfWS HfJtíHHt. vwwvs vwvw^ 'VWAW www? VAWVWVWW VW.WVWWW Gerfi-augnhár reynast bezt úr hrosshári. Þau þola margt — þó ekki gufu — og geta enzt í allt að 3 vikur. í Vísi var fyrir skömmu sagt frá því, að Bretar byggju nú til augnhár úr nylon-þræði og væri konum ætlað að nota augnahár þessi. Kunnugt er að fölsk augn- hár hafa lengi verið notuð af filmsstjörnum og leikkonum og löng augnahár, sem beygjast upp á við, þykja hin fegursta prýði á hverri konu. Nú er farið að nota hrosshár (úr tagli eða makka) til þess að gera úr augnhár. Fölsk aungahár eru svo sem 8 mm. á lengd og þarf 100 til 125 hár á bæði augu. Talið er að sumar konur hafi notað fölsk augna- hár árum saman, án þess að nánustu ættingjar hafi vitað það. Konur, sem nota fölsk augn- hár, gera það ekki aðeins, er þær fara á dansleiki eða skemmtanir. Það er miklu al- gengara en almennt er álitið, að slik augnhár sé notuð dag- lega. Augun vekja ávallt mikla athygli og mörg er sú kona, sem harmar það, að augnaum- búnaður hennar er ljós og augn-1 hár stutt, svo að augun njóta sín ekki. Dökkur augnaumbún-* aður og löng augnhár gefa aug- unum dýpt og Ijóma. Sjúkdómar geta líka orðið orsök þess, að konur f á sér fölsk1 augnhár. Það getur komið fyr- * ir, að augnhárin detti af, að þau verði rytjulegri og styttri og missi lit. Og þá er farið til þeirra, sem kunna að búa til fölsk augnahár og festa þau á. Það er hér um bil klukkutíma verk. Náttúran hefir séð mönnum fyrir augnhárum. Þau eru fög- ur, en auk þess verja þáu’aug- un fyrir ryki og óhreindum og skýla gagnvert ljósi líka, sér- staklega sé þau dökk. Tagl- og makka- hár er notað. Sterkast er hrosshárið, til þess að búa til augnhár, en mannshár má einnig nota. Það Tengdadótfli' Aurlds ætiar ab setja met. Einkaskeyti frá AP. — Paris í gær. Einhvern næstu daga mun tengdadóttir Auriols for- seta, frú Jacqueline Auriol, gera tilraun til þess að setja nýtt met í hraðflugi kvenna. Gerir hún sér vonir um að geta flogið hraðar en hljóðið, og yrði þá fyrsta konan, sem það gerði. Frúin hefur fengið herflugvél af gerðinni „Mystére“ til umráða til að gera tilraunina, sem fer fram eins fljptt og veður leyfir. fer eftir því, hvort hárið er sterkt eða rytjulegt. Það er þá bezta ráðið að kaupa sér vænan skúf af tagl- hári, láta lita það og „perma- nentkrulla“, en svo er það lið-1 að með vatni. Síðan er hárið klippt, hvert hár tekið upp með smá-töng og límt á augna- lokið. Það er vinna sem út- heimtir örugga hönd. Augnahárin tolla vel. Það er óhætt að gráta, fara út í rign- ingu, líka synda, án þess að þau losni. En gufu þola þau ekki. Nauðsynilegt að sofa á bakinu. Vel geta augnhárin tollað á 3 vikur, þó að fyrir komi að eitthvað detti af eftir tvo daga. En eftir svo sem þrjár vikur má búast við að þau fari að týna tölunni. Sé þá ekki tæki- færi til að láta festa á ný hár, má klippa þau fölsku jöfn þeim sem fyrir eru og verður þá augnaumbúningurinn dökkur eftir sem áður. En ekki má rífa hin fölsku augnhár burt. Þessum fölsku augnhárum fylgja aðeins ein óþægindi. Það er nauðsynlegt að sofa á bak- inu. Það borgar sig ekki að sofa á hliðinni og grafa andlit- ið í svæfilinn og alls ekki að liggja á grúfu og á handlegg sér. Augnhárin þola ekki þess háttar hnjask, þau aflagast. Kona nokkur hafði lengi lát- ið setja á sig fölsk augnhár á snyrtistofu, en sá svo í hendi sér að hún gæti gert þetta sjálf. Hún notaði sitt eigið hár, beygði það með heitu járni og festi svo á með litlausu naglalakki. En það leika ekki allir. Fegrunarsérfræðingar segja, að erfitt sé að venja sig af því að nota fölsk augnhár, ef á því er byrjað. Þess eru dæmi að konur hafa látið setja á sig fölsk augnhár fyrir einhver sérstök tækifæri, en ekki getað fengið af sér að hætta að nota þau. Þau eru mikill fegurðarauki. • Heilræði ® Óhreina gúmmífrakka má bursta gætilega upp úr salmiák- vatni, en ekki má væta þá of mikið, það getur uppleyst gúmmíið. Sé frakkinn votur. má hengja hann upp á herðatré, en aldrei nálægt hita. Hafi hann harðnað af rigningunni má bera á hann glycerin meðan hann er votur. « Húsmæður eiga að gera sér að reglu að hafa súg í íbúð- inni, þegar loftað er út, til dæm- is að morgni. Er það ái'angurs- ríkaar 10—20 mínútum, en þótt aðeins einn gluggi sé hafð- ur opinn stundum saman. Bergmáli hefur borizt bréf frá formanni hnefaleikadeildíu' K.R., Birgi Þorvaldssyni, sem svar við bréfi „Áhorfanda", sem birtist hér i dálkinum s.l. þriðjudag. Fer bréfið hér á eftir: — „Eg las í blaði yðar í dag gagnrýni á hend- ur dómurum mótsins, fyrir hlui- drægni í dómum sínum, en lili.it- drægnin átti að koma niður á amerísku hnefaleikurunum, og enn fremur gagnrýni á stjóru mótsins. Ólögleg högg réðu úrslitum. Dómurinn í þungavigtarleikn- um var alveg réttur. Richard Grebe sló mörg ólögleg högg og liöfðu þau mjög mikil áhrif á gang leiksins. „Áhorfandi“ skrif- ar og segir að Jens hafi snúið sér viljandi, og beitt þannig ó- löglegum brögðum. Þetta er ekki rétt. Jens sneri aldrei við, það var Richard, sem sneri honum við og sló hann um leið i bakið. En það er alveg ólöglegt að slá í bakið. Eg skal til gamans skýra frá þvi, að aðalaSstoSarmaSur amerisku hnefaleikaranna sagði mér á eftir, að Jens heíði unnið með 5 stigum. Og einnig vnr linnn sammála um alla hina dómitna. Jens dæmd 7 stig umfram. En samkvæmt úrskurSi dóm- aranna tveggja er dæmdu cns sigurinn, voru honum dæmd 7 stig umfram Richard. Það er því ekki um neitt að villast hver sigurvegarinn var. Og svo er talað um að aðrir dómar liafi ekki verið réttir. Eg veit ekki eftir hvaða reglum þér farið, en i við, sem erum hnefaleikadónuir- ar hér, dæmum eftir íslenzkum reglum, sem sniðnar eru eftir alþjóðahnefaleikareglunum. Við skulum nú líta yfir leikina. — Guðbjartur vann allar sínar lot- ur mjög greinilega, enda var hann „tekniskasti“ þátttakandi um kvöldið. Hinir leikirnir. Samkv. dómaraúrskurSi hljóð- aði stigatala Guðbjarts á 180, en Tony Buzzi 159, eða 21 stigs mun- ur, og sannar það yfirburði lians. Næsti leiluir var á milli Erieh Hubner KR og Mel di Fredos. Erich varð að liætta i annarri lotu, vegna þess að þeir skullu saman með höfuðin og sprakk fyrir á augabrún, hans. Þriðji leikurinn var á milli Jóns NorS- fjörðs og Jack Shaff og tapaði Jón þeim leik á „teknisku knock out“ í annarri lotu. Þvi næst var leikur milli Friðriks Glausen og Jack Crump. Clausen hafði yfir- höndina allan leikinn, réð hraða og sýndi meiri kunnáttu. Úr- skurður dómaranna liljóðaði á Clausen 177 stig, Crump 172. Dómarar sammála. Voru allir dómararnir sammála um að dæma Clausen sigurinn. Ut af þvi, sem þér scgið, að leyfa ekki Ameríkönum að hal'a liring- dómara eða utanhringsdömara, þá skal það skýrt nú. Eg bauð yfirmánni iþróttanna á Keflavik- urflúgvelli, þeim, sem hefur með Gáta dagsins, Ni’. 372: Ilart og skært og hált og slétt að höldum lýgur undir eins þó satt þeim segir, samt er mállaust, dautt og þegir. Svar við gátu nr. 371: Gler.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.