Vísir - 03.03.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 03.03.1953, Blaðsíða 4
Vf SIR Þriðjudaginn 3. marz 1933 « DAGBLAÐ l Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. . , Skrifstofur Ingólfsstræti 3. , ( Útgefandi; BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJ’. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Hversu mikið er lánsfé Sambandsins ? npíminn hefur undanfarið hamrað á því dag eftir dag, að -*• ' Sjálfstæðisflokkurinn ráði yfir tveimur aðalbönkum lands- ins, Landsbankanum og Útvegsbankanum, og hafi komið þar á slíkum „lánsfjárhöftum", að enginn fái þar lán nema „helztu gæðingar flokksins“. Er þess jafnframt getið, að með þessu sé verið að halda samvinnuverzluninni í skefjum, vegna þess að hún hafi miklu minna lánsfé en kaupmannaverzlanir. Er þetta orðið eitt aðalkosningatromp Framsóknarflokksins, og hefur verið slegið út í því trausti, að almenningur verði að taka þessar fáránlegu fullyrðingar gildar, vegna þess að erfitt er að fá áreiðanlegar upplýsingar í málinu. Líklegt er, að Framsóknarmennirnir sjálfir geri sér ekki fulla grein fyrir því, að þeir séu komnir út á hálan ís, vegna vanþekkingar á því sem þeir eru að staðhæfa. Segir Tíminn, að samvinnuverzlunum og ýmsum heilbrigð- um einkafyrirtækjum, sem ekki njóta náðar Sjálfstæðisílokks- ins, sé haldið í skefjum. Með öðrum orðum: Sambandið getur ekki lengur verzlað vegna þess, hversu afskipt það hefur orðið með lánsfé í bönkunum! Vísir hefur reynt að afla sér upplýs- inga um hvað sé hæft í þessu, og hvort hlutur Sambandsins og félaga þess sé hlutfallslega minni en einkaverzlunarinnar af lánsfé til verzlunar. Upplýsingarnar sem blaðið hefur fengið eru í fáum orðum þessar: Heildarútlán beggja bankanna (Landbankans og Útvegs- bankans) til verzlunar í nóvembermánuði, voru nokkuð á þriðja hundrað milljónir króna. Af þessari fjárhæð hafði Sam- bandið og samvinnufélögin fengið um 38% til verzlunar ein- göngu. Þetta er þá þeirra hlutur í lánsfénu til verzlunar. En til þess að sjá, hvort samvinnufélögin eru órétti beitt með skipt- inguna á lánsfénu, þarf að athuga, hvað þau annast mikinn hluta af innflutningnum til landsins, sem lánsfénu er ætlað að standa straum af. Allur innflutningur til landsins 1951 var rúmlega 900 milljónir króna. Heildarinnflutningur Sambands- ins í heildsölu og umboðssölu sama ár, í innflutningsdeild og véladeild, var um 213 millj. kr. eða lun 24% af heildarinn- flutningnum til landsins. Dæmið lítur þá þannig út, að samvinnuverzlunin fær 38% af öllu lánsfénu til verzlunar til þess að annast 24% af inn- ilutningnum, en kaupmannaverzlunin fær 62% til þess að annast 76% af innflutningnum. Getur nokkrum blandast hug- ur um, hvor aðilinn stendur betur að vígi með lánsfé? Það sýnist því vera heldur barnaleg staðhæfing að halda fram, að verið sé að stöðva samvinnuverzlunina með ,,lánsfjárhöftum“ á sama tíma, sem aðrir aðilar verzlunarinnar velti sér í lánsfé irá bönkunum. Staðreyndin talar öðru máli. Ef það er rétt, sem Tíminn segir, að Sjálfstæðisflokkurinn ráði yfir bönkun- um, þá verður ekki annað séð en að hann hafi metið þeirra hag meira en sinna eigin manna. Aluminium og plast í stað plötustáls í bilaiðnaðinum. Detroit. (A. P.). — Vél úr aluminíum er að líkindum framtíðarvélin í farþegabila, ef hægt verður að færa niður kostnaðinn á smíðinni. Vélar, sem gerðar hafa verið í til- raunaskyni, þar sem notað er sem mest af aluminium í bygg- ingu þeirra, hafa verið settar í bíla til reynslu Markmið- ið er auðvitað að skapa eins létta bílvél og frekast er unnt, en það hefir verið markmið verkfræðinganna frá upphafi bílaiðnaðarins. Alltaf við og við heyrast raddir um vélar eða yfirbygg- ingar, sem vega minna en þær, sem fyrir voru. Og í hverju ein- asta tilfelli er það aluminíum, sem ræður úrslitum, þar sem það er þá notað í nýja vélar- hluta, þar sem áður þótti ekki mögulegt að nota það. En um yfirbygginguna ræður samt oft það, að meira og meira af plasti er notað, en það efni ryð- úr sér mjög til rúms í öllum iðnaði. En um leið og unnið er að og framleiddar léttari vélar, hefir framleiðslukostnaðurinn aukizt jafnt og þétt a. m. k. þegar borið er saman við venju- lega vélasmíði úr steypujárni. Tilraunir stöðugt gerðar. Tvær þekktar bílayerksmiðj- ur, Chrysler og Packard, hafa tilkynnt, að þær láti nú gera ýmsar tilraunir með notkun aluminíums og plasts í stað stáls af hörðustu gerð, sem notað er í allskonar plötur í bilaiðnaðinum. Packard-verk- smiðjurnar hafa líka skýrt frá nýjum dieselvélum, sem þær framleiða fyrir flotann, sem byggðar séu að mestu úr alu- miníum. Henrv Ford spáði því áður en hann lézt, að plast myndi útrýma plötustálinu í bílaiðn- aðinum, a. m. k. í yfirbygging- um. Hann lét meira að segja smíða margar slíkar yfirbygg- ingar í tilraunaskyni. Og nú er talið að margir þeir ágallar, sem voru á plastyfirbyggingum Fords, fyrirfinnist ekki í nýrri tilraunum með það efni. Ein kunn bílasmiðja, Kaiser- Frazer, hefh' einnig tilkynnt, að í ráði sé að smíða nokkur hundruð yfirbyggingar á bíla úr plasti eingöngu á þessu ári. En aðrar verksmiðjur gera ekki ráð fyrir, að látið verði stað- ar r.umið við plast, heldur er gei’t ráð fyrir, að aluminíum leysi að lokum þrautina. En ennþá verður framleiðslukostn- aðurinn mikið að lækka til þess að aluminíum verði hagkvæmt í bílaiðnaðinum. Sfrangar reglur um klæða- hurð á baðsfrömfum. TónKstardeilur. T^að er óhætt að segja, að tónlistardeilur þær sem undanfarið hafa birzt í blöðunum, hafa engum verið til lofs. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvor aðilinn hefur rétt fyrir .sér. Vafalaust hafa báðir nokkuð til síns máls. En það vekur Þryggð hjá. öllum, sem tónlistarmálin ber fyrir brjósti, að þeir aðilar, sem eiga að lyfta tónlistarmálum hér á hærra stig, skuli lúta svo lágt að standa í persónulegu aurkasti. Tónlistarmálunum er enginn greiði ger með því að láta þessa ■deilu halda áfram. Þeir, sem að deilunum standa, vaxa ekki af frekari þátttöku í átökunum. Er það því einlæg ósk flestra, að aðilar ræði málið öfgalaust, af skynsemi og sanngirni, og nái samkomulagi sem allir megi við una. Tónlistarmál okkar hafa ekki enn náð þeim þroska, að þau þoli langvarandi innbyrðis deilur. Sumir menn hafa varið lífsstarfi sínu til þess að auka tónlistarmenningu þjóðarinnar. Starf þessara manna ber að xneta áð verðleikum og á það verður að hlusta, sem þeir leggja tíl málanna. Samvinna verður að takast milli þeirra stofnana, sem næst standa og mest áhrif hafa á tónlistarmálin. Engin þessara stofnana má beita einræði í sínum framkvæmd- Itm.' - •• .ír.u.'! . , ; •>*! !>: n-r.y Rómversk-kaþólska kirkjan á Spáni hefur hert sókn sína fyrir betra siðgæði í opinberu lífi á ýmsum sviðum. Fyrir atbeina hennar hafa héraðsstjórar til dæmis til- kynnt, að strangt eftirlit skuli framvegis haft með baðfötum karla og kvenna, og sé ekki alveg sama, hvað fólk sé létt- klætt á almanna færi. Mun mörgum þykja baðfatareglu- gerðin býsna ströng, og að minnsta kosti er hún marg- falt strangari en í flestum löndúm öðrum. Karlmenn mega til dæmís ekki vera í örlitlum skýlum. Þeir verða að vera í sundbol- um, sem hylja brjóst þeirra, og buxnaskálmar verða að ná næstum niður að hné. Konur mega ekki vera í tvískiptum baðfötum, og á þeim verður einnig að vera pils. Reglur serh þessar giitu á Spáni, áður en Alfons konungi var steypt af stóli og lýðveldi stofnað þar í landi, og st.iórn Francos tók þær upp aftur, en kirkjunnar menn hafa haldið því fram, að þeim væri ekki framfylgt sem skyldi. Ilafa þeir gert svo harða hrið að stjórnarvöldunum, að þau hafa sent héraðsstjórunum fyrir- mæli um að framfylgja reglu- gerðinni. Og það er ekki aðeins, að líkaminn skuli vera hulinn, eins og getið er hér að framan, heldur er yfirleitt bannað að vera í baðfötum, hvort sem er á báti eða ströndu — menn mega ekki vera í slíkum flík- um annars staðar en í sjó eða vatni. Samkvæmt þessu er mönn- um til dæmis bannað að liggja í sólbaði á baðströndum nema á sérstökum, girtum svæðum, þar sem konur eru stranglega skildar frá körlum. Og það. er sérstaklega tekið fram, að þeir, sem sé í sólbaði, eigi að klæðast „að minnsta kosti baðfötum“. En þegar menn gangi til eða frá sólbaðsskýlunum .. slculi Bergmáli hefur borizt bréf frá einuin lesenda sinna varðandi fréttaflutning útvarpsins, sem Iiann gerir lítilsháttar atliuga- semdir við. Bréfið er þannig: „Eg vildi gjarnan benda Bergmáli á það til birting'ar, að þegar skýrt er frá ýmsum atburðum i riki.-,- útvarpinu, sem ske í Reykjavik, þá er oft skýrt frá á þann veg, að útvarpið sé sérstaklega til fyr- ir Reykjavík, en ekki alla lands- menn. Eg skal taka dæmi: Þegar skýrt var frá ferðum „Kórhnoss" um bæinn á sunnudagskvöldið, og að almenning'i liefði orðið starsýnt á farartækið o. s. frv., var þess livergi getið, að farar- I tækið hefði farið um götur Rvík- , ur, og það hafi verið R'eykvík- 1 ingar, sern starsýnt varð á far- j kostinn. Átta allir sig' á þessu? | Auðvitað á'ttuðu sig allir bæj- j arbúar hér — þ. e. a. s. Reykvik- I ingar — á fréttinni, en eg er ekki viss um, að svo hafi verið um alla. Til dæmis gæti eg hugsað, að fólk til sveita norðaniands hefði getað álitið, að farartæki þetta hefði verið á ferð um göt- ur Akureyrar o. s. frv. Mörg önn- ur dæmi mætti nefna.“ Bergmál getur bætt því við, að talað var um Karlakór Reykja- víkur, og hefði það átt að geta gef ið visbendingu um, hvar „skipið“ væri á ferð. Útvarpsreyfarinn. Þar sem gefizt hefur tilefni til þess að minnast á útvarpið, lang- ar mig til þess að geta hér sög- unnar „Maðurinn á brúnu föt- unum“. Virðast menn skiptast í tvo flokka, með og móti lienni. Hefi ég lieyrt um spaugilegar heimiliserjur, er sprottið liafa af sögunni. Virðist hún falla kven- fólkinu vel í geð, en aftur á móti heyrast fáir karlmenn hæla lienni. „Kvenfólkið hjá mér sting ur hausnum inn i hátalarann, þegar lesturinn hcfst,“ sagði einn kunningi minn. Hann var ekki lirifinn af reyfaranum sjálfur. 40% innlend tónlist. Og svo er það vantraust tón- skáldanna á tónlistarráðunaiita útvarpsins. Eg vil engan dóm leggja á það mál, cr því ekki nægi lega kunntigur. Aflur á móti þyk- ir mér ekki ósennilegt, að ýmsum lesendum minum, einkum yngra fólkinu, þætti sér nóg boðið, ef tónlistarflutningur Rikisútvarps- ins yrði að 40% innlendur. Minna má kannskc gagn gera. Ef dæma á eftir bréfum, er Bergmáli hafa borizt, t. d. s.l. ár, þá vilja lilust- endur heizt lieyra létt klassisk lög eða danslög, og' er t. d. þátt- urinn „Undir ljúfum lögum“ mjög vinsæll. Aftur á móti á symfónisk tónlist litlum vinsældum að fagna, þótt hún sé i heiðri höfð ai' ráðaröönnum. kr. Gáta dagsfns Nr. 376. Hváða ár renna upp á móti? Svar við gátu nr. 375. Lagið (allt vill lagið hafa). þeir klæðast kuflum, sem hylji líkamann fullkomlega. Spænska kirkjan hefur alltaf lagt mikla áherzlu á það,; að menn klæddust svo, að ekki vek.ti hneyksli. Þó hefur húa lagt áherzlu á margt annað í þessum efnum, svo sem eins- konar ritskoðun, en lengst hef- ur hún þó gengið í baráttu sinni gegn baðfatatízkunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.