Vísir - 03.03.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 03.03.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðiS ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. ____ VISIR Þriðjudaginn 3. marz 1953 VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Rússar selja Kínverjum vopn, segír Vishinsky. Vfirstandandi vertíð á að skila betri veiði en vertíðin í fyrra. En Morður-Kóreumenn fá ekkert slíkt. Einkaskeyti frá AP. -- París í morgun. Stjórnmálanefnd allsherjar- þingsins kom saman á fund í gær og flutti Visliinsky ræðu þar sem hann játaði, að Rússár seldu kínverskum kommúnist- um hergögn. Hann kvað Ráðstjórnarríkin ekki hafa lagt Norður-Kóreu til neitt af hergögnum eða öðru til hernaðarþarfa, enda hefðu þeir engar slíkar samnings- skuldbindingar við þá. Öðru máli væri að gegna við kom- múnistastjórnina í Peking, sem Ráðstjórnin hefði gert vináttu- og viðskiptasamninga við. Þeir hefðu selt Pekingstjórninni hergögn og annað til hernaðar- þarfa, og fengið hráefni — m.a, til hernaðarþarfa — í staðinn. Engar tillögur um lausn. Ekki bar Vishinsky fram neinar tillögur um lausn Kóreudeilunnar, en er forseti nefndarinnar ræddi um, að menn skyldu aðeins fá að biðja um orðið í dag, sagði Vishinsky að óheppilegt væri að taka ákvörðun um þetta þegar, þar sem gera mætti ráð fyrir, að tillögur yrðu bornar fram þá og þegar. Varð sá endir á, að er morgundeginum lýkur verði ekki fleiri teknir á mælenda- skrá. Deilt um hænu og varp. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Enskir og kanadiskir hænsa- ræktarmenn eru komnir ' hár saman vegna enskrar hænu. Hérna megin Atlantshafs er því haldið fram, að hæna nokk- ur í Sussex hafi verpt 360 eggj- um á 156 dögum, og er það talið heimsmet. Ráðunautur Kanada stjórnar í þessum málum telur hér um fölsun að ræða, því að heimsmet sé 360 egg á ári. — Hvorugur aðili vill láta sig. Pétur Gunnarsson í kjöri á Mýrum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokks ins hefur einróma samþykkt að skora á Pétur Gunnarsson til- raunastjóra að verða í framboði fyrir flokkinn við kosningarnar í sumar. Pétur hefur fallizt á að verða við tilmælum þessum, og fagna menn því almennt í sýslunni. Pétur nýtur öruggra vinsælda og trausts. Við aukakosningu í héraðinu í hitteðfyrra munaði mjóu, að hann næði þar kosn- ingu, eins og kunnugt er, og hafa Sjálfstæðismenn í sýslunni fullan hug á að vinna kjördæm- ið I sumar. Henry Cabot Lodge sagði, að Vishinsky hefði nú játað, að Rússar seldu hergögn og annað til hernaðarþarfa þjóð, sem lýst hefði verið sek um ofbeld- isárás, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stassen hefur tilkynnt ráð- stafanir af hálfu Bandaríkja- stjórnar til aukins eftirlits með því, að kommúnistum berist ekki hergögn og hráefni og annað, sem þeir geta hagnýtt sér til styrjaldarreksturs. 666 félagar í Starfs- mannafélagi bæjar* ins. Starfsmannafélag Reykjavík- urbæjar hélt aðalfund sinn fyrir skemmstu. Fram fóru venjuleg aðalfund arstörf, fluttar skýrslur og rætt um félagsmál, en samtals eru félagsmenn nú 666. Stjórn félagsins skipa nú: Þórður Þórðarson, umsjónar- maður Melaskólans, formaður, og með honum í stjórninni, sem ekki hefur enn skipt með sér verkum, Júlíus Björnsson, um- sjónarmaður hjá Rafmagnsveit- unni, Kristín Þorláksd. (Rafv.), Kr. Haukur Pétursson (bæjar- verkfræðingi) og Sigurður Hall dórsson (hjá heilbrigðismála- deild). Á aðalfundi K.R. sem hald- inn var fyrir helgina var Er- lendur Ó. Péíursson kosinn formaður í 19. sinn, en áður hafði Erlendur gengt ritara- störfum í stjórn félagsins um 20 ára skeið. Aðrir í stjórn félagsins voru kosnir Einar Sæmundsson vara formaður, Ragnar Ingólfsson I gjaldkeri, Þórður Sigm-ðsson riíari, Gísli Halldórsson for- maður íþróttaheimilisstjórnar, Sesselja Þorsteinsdóttir spjald- skrárritari óg Ari Gíslason fundarritari. Kelztii frainkvæmdir félags- ins á starfsárinu voru fóignar í byggingu íþróttahússins, sem er hið fullkcmnasta í sinni röð hér á landi. Enn vantar þó fimleikasai með nauðsynlegum útbúnaði og áhöldum. Verður hann byggður strax og fjár- hagur leyfir. Um þessar mundir er verið að breyía einum af þremur grasvöllum á íþróttasVceði K.R. í malarvöll. Er það gert með tilliti til þess að hægt verði að hefja útiæfingar snemma á Matvælaskortur í Bombay-béraði Einkaskeyti frá AP. — Bombay í morgun. Matvælaástand er nú svo erfitt í Bombay-héraði, að það hefur ekki verið eins slæmt um langt skeið. Mat- vælaskortur er árlega á þess - um slóðum, þar sem mann- fjöldinn er svo mikill, að ógerningur er að framleiða svo mikið að nægi * næsta nágrenni, og auk þess eriið- Ieikar á flutningnum mat- væla úr öðrum landshlutum eða löndum. Um 6.4 millj. manna verða nú að þola skort að meira eða minna Ieyti, en á sama tíma > fyrra náði matvælaskorturinn til 2,4 milljónar. Stórjörðum skipt í Guatemala. Guatemala (AP.) — Skipt- ing stórjarða er hafin hér í landi samkvæmt lögum frá síðasta ári. Við fyrstu skiptinguna fengu 112 bændur, sem verið hafa leiguliðar, og eru allir af Indíánakyni, úthlutað jörðum, sem voru 3—4 hektarar hver. Til að byrja með hefur ríkíð tekið 16,000 hektara til skipt- ingar. vorin á meðan grasvellirnir eru blautir og ónothæfir til íþrótta- iðkana. Hagur félagsins stendur með miklum blóma og losuðu nið- urstöðutölur á efnahagsreikn- ingi rúmlega 2 milljónir króna. Þar af er hrein eign um 1% millj. kr. 7000 þorskar merktír hér við land s. í. ár. Viðtal við Jón Jónsson fiski- frœðing. Ef marka má niðurstöður af rannsóknum fiskifræðinga, á vertíðin i ár að skila betri afla en sú í fyrra. í erindi er Jón Jónsson fiski- fræðingur flutti í Náttúru- fræðifélaginu 23. þ. m. ræddi hann um þorskgöngur og þorsk- merkingar hér við land og þann vísindalega árangur sem vænta mætti í framtíðinni af merkingunum. I tilefni af þessu erindi hefir Vísir átt stutt viðtal við Jón og þá einkum um endurheimtur á merktum fiski við íslands- strendur. Undanfarin 5 ár hafa af hálfu Fiskideildaiúnnar verið merktir nær 7 þús. þorskar við strendur Islands. í tvennum tilgangi. Þessar merkingar eru gerð- ar í tvennskonar tilgangi. Ann- ars vegar til þess að fylgjast með göngum þorsksins og hins- vegar segja endurheimturnar okkim um álag veiðinnar á fiskstofninn á hverjum stað og hverjum tíma. Ganga má nú orðið út frá því, að merkingarnar frá 1948 og ’49 hafi skilað aftur mestum hluta endurheimtanna. Kemur þá í ljós, að furðu gott sam- ræmi er á milli endurheimt- anna bæði þessi ár. Fengizt hafa 11.1% af þeim þorski til baka, sem merktur var 1948 og 10.9% af þeim þorski, sem merktur var 1949. Frá seinni árunum hefir, af eðlilegur orsökum, fengizt minna. Endurheimtur á fiski, sem merktur var fyrir Norðurlandi á þessum tveimur fyrstu árum, voru furðanlega líkar, t. d. hafa fengizt frá stórri merkingu, er gerð var á Skagafirði 1948, 14% og tilsvarandi merking er gerð var á Húnaflóa árið eftir, hefir skilað 12%. Hér er að mestu leyti um að ræða ung- fisk, sem alinn er upp fyrir Norðurlandi. Álag á ung- stofninn eykst. Gaman er að bera þennan árangur saman við merkingu, er gerð var árið 1905 á Skaga- firði. Þá var merktur þar fisk- ur af mjög líkri stærð og merkt- ur var þar 1948. Frá þeirri merkingu fengust aftur aðeins 3.8%, með öðrum orðum feng- ust nær fjórum sinnum fleiri merktir þorskar við merking- una 1948 heldur en 1905. Af merkingunum frá 1905 voru öll merkin endurheimt aftur af íslenzkum skipum. En úr merkingunni frá 1948 feng- ust 68% aftur á íslenzkum fiskiskipum, en hin 32% á er- erlend skip hér við land. Niður- stöður þessara merkinga sýna okkur mjög greinilega í tölum hve álag veiðanna á ungstofn- inn hefir aukizt gífurlega. Merkingar Dana. Að því er snertir endurheimt- ur af þeim hluta stofnsins, sem orðinn er kynþroska, getum við borið saman þær merkingar, sem Danir gerðu á Selvogs- banka á hrygningartímanum á nokkru árabili milli fyrri og síðari heimsstyrjaldar. Af merkingu, sem gerð var 1928 og ’29, fengust aftur 2.4%. Af merkingu, sem gerð var 1934, fekkst 8.7%. Af merkingu, sem gerð var 1936, fengust 12.2%,. af merkingu er gerð var 1938 fengust 10.7% og af merkingu, sem íslendingar gerðu á sömu slóðum 1951, hafa fengizt aftur eftir tæp 2 ár 8.8%. Þessar töl- ur staðfesta mjög svo greini- lega þær niðurstöður, sem Jón Jónsson fiskifraéðingur hefir komizt að um sveiflurnar í stærð stofnsins. Á árunum um 1930 var þorskstofninn mjög stór, en eftir 1932 gekk mjög á hann m. a. sökum afar mik- illar veiði, og má segja að hann Frh. á 5. síðu. Það er þröng á þingi hjá flóttafólkinu í Berlín, sem flúið hefur „sæluna“ í Austur-Þýzkalandi. Rauða kross deildir frá ýmsum iöndum hafa veitt mikilsverða aðstoð til hjálpar þessu iólki, sem kemur allflest allslaust til Vestur-Berlínar. Myndin er frá einum bráðabirgðabúðum, scm komið hefur verið upp og notið hafa aðstoðar frá Rauða krossi Danmerkur. EÓP formaður í 19 sinn. Hefir verið í stjórn K.R. í nær 40 ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.