Vísir - 21.03.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 21.03.1953, Blaðsíða 5
JLaugardagirm 21. marz 1953 VÍSIR Greiðslur vðbótarfjöldskyldu- bóta og mæðralauna að hefjast Gremar§erð frá Tryggmgasíofnun ríkfsins. I næsta mánuði hefjast greiðslur á viðbótarfjplskyltlu- bótum og inæðralaunum frá Tryggingastofnun ríkisins. Þeir, sem eiga að sækja um þessar bætur þurfa því að hafa gert það fyrir 31. þessa mán- aðar. Þar sem hér er um nýja bótaflokka að ræða og iðgjöld- in hafa verið hækkuð vegna þeirra þykir rétt til glöggvunar fyrir almenning, >að gera nokkra grein fyrir þeim. Greitt ársfjórðungslaga. Raddir hafa heyrst um það, að greiðslur þessará nýju bóta hefðu átt að hefjast þegar er deilan leystist, eða um ára- tnótin. En lögin voru ekki af- greidd fyrr en í febrúarbyrjun og þá var eftir að ganga. frá reglum um fyrirkomulag greiðslanna, láta prenta eyðu- blöð og senda þau umboðs- mönnunum út um iand. Gjald- dagi þessara bóta er ársfjórð- ungslega eftir á en ekki mán- aðarlega, enda mundi það kosta stórfé, því að hér er um að ræða um 20 þúsund nýjar bóta- greiðslur á hverjum gjalddaga. Þá hafa ýmsir haft það á orði, að óþarft sé að láta sækja um þessar bætur. En það er byggt á misskilningi. Þeir, sem nú njóta fjölskyldubóta eða barna- lífeyris, þurfa ekki að senda umsóknir, því að Trygginga- stofnunin á að hafa í höndum upplýsingar um hagi þeirra. En H ' um hina, sem nu eiga að fa bætur í fyrsta sinn, hefur hún aftur á móti engar upplýsingar. Þeir þu.rfa því að gera grein fyrir högum sínum svo að hægt sé að ganga úr skugga um bóta- rétt þeirra. Umsóknareyðublöð handa þessu fólki eru afgreidd um þessar mundir h.iá Trygg- ingastofnuninni og umboðs- mönnum hennar víðsvegar um landið. Barnalífeyrir, Það er rétt, um leið og .gei'ð er grein fyrir hinum nýju á- kvæðum laganna, að víkja að þeim bótum, sem Trygginga- stof nunin greiðir sérstaklega Vegna barna, og skilgreina þá eðli hverrar tegundar fyrir sig. Miðað er við bætur . á fyrsta verðlagssvæði með núverandi vísitöluuppbót, 57% , ef ekki. er annað tekið fram. En á öðru verðlagssvæði eru þessar bætur % lægri. Barnalífeyririnn er greiddur þegar faðirinn er fallinn frá, orðinn óvinnufær til frambúð- ar, öryrki, eða kominn á elliííf- eyrisaldur, þ. e. a. s. orðinn 67 ára. Barnalífeyririnn nemur nú kr. 314.00 á mánuði fyrir hvert barn undir 16 ára aldri. Barnalífeyririnn er því aldrei greiddur þegar faðir eða fyrir- vinna er á lífi og fullfær til vinnu. Ennfremur eiga ógiftar mæður og fráskildar konur, sem leggja fram úrskurð á hendur barnsföður eðá leyfisbréf til skilnaðar, rétt til barnalífeyris á sama hátt og ekkjur. En þá hefur Tryggingastofnunin endurkröfurétt á hendur barnS- föður, og eða framíærslusveit hans. Þessi réttur fe.llur niður, ef konan giftist eða tekur upp sambúð með karlmanni, þremur árum eftir að hjúskapur eða sambúð hefst. En að sjálfsögðu á konan eftir sem áður rétt til meðlags frá föður barnsins, þótt milliganga Tryggingastofnun- arinnar falli niður. Fjölskyldubætur. Fjölskyldubæturnar eru annars eðlis. Þær greiðast þó að faðir eða fyrirvinna sé full- hraust og á starfsaldri, ef hann hefur fyrir ákveðinni tölu barna að sjá. Tilgangurinn með fjöl- skyldubótunum er sá, að jafna metin milli þeirra sem eiga stóran barnahóp og hinna, sem færri hafa á framfæri. Samkvæmt hinum nýju lög- um verða fjölskyldubæturnar nú einnig greiddar vegna ann- ars og þriðja barns. Nema við- bótafiölskyldubætur þessar % af fullum fjölskyldubótum vegna annars barns, eða kr. 628,00 á ári, og fyrir 3. barn hálfum fjölskyldubótum, eða kr. 942.00 á ári. Bótagreiðslur fyrir börn, sem eru umfram þrjú í fjölskyldu haldast ó- breyttar, kr. 1200.00 í grunn eða 1884.00 kr. á ári. Þannig eiga allir þeir, sem njóta fjöl- skyldubóta samkvæmt fyrri á- kvæðum laganna að fá við- bótarfjölskyldubætur með tveimur börnum. En auk þess bætast við. fjölskyldubætur til þeirra, sem eiga tvö börn eða þrjú og engra fjölskyldubóta hafa notið til þessa. Mæðralaun. í þriðja lagi eru svo mæðra- launin. Tilgangur þeirra er sá, að bæta einstæðum mæðrum að nokkru þann atvinnu- og tekju- missi, sem þær verða fyrir vegna þess að þær þurfa að annast börnin. Allmikill á- greiningur hefur á undanförn- um þingum verið um mæðra- láunin, en samkvæmt hinum nýju lögum eiga þau að greið- ast öllum einstæðum mæðrum, sem hafa tvö börn eða fleiri á framfæri sínu, en fyrir móður, sem hefur tvö til fjögur börn á framfæri, verða þau að mun lægri en gert hafði verið ráð fyrir í fyrri tillögum. Hinsvegar verða þau stórum hærri ef bömin eru sex eða fleiri. Mæðralaunin nema sömu upp- hæðum og fjölskyldubæturnar og koma í þeirra stað. Þau greiðast hins vegar þótt móðir- in njóti barnalífeyris og án til- lits til tekna móðurinnar eða efnahags. Þau nema, eins og áður er sagt, fyrir tvö börn kr. 628.00, fyrir þrjú kr. 1570.00 og hækka síðan um kr. 1884.00 fyrir hvert barn. Raforkan í'r ívrii- .ölln: Kanada býst við jð fá 600 miHj. ha. ur Yukonfljóti. Fyrsta virkjunin — 5 miilj. ha. — hafin í sumar. um Alexasidrine Gefin hafa verið út minn- ingarljóð um Alexandrine drottningu Dana og stendur fé- lagið Alvara að útgáfunni. Ljóðin, sem eru í einkar smekklegi'i útgáfu, hafa verið gefin út í 500 eintökum, sem prerttuð eru sem handrit. Verð- ur þessum 500 eintökum varið til að heiðra minningu drottn- ingarinnar og í því skyni send sendiherrum, bæjarstjórnum bæja hér á landi, sem vinabæi eiga í Danmörku o. fl.. Dana- konungi hefir verið sent for- kunnarfagurt eintak, bundið í skinn. Helzta kvæSið í bókinni er Minningarljóð, en framan við Einkaskeyti frá A.P. — Ottawa í gær. Vegna ört vaxandi raforku- þarfar landsins, er nú leitað æ lengra norður á bóginn með virkjanir ó næstunni fyrir aug- um. Kanadiska stjórnin hefur á síðustu árum látið fram fara rannsókn á því, hversu mikið afl megi fá úr Yukon-fljóti, sem er í norðvesturhéraði lands ins, og er áætlað, að úr því einu megi vinna allt að 600 milljónir hestafla. En bað mun kosta óhemju fé að nýta alla þessa orku, því að auk þess kostnaðar, sem verður við sjálfar virkjunar- framkvæmdirnar, þarf að leggja vegi um víðáttumiklar, hrikalegar auðnir, þar sem ekk ert er hvítra manna utan fárra veiðimanna. Má bezt marka væntan- legan kostnað af því, að í sumar verður byrjað á mann virkjum, sem kosta eiga tvo milijarða dollara, og mun þar verða um raforkuver að miklar stíflur með raforkuver- um að raeða, en orkuna á að nota til málmbræðsíu. Verður málmurinn fluttur að langar leiðir, og verður að gera nýja, djúpa höfn á vesturströnd lands ins, til þess, að nægilega stór skip geti flutt hann að. Þar sem höfnin verður gerð í þeim hluta Alaska, sem teygir sig suður með vesturströnd Kan- ada, hefur orðið að samkomu- lagi, að greitt verði fyrir hafn- arstæðið með raforku.. Mann- virki þessi verða fullgerð eftir tíu ár. Rangfærslum Al- þýiublaðsins mótmælt. Stjórn Landshafnar Kefla- víkur og Njarðvíkur hefur sent Vísi greipargerð vegna rang- ^ færslna í grein í Alþýðublaðima ræða, sem a að framleiða 5- f . milljónir liestafla — aðeins. T Er þar um að ræða Lands- aðeins. Er það einkafyrirtæki, sem fengið hefur heimild til þess að ráðast í þessar framkvæmdir og verður í rauninni um þrjár það eru prentuð nokkur kvæði, sem minnast komu drottningar- innar hingað og þess, að hún lærði íslenzka tungu. Öll er út- gáfan hin snyrtilegasta. Önnur prentun mun verða g'efin út og, þá almenningi gefin kostur á að eignast minningarljóðin. hafnarhúsið svonefnda, en það var byggt á sínum tíma til-að hýsa mikinn mannfjölda, er myndi starfa að byggingu lands- hafnarinnar. Þetta breyttist, aðallega vegna fjárskorts, og stóð' húsið síðan ónotað. Verður sú saga ekki rakin nánar, en hinn 16. janúar í fyrra var sam- þykkt samhljóða að selja Karvel Ögmundssyni, útgerðarmanni, húsið fyrir 180 þús. krónur, og með þeim skilmálum, sern. Ragnhildur prinsessa Norðmanna liefur nýlega, með leyfi Hákonar konungs, opinberað trúlofun sína og Erlings Lorentzens útgerðarmanns. Var myndin hér að ofan tekin af lijónaefnunum ■ < !> ;i í kónimgsliöllipni'í Osló. 1 111 ' V- ENGINN VAFI leikur á því, að með allra vinsælasta út- varpsefni, sem völ er á í vetur, er þáttur Halldórs Halldórs- sonar dósents, „íslenzkt mál“. Hvað eftir annað hefi eg veitt því athygli, að menn búa sig undir að hlusta, þegar þessi þáttur hefur verið auglýstur, og sumir fara ógjarna út, þegar hans er von. Skylt er að geta þess, að þetta virðist jafnvel ekki síður eiga við um ungt fólk. # Þetta sýnist mér vera á- kaflega ánægjuleg stað- reynd. Alltaf öðru hverju fara geðvondir menn á stúfana í blöð.um og tímaritum til þess að segja okkur frá því, að fólk á íslandi sé hætt að hugsa, eða nenni ekki lengur að liugleiða það, sem til hollustu má verða í andlegum efnum. Og oft fylgir það þessum geðvonzkuskrifum, að unga fólkið nenni ekki að leggja það á sig að tala eða rita rétt mál, og þar fram eftir göt- unum. Þetta hefur verið sagt | áður, mörgum sinnum, eins og be2t má sjá á því að lesa Reykjgvíkurblöðin á liðnum árum. Þeir, sem hafa gaman af svona nöldri, allir þessir gleði- snauðu umkvörtunarseggir, geta haldið áfram þessari iðju sinni, en hún haggar ekki þeirri staðreýnd, að gífurlegur fjöldi hlustar á áðurnefndan þátt Halldórs Halldórssonar og hef- ur gagn og gaman af. $ Halldóri Halldórssyni er mjög sýnt um að setja skýringar sínar fram á að- gengilegan, alþýðlegan og auð- skilinn hátt, eins og vera bér. Það er bráðnauðsynlegt að efla og gfæða smekk manna fyrir lýtalausu máli, og þessi við- leitni Ríkisútvarpsins er vel þegin. En það er ekki sama, hvernig þetta er gert. En leið- beiningar H. H. og skýringar H. H. virðast hitta í mark. ó í fyrrakvöld ræddi H. H. nokkuð um viðurnefnið þambarskelfir og merkingu þess. Flestir eru líklega sam- mála dósentinum um merkingu þess, og vitaskuld mun okkur flestum hafa dottið í hug, að Einar þambarskelfir hefði verið frægari fyrir bogfimi en ístru. En það var gaman að heyra mál þetta rætt af þekkingu, og ekki var síður ánægjulegt að heyra bréf próf. Guðmundar Thor- oddsens um þetta. Vonandi verður þessum þáttum Halldórs haldið áfram og vafalaust við vaxandi vinsældir. u; ! ■«.1 n .-utíi.i ;iL > ( ThS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.