Vísir - 21.03.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 21.03.1953, Blaðsíða 7
jLausardaginn 21. marz .1353 VÍSIB 17 ^ennifer ~s4me&: Skuggar í sólaratt. „Hann kann jafnvel að hafa sagt, að eg væri að ganga af vitinu.“ Söru leið enn verr — og hún gat engu svarað. Á þessu augna- bliki gat hún ekkert sagt, en allur deyfðarsvipur var nú horf- inn af Bemice og hún mælti og orðin streymdu af vörum hennar: „Ó, af hverju komstu, Sara? Eg vildi ekki, að þú kæmir. Skilurðu ekki, að með því að koma hefurðu spillt öllu. Mér fannst það mikilvægara en allt annað, að einhversstaðar úti í heimi gengi allt sinn vanagang — að einhversstaðar væri fólk, sem væri eins og fólk er flest. Og eg óskaði þess af alhug um Tony og þig, að allt.gengi sinn vanagang fyrir ykkur, þið væruð á ferðalagi og dönsuðu eins og í gamla daga. Eg hugsaði um' ykkur í sama umhverfi og við vorum, í .öll þrjú. Eg hugsaði um það, er þið komuð heim saman eftir seinni sýningu, með steiktan fisk og kartöflur í bréfi, masandi við geðilla húsfreyju til þess að fá hana til að búa til te — já, og svo margt,. margt annað, yndislegt en hversdagslegt — úr þeim heimi, sem eg háfði lifað í. Skilurðu það ékki, að sá heimur er hinn eini, sem eg vil lifa í. Og um þennan heim hérna skiptir ekki nokkru máli. Eg hélt, að þú mundir koma aftur með allt það, sem eg hafði saknað, en svo skildist mér allt í einu, að það gætir þú ekki g'ert. Og nú er draumheimur minn hruninn í rústir.“ Hún huldi andlitið í höndum sér og grét með þungum ekka. Sara settist á rúmstokkinn hjá henni og vafði hana örmum — þrýsti henni að sér eins og móðir hrelldu barni. Hún hafði enn miklar áhyggjur, en þó fannst henni einhvern veginn, að þungu fargi hefði verið af sér létt. Henni datt ekki í hug, að Bernice væri brjáluð, en hinsvegar veik af heimþrá. „Bernice,“ sagði hún rólega, þegar draga fór úr ekka hennar, „þú verður að reyna að hressa þig upp, stappa' í þig stálinu. Þú ert hingað komin, hér er heimili þitt, og myndirnar, sem þú hefir dregið upp af því liðna eru af því, sem ekki er lengur til, ekki einu sinni í Englandi, þar er ekkert óbreytt. Þú mund- ir komast að raun um, að allt hefir tekið þar svo miklum breyí- ingum að þér mundi finnast það eins annarlegt og það sem hér er. Enginn hefir tekið aftur gleði sína. Áhyggjulaust líf þekkir enginn. Þegar eg særðist af völdum sprengjunnar, var það alls ekki í fyrsta skipti, sem eg lenti í loftárás." „En Tony, Sara? Hann hefir þó að minnsta kosti það sama fyrir stafni?“ Eftir á var Sara í vafa_ um hvort hún hefði gert rétt 1 a.ð svara eins og hún gerði, en hún svaraði hiklaust: „Nei, Bernice. Tony vinnur ekki að hinu sama. Hvernig geturðu spurt? Þú ættir að þekkja hann betur en svo. Hann gekk í flugherinn í byrjun. styrjaldarinnar og varð brátt flug- stjóri. Hans hefir verið „saknað“ um skeið.“ Þögn ríkti andartak og andlit Bernice varð eins hvítt og svæfillinn, sem höfuð hennar hvíldi á. Þannig' lá hún hverja mínútuna á fætur annari og Sara þorði ekki að segja neitt — ekki einu sinni að snerta hana. Þeirri ógurlegu hugsun skaut upp, að Lebrún hefði kanhske, þrátt fyrir allt, rétt fýrir sér. Kannske hafði það riðið henni að fullu hve ógætin hún hafði verið, að segja henni svona frá þessu. En þegar Bernice tók til máls hvarf sá ótti. Það varð Söru alveg ljóst þá, að Bernice var andlega heilbrigð,’ en rödd henn- ar skar hana í hjartað — það var rödd manneskju, sem hafði glatað öllu.“ „Eg elskaði hann, Sara,“ sagði hún, „elskaði hann af öllu hjarta.“ „Ó, Bérnice mín.“ „Og nú er öllu lokið — öllu lokið.“ „Þetta máttu ekki;segja,“ sagði Sara af ákefð.; „Öliu er ekki lokið. Tony elskar þig. Hann kom og heimsótti mig í sjúkra- húsið þar sem eg lá, skömmu áður en hann fór í seinustu flug- ferð sína. Hann afhenti mér dálítið, sem hann bað mig fyrir til þín, dálitla nælu, gullskeifu með demöntum í.. Móðir hans hafði átt hana. Hann sagði, að ef éit.thvað kæmi fýrir, sig, vildi hann vita hána í þinni éigu. Eg.þeid —‘ eg er viss Um, Bernice, ajð,hann: vildi, ;að þú gæfist aldréi .uþp, hváð'semi.á'níótk blésiv heldur héldir-áfram þinni baráttu hverHig sem; hún ' yæri.“: , „Við hvað áttu — að halda áfram baráttu," hvíslaði hún. Sara vissi ekkert við hvað hún hafði átt —* henni íannst bará sjálfsagt ,að segja citthvað í þessa átt, eitthvað hvetjándi,’ svo að hún fengi eitthvað að lifa fyrir. „Halda áfram hans baráttu, ef hann skyldi hafa fallið ■— halda hátt á lofti því blysi, sem hann bar, fyrir land sitt — reyndu að gera það Berniee, minnast hans með því, og er það ekki skylda okkar allra, að halda uppi merkinu, halda í heiðri minningu þeirra, sem elskuðu okkur og voru okkur kærir, og jafnframt starfa hVer með sinni litlu getu fyrir ættýörð' okkar Hún þagnaðj skyndilega. Hún vissi varla hvað hún hefði sagt, en henni fanrist, að hún hefði gert það sem hún gat til þess að draga Bernice ,upp úr .feni. örvæntingar ,og vonleysis, Hún hafli talað af sannfæringarhita Óg vissulega fylgdí.' hugiir máli hjá heriní. Bernice starði enn á hana. En svipur hennar var gerbreyttur, það var ekki lengur takmarkalaus harmur, sem lýsti sér i hverjum drætti, eða kolsvört örvænting; roði hafði hlaupið í kinnar henni og það var mikil birta í augum hennar.. „Já,“ sagði hún titrandi röddu en óttalaust. „Þú hefir rétt fyrir þér, Sara. Það er kannske eitthvað, sem eg get gert fyrir land mitt, jafnvel hér. Eitthvað, sem Tony vildi, að eg gerði. En eg er smeyk um, að eg hefði átt að vera búin að því. Hann var ekki hræddur við að deyja. Og það skal eg ekki heldur vera.“ „Hvað ertu að fara, Bernice?" spurði Sara hásri röddu. Hún gat, sem vonlegt var, ekki áttað sig á þessari snöggu breytingu, sem orðin var á vinstúlku hennar. Bernice horfði á hana og hristi höfuðið. „Eg get ekki sagt þér það,“ sagði hún ákveðinni röddu, „þú gætir ekki verið örugg hér, Sara, ef þú vissir það.“ Söru fannst fegurð kvöldsins svo dásamleg, er hún síðar stóð á veröndinni og horfði yfir garðana, hæðir og haf, og engin orð fengu lýst. Og fegurðin hafði þau áhrif á hana, að allur ótti hvarf henni um stund. BBIÐGEÞATTUR TÍSIS RÁÐNING: és S-8-7-2 ¥ Á-D 0 D-8-6 * Á-5-3-2 ¥ 4. K-G.-6 V G-8-6-4-2 ¥ 10-7-4-2 © 6 é A-D-4 ¥ 10-9 ♦ Á-K * K-D-G-10-9-4 Suður spilar 6 4» bg vestur kemur út með ¥ 4. Hvernig vinnur suður spilið? Suður þarf ekki á „svíningu“ í ¥ að halda og tekur með ás, því hann losr.ar við hjarta á hendi í ♦ D. Rétt er því að spila rauðu litina til botns. Þegar því er lokið og borðið heíur komizt inn á ♦, er 9 spilað út. Hleypi austur níuhni gefur suður vestri kost á siag. En komi G eða 10 hjá áustur drepur suður með D. Vestur getur ekki spilað nema á þá suður tvo slagi á é í bak- hönd. Fískverð á ís- landiog í Moregi Tilkynning frá atvinnumála- ráðuneytinu um fiskverð á ís- landi og í Noregi. í blaðaskrifum, sem nýlega' áttu sér hér stað, var m.a. gerður samanburður á fiskverði því, sem sjómenn fengju hér á landi og í Noregi. Var því hald- ið fram, að verð á þorski í Noregi væri nú kr. 1.49 fyrir hvert kg. á sama tíma og þorsk- verð til sjómanna hér á landí. væri kr. 1.05 fyrir hvert kg. í tilefni af þessu, hefur at- vinnumalaraðuneytið fyrir~ milligöngu sendiráðs íslands í Osló, aflað ýmsra upplýsinga m.a. um fiskverð þar í landi. Eftirfarandi er byggt á þeim. upplýsingum. Verð á þorski í Lofoten 4. vertíð þeirri, sem nú stendur j-fir er kr. 0.98 fyrir hvert kg. af slægðum fiski með haus. Til samanburðar skal getið, að samkvæmt auglýsingu Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna frá 5. febrúar s.l. er verð á þorski hér ákveðið kr. 1.05 fyrir hvert kg. af slægð- um fiski með haus. Fiskur sá, sem aflast á Lofotenvertíðinni, en það er aðalþorskvértíð Norðmanna, er hagnýttur á svipaðan hátt og tíðkast hér á landi, þ.e. ýmist salíaður, frystur eða hertur._ Við allar þessar verkunarað- ferðir er vinnukostnaður mjög* stór liður og því fróðlegt að- gera samanburð á þeim kostn- aði hér og í Noregi. Kaupgjald í Noregi við fisk- vinnu allskonar er nú kr. 7.43 á klst. fyrir karlmenn en kr. 6.06 fyrir kvenfólk. Hér á landi er nú greitt fyrir sambærilega vinnu kr. 14.51 og kr. 10.36. Er því kaup karlmanna 95%, og kaup kvenfólks 71% hærra hér á landi en í Noregi. Átvinnumálaráðuneytið, 19. marz 1953. Á kvöldvökunni, hlýtur að vera eitthvað, sem þú getur gert Hænan gefur sér engin grið við eggja-framleiðsluna. Hér um bil 30 inínútum eftir að hún hefir verpt eggi losnar rauðan að næsta eggi rennur niður eggjaveginn. Megan Lloyd George, dóttir hins látna stjórnmálamanns, er gamansöm kona og sagði nýlega í ræðu þessa sögu. Walesbúi var fyrir rétti í Wales og var álitið að hann væri sekur. Ákærand- inn var enskur og hélt niargra álna langa ræðu í réttinum. Þá stóð upp verjandinn og sagði nokkur orð á tungu Walesbúa. Kviðdómurinn sýknaði maiin- inn og. undruðust' þa.ð állir. Þegar lögfræðíngarnir. jiéldii’ á brott sagði ákærarídinn við verjanda: „Hvað var það, sem þér sögðuð við kviðdóminn? Það hlýtur' að hafá verið; mjög mergjað.“ „Eg skal gjárrian segja yður; hvað eg sagði, sagði verjandi? „Eg sagði ákærandinn er ensk- ur, vitnin eru ensk, dómarinn er enskur. — En sá kærði er Walesbúi. Eg er Walesbúi og þið eruð Walesbúar. — Gerið skyldu ykkar! © Árið 1953 er hjá Gyðingum 5713. (Misnrunur 3860 ár). Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Skrlfstofutími 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950. ÚHtf áÍHHí í bæjarfréttum í Vísi var þetta sagt 21. marz 1918: EUiðaárnar. Sex boð voru gerð í vei'ði- réttinn í Elliðaánum: L. Ander- sen kr. 4600, Derbell kr.' 4.600. Bjarni Pétursson 4730 kr„ Haf- liði Hjartarson kr. 4.800, Ólafur Jónsson kr. 4.800, Sturla Jóns- son kr, 5.000. Bæjárstjómin á- ikvaS„aS;- selja Sturlu Jónssyni “rnar, a; leigu.fpgnrv það verð er m s'X- •íivr • • - Grímsstaðaholt Leiðin er ekki Iengri en f Sveimshúð Fálkagötu 2 þegar þér þurfið að setja smáauglýsingu í Vísi. — Þær hrífa jafnan — smáauglýsmgarnar i MARGT Á SAMA STAÐ Kaupið ódýrasta blaðið. kmsiúr 12 kr, á wnánúðL Sinwi IdGO.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.